Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu

Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.

Kelloggs
Auglýsing

Óskýr ljós­mynd af starfs­manni morg­un­korns­fram­leið­and­ans Kelloggs, stand­andi í belj­andi rign­ingu og hávaða roki með kröfu­skilti á lofti, hefur beint kast­ljós­inu að verk­falli um 1.400 verka­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins. Kjara­við­ræður hafa staðið í heilt ár en sigldu í strand í byrjun októ­ber og verk­fallið hefur nú staðið í tæpar tvær vik­ur. Starfs­fólkið sakar fyr­ir­tækið um bola­brögð; að lækka grunn­laun nýrra starfs­manna, enn­fremur að lækka orlofs­greiðslur og fækka orlofs­dög­um, skerða heil­brigð­is­trygg­ingar og eft­ir­laun. Þá sakar það sem og verka­lýðs­fé­lagið sem háir bar­átt­una með því, Kelloggs um að ætla sér að flytja verk­smiðjur til Mexíkó til að draga úr launa­kostn­aði og kom­ast hjá ströngu eft­ir­liti Mat­væla- og lyfja­stofn­unar Banda­ríkj­anna.

Tals­menn Kelloggs segja til­boð þeirra í við­ræð­unum „tekið úr öllu sam­hengi“ og neita því að til standi að flytja starf­semi til Mexíkó. Þeir segja verka­lýðs­fé­lagið hafa gefið félags­mönnum rangar upp­lýs­ingar sem mik­il­vægt sé að leið­rétta.

Auglýsing

Þrátt fyrir verk­fallið eru verk­smiðj­urnar sem eru í Nebr­aska, Michig­an, Penn­syl­vaníu og Tenn­essee, ekki mann­lausar því fyr­ir­tækið hefur ráðið stað­gengla, fólk sem er ekki í verka­lýðs­fé­lag­inu. Kris Bahner, tals­maður Kelloggs, segir fyr­ir­tækið „til­búið og vilj­ugt“ til að halda kjara­við­ræð­unum áfram en þar til samn­ingar náist „höfum við ábyrgð­ar­hlut­verki að gegna gagn­vart fyr­ir­tæk­inu, við­skipta­vinum og neyt­endum til að halda verk­smiðj­unum okkar gang­andi – þrátt fyrir verk­fall­ið“.

Fram­leiðsla Rice Krispies, Raisin Bran, Froot Loops, Special K, hins hefð­bundna Korn­flex og Fro­sted Fla­kes, svo nokkur dæmi séu tek­in, mun því halda áfram eftir að hafa stöðvast tíma­bundið vegna verk­falls­ins. Hópur sautján þing­manna á rík­is­þingi Nebr­aska hafa sent Steven Cahilla­ne, for­stjóra Kelloggs bréf þar sem „stað­föstum stuðn­ingi“ við starfs­fólkið sem er í verk­falli er lýst yfir.

„Þessi kornótta, þoku­kennda ljós­mynd segir meira en þús­und orð,“ skrif­aði verka­lýðs­fé­lag starfs­mann­anna sem er hluti af regn­hlíf­ar­sam­tökum sem heita því langa nafni Bakery, Con­fect­ion­ary, Tobacco Wor­kers, and Grain Mill­ers International Union, við mynd­ina er það deildi henni á sam­fé­lags­miðlum í vik­unni. Síðan þá hefur henni verið deilt ótal sinnum og meira fjallað um kjara­bar­átt­una í fjöl­miðlum en áður hafði verið gert.

Myndin er tekin í Omaha í Nebr­aska af Erin Shaf­fer sem hefur unnið hjá Kelloggs frá því í sum­ar. Hún seg­ist í sam­tali við Newsweek hafa tekið mynd­ina klukkan þrjú að nóttu. „Mér fannst hann sýna svo mikla ein­urð að standa þarna úti í úrhellis rign­ing­u.“ Mað­ur­inn, sem var að sinna verk­fallsvörslu við verk­smiðj­una, lét engan bil­bug á sér finna þrátt fyrir kald­rana­legar aðstæð­urnar sem sköp­uð­ust er mikið rign­ing­ar­veður skall á, tjöld verk­fallsvarð­anna fuku um koll og starfs­menn Kelloggs sem voru á vett­vangi flúðu í bíla sína. Allir nema einn. „Fólk er orðið þreytt á græðgi stór­fyr­ir­tækja,“ segir Shaf­fer. „Það er fullt af ástríðu­fullu fólki þarna úti sem mun ekki gef­ast svo auð­veld­lega upp.“

1.400 bræður og systur

Mað­ur­inn á mynd­inni heitir Jason Schultz. Hann er 44 ára og vinnur á lyft­ara í verk­smiðju Kelloggs. Sem verk­fallsvörður kemur það í hans hlut að gæta þess að staðið sé vörð um öll sex hliðin að verk­smiðju­lóð­inni – allan sól­ar­hring­inn – og gæta þess að verk­falls­brot séu ekki fram­in. Hann seg­ist í sam­tali við Vice hafa haldið verk­fallsvörsl­unni áfram þrátt fyrir óveðrið til að láta alla vita að „við erum ekk­ert á föru­m“. Hann segir marga sjá einn mann í rign­ingu og roki á mynd Shaf­fer. „En í mínum huga erum við 1.400 bræður og systur sem stöndum saman sem ein mann­eskja.“

Meðal þess sem starfs­fólk Kelloggs hefur lýst í við­tölum er að vinnu­fram­lag þeirra hafi auk­ist í far­aldr­inum en að launin hafi ekki verið í sam­ræmi við það. Fyr­ir­tækið ætli sér að breyta kjörum nýrra starfs­manna þannig að tíma­kaup þeirra lækki og ýmis rétt­indi skerð­ist. Verka­lýðs­fé­lagið hefur auk þess lýst þeim áhyggjum sínum að þetta sé aðeins fyrsta skrefið og að þegar fram líði stundir muni áform­aðar kjara­breyt­ingar ná til alls verka­fólks­ins, líka þeirra sem hafi unnið þar um ára­bil.

Auglýsing

Schultz fet­aði í fót­spor föður síns og hóf störf hjá verk­smiðju Kelloggs í Omaha fyrir ára­tug. Kjörin hafi verið sann­gjörn á þeim tíma auk þess sem atvinnu­ör­yggið var mik­ið. En und­an­farið varð breyt­ing á. „Þetta er ekki eins og það var. Þeir hafa tekið ýmis­legt frá nýjum starfs­mönnum sem við viljum að verði sett aftur á. Þetta er gott starf ef jafn­vægi fæst á ný.“

Þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst og millj­ónir manna í Banda­ríkj­unum sem og ann­ars staðar í heim­inum unnu störf sín heima ef það var unnt, mætti verka­fólkið í verk­smiðjur Kelloggs. Það var veru­lega und­ir­mannað og vinnu­á­lagið jókst til muna. Schultz seg­ist ekki hafa getað tekið frí­dag mán­uðum sam­an. Hann hafi bók­staf­lega unnið alla daga á löngu tíma­bili, líka um helg­ar.

Á sama tíma seld­ust vörur Kelloggs sem aldrei fyrr og vasar æðstu stjórn­enda bólgn­uðu út. Í hlut for­stjór­ans Steve Cahillane komu 11,6 millj­ónir dala á árinu 2020, tæp­lega einn og hálfur millj­arður íslenskra króna. Í ár hafa tekjur hans haldið áfram að hækka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent