Sex mánuðir og 14 dagar talinn réttur tími fyrir þriðja skammtinn

Dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að bjóða öllum bólusettum landsmönnum að fá þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá því að fólk fékk annan skammtinn.

Danir munu bjóða öllum sem hafa verið bólusettir tvisvar að koma í þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá öðrum skammtinum.
Danir munu bjóða öllum sem hafa verið bólusettir tvisvar að koma í þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá öðrum skammtinum.
Auglýsing

Allir Danir munu fá boð um örv­un­ar­skammt, þriðja bólu­efna­skammt­inn gegn COVID-19, sex mán­uðum og 14 dögum eftir að þeir fengu sinn annan bólu­efna­skammt.

Frá þessu greindi heil­brigð­is­ráð­herr­ann Magnus Heun­icke í dag, en fjallað er um málið á vef DR.

„Þetta þýðir að í næstu viku munum við senda mörg boð út – aðal­lega til fólks yfir 65 ára aldri og starfs­manna í heil­brigð­is- og öldr­un­ar­geir­anum og fólks sem er með laskað ónæm­is­kerf­i,“ er haft eftir ráð­herr­anum í frétt DR.

Danir hafa frá því í sept­em­ber verið að bólu­setja íbúa á hjúkr­un­ar­heim­ilum og aðra við­kvæma hópa í þriðja sinn. En nú er búið að taka ákvörðun um að bjóða öllum þriðja skammt­inn og það eftir nákvæm­lega sex mán­uði og fjórtán daga.

Af hverju sex mán­uðir og 14 dag­ar? spurði frétta­maður DR.

Ráð­herr­ann svar­aði því til að það mat hefði verið í höndum heil­brigð­is­yf­ir­valda. Í máli hans kom fram að í ljós hefði komið að sex mán­uðum eftir að fólk hefði fengið tvo skammta væru dæmi um að virkni efn­anna færi þverr­andi hjá þeim sem eldri eru og þeim sem hefðu laskað ónæm­is­við­bragð.

Úti­lokar ekki reglu­legar bólu­setn­ingar

Spurður um hvort hann gæti úti­lokað að öll danska þjóðin yrði fram­vegis bólu­sett gagn­vart COVID-19 með hálfs árs milli­bili sagði ráð­herr­ann að það væri ekki það sem áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. „En við erum við­búin því að allt geti ger­st“.

Auglýsing

Ekki hafa verið teknar ákvarð­anir um örv­un­ar­skammta fyrir allan almenn­ing hér á landi, en í ágúst­mán­uði var byrjað að bjóða upp á örv­un­ar­skammt með mRNA bólu­efni fyrir fólk yfir 70 ára aldri. Einnig voru þeir sem fengu bólu­efni Jans­sen boð­aðir í örv­un­ar­skammta.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ræddi við RÚV um örv­un­ar­skammta þann 20. sept­em­ber. Þá sagði hann að óljóst væri hvort þriðji skammt­ur­inn yrði gef­inn öllum almenn­ingi hér á landi.

„[Þ]að er ekki ljóst á þess­ari stundu og engin ákvörðun verið tekin um það. Því það getur verið að ónæmið minnki með tím­anum sem krefj­ist þess að það þurfi að gefa þriðja skammt­inn,“ sagði Þórólfur Guðna­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent