Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði

Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.

Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Stórt gat fannst á sjókví Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Auglýsing

Um 39 þús­und lax­ar, lík­lega sam­tals um 180 tonn, sluppu úr sjó­kvíum fyr­ir­tæk­is­ins Mid­t-Norsk Havbruk AS við eyj­una Dolma í Þrænda­lögum í ágúst. Um leið og atvikið upp­götv­að­ist var haf­ist handa við að reyna að fanga lax­ana en það skil­aði litlu og fékk fyr­ir­tækið fram­lengdan frest yfir­valda til verks­ins. Nú er hins vegar ljóst að aðeins hefur tek­ist að ná rúm­lega 13.200 löxum eða um þriðj­ungi þeirra sem sluppu.

Lax­arnir hafa dreifst um stórt svæði, synt norður á bóg­inn og „leit­ar­svæð­ið“ því verið stækkað enda þekkja fiskar engin sýslu­mörk frekar en önnur dýr.

Auglýsing

Lax­eld­is­fyr­ir­tækið til­kynnti norsku Fiski­stof­unni um málið þann 27. ágúst er stórt gat á einni sjó­kvínni upp­götv­að­ist í kjöl­far vonsku­veð­urs. Um 140 þús­und laxar voru í kvínni. Mid­t-Norsk Havbruk ASer dótt­ur­fé­lag NTS ASA, félags sem á, að því er fram kom í Frétta­blað­inu í sum­ar, 55 pró­sent í Fisk­eldi Aust­fjarða.

„Ógn­vekj­andi“

Yfir­völd í Nor­dland-­fylki segja að lax­ana megi finna í miklum mæli allt frá Þrænda­lögum til Rana í norðri og og í öllum fjörðum á þeim slóð­um. Þá hafa margir þeirra sést í vatns­föllum og árós­um. Í mynni Loms-ár­innar í Vel­firði hafa til að mynda um 700 eld­is­laxar verið veidd­ir.

„Til­kynn­ingar frá stórum hluta Háloga­lands [svæðis í nyrsta hluta Nor­dland-­fylk­is] benda til að slepp­ingin sé sú alvar­leg­asta í sögu fylk­is­ins,“ er haft eftir Tore Vatne, yfir­manni umhverf­is- og lofts­lags­sviðs Nor­dlands í til­kynn­ingu frá yfir­völdum. „Fjöldi laxa sem sluppu er ógn­vekj­and­i.“

„For­dæma­laus­ar“ heim­ildir

Eftir fyrstu viku októ­ber hafði tek­ist að veiða 13.251 lax. Að með­al­tali má áætla að hver lax sé 4,5 kíló og hafa því um 60 þús­und kíló af eld­is­laxi verið veidd með þessum hætti. Í frétt norska rík­is­út­varps­ins segir að það sé fjórum sinnum meira magn en veiði­menn afla í öllum lax­veiðiám í Nor­dland-­fylki árlega. Til að draga úr nei­kvæðum áhrifum á villta laxa­stofna telja yfir­völd, að sögn Vatne, nú rétt að veita „for­dæma­lausa“ heim­ild til veiða á eld­is­laxi. „Þetta getur því miður leitt til ein­hvers með­a­fla af villtum laxi og sjó­birt­ingi en við teljum engu að síður að þetta sé rétt í þeim ákaf­lega óvenju­legu aðstæðum sem hafa skap­ast í Háloga­land­i.“

Allir sem vett­lingi geta valdið geta lagt hönd á plóg í þeim efn­um. Veiða má, á ákveðnum svæðum í sjó, með veiði­stöng­um, lín­um, marg­vís­legum netum með ákveð­inni möskva­stærð og fleiri aðferð­um. Áður en haldið er til veiða þarf þó að tryggja leyfi land­eig­enda, benda yfir­völd á. Ekki má veiða í 100 metra rad­íus frá sjó­kvíum en á þeim slóðum hafa eld­is­fyr­ir­tækin ein slíka heim­ild. Til­kynna skal yfir­völdum um allan veiddan afla, hvort sem um er að ræða eld­is­lax, villtan lax, sjó­birt­ing, þorsk eða aðrar teg­und­ir.

Auglýsing

Eftir að lax­arnir sluppu greiddi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið, Mid­t-Norsk Havbruk AS, fyrir veiðar á þeim. Fyrir hvern veiddan lax feng­ust 250 norskar krónur, um 3.800 íslensk­ar. En þann 3. októ­ber ákváðu for­svars­menn þess að hætta því. Norska Fiski­stofan hefur fyr­ir­skipað fyr­ir­tæk­inu að fanga eld­is­lax­ana í ám á svæð­inu en telur sig ekki hafa vald til að krefj­ast þess að fyr­ir­tækið geri slíkt hið sama á hafi úti. Fyr­ir­tækið skal hins vegar vakta að minnsta kosti sautján ár, allt fram á næsta ár, og bæði veiða og skrá­setja eld­is­laxa í þeim.

Sár á eldislaxi sem veiddist eftir að sjókvíin rifnaði.

Lax­arnir eru stór­skað­aðir vegna laxalús­ar. Á þeim mörgum eru djúp sár í hnakka sem lúsin hefur étið. Ekki er úti­lokað að þeir leyti af þeim sökum upp í ferskvatns­árnar til að draga úr sárs­auka sem þeir finna fyrir vegna áverk­anna í söltum sjó.

Vatne bendir á að ítrekað hafi verið sýnt fram á að hrygn­ing eld­is­laxa í norskum ám sé alvar­leg ógn við villta laxa­stofna og að aukin hætta á erfða­blöndun sé við stofna sem séu þegar veikir fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar