Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði

Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.

Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Stórt gat fannst á sjókví Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Auglýsing

Um 39 þús­und lax­ar, lík­lega sam­tals um 180 tonn, sluppu úr sjó­kvíum fyr­ir­tæk­is­ins Mid­t-Norsk Havbruk AS við eyj­una Dolma í Þrænda­lögum í ágúst. Um leið og atvikið upp­götv­að­ist var haf­ist handa við að reyna að fanga lax­ana en það skil­aði litlu og fékk fyr­ir­tækið fram­lengdan frest yfir­valda til verks­ins. Nú er hins vegar ljóst að aðeins hefur tek­ist að ná rúm­lega 13.200 löxum eða um þriðj­ungi þeirra sem sluppu.

Lax­arnir hafa dreifst um stórt svæði, synt norður á bóg­inn og „leit­ar­svæð­ið“ því verið stækkað enda þekkja fiskar engin sýslu­mörk frekar en önnur dýr.

Auglýsing

Lax­eld­is­fyr­ir­tækið til­kynnti norsku Fiski­stof­unni um málið þann 27. ágúst er stórt gat á einni sjó­kvínni upp­götv­að­ist í kjöl­far vonsku­veð­urs. Um 140 þús­und laxar voru í kvínni. Mid­t-Norsk Havbruk ASer dótt­ur­fé­lag NTS ASA, félags sem á, að því er fram kom í Frétta­blað­inu í sum­ar, 55 pró­sent í Fisk­eldi Aust­fjarða.

„Ógn­vekj­andi“

Yfir­völd í Nor­dland-­fylki segja að lax­ana megi finna í miklum mæli allt frá Þrænda­lögum til Rana í norðri og og í öllum fjörðum á þeim slóð­um. Þá hafa margir þeirra sést í vatns­föllum og árós­um. Í mynni Loms-ár­innar í Vel­firði hafa til að mynda um 700 eld­is­laxar verið veidd­ir.

„Til­kynn­ingar frá stórum hluta Háloga­lands [svæðis í nyrsta hluta Nor­dland-­fylk­is] benda til að slepp­ingin sé sú alvar­leg­asta í sögu fylk­is­ins,“ er haft eftir Tore Vatne, yfir­manni umhverf­is- og lofts­lags­sviðs Nor­dlands í til­kynn­ingu frá yfir­völdum. „Fjöldi laxa sem sluppu er ógn­vekj­and­i.“

„For­dæma­laus­ar“ heim­ildir

Eftir fyrstu viku októ­ber hafði tek­ist að veiða 13.251 lax. Að með­al­tali má áætla að hver lax sé 4,5 kíló og hafa því um 60 þús­und kíló af eld­is­laxi verið veidd með þessum hætti. Í frétt norska rík­is­út­varps­ins segir að það sé fjórum sinnum meira magn en veiði­menn afla í öllum lax­veiðiám í Nor­dland-­fylki árlega. Til að draga úr nei­kvæðum áhrifum á villta laxa­stofna telja yfir­völd, að sögn Vatne, nú rétt að veita „for­dæma­lausa“ heim­ild til veiða á eld­is­laxi. „Þetta getur því miður leitt til ein­hvers með­a­fla af villtum laxi og sjó­birt­ingi en við teljum engu að síður að þetta sé rétt í þeim ákaf­lega óvenju­legu aðstæðum sem hafa skap­ast í Háloga­land­i.“

Allir sem vett­lingi geta valdið geta lagt hönd á plóg í þeim efn­um. Veiða má, á ákveðnum svæðum í sjó, með veiði­stöng­um, lín­um, marg­vís­legum netum með ákveð­inni möskva­stærð og fleiri aðferð­um. Áður en haldið er til veiða þarf þó að tryggja leyfi land­eig­enda, benda yfir­völd á. Ekki má veiða í 100 metra rad­íus frá sjó­kvíum en á þeim slóðum hafa eld­is­fyr­ir­tækin ein slíka heim­ild. Til­kynna skal yfir­völdum um allan veiddan afla, hvort sem um er að ræða eld­is­lax, villtan lax, sjó­birt­ing, þorsk eða aðrar teg­und­ir.

Auglýsing

Eftir að lax­arnir sluppu greiddi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið, Mid­t-Norsk Havbruk AS, fyrir veiðar á þeim. Fyrir hvern veiddan lax feng­ust 250 norskar krónur, um 3.800 íslensk­ar. En þann 3. októ­ber ákváðu for­svars­menn þess að hætta því. Norska Fiski­stofan hefur fyr­ir­skipað fyr­ir­tæk­inu að fanga eld­is­lax­ana í ám á svæð­inu en telur sig ekki hafa vald til að krefj­ast þess að fyr­ir­tækið geri slíkt hið sama á hafi úti. Fyr­ir­tækið skal hins vegar vakta að minnsta kosti sautján ár, allt fram á næsta ár, og bæði veiða og skrá­setja eld­is­laxa í þeim.

Sár á eldislaxi sem veiddist eftir að sjókvíin rifnaði.

Lax­arnir eru stór­skað­aðir vegna laxalús­ar. Á þeim mörgum eru djúp sár í hnakka sem lúsin hefur étið. Ekki er úti­lokað að þeir leyti af þeim sökum upp í ferskvatns­árnar til að draga úr sárs­auka sem þeir finna fyrir vegna áverk­anna í söltum sjó.

Vatne bendir á að ítrekað hafi verið sýnt fram á að hrygn­ing eld­is­laxa í norskum ám sé alvar­leg ógn við villta laxa­stofna og að aukin hætta á erfða­blöndun sé við stofna sem séu þegar veikir fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar