Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði

Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.

Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Stórt gat fannst á sjókví Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Auglýsing

Um 39 þús­und lax­ar, lík­lega sam­tals um 180 tonn, sluppu úr sjó­kvíum fyr­ir­tæk­is­ins Mid­t-Norsk Havbruk AS við eyj­una Dolma í Þrænda­lögum í ágúst. Um leið og atvikið upp­götv­að­ist var haf­ist handa við að reyna að fanga lax­ana en það skil­aði litlu og fékk fyr­ir­tækið fram­lengdan frest yfir­valda til verks­ins. Nú er hins vegar ljóst að aðeins hefur tek­ist að ná rúm­lega 13.200 löxum eða um þriðj­ungi þeirra sem sluppu.

Lax­arnir hafa dreifst um stórt svæði, synt norður á bóg­inn og „leit­ar­svæð­ið“ því verið stækkað enda þekkja fiskar engin sýslu­mörk frekar en önnur dýr.

Auglýsing

Lax­eld­is­fyr­ir­tækið til­kynnti norsku Fiski­stof­unni um málið þann 27. ágúst er stórt gat á einni sjó­kvínni upp­götv­að­ist í kjöl­far vonsku­veð­urs. Um 140 þús­und laxar voru í kvínni. Mid­t-Norsk Havbruk ASer dótt­ur­fé­lag NTS ASA, félags sem á, að því er fram kom í Frétta­blað­inu í sum­ar, 55 pró­sent í Fisk­eldi Aust­fjarða.

„Ógn­vekj­andi“

Yfir­völd í Nor­dland-­fylki segja að lax­ana megi finna í miklum mæli allt frá Þrænda­lögum til Rana í norðri og og í öllum fjörðum á þeim slóð­um. Þá hafa margir þeirra sést í vatns­föllum og árós­um. Í mynni Loms-ár­innar í Vel­firði hafa til að mynda um 700 eld­is­laxar verið veidd­ir.

„Til­kynn­ingar frá stórum hluta Háloga­lands [svæðis í nyrsta hluta Nor­dland-­fylk­is] benda til að slepp­ingin sé sú alvar­leg­asta í sögu fylk­is­ins,“ er haft eftir Tore Vatne, yfir­manni umhverf­is- og lofts­lags­sviðs Nor­dlands í til­kynn­ingu frá yfir­völdum. „Fjöldi laxa sem sluppu er ógn­vekj­and­i.“

„For­dæma­laus­ar“ heim­ildir

Eftir fyrstu viku októ­ber hafði tek­ist að veiða 13.251 lax. Að með­al­tali má áætla að hver lax sé 4,5 kíló og hafa því um 60 þús­und kíló af eld­is­laxi verið veidd með þessum hætti. Í frétt norska rík­is­út­varps­ins segir að það sé fjórum sinnum meira magn en veiði­menn afla í öllum lax­veiðiám í Nor­dland-­fylki árlega. Til að draga úr nei­kvæðum áhrifum á villta laxa­stofna telja yfir­völd, að sögn Vatne, nú rétt að veita „for­dæma­lausa“ heim­ild til veiða á eld­is­laxi. „Þetta getur því miður leitt til ein­hvers með­a­fla af villtum laxi og sjó­birt­ingi en við teljum engu að síður að þetta sé rétt í þeim ákaf­lega óvenju­legu aðstæðum sem hafa skap­ast í Háloga­land­i.“

Allir sem vett­lingi geta valdið geta lagt hönd á plóg í þeim efn­um. Veiða má, á ákveðnum svæðum í sjó, með veiði­stöng­um, lín­um, marg­vís­legum netum með ákveð­inni möskva­stærð og fleiri aðferð­um. Áður en haldið er til veiða þarf þó að tryggja leyfi land­eig­enda, benda yfir­völd á. Ekki má veiða í 100 metra rad­íus frá sjó­kvíum en á þeim slóðum hafa eld­is­fyr­ir­tækin ein slíka heim­ild. Til­kynna skal yfir­völdum um allan veiddan afla, hvort sem um er að ræða eld­is­lax, villtan lax, sjó­birt­ing, þorsk eða aðrar teg­und­ir.

Auglýsing

Eftir að lax­arnir sluppu greiddi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið, Mid­t-Norsk Havbruk AS, fyrir veiðar á þeim. Fyrir hvern veiddan lax feng­ust 250 norskar krónur, um 3.800 íslensk­ar. En þann 3. októ­ber ákváðu for­svars­menn þess að hætta því. Norska Fiski­stofan hefur fyr­ir­skipað fyr­ir­tæk­inu að fanga eld­is­lax­ana í ám á svæð­inu en telur sig ekki hafa vald til að krefj­ast þess að fyr­ir­tækið geri slíkt hið sama á hafi úti. Fyr­ir­tækið skal hins vegar vakta að minnsta kosti sautján ár, allt fram á næsta ár, og bæði veiða og skrá­setja eld­is­laxa í þeim.

Sár á eldislaxi sem veiddist eftir að sjókvíin rifnaði.

Lax­arnir eru stór­skað­aðir vegna laxalús­ar. Á þeim mörgum eru djúp sár í hnakka sem lúsin hefur étið. Ekki er úti­lokað að þeir leyti af þeim sökum upp í ferskvatns­árnar til að draga úr sárs­auka sem þeir finna fyrir vegna áverk­anna í söltum sjó.

Vatne bendir á að ítrekað hafi verið sýnt fram á að hrygn­ing eld­is­laxa í norskum ám sé alvar­leg ógn við villta laxa­stofna og að aukin hætta á erfða­blöndun sé við stofna sem séu þegar veikir fyr­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar