Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.

Húsnæði Seðlabanka Íslands
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Auglýsing

Nýleg ákvörðun fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­bank­ans um að hækka svo­kall­aðan sveiflu­jöfn­un­ar­auka um tvö pró­sentu­stig er ekki í sam­ræmi við eigið mat hans á upp­bygg­ingu sveiflu­tengdrar kerf­is­á­hættu. Auk þess sem hún er mjög úr takti við ákvarð­anir í helstu sam­an­burð­ar­ríkjum Íslands. Þetta skrifar Jón Þór Sturlu­son, dós­ent í fjár­málum við við­skipta­deild HÍ, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Hámark á greiðslu­byrði skref í rétta átt

Jón Þór, sem sat í for­vera fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar bank­ans á árunum 2013-2019, fer einnig yfir nýlega ákvörðun nefnd­ar­innar um að virkja nýtt stjórn­tæki um hámark greiðslu­byrðar fast­eigna­lána. Að hans mati var sú ákvörðun var­færið skref í rétta átt, þar sem hún vinnur gegn hætt­unni á röskun í starf­semi fjár­mála­kerf­is­ins ef veru­leg og hröð leið­rétt­ing verður á fast­eigna­verði.

Þó segir Jón að hámark á greiðslu­byrði sé ekki galla­laust verk­færi, en full ástæða hefði verið til a skoða aðra val­kosti, líkt og að greina end­ur­bætur á greiðslu­mati bank­anna eða að setja reglur um hámark láns­fjár­hæðar sem hlut­fall tekjum í stað greiðslu­byrð­ar.

Auglýsing

Bratt­ari hækkun en í sam­an­burð­ar­löndum

Hin ákvörðun nefnd­ar­innar um að hækka eig­in­fjár­kröfur fjár­mála­fyr­ir­tækja tölu­vert með svoköll­uðum sveiflu­jöfn­un­ar­auka er hins vegar verr rök­studd að mati Jóns Þórs.

Sam­kvæmt honum er eðli­legt að sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn sé hækk­aður á ný þegar óvissa um stöðu fjár­mála­kerf­is­ins fari minnk­andi. „Það sem vekur hins vegar athygli er hversu stór boðuð hækkun er, bæði með hlið­sjón af grein­ingu á sveiflu­tengdri kerf­is­á­hættu og í alþjóð­legum sam­an­burð­i,“ segir hann í grein sinni.

Hann bætir einnig við að við­líka hækk­un, úr 0 pró­sentum upp í tvö pró­sent, eigi sér ekki for­dæmi í sam­an­burð­ar­löndum Íslands, en þar hafa nýlegar hækk­anir verið mun hóf­sam­ari heldur en hér­lend­is.

„Vissu­lega eru sýni­legir veik­leikar á fast­eigna­mark­aði sem hluti aðgerð­anna bein­ist að. Flest bendir þó til þess að Seðla­bank­inn láti einskis ófreist­aðs í við­leitni sinni á að hafa hemil á hækkun fast­eigna­verðs í þeim til­gangi að draga úr verð­bólgu í land­in­u,“ segir Jón Þór í grein­inni sinni. „Getur verið að pen­inga­stefnan hafi fengið stjórn­tæki fjár­mála­stöðu­leika að láni, að minnsta kosti um stund­ar­sakir?“ bætir hann við.

Hægt er að lesa grein Jóns Þórs í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent