Segir upplýsingar til um „að kosningalög hafi verið brotin á fleiri þáttum þetta síðdegi“

Frambjóðandi Miðflokksins segir vísbendingar um að „fleiri alvarlegir misbrestir“ hafi verið til staðar við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Hann vísar í frásagnir „einstakra kjörstjórnarmanna um atburðarás um hádegisbil á sunnudeginum“.

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason.
Auglýsing

Karl Gauti Hjalta­son, odd­viti Mið­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í nýliðnum kosn­ing­um, segir að áreið­an­legar upp­lýs­ingar liggi fyrir um að kosn­inga­lög hafi verið brotin á fleiri þáttum en ein­ungis geymslu kjör­gagna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þegar end­ur­taln­ing átti sér stað þar eftir kosn­ing­arn­ar. 

Í kæru hans til Alþingis vegna kosn­ing­anna, sem skilað var inn síð­ast­lið­inn föstu­dag og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að boðun og skipun umboðs­manna, umgengni ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna um óinn­sigluð kjör­gögn og und­ir­skriftir í gerða­bók yfir­kjör­stjórnar hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. „Loks eru vís­bend­ingar um að fleiri alvar­legir mis­brestir hafi verið til staðar og er þar helst að nefna mis­ræmi milli bók­ana í gerða­bók og frá­sagna ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna um atburða­rás um hádeg­is­bil á sunnu­deg­inum og meintrar neit­unar á und­ir­ritun ein­stakra kjör­stjórn­ar­manna á fund­ar­gerð í gerða­bók yfir­kjör­stjórn­ar. Þá þætti, sem ekki eru að fullu ljós­ir, þarf að upp­lýsa til hlít­ar.“

Vill að fyrri taln­ing standi

Karl Gauti er einn þeirra fimm fram­bjóð­enda sem hlaut jöfn­un­ar­þing­sæti eftir að upp­runa­legar loka­tölur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi voru kynntar skömmu eftir klukkan sjö að morgni 26. sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Síðar sama dag tók for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þá ákvörðun að end­ur­telja atkvæð­in, sú end­ur­taln­ing skil­aði nýrri nið­ur­stöðu og fimm­menn­ing­arnir misstu þing­sæti sitt til fimm flokks­fé­laga sinna. 

Allir fram­bjóð­end­urnir fimm sem misstu sæti sitt hafa kært fram­kvæmd kosn­ing­anna til Alþing­is, sem mun á end­anum taka ákvörðun um hvaða þing­menn séu rétt­kjörn­ir. 

Karl Gauti krefst þess í sinni kæru að loka­töl­ur, eins og þær voru til­kynntar laust upp úr klukkan sjö að morgni sunnu­dags­ins 26. sept­em­ber síð­ast­lið­ins, verði látnar standa sem end­an­legar loka­tölur úr kjör­dæm­inu. Hann krefst þess þess einnig að Alþingi úrskurði „að kjör­bréf Berg­þórs Óla­son­ar, Gísla Rafns Ólafs­son­ar, Guð­brands Ein­ars­son­ar, Jóhanns Páls Jóhanns­sonar og Orra Páls Jóhanns­sonar séu ógild og að gefin verði út ný kjör­bréf af lands­kjör­stjórn til Guð­mundar Gunn­ars­son­ar, Hólm­fríðar Árna­dótt­ur, Karls Gauta Hjalta­son­ar, Lenya Rúnar Talia Karim og Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dótt­ur.“

Ekki und­ir­ritað í sam­ræmi við lög

Í rök­stuðn­ingi sem fylgir kærunni segir Karl Gauti, sem sjálfur var for­maður yfir­kjör­stjórnar í Suð­ur­lands­kjör­dæmi á árunum 1998 til 2003 og í Suð­ur­kjör­dæmi frá 2003 til 2017, að stað­fest sé að kjör­gögnin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi legið „óinn­sigluð á víð og dreif í taln­ing­ar­salnum á hót­el­inu í Borg­ar­nesi“ eftir að fyrstu loka­tölur voru gefnar út.  Hvorki gögnin né sal­ur­inn hafi verið inn­sigluð og for­maður yfir­kjör­stjórn­ar, Ingi Tryggva­son, hafi mætt aftur á taln­inga­stað fyrstur allra klukkan 11:46 síðar þennan dag. Þar hafi hann verið einn með kjör­gögn­unum til 12:15, eða í 29 mín­út­ur. 

Auglýsing
Í kæru Karls Gauta segir að á ljós­ritum úr gerða­bók yfir­kjör­stjórnar sjá­ist að hún hafi ekki verið und­ir­rituð af yfir­kjör­stjórn líkt og kosn­inga­lög segi til um. „Þá vekur sér­staka athygli að engar bók­anir eru í fund­ar­gerðum yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar. Víða í kosn­inga­lög­unum er það eitt af grund­vall­ar­rétt­indum umboðs­manna að fá skráðar athuga­semdir í gerða­bók, ef þeir hafa ein­hverjar og mun vera mjög algengt. Í því ljósi er nauð­syn­legt að fá sam­skipti þeirra og yfir­kjör­stjórn­ar­innar upp­lýst.“

Karl Gauti vísar svo í frétt sem birt­ist á DV.is 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem haft var eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­manni að þegar kjör­stjórn­ar­menn hafi mætt til fundar kl. 13:00 og áður en fundur hafi verið settur hafi með­höndlun atkvæða verið haf­in. Engin til­raun hefur verið gerð til að hrekja þann frétta­flutn­ing þrátt fyrir að fund­ar­gerð yfir­kjör­stjórnar greini öðru­vísi frá mála­vöxt­u­m. 

Í frétt DV er sagt að ekki hafi verið ein­ing meðal kjör­stjórn­ar­innar um end­ur­taln­ing­una og hluti kjör­stjórn­ar­manna hafi neitað að und­ir­rita fund­ar­gerð­ina síð­degis á sunnu­deg­in­um. 

Karl Gauti segir í kæru sinni að upp­lýsa þurfi um sann­leiks­gildi þeirrar frá­sagn­ar. „Nauð­syn­legt er að upp­lýsa nákvæm­lega hver atburða­rásin var í þessu til­felli.“

Telur mik­il­vægt að bíða nið­ur­stöðu lög­reglu

Karl Gauti hefur einnig kært með­höndlun kjör­gagna yfir­kjör­stjórnar til lög­reglu. Það gerði hann strax dag­inn eftir að end­ur­taln­ingin átti sér stað, 27. sept­em­ber.  Í kærunni til þings­ins kemur fram að engin við­brögð hafi enn borist frá lög­reglu. Hann telur þó mik­il­vægt að beðið sé nið­ur­stöðu rann­sóknar lög­reglu í mál­inu. „Í þeirri nið­ur­stöðu kunna að koma fram mik­il­vægar upp­lýs­ingar sem nauð­syn­legt er að liggi fyrir áður en kjör­bréfa­nefnd lýkur störfum og leggur til­lögur sínar fyrir Alþing­i.“

Í kæru Karls Gauta til þings­ins segir að það sé mat hans að hvorki sé hægt að bjóða þjóð­inni né Alþingi upp á að leggja til grund­vallar tölur sem fengnar séu með ólög­mætri end­ur­taln­ingu. „Af hálfu lands­kjör­stjórnar er stað­fest að ef skil­yrði um geymslu kjör­gagna eru ekki upp­fyllt er end­ur­taln­ing ekki lög­leg eins og kemur skýrt fram hér að fram­an. Úti­lokað er því í ljósi atvika þessa máls að Alþingi geti stað­fest kjör­bréf fimm til­greindra ein­stak­linga sem rétt kjör­inna alþing­is­manna á grund­velli þess­arar end­ur­taln­ing­ar. Gagn­vart umheim­inum myndi orðstír Íslands sem lýð­ræð­is­ríki bíða veru­legan hnekki. Mik­il­væg­ast af öllu er að Íslend­ingar geti treyst því að hér á landi gildi lýð­ræð­is­legar leik­reglur og að virt séu ákvæði kosn­inga­laga við kjör til Alþing­is.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent