Sjálfstæðisflokkurinn verður að laga sig að Birgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að áhugavert verði að fylgjast með pólitískum afleiðingum vistaskipta Birgis Þórarinssonar, ekki síst þar sem Birgir hafi iðulega gagnrýnt Sjálfstæðiflokkinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son sagði Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins, frá ákvörðun sinni að ganga til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyrir utan hús­næði Útvarps sögu eftir við­tal sem þing­menn­irnir veittu þar eftir kosn­ing­ar. Í fram­hald­inu fóru þeir í bíltúr þar sem ákvörð­unin var rædd frekar og von­að­ist Sig­mundur til þess að Birgir myndi end­ur­skoða ákvörðun sína.

Sig­mundur fór yfir brott­hvarf Birgis úr Mið­flokknum á Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun og sagði hann Birgi hafa siglt undir fölsku flaggi í kosn­inga­bar­átt­unni. „Menn þurfa auð­vitað að geta treyst því að fram­bjóð­endur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi og séu raun­veru­lega hluti af þeim flokki sem við­kom­andi kjós­andi veitir atkvæði sitt og treysti fyrir atkvæði sín­u,“ sagði Sig­mund­ur.

Hann sagði eðli­legt að upp komi póli­tískur ágrein­ingur og að fólk fari á milli flokka í kjöl­far þess. „En það á aug­ljós­lega ekki við í þessu til­viki, það var ekki einu sinni búið að ná að halda þing­flokks­fund. Það er ekki góð fram­koma gagn­vart kjós­end­um,“ sagði Sig­mund­ur, sem bað flokks­menn afsök­un­ar. Þá bað hann einnig kjós­endur flokks­ins afsök­un­ar, sem ætl­uðu sé ekki að verja atkvæði sínu í að fjölga þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing
„Lýðræði virkar ekki nema í fyrsta lagi ef stjórn­mála­menn ætli sér að standa við sem þeir lofa og gefi kjós­endum þannig raun­veru­legt val. En það virkar ekki heldur aug­ljós­lega ef að menn fá eitt­hvað allt annað heldur en þeir kjósa, þetta er bara svo skrýtið allt sam­an,“ sagði Sig­mund­ur.

Vonar að kosn­ing­arnar verði end­ur­teknar

Á­huga­vert verð­ur, að mati Sig­mund­ar, að fylgj­ast með póli­tískum afleið­ingum vista­skipta Birg­is, ekki síst þar sem Birgir hafi iðu­lega gagn­rýnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn. „Stundum þótti manni nóg um jafn­vel hvernig hann tal­aði í þing­ræðum í garð þess flokks og ann­arra. En allt í einu núna þá er breytt við­horf til Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hlýtur að þýða að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætli ein­hvern veg­inn að laga sig að Birgi Þór­ar­ins­syn­i.“

Sig­mundur sagð­ist einnig vona að kosn­ing­arnar verði end­ur­teknar og öllum vafa þannig eytt. „Þá getur Birgir gefið kost á sér í próf­kjöri hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi.“

Í grein sinni í Morg­un­blað­inu í gær þar sem Birgir greindi frá ákvörðun sinni full­yrti hann að Erna Bjarna­dótt­ir, fyrsti vara­þing­maður flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, styddi ákvörð­un­ina. Sig­mundur virt­ist ekki sann­færð­ur. „Það þætti mér reyndar býsna sér­stakt miðað við póli­tíska stöðu Ernu Bjarna­dóttur til þessa, og afstöðu til Sjálf­stæð­is­flokks­ins. En það ger­ist margt skrýtið í póli­tík­inni þessa dag­ana.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent