Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann

Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í annað sinn 25. september síðastliðinn. Birgir segir að traust milli hans og forystu Miðflokksins hafi brostið.

Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, sem kjör­inn var á þing fyrir Mið­flokk­inn fyrir tveimur vikum í Suð­ur­kjör­dæmi, hefur ákveðið að segja skilið við flokk­inn og ganga til liðs við þing­flokk Sjálf­stæð­is­flokks. Vara­maður hans í kjör­dæm­inu, Erna Bjarna­dótt­ir, styður ákvörð­un­ina. Birgir greinir frá þessu í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Við þessi vista­skipti fjölgar þing­mönnum í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks úr 16 í 17 og meiri­hluti sitj­andi rík­is­stjórnar fer í 38 þing­menn. 

Í grein­inni í Morg­un­blað­inu segir Birgir að traust milli hans og for­ystu Mið­flokks­ins sé brost­ið. „Þessi staða rekur rætur sínar allt aftur til hins svo­kall­aða Klaust­ur­máls. Eins og kunn­ugt er gagn­rýndi ég málið opin­ber­lega og við­brögð þeirra sem í hlut áttu. Ég gat þess jafn­framt að ég óskaði engum þess að vera þol­andi eða ger­andi í máli sem skók þjóð­ina dögum saman og enn er minnst á í fjöl­miðl­um. Að baki standa fjöl­skyldur sem hafa átt erfitt vegna máls­ins. Ég gagn­rýndi sam­flokks­menn mína sem í hlut áttu vegna þess að heil­indi við eigin sam­visku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjón­ustu við kjós­endur er fyrsta skylda þing­manna. Eftir gagn­rýni mína á Klaust­ur­málið naut ég aldrei fulls trausts innan hóps­ins og um tíma var bein­línis litið svo á að ég væri vanda­mál­ið.“

Auglýsing
Birgir segir að við upp­röðun á fram­boðs­lista Mið­flokks­ins fyrr á þessu ári hafi haf­ist skipu­lögð aðför gegn sér af hálfu áhrifa­fólks innan flokks­ins. Mikið hafi verið á sig lagt, liðs­auki kall­aður til, nýjar reglur settar og ýmsum brögðum beitt til að koma í veg fyrir að hann yrði odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi. „Mið­flokk­ur­inn beið afhroð í kosn­ing­unum og er í erf­iðri stöðu. Margt fór úrskeiðis í kosn­inga­bar­átt­unni og í aðdrag­anda henn­ar. Mikið upp­bygg­ing­ar­starf bíður for­yst­unnar og flokks­manna, en end­ur­reisnin mun aldrei takast nema full sam­staða og traust ríki milli manna. Ljóst má vera að slíkt traust ríkir ekki í minn garð eins og ég hef rak­ið. Það er full­reynt. Einnig skal það sagt að flokks­for­ystan hefur rofið traust mitt til henn­ar. [...] Minni bar­áttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar er góður mál­efna­legur sam­hljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýt­ast best.“

And­stætt kristi­legum gildum

Eftir að Klaust­ur­málið svo­kall­aða kom upp á yfir­borðið seint á árinu 2018 sagði Birgir opin­ber­lega að fram­­ferði sex­­menn­ing­anna sem voru á Klaustri 20. nóv­­em­ber væri and­­stætt krist­i­­legum gild­­um. Í þeim hópi voru fjórir þáver­andi þing­menn Mið­flokks­ins og tveir sem síðar gengu til liðs við flokk­inn úr Flokki fólks­ins. Þeir þing­­menn Mið­flokks­ins sem tóku þátt í sam­­sæt­inu á Klaustri þyrftu, að mati Birg­is, að gera það upp við sig hvort þeir segðu af sér eða ekki. Þeir sögðu ekki af sér.

Birgir sagði enn fremur að ​​gera þyrfti grein­ar­mun á þeim þing­mönnum sem létu óvið­ur­kvæmi­leg orð falla um kon­ur, sam­þing­menn og ýmsa aðra á Klaustri, og þeim sem hlust­uðu á en þögðu. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins, hafi verið á meðal þeirra sem þögðu. Hann hefði, að mati Birg­is, átt að grípa inn í tal hinna þing­­manna flokks­ins, þeirra Gunn­­ars Braga Sveins­­sonar og Berg­þórs Óla­­son­­ar, sem ræddu meðal ann­­ars með kyn­­ferð­is­­legum og niðr­andi hætti um Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent