Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu

Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.

S-1.-Birg-ir-Þór-ar-ins-son-230665-5919-auka.jpg Birgir Þórarinsson
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, seg­ist gera grein­ar­mun á þeim þing­mönnum flokks­ins sem sögðu og þeim sem þögðu í klaust­urs­mál­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hafi verið á meðal þeirra sem þögðu.

Hann hefði átt að grípa inn í tal hinna þing­manna flokks­ins, þeirra Gunn­ars Braga Sveins­sonar og Berg­þórs Óla­son­ar, sem ræddu meðal ann­ars með kyn­ferð­is­legum og niðr­andi hætti um Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þetta kom fram í máli Birgis í Silfr­inu í dag.

Þar sagði Birgir að fram­ferði sex­menn­ing­anna sem voru á Klaustri 20. nóv­em­ber væri and­stætt kristi­legum gild­um. Hann sagði að málið verði rætt á flokks­ráðs­fundi Mið­flokks­ins í jan­ú­ar. Þeir þing­menn hans sem tóku þátt í sam­sæt­inu á Klaustri þurfi að gera það upp við sig hvort þeir segi af sér eða ekki eftir sam­tal við sína nán­ustu og gras­rót flokks­ins. 

Auglýsing
Birgir gerir þó grein­ar­mun á þeim sem sögðu þá hluti sem fjöl­miðlar hafa greint ítar­lega frá á und­an­förnum og þeim sem þögðu, og gripu ekki inn í.

Eng­inn sagt af sér

Þing­­menn­irnir sex sem ræddu saman á fund­inum á Klaustur bar, 20. nóv­­em­ber, voru Sig­­mundur Dav­íð, Berg­þór, Gunnar Bragi og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, allt þing­­menn Mið­­flokks­ins, og Karl Gauti Hjalta­­son og Ólafur Ísleifs­­son. Þeir tveir síð­­ast­­nefndu hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, og Berg­þór og Gunnar Bragi eru farnir í leyfi. Eng­inn þing­­manna hefur sagt af sér, og eng­inn hefur það í hyggju.

Lilja Alfreðs­dóttir var í sam­ræð­unum meðal ann­­ars kölluð „hel­vítis tík“ af Gunn­­ari Braga Sveins­­syni, og fleiri niðr­andi og kyn­ferð­is­leg orð féllu um hana. Aðrir þing­menn voru líka hæddir og nídd­ir. Á meðal þeirra voru Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Logi Ein­ars­son og Oddný Harð­ar­dóttir úr Sam­fylk­ingu og Silja Dögg Gunn­ars­dóttir úr Fram­sókn­ar­flokki. Þá gerði hóp­ur­inn grín að Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­manni og bar­áttu­konu fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, sem þjá­ist að sjald­gæfum beina­sjúk­dómi. Anna Kol­brún kall­aði hana meðal ann­ars „Freyju Eyju“ og í kjöl­farið fram­kall­aði ein­hver úr hópnum hljóð sem hefur verið sagt vera sela­hljóð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent