Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu

Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.

S-1.-Birg-ir-Þór-ar-ins-son-230665-5919-auka.jpg Birgir Þórarinsson
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, seg­ist gera grein­ar­mun á þeim þing­mönnum flokks­ins sem sögðu og þeim sem þögðu í klaust­urs­mál­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hafi verið á meðal þeirra sem þögðu.

Hann hefði átt að grípa inn í tal hinna þing­manna flokks­ins, þeirra Gunn­ars Braga Sveins­sonar og Berg­þórs Óla­son­ar, sem ræddu meðal ann­ars með kyn­ferð­is­legum og niðr­andi hætti um Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þetta kom fram í máli Birgis í Silfr­inu í dag.

Þar sagði Birgir að fram­ferði sex­menn­ing­anna sem voru á Klaustri 20. nóv­em­ber væri and­stætt kristi­legum gild­um. Hann sagði að málið verði rætt á flokks­ráðs­fundi Mið­flokks­ins í jan­ú­ar. Þeir þing­menn hans sem tóku þátt í sam­sæt­inu á Klaustri þurfi að gera það upp við sig hvort þeir segi af sér eða ekki eftir sam­tal við sína nán­ustu og gras­rót flokks­ins. 

Auglýsing
Birgir gerir þó grein­ar­mun á þeim sem sögðu þá hluti sem fjöl­miðlar hafa greint ítar­lega frá á und­an­förnum og þeim sem þögðu, og gripu ekki inn í.

Eng­inn sagt af sér

Þing­­menn­irnir sex sem ræddu saman á fund­inum á Klaustur bar, 20. nóv­­em­ber, voru Sig­­mundur Dav­íð, Berg­þór, Gunnar Bragi og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, allt þing­­menn Mið­­flokks­ins, og Karl Gauti Hjalta­­son og Ólafur Ísleifs­­son. Þeir tveir síð­­ast­­nefndu hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, og Berg­þór og Gunnar Bragi eru farnir í leyfi. Eng­inn þing­­manna hefur sagt af sér, og eng­inn hefur það í hyggju.

Lilja Alfreðs­dóttir var í sam­ræð­unum meðal ann­­ars kölluð „hel­vítis tík“ af Gunn­­ari Braga Sveins­­syni, og fleiri niðr­andi og kyn­ferð­is­leg orð féllu um hana. Aðrir þing­menn voru líka hæddir og nídd­ir. Á meðal þeirra voru Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Logi Ein­ars­son og Oddný Harð­ar­dóttir úr Sam­fylk­ingu og Silja Dögg Gunn­ars­dóttir úr Fram­sókn­ar­flokki. Þá gerði hóp­ur­inn grín að Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­manni og bar­áttu­konu fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, sem þjá­ist að sjald­gæfum beina­sjúk­dómi. Anna Kol­brún kall­aði hana meðal ann­ars „Freyju Eyju“ og í kjöl­farið fram­kall­aði ein­hver úr hópnum hljóð sem hefur verið sagt vera sela­hljóð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent