Brotthvarf Birgis „fyrst og fremst áfall“

Stjórn Miðflokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar úr flokknum en hann hefur nú gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Stjórn Mið­flokks­ins harmar þá ákvörðun Birgis Þór­ar­ins­sonar að yfir­gefa þing­flokk Mið­flokks­ins nú strax að loknum kosn­ingum og áður en þing hefur verið sett.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu stjórnar Mið­flokks­ins sem send var á fjöl­miðla í dag.

Birgir var kjör­inn á þing fyrir Mið­­flokk­inn fyrir tveimur vikum í Suð­­ur­­kjör­­dæmi en hann greindi frá ákvörðun sinni í dag að segja skilið við flokk­inn og ganga til liðs við þing­­flokk Sjálf­­stæð­is­­flokks.

Auglýsing

„Brott­hvarf þing­manns­ins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfl­uga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem odd­vita flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi og unnið mikið og óeig­in­gjarnt starf í kosn­inga­bar­átt­unni. Í því sam­hengi er ákvörðun þing­manns­ins mikil von­brigði. Stjórn Mið­flokks­ins færir flokks­mönnum þakkir fyrir mikla og ósér­hlífna vinnu í aðdrag­anda kosn­inga ekki hvað síst flokks­mönnum í Suð­ur­kjör­dæmi sem lögðu mikið á sig við að afla stefnu flokks­ins fylgis í kosn­ing­un­um.

Flokk­ur­inn metur fram­lag þessa fólks mik­ils og mun áfram berj­ast fyrir hug­sjónum þess. Breytt skipan þing­flokks­ins dregur ekki úr getu hans til að fylgja eftir þeim grunn­gildum og hug­sjónum sem sam­eina okkur sem flokk,“ segir jafn­framt í yfir­lýs­ingu stjórnar Mið­flokks­ins.

Seg­ist aldrei hafa notið fulls trausts

Birgir skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Þar segir mann meðal ann­ars að traust milli hans og for­ystu Mið­­flokks­ins sé brost­ið.

„Þessi staða rekur rætur sínar allt aftur til hins svo­­kall­aða Klaust­­ur­­máls. Eins og kunn­ugt er gagn­rýndi ég málið opin­ber­­lega og við­brögð þeirra sem í hlut áttu. Ég gat þess jafn­­framt að ég óskaði engum þess að vera þol­andi eða ger­andi í máli sem skók þjóð­ina dögum saman og enn er minnst á í fjöl­mið­l­­um. Að baki standa fjöl­­skyldur sem hafa átt erfitt vegna máls­ins. Ég gagn­rýndi sam­­flokks­­menn mína sem í hlut áttu vegna þess að heil­indi við eigin sam­visku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjón­­ustu við kjós­­endur er fyrsta skylda þing­­manna. Eftir gagn­rýni mína á Klaust­­ur­­málið naut ég aldrei fulls trausts innan hóps­ins og um tíma var bein­línis litið svo á að ég væri vanda­­mál­ið,“ skrifar hann.

Birgir Þórarinsson og Gunnar Bragi Sveinsson við þingsetningu árið 2019. Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir jafn­fram í grein­inni að við upp­­röðun á fram­­boðs­lista Mið­­flokks­ins fyrr á þessu ári hafi haf­ist skipu­lögð aðför gegn sér af hálfu áhrifa­­fólks innan flokks­ins. Mikið hafi verið á sig lagt, liðs­­auki kall­aður til, nýjar reglur settar og ýmsum brögðum beitt til að koma í veg fyrir að hann yrði odd­viti í Suð­­ur­­kjör­­dæmi.

„Mið­­flokk­­ur­inn beið afhroð í kosn­­ing­unum og er í erf­iðri stöðu. Margt fór úrskeiðis í kosn­­inga­bar­átt­unni og í aðdrag­anda henn­­ar. Mikið upp­­­bygg­ing­­ar­­starf bíður for­yst­unnar og flokks­­manna, en end­­ur­reisnin mun aldrei takast nema full sam­­staða og traust ríki milli manna. Ljóst má vera að slíkt traust ríkir ekki í minn garð eins og ég hef rak­ið. Það er full­­reynt. Einnig skal það sagt að flokks­­for­ystan hefur rofið traust mitt til henn­­ar. [...] Minni bar­áttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Þar er góður mál­efna­­legur sam­hljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýt­­ast best,“ skrifar Birgir í Morg­un­blað­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent