Opinn fundur undirbúningskjörbréfanefndar á mánudaginn

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur boðað Hafstein Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, á opinn fund eftir helgi.

Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar.
Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar.
Auglýsing

Und­ir­bún­ings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa heldur opinn fund næst­kom­andi mánu­dag klukkan 10:30. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Fund­ar­efnið er und­ir­bún­ingur fyrir rann­sókn kjör­bréfa og gestur fund­ar­ins verður Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands.

Fund­ur­inn verður hald­inn í hús­næði nefnda­sviðs Alþingis í Aust­ur­stræti og verður opinn full­trúum fjöl­miðla og almenn­ingi meðan hús­rúm leyf­ir. Bein útsend­ing verður frá fund­inum á vef Alþingis og á sjón­varps­rás Alþingis á dreifi­kerfum Sím­ans og Voda­fo­ne, að því er fram kemur á vef Alþing­is.

Auglýsing

­Nefndin hefur það hlut­verk að skoða gildi kosn­­ing­anna í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og önnur álita­­mál en álit nefnd­­ar­innar verður síðan borið undir atkvæða­greiðslu í þing­inu.

Und­ir­bún­ings­nefndin er skipuð eftir þing­styrk flokka. Við­reisn og Mið­flokk­ur­inn fengu ekki sæti í nefnd­inni heldur ein­ungis áheyrn­ar­full­trúa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með þrjá nefnd­ar­menn, þau Birgi Ármanns­son, Vil­hjálm Árna­son og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur. Birgir er jafn­framt for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Fram­sókn er með tvo nefnd­ar­menn, þau Líneik Önnu Sæv­ars­dóttur og Jóhann Frið­rik Frið­riks­son. Inga Sæland er í nefnd­inni fyrir hönd Flokks fólks­ins, Svan­dís Svav­ars­dóttir fyrir Vinstri græn, Björn Leví Gunn­ars­son fyrir Pírata og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir fyrir Sam­fylk­ing­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent