Svandís: „Óþægilegt“ hvað kúrfan er brött og farið í hertar aðgerðir

Grímuskylda tekur gildi strax á morgun og á miðvikudag í næstu viku verða fjöldatakmörk færð úr 2.000 í 500. Opnunartími skemmtistaða verður skertur um tvo tíma frá því sem nú er. Síðasti maður skal út fyrir miðnætti.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Hertar sam­komu­tak­mark­anir munu taka gildi næsta mið­viku­dag þegar fjölda­tak­mark­anir fara úr 2.000 manns í 500. Grímu­skylda verður tekin upp og sú aðgerð tekur gildi á morg­un. Opn­un­ar­tími veit­inga­staða verður skertur enn á ný um tvær klukku­stund­ir. Opið verður til kl. 23 á kvöldin og síð­ustu gestir skulu vera farnir fyrir mið­nætti. Þá verður eins metra nálægð­ar­reglan aftur kynnt til sög­unn­ar.

„Það voru deildar mein­ingar get ég sag­t,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morgun þar sem aðgerð­irnar voru til umræðu og sam­þykkt­ar.

Auglýsing

Hún segir að sótt­varna­læknir hafi í sínu minn­is­blaði rifjað upp þrjár sviðs­mynd­ir: Óbreyttar aðgerð­ir, miklar herð­ingar og „bil beggja“ sem hafi orðið hennar nið­ur­staða. Spurð hvort hún eigi von á að hertar aðgerðir sem sam­þykktar voru eigi eftir að duga til sagði hún „óþægi­legt“ hvað kúrfan væri brött og risið á bylgj­unni bratt­ara en við hefðum séð áður. Met­fjöldi til­fella hefði greinst síð­asta sóla­hring­inn. Hún minnti á að sam­fé­lagið væri vel varið með bólu­setn­ingum en að engu að síður þyrfti að fara í frekara átak í þeim efnum til að verja fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og þá sem eldri eru. Hvatti hún alla til að fara í bólu­setn­ingu. Sótt­varna­læknir hefur enn­fremur boðað að allir sextán ára og eldri geti fengið örv­un­ar­bólu­setn­ingu á næstu vik­um.

Að­gerð­irnar munu gilda í fjórar vik­ur. Eins og fyrr segir taka þær flestar gildi á mið­viku­dag í næstu viku en grímu­skyldan strax á morg­un. Þá þarf aftur að bera grímur í versl­un­um, á sitj­andi við­burðum og svo fram­veg­is, líkt og lands­menn eiga að vera farnir að þekkja. „En við tökum grím­urnar upp aft­ur.“

Engar frek­ari aðgerðir verða þó í grunn­skólum lands­ins og þar verður ekki tekin upp grímu­skylda.

Spurð um við­burði fram undan á borð við jólatón­leika sagði hún að vissu­lega myndu aðgerð­irnar hafa ein­hver áhrif þar á. Hún minnti hins vegar á leið­bein­ingar um hrað­próf fyrir allt upp í 1.500 manns í sam­eig­in­legu rými og hvatti þá sem ætla sér að halda stóra við­burði að nýta sér þau.

Svipuð staða á nágranna­löndum

Svan­dís sagði að nágranna­þjóðir okkar væru í svip­uðum spor­um, m.a. Bretar og hin Norð­ur­lönd­in. Þar er mik­ill vöxtur í far­aldr­inum og víða verið að ræða mögu­leg við­brögð við hon­um. „Það er held ég eng­inn rólegur yfir því að Evr­ópa sé orðin mið­punktur í þessu aft­ur, því mið­ur.“

Ráð­herr­ann sagði að innan rík­is­stjórn­ar­innar hefðu alltaf verið skiptar skoð­anir um til hvaða aðgerða ætti að grípa og hvenær. „Ég veit ekki hversu marga klukku­tíma þessi rík­is­stjórn hefur rætt aðgerðir við far­aldr­in­um. En það voru skiptar skoð­an­ir.“ Sagði hún ágrein­ing um áherslur og hvaða leiðir ætti að fara en vildi ekki meina að ágrein­ing­ur­inn væri meiri nú en áður.

Blikur á lofti varð­andi Land­spít­ala

Spurð hvort Land­spít­al­inn yrði aftur færður á hættu­stig sagði hún „raun­hæft“ á áætla að það yrði gert. „Við vonum að það verði ekki en það eru blikur á loft­i.“ Á hættu­stigi er val­kvæðum aðgerðum m.a. frestað á spít­al­an­um.

Um 20 mán­uðir eru frá því að fyrsta smitið greind­ist hér á landi og fljót­lega eftir það var farið að grípa til sótt­varna­að­gerða. Stundum hefði verið hægt að losa aðgerðir fyrr en til stóð en stundum hefur þurft að herða enn frek­ar. „Við erum orðin sjóuð í að fara fram og til baka í þessum hertu aðgerð­u­m.“

Forð­ast ber hópa­mynd­anir

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skrifar í færslu á covid.is í morgun að nú gilti „að sýna sam­stöðu og við­hafa þær sótt­varnir sem við vitum að skila árangri. Forð­umst hópa­mynd­an­ir, virðum eins metra nánd­ar­reglu, notum and­lits­grímu ef ekki er hægt að við­hafa eins metra nánd við ótengda aðila og/eða í illa loft­ræstum rým­um, þvoum og sprittum hend­ur, höldum okkur til hlés ef við finnum fyrir ein­kennum sem bent geta til COVID-19 og mætum í PCR próf. Einnig er mik­il­vægt að við­hafa góða smit­gát þar til nið­ur­staða úr PCR prófi liggur fyr­ir“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent