Svandís: „Óþægilegt“ hvað kúrfan er brött og farið í hertar aðgerðir

Grímuskylda tekur gildi strax á morgun og á miðvikudag í næstu viku verða fjöldatakmörk færð úr 2.000 í 500. Opnunartími skemmtistaða verður skertur um tvo tíma frá því sem nú er. Síðasti maður skal út fyrir miðnætti.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Hertar sam­komu­tak­mark­anir munu taka gildi næsta mið­viku­dag þegar fjölda­tak­mark­anir fara úr 2.000 manns í 500. Grímu­skylda verður tekin upp og sú aðgerð tekur gildi á morg­un. Opn­un­ar­tími veit­inga­staða verður skertur enn á ný um tvær klukku­stund­ir. Opið verður til kl. 23 á kvöldin og síð­ustu gestir skulu vera farnir fyrir mið­nætti. Þá verður eins metra nálægð­ar­reglan aftur kynnt til sög­unn­ar.

„Það voru deildar mein­ingar get ég sag­t,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morgun þar sem aðgerð­irnar voru til umræðu og sam­þykkt­ar.

Auglýsing

Hún segir að sótt­varna­læknir hafi í sínu minn­is­blaði rifjað upp þrjár sviðs­mynd­ir: Óbreyttar aðgerð­ir, miklar herð­ingar og „bil beggja“ sem hafi orðið hennar nið­ur­staða. Spurð hvort hún eigi von á að hertar aðgerðir sem sam­þykktar voru eigi eftir að duga til sagði hún „óþægi­legt“ hvað kúrfan væri brött og risið á bylgj­unni bratt­ara en við hefðum séð áður. Met­fjöldi til­fella hefði greinst síð­asta sóla­hring­inn. Hún minnti á að sam­fé­lagið væri vel varið með bólu­setn­ingum en að engu að síður þyrfti að fara í frekara átak í þeim efnum til að verja fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og þá sem eldri eru. Hvatti hún alla til að fara í bólu­setn­ingu. Sótt­varna­læknir hefur enn­fremur boðað að allir sextán ára og eldri geti fengið örv­un­ar­bólu­setn­ingu á næstu vik­um.

Að­gerð­irnar munu gilda í fjórar vik­ur. Eins og fyrr segir taka þær flestar gildi á mið­viku­dag í næstu viku en grímu­skyldan strax á morg­un. Þá þarf aftur að bera grímur í versl­un­um, á sitj­andi við­burðum og svo fram­veg­is, líkt og lands­menn eiga að vera farnir að þekkja. „En við tökum grím­urnar upp aft­ur.“

Engar frek­ari aðgerðir verða þó í grunn­skólum lands­ins og þar verður ekki tekin upp grímu­skylda.

Spurð um við­burði fram undan á borð við jólatón­leika sagði hún að vissu­lega myndu aðgerð­irnar hafa ein­hver áhrif þar á. Hún minnti hins vegar á leið­bein­ingar um hrað­próf fyrir allt upp í 1.500 manns í sam­eig­in­legu rými og hvatti þá sem ætla sér að halda stóra við­burði að nýta sér þau.

Svipuð staða á nágranna­löndum

Svan­dís sagði að nágranna­þjóðir okkar væru í svip­uðum spor­um, m.a. Bretar og hin Norð­ur­lönd­in. Þar er mik­ill vöxtur í far­aldr­inum og víða verið að ræða mögu­leg við­brögð við hon­um. „Það er held ég eng­inn rólegur yfir því að Evr­ópa sé orðin mið­punktur í þessu aft­ur, því mið­ur.“

Ráð­herr­ann sagði að innan rík­is­stjórn­ar­innar hefðu alltaf verið skiptar skoð­anir um til hvaða aðgerða ætti að grípa og hvenær. „Ég veit ekki hversu marga klukku­tíma þessi rík­is­stjórn hefur rætt aðgerðir við far­aldr­in­um. En það voru skiptar skoð­an­ir.“ Sagði hún ágrein­ing um áherslur og hvaða leiðir ætti að fara en vildi ekki meina að ágrein­ing­ur­inn væri meiri nú en áður.

Blikur á lofti varð­andi Land­spít­ala

Spurð hvort Land­spít­al­inn yrði aftur færður á hættu­stig sagði hún „raun­hæft“ á áætla að það yrði gert. „Við vonum að það verði ekki en það eru blikur á loft­i.“ Á hættu­stigi er val­kvæðum aðgerðum m.a. frestað á spít­al­an­um.

Um 20 mán­uðir eru frá því að fyrsta smitið greind­ist hér á landi og fljót­lega eftir það var farið að grípa til sótt­varna­að­gerða. Stundum hefði verið hægt að losa aðgerðir fyrr en til stóð en stundum hefur þurft að herða enn frek­ar. „Við erum orðin sjóuð í að fara fram og til baka í þessum hertu aðgerð­u­m.“

Forð­ast ber hópa­mynd­anir

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skrifar í færslu á covid.is í morgun að nú gilti „að sýna sam­stöðu og við­hafa þær sótt­varnir sem við vitum að skila árangri. Forð­umst hópa­mynd­an­ir, virðum eins metra nánd­ar­reglu, notum and­lits­grímu ef ekki er hægt að við­hafa eins metra nánd við ótengda aðila og/eða í illa loft­ræstum rým­um, þvoum og sprittum hend­ur, höldum okkur til hlés ef við finnum fyrir ein­kennum sem bent geta til COVID-19 og mætum í PCR próf. Einnig er mik­il­vægt að við­hafa góða smit­gát þar til nið­ur­staða úr PCR prófi liggur fyr­ir“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent