Staðan í Evrópu „viðvörunarskot“ til heimsbyggðarinnar

Evrópa er enn og aftur „miðdepill“ COVID-faraldursins, segir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. Tilfellum sýktra fjölgar hratt víða í álfunni og innlögnum og dauðsföllum sömuleiðis.

Smitum fjölgar ört í Þýskalandi.
Smitum fjölgar ört í Þýskalandi.
Auglýsing

Evr­ópa þarf að búa sig undir að hálf milljón dauðs­falla vegna COVID-19 muni eiga sér stað þar til í febr­ú­ar. Þetta sagði Hans Klu­ge, yfir­maður Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar í Evr­ópu, á blaða­manna­fundi í gær. Hann telur skýr­ing­una á upp­sveiflu far­ald­urs­ins í álf­unni þá að of fáir hafi enn verið bólu­sett­ir. „Við verðum að breyta nálgun okk­ar,“ sagði hann, „úr því að bregð­ast við bylgjum í að koma í veg fyrir að þær eigi sér stað.“

Hlut­fall bólu­settra er enn mjög mis­jafnt eftir löndum í Evr­ópu. Um 80 pró­sent Spán­verja eru t.d. þegar búnir að fá tvær sprautur og því full­bólu­settir en í Frakk­landi og í Þýska­landi er hlut­fallið 66-68 pró­sent. Það er svo enn lægra í öðrum lönd­um, m.a. í Aust­ur-­Evr­ópu. Þá eru aðeins 32 pró­sent Rússa full­ból­sett­ir.

Auglýsing

Í dag greindust 37 þús­und ný til­felli í Þýska­landi og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi. Nýgengi smita er um 170. Heil­brigð­is­yf­ir­völd ótt­ast að þessi fjórða bylgja far­ald­urs­ins í land­inu eigi eftir að draga marga til dauða og að álag á sjúkra­húsin verði gríð­ar­legt. 154 dauðs­föll vegna COVID-19 voru skráð síð­asta sól­ar­hring­inn. Á jafn­löngum tíma fyrir viku voru þau 120. „Ef við grípum ekki til fyr­ir­byggj­andi aðgerða núna þá mun þessi fjórða bylgja valda enn meiri þján­ing­um,“ hefur BBC eftir Lothar Wieler sem fer fyrir þýsku Smit­sjúk­dóma­stofn­un­inni, RKI. Hann bendir á að þrjár millj­ónir Þjóð­verja eldri en sex­tíu ára hafi ekki enn verið bólu­sett­ar.

Hættu­á­stand í Rúss­landi og Úkra­ínu

Það er hins vegar í Rúss­landi þar sem yfir­stand­andi bylgja er að hafa afdrifa­rík­ustu afleið­ing­arn­ar. Dauðs­föllum fjölgar hratt og á síð­ustu sjö dögum hafa yfir 8.100 lát­ist vegna COVID-19. Í Úkra­ínu er ástandið einnig mjög alvar­legt og þar hafa um 3.800 dauðs­föll vegna sjúk­dóms­ins orðið á einni viku. Í báðum þessum ríkjum er bólu­setn­ing­ar­hlut­fall lágt.

Í Rúm­eníu og Ung­verja­landi er bylgjan einnig að hafa skelfi­legar afleið­ing­ar. Þar hefur fjöldi smita tvö­fald­ast á nokkrum dögum og á síð­asta sól­ar­hring hafa 590 dauðs­föll vegna COVID verið skráð í Rúm­en­íu.

Í Dan­mörku og Nor­egi hefur smitum einnig fjölgað hratt. Þau voru yfir 1.500 í dag en um 500 fyrir viku síðan í Nor­egi.

Til­fellum fjölgað um 55 pró­sent á fjórðum vikum

Í Hollandi er bylgj­an, þrátt fyrir hátt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall þjóð­ar­inn­ar, að stór­auka álag á sjúkra­hús. Inn­lögnum vegna sjúk­dóms­ins fjölg­aði um 30 pró­sent á einni viku. Stjórn­völd ætla að setja grímu­skyldu á að nýju sem og fjar­lægð­ar­mörk á ýmsum stöð­um.

Kluge sagði bylgj­una sem nú er að rísa í mörgum Evr­ópu­löndum einnig eiga rætur í því að stjórn­völd hafi aflétt sótt­varna­að­gerð­um. Í sumum ríkjum hafa þær verið afnumdar alfar­ið.

Á blaða­manna­fund­inum kom fram að til­fellum af COVID-19 hefði fjölgað um 55 pró­sent í Evr­ópu á aðeins fjórum vikum „þrátt fyrir að nóg sé til af bólu­efni og öðrum verk­færum,“ sagði Maria Van Kerk­hove á fund­inum sem fer fyrir tækni­legum úrlausnum vegna far­ald­urs­ins hjá WHO í Evr­ópu. Lækn­ir­inn Mike Ryan segir að það sem Evr­ópa sé nú að ganga í gegnum sé „við­vör­un­ar­skot fyrir heims­byggð­ina“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent