Bylgja rís í Danmörku

Ráðgjafanefnd danskra stjórnvalda spáir því að smittölur á næstu vikum verði sambærilegar við stærstu bylgju sem orðið hefur í landinu hingað til. Sex vikur eru síðan öllum takmörkunum var aflétt í landinu.

Örtröð fyrir utan skemmtistaðinn La Boucherie í Kaupamannahöfn á dögunum.
Örtröð fyrir utan skemmtistaðinn La Boucherie í Kaupamannahöfn á dögunum.
Auglýsing

Á næstu vikum gæti farið svo að dag­legar smit­tölur í Dan­mörku yrðu álíka margar og þær urðu þegar þær voru flestar í bylgju sem reið yfir í nóv­em­ber og des­em­ber í fyrra. Ráð­gjafa­nefnd yfir­valda telur að inn­lögnum COVID-­sýktra á sjúkra­hús eigi einnig eftir að fjölga.

Upp­færð spá ráð­gjafa­nefnd­ar­innar um lík­lega þróun far­ald­urs­ins var gefin út í gær. Í henni er því spáð að dag­legur fjöldi smita með sama áfram­haldi og með sömu hegðun almenn­ings geti orðið milli 2-4.500 í byrjun des­em­ber. Smit í land­inu urðu flest rúm­lega 4.500 þann 18. des­em­ber í fyrra. Tvennt greinir fyrst og fremst bylgj­una nú og þá að. Í fyrra voru bólu­setn­ingar ekki hafnar en þá voru í gildi harðar tak­mark­anir á sam­komum sem öllum var aflétt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um.

Ráð­gjafa­nefnd­in, sem starfar á vegum dönsku smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­inn­ar, telur að fari sem horfi gætu 60-160 dag­lega manns þurft á inn­lögn á sjúkra­hús að halda í upp­hafi des­em­ber­mán­að­ar.

Auglýsing

Í gær greindust tæp­lega 2.000 smit í Dan­mörku. Yfir 114 þús­und sýni voru tekin og hlut­fall jákvæðra sýna var því 1,73 pró­sent. Núna liggja 264 mann­eskjur á sjúkra­húsi með COVID-19 og hefur þeim fjölgað fjóra daga í röð. Ekki hafa fleiri verið á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins síðan í febr­ú­ar.

Sam­kvæmt spá ráð­gjafa­nefnd­ar­innar verða smit áfram útbreidd­ust hjá fólki undir sex­tugu og þeim sem ekki enn hafa verið bólu­settir gegn COVID-19. Nefndin tekur fram að margir óvissu­þættir liti spárnar og sá stærsti sé hegðun fólks, hvort hún hald­ist óbreytt eða hvort aukn­ing smita muni hafa þau áhrif að hún breyt­ist. Ráð­gjafa­nefndin gaf síð­ast út spá í októ­ber. Sú spá hefur ekki gengið eft­ir, það er að segja, fleiri hafa þurft á inn­lögn að halda en spáð hafði ver­ið. Ein skýr­ingin kann að fel­ast í fjölgun sýna sem tekin eru, m.a. meðal þeirra sem lagðir eru inn á sjúkra­hús af öðrum ástæðum en COVID-19 líkt og nýjar reglur kveða á um.

„Við getum ekki sagt nákvæm­lega til um hvað er að valda þessu stökki í smit­u­m,“ er haft eftir lækn­inum Camillu Hol­ten Møller sem fer fyrir nefnd­inni í frétta­til­kynn­ingu.

Aftur aðgerðir eður ei?

Mikil umræða hefur und­an­farið verið í Dan­mörku um hvort grípa eigi til aðgerða inn­an­lands á ný í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins. Sér­fræð­ingar hafa nefnt og sumir jafn­vel lagt til að grímu­skylda verði tekin upp aft­ur.

Er öllum aðgerðum var aflétt í Dan­mörku í sept­em­ber var allt önnur staða í far­aldr­inum en nú og allar tölur á nið­ur­leið og innan við 100 manns með COVID-19 lágu á sjúkra­húsum lands­ins. En októ­ber bar með sér breyt­ingar og hafa dag­leg smit verið yfir þús­und allan mán­uð­inn. Þá hefur inn­lögnum einnig fjölg­að.

Smit­sjúk­dóma­stofnun Dan­merkur segir að R-talan, sem segir til um hvort far­aldur er í vexti eða ekki, sé núna 1,1. Þegar hún er yfir einum er far­ald­ur­inn í vexti og þannig er því staðan nú.

75 pró­sent Dana eru bólu­settir gegn sjúk­dómnum og örv­un­ar­bólu­setn­ingar hjá ákveðnum hópum eru hafn­ar. Yfir 80 pró­sent 12 ára og eldri eru full­bólu­sett.

Vilja inn­leiða kór­ónupass­ann

Auk umræðu um grímu­skyldu er einnig rætt um svo­kall­aðan kór­ónupassa í Dan­mörku. Slíkt tæki hefur áður verið reynt og væri hægt að nota til að lág­marka útbreiðslu. Með honum gæti fólk vottað að það væri bólu­sett eða sýnt nið­ur­stöður nei­kvæðra prófa til að kom­ast á ákveðna staði. Christ­ian Wej­se, pró­fessor í lýð­heilsu­fræðum við háskól­ann í Árhús­um, hefur trú á slíkum passa og segir hann geta hvatt fólk til að fara í bólu­setn­ingu og sýna­töku. „Ég held að við þurfum á því að halda í núver­andi ástand­i,“ sagði hann við danska rík­is­út­varpið í vik­unni.

Danska rík­is­stjórnin hefur ekki lengur heim­ild til að setja á sam­fé­lags­legar tak­mark­anir án þess að bera það undir þing­ið. Það breytt­ist í sept­em­ber er far­ald­ur­inn var færður af neyð­ar­stigi á hættu­stig. Eins og staðan er í augna­blik­inu virð­ist ekki vera stuðn­ingur við það á þing­inu að setja á harðar aðgerð­ir. Ef sér­stök þing­nefnd sem fer með mál­efni tengd far­aldr­inum myndi hins vegar mæla með því gæti það haft áhrif á stuðn­ing þings­ins við end­ur­komu aðgerð­anna.

And­lát vegna COVID-19 í Dan­mörku hafa verið að með­al­tali um 1-2 á dag síð­ustu vik­ur. Þegar verst lét í stóru bylgj­unni fyrir ári síð­an, þegar bólu­setn­ingar voru ekki hafn­ar, voru þau um og yfir 30 á dag svo að því leyti er staðan allt önnur en hún var fyrir ári. Yfir 2.700 and­lát í land­inu eru rakin til sjúk­dóms­ins frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent