Bylgja rís í Danmörku

Ráðgjafanefnd danskra stjórnvalda spáir því að smittölur á næstu vikum verði sambærilegar við stærstu bylgju sem orðið hefur í landinu hingað til. Sex vikur eru síðan öllum takmörkunum var aflétt í landinu.

Örtröð fyrir utan skemmtistaðinn La Boucherie í Kaupamannahöfn á dögunum.
Örtröð fyrir utan skemmtistaðinn La Boucherie í Kaupamannahöfn á dögunum.
Auglýsing

Á næstu vikum gæti farið svo að dag­legar smit­tölur í Dan­mörku yrðu álíka margar og þær urðu þegar þær voru flestar í bylgju sem reið yfir í nóv­em­ber og des­em­ber í fyrra. Ráð­gjafa­nefnd yfir­valda telur að inn­lögnum COVID-­sýktra á sjúkra­hús eigi einnig eftir að fjölga.

Upp­færð spá ráð­gjafa­nefnd­ar­innar um lík­lega þróun far­ald­urs­ins var gefin út í gær. Í henni er því spáð að dag­legur fjöldi smita með sama áfram­haldi og með sömu hegðun almenn­ings geti orðið milli 2-4.500 í byrjun des­em­ber. Smit í land­inu urðu flest rúm­lega 4.500 þann 18. des­em­ber í fyrra. Tvennt greinir fyrst og fremst bylgj­una nú og þá að. Í fyrra voru bólu­setn­ingar ekki hafnar en þá voru í gildi harðar tak­mark­anir á sam­komum sem öllum var aflétt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um.

Ráð­gjafa­nefnd­in, sem starfar á vegum dönsku smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­inn­ar, telur að fari sem horfi gætu 60-160 dag­lega manns þurft á inn­lögn á sjúkra­hús að halda í upp­hafi des­em­ber­mán­að­ar.

Auglýsing

Í gær greindust tæp­lega 2.000 smit í Dan­mörku. Yfir 114 þús­und sýni voru tekin og hlut­fall jákvæðra sýna var því 1,73 pró­sent. Núna liggja 264 mann­eskjur á sjúkra­húsi með COVID-19 og hefur þeim fjölgað fjóra daga í röð. Ekki hafa fleiri verið á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins síðan í febr­ú­ar.

Sam­kvæmt spá ráð­gjafa­nefnd­ar­innar verða smit áfram útbreidd­ust hjá fólki undir sex­tugu og þeim sem ekki enn hafa verið bólu­settir gegn COVID-19. Nefndin tekur fram að margir óvissu­þættir liti spárnar og sá stærsti sé hegðun fólks, hvort hún hald­ist óbreytt eða hvort aukn­ing smita muni hafa þau áhrif að hún breyt­ist. Ráð­gjafa­nefndin gaf síð­ast út spá í októ­ber. Sú spá hefur ekki gengið eft­ir, það er að segja, fleiri hafa þurft á inn­lögn að halda en spáð hafði ver­ið. Ein skýr­ingin kann að fel­ast í fjölgun sýna sem tekin eru, m.a. meðal þeirra sem lagðir eru inn á sjúkra­hús af öðrum ástæðum en COVID-19 líkt og nýjar reglur kveða á um.

„Við getum ekki sagt nákvæm­lega til um hvað er að valda þessu stökki í smit­u­m,“ er haft eftir lækn­inum Camillu Hol­ten Møller sem fer fyrir nefnd­inni í frétta­til­kynn­ingu.

Aftur aðgerðir eður ei?

Mikil umræða hefur und­an­farið verið í Dan­mörku um hvort grípa eigi til aðgerða inn­an­lands á ný í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins. Sér­fræð­ingar hafa nefnt og sumir jafn­vel lagt til að grímu­skylda verði tekin upp aft­ur.

Er öllum aðgerðum var aflétt í Dan­mörku í sept­em­ber var allt önnur staða í far­aldr­inum en nú og allar tölur á nið­ur­leið og innan við 100 manns með COVID-19 lágu á sjúkra­húsum lands­ins. En októ­ber bar með sér breyt­ingar og hafa dag­leg smit verið yfir þús­und allan mán­uð­inn. Þá hefur inn­lögnum einnig fjölg­að.

Smit­sjúk­dóma­stofnun Dan­merkur segir að R-talan, sem segir til um hvort far­aldur er í vexti eða ekki, sé núna 1,1. Þegar hún er yfir einum er far­ald­ur­inn í vexti og þannig er því staðan nú.

75 pró­sent Dana eru bólu­settir gegn sjúk­dómnum og örv­un­ar­bólu­setn­ingar hjá ákveðnum hópum eru hafn­ar. Yfir 80 pró­sent 12 ára og eldri eru full­bólu­sett.

Vilja inn­leiða kór­ónupass­ann

Auk umræðu um grímu­skyldu er einnig rætt um svo­kall­aðan kór­ónupassa í Dan­mörku. Slíkt tæki hefur áður verið reynt og væri hægt að nota til að lág­marka útbreiðslu. Með honum gæti fólk vottað að það væri bólu­sett eða sýnt nið­ur­stöður nei­kvæðra prófa til að kom­ast á ákveðna staði. Christ­ian Wej­se, pró­fessor í lýð­heilsu­fræðum við háskól­ann í Árhús­um, hefur trú á slíkum passa og segir hann geta hvatt fólk til að fara í bólu­setn­ingu og sýna­töku. „Ég held að við þurfum á því að halda í núver­andi ástand­i,“ sagði hann við danska rík­is­út­varpið í vik­unni.

Danska rík­is­stjórnin hefur ekki lengur heim­ild til að setja á sam­fé­lags­legar tak­mark­anir án þess að bera það undir þing­ið. Það breytt­ist í sept­em­ber er far­ald­ur­inn var færður af neyð­ar­stigi á hættu­stig. Eins og staðan er í augna­blik­inu virð­ist ekki vera stuðn­ingur við það á þing­inu að setja á harðar aðgerð­ir. Ef sér­stök þing­nefnd sem fer með mál­efni tengd far­aldr­inum myndi hins vegar mæla með því gæti það haft áhrif á stuðn­ing þings­ins við end­ur­komu aðgerð­anna.

And­lát vegna COVID-19 í Dan­mörku hafa verið að með­al­tali um 1-2 á dag síð­ustu vik­ur. Þegar verst lét í stóru bylgj­unni fyrir ári síð­an, þegar bólu­setn­ingar voru ekki hafn­ar, voru þau um og yfir 30 á dag svo að því leyti er staðan allt önnur en hún var fyrir ári. Yfir 2.700 and­lát í land­inu eru rakin til sjúk­dóms­ins frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent