167 smit í gær – aldrei fleiri á einum degi

167 greindust með COVID-19 í gær, þar af voru 122 utan sóttkvíar. Síðastliðna tvo daga hafa 319 smit greinst innanlands og hafa ekki verið fleiri frá því að faraldurinn hófst fyrir tæpum tveimur árum.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Alls greindust 167 kór­ónu­veirusmit inn­an­lands í gær. Aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum degi frá því að far­ald­ur­inn braust út hér á landi í lok febr­úar 2019. Fyrri met­fjöldi var 154 en svo margir greindust 30. júlí síð­ast­lið­inn.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í pistli sínum á covid.is að far­ald­ur­inn sé í miklum vexti og hafi náð að dreifa sér um allt land. Alls hafa 319 ein­stak­lingar greinst smit­aðir af COVID-19 inn­an­lands síð­ustu tvo daga og er það mesti fjöldi á tveimur dögum frá því að far­ald­ur­inn hófst hér á landi. 15 ein­stak­lingar eru á Land­spít­ala með COVID-19 og þar af fjórir á gjör­gæslu­deild. Auk þess liggur einn inni á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri og er sá í önd­un­ar­vél. Þórólfur telur að búast megi við fleiri inn­lögnum á næst­unni vegna vax­andi fjölda smita í sam­fé­lag­inu sem mun auka enn frekar á vanda spít­ala­kerf­is­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Land­spít­al­anum eru allir sjúk­lingar sem eru þar inniliggj­andi vegna COVID-19 full­orðnir og er með­al­aldur þeirra 57 ár. Sex eru óbólu­settir og fjórir eru á gjör­gæslu, þrír þeirra í önd­un­ar­vél. Alls eru 1.088 sjúk­ling­ar, þar af 243 börn, í COVID göngu­deild spít­al­ans. Nýskráðir þar í gær voru 137 full­orðnir og 22 börn. Frá upp­hafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa 162 lagst inn á Land­spít­al­ann vegna COVID-19.

Auglýsing

„Nú gildir að sýna sam­stöðu og við­hafa þær sótt­varnir sem við vitum að skila árangri. Forð­umst hópa­mynd­an­ir, virðum eins metra nánd­ar­reglu, notum and­lits­grímu ef ekki er hægt að við­hafa eins metra nánd við ótengda aðila og/eða í illa loft­ræstum rým­um, þvoum og sprittum hend­ur, höldum okkur til hlés ef við finnum fyrir ein­kennum sem bent geta til COVID-19 og mætum í PCR próf. Einnig er mik­il­vægt að við­hafa góða smit­gát þar til nið­ur­staða úr PCR prófi liggur fyr­ir,“ segir sótt­varna­læknir í pistli sín­um.

Minn­is­blað sótt­varna­læknis er til umfjöll­unar á rík­is­stjórn­ar­fundi sem nú stendur yfir og búast má við að greint verði frá inni­haldi þess, sem felist í hertum aðgerðum inn­an­lands, að honum lokn­um. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði á morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun að inni­hald minn­is­blaðs­ins sé sögu­legt að því leyti að þar reki Þórólfur sögu far­ald­urs­ins og þeirra sótt­varna­að­gerða sem gripið hefur verið til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent