Reitun hafði áhyggjur af umræðu um Þórð Má

Greiningarfyrirtæki sem vinnur svokallað UFS áhættumat fyrir Festi hafði áhyggjur af umræðu í kringum fyrrum stjórnarformann fyrirtækisins í síðustu viku en dró þær áhyggjur til baka eftir yfirlýsingu stjórnar Festi í fyrradag.

Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Auglýsing

Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Reitun sá sér ekki annað fært er að bregð­ast við þeirri umræðu sem var í tengslum við fyrr­ver­andi for­mann stjórnar Festi, Þórð Má Jóhann­es­son, og lét fyr­ir­tækið við­skipta­vini sína vita um það í trún­aði. Það dró hins vegar áhyggjur sínar til baka eftir að stjórn Festi sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem hún greindi frá því að hún hygð­ist end­ur­skoða starfs­reglur sín­ar.

Þetta kemur fram í svari Reit­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en mið­ill­inn fékk ábend­ingu um það að fyr­ir­tækið hefði gert athuga­semd við félagið Festi, þ.e. að mögu­leg end­ur­skoðun á ein­kunn til lækk­unar væri í skoðun í kjöl­far ásak­ana í garð fyrrum stjórn­ar­for­manns félags­ins.

Reitun vinnur svokölluð UFS möt, sem gera grein fyrir hvernig fyr­ir­tæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverf­is- og félags­þáttum og stjórn­ar­hátt­um, á skráðum útgef­endum hluta­bréfa og skulda­bréfa í Kaup­höll­inni fyrir fjár­festa. Hluti af samn­ingi er jafn­framt að vakta ein­kunn og láta vita ef ein­hverjir þættir gætu haft telj­andi áhrif á hana. Þessi vinna er unnin í trún­aði milli Reit­unar og við­skipta­vin­ar, að því er fram kemur í svari fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Þá segir enn fremur í svar­inu að Reitun sendi út nokkuð reglu­lega upp­færslur á UFS mötum sínum eða láti vita ef eitt­hvað sé að ger­ast hjá við­kom­andi útgef­anda sem geti breytt ein­kunn. Hingað til hafi þessir þættir fyrst og fremst snúið að stjórn­ar­þáttum og félags­þátt­um. Orð­spors­á­hætta og ímynd­ar­á­hætta ásamt áhættu tengt við­skipta­tengslum vegi þar oft­ast þyngst.

„Reitun sá sér ekki annað fært en að bregð­ast við þeirri umræðu sem verið hefur í tengslum við fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann Festis og lét sína við­skipta­vini vita um það í trún­aði. Það var metið svo að ef umræðan þró­að­ist áfram án þess að félagið myndi bregð­ast við að þá gæti það haft áhrif á þá áhættu­þætti sem nefndir vor­u,“ segir í svar­inu.

Stjórn Festi athafð­ist ekki fyrr en konan fór í við­tal

Mikið fjaðrafok var í kringum Festi í síð­ustu viku þegar kona kom fram í hlað­varps­þætt­inum Eigin konur og greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti þriggja manna í sum­ar­bú­stað árið 2020. Einn þess­ara manna var for­maður stjórnar Festi, Þórður Már. Stjórnin vissi af ásök­un­unum í nokkurn tíma en aðhafð­ist ekki fyrr en málið komst í hámæli í síð­ustu viku.

Þórður Már óskaði eftir því á stjórn­ar­fundi á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku að láta af störf­um. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­­­son var kjör­inn nýr for­­­maður stjórnar og Mar­grét Guð­­­munds­dóttir vara­­­for­­­mað­­­ur,“ sagði í til­­­kynn­ingu frá Festi á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku.

Drógu fyrri áhyggjur um aukna áhættu til baka

Festi sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar í gær en í henni var greint frá því að það væri mat stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins að þörf væri á því að end­­ur­­skoða starfs­­reglur stjórn­­­ar.

„Að feng­inni þess­­ari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að end­­ur­­skoða starfs­­reglur stjórn­­­ar. Mark­mið þeirrar end­­ur­­skoð­unar er að bæta reglur og gera vinn­u­lag skýr­­ara ef fram koma upp­­lýs­ingar sem benda til mög­u­­legs van­hæfis stjórn­­­ar­­manna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórn­­endur og starfs­­menn félags­­ins og dótt­­ur­­fé­laga sem verða lagðar til grund­vallar við end­­ur­­skoðun á starfs­­reglum stjórn­­­ar. Það er mark­mið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyr­ir­­myndar um góða stjórn­­­ar­hætti og mun nið­­ur­­staða end­­ur­­skoð­unar á starfs­­reglum stjórnar verða kynntar á aðal­­fundi 22. mars n.k.

Stjórn Festi for­­dæmir allt ofbeldi og telur mik­il­vægt að hlustað sé á þolend­­ur. Það er skylda okkar að breyt­­ast með sam­­fé­lag­inu og í sam­ein­ingu eigum við að búa til örugg­­ara umhverfi fyrir okkur öll,“ sagði enn fremur í til­­kynn­ing­u Festi í gær.

Í svari Reit­unar til Kjarn­ans kemur fram að eftir að Festi gaf út til­kynn­ing­una í gær, þar sem skýrt hafi verið af hverju félagið hefði ekki brugð­ist fyrr við og hvernig það ætl­aði að breyta vinnu­lagi og heim­ildum í fram­hald­inu, þá hafi Reitun látið sína við­skipta­vini vita í trún­aði um það og dregið fyrri áhyggjur um aukna áhættu til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Pönk í Peking
Kjarninn 28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
Kjarninn 27. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent