Reitun hafði áhyggjur af umræðu um Þórð Má

Greiningarfyrirtæki sem vinnur svokallað UFS áhættumat fyrir Festi hafði áhyggjur af umræðu í kringum fyrrum stjórnarformann fyrirtækisins í síðustu viku en dró þær áhyggjur til baka eftir yfirlýsingu stjórnar Festi í fyrradag.

Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Auglýsing

Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Reitun sá sér ekki annað fært er að bregð­ast við þeirri umræðu sem var í tengslum við fyrr­ver­andi for­mann stjórnar Festi, Þórð Má Jóhann­es­son, og lét fyr­ir­tækið við­skipta­vini sína vita um það í trún­aði. Það dró hins vegar áhyggjur sínar til baka eftir að stjórn Festi sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem hún greindi frá því að hún hygð­ist end­ur­skoða starfs­reglur sín­ar.

Þetta kemur fram í svari Reit­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en mið­ill­inn fékk ábend­ingu um það að fyr­ir­tækið hefði gert athuga­semd við félagið Festi, þ.e. að mögu­leg end­ur­skoðun á ein­kunn til lækk­unar væri í skoðun í kjöl­far ásak­ana í garð fyrrum stjórn­ar­for­manns félags­ins.

Reitun vinnur svokölluð UFS möt, sem gera grein fyrir hvernig fyr­ir­tæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverf­is- og félags­þáttum og stjórn­ar­hátt­um, á skráðum útgef­endum hluta­bréfa og skulda­bréfa í Kaup­höll­inni fyrir fjár­festa. Hluti af samn­ingi er jafn­framt að vakta ein­kunn og láta vita ef ein­hverjir þættir gætu haft telj­andi áhrif á hana. Þessi vinna er unnin í trún­aði milli Reit­unar og við­skipta­vin­ar, að því er fram kemur í svari fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Þá segir enn fremur í svar­inu að Reitun sendi út nokkuð reglu­lega upp­færslur á UFS mötum sínum eða láti vita ef eitt­hvað sé að ger­ast hjá við­kom­andi útgef­anda sem geti breytt ein­kunn. Hingað til hafi þessir þættir fyrst og fremst snúið að stjórn­ar­þáttum og félags­þátt­um. Orð­spors­á­hætta og ímynd­ar­á­hætta ásamt áhættu tengt við­skipta­tengslum vegi þar oft­ast þyngst.

„Reitun sá sér ekki annað fært en að bregð­ast við þeirri umræðu sem verið hefur í tengslum við fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann Festis og lét sína við­skipta­vini vita um það í trún­aði. Það var metið svo að ef umræðan þró­að­ist áfram án þess að félagið myndi bregð­ast við að þá gæti það haft áhrif á þá áhættu­þætti sem nefndir vor­u,“ segir í svar­inu.

Stjórn Festi athafð­ist ekki fyrr en konan fór í við­tal

Mikið fjaðrafok var í kringum Festi í síð­ustu viku þegar kona kom fram í hlað­varps­þætt­inum Eigin konur og greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti þriggja manna í sum­ar­bú­stað árið 2020. Einn þess­ara manna var for­maður stjórnar Festi, Þórður Már. Stjórnin vissi af ásök­un­unum í nokkurn tíma en aðhafð­ist ekki fyrr en málið komst í hámæli í síð­ustu viku.

Þórður Már óskaði eftir því á stjórn­ar­fundi á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku að láta af störf­um. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­­­son var kjör­inn nýr for­­­maður stjórnar og Mar­grét Guð­­­munds­dóttir vara­­­for­­­mað­­­ur,“ sagði í til­­­kynn­ingu frá Festi á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku.

Drógu fyrri áhyggjur um aukna áhættu til baka

Festi sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar í gær en í henni var greint frá því að það væri mat stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins að þörf væri á því að end­­ur­­skoða starfs­­reglur stjórn­­­ar.

„Að feng­inni þess­­ari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að end­­ur­­skoða starfs­­reglur stjórn­­­ar. Mark­mið þeirrar end­­ur­­skoð­unar er að bæta reglur og gera vinn­u­lag skýr­­ara ef fram koma upp­­lýs­ingar sem benda til mög­u­­legs van­hæfis stjórn­­­ar­­manna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórn­­endur og starfs­­menn félags­­ins og dótt­­ur­­fé­laga sem verða lagðar til grund­vallar við end­­ur­­skoðun á starfs­­reglum stjórn­­­ar. Það er mark­mið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyr­ir­­myndar um góða stjórn­­­ar­hætti og mun nið­­ur­­staða end­­ur­­skoð­unar á starfs­­reglum stjórnar verða kynntar á aðal­­fundi 22. mars n.k.

Stjórn Festi for­­dæmir allt ofbeldi og telur mik­il­vægt að hlustað sé á þolend­­ur. Það er skylda okkar að breyt­­ast með sam­­fé­lag­inu og í sam­ein­ingu eigum við að búa til örugg­­ara umhverfi fyrir okkur öll,“ sagði enn fremur í til­­kynn­ing­u Festi í gær.

Í svari Reit­unar til Kjarn­ans kemur fram að eftir að Festi gaf út til­kynn­ing­una í gær, þar sem skýrt hafi verið af hverju félagið hefði ekki brugð­ist fyrr við og hvernig það ætl­aði að breyta vinnu­lagi og heim­ildum í fram­hald­inu, þá hafi Reitun látið sína við­skipta­vini vita í trún­aði um það og dregið fyrri áhyggjur um aukna áhættu til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent