Áformað að taka við 35-70 manns frá Afganistan

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að taka við allt að 70 flóttamönnum frá Afganistan. Sérstaklega á að beina sjónum að því að taka á móti einstæðum konum og börnum þeirra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.

Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tekið yrði á móti 35-70 manns frá Afganistan, til við­bótar við þann hóp flótta­manna sem hefur þegar komið þaðan á und­an­förnum mán­uð­um, vegna ástands­ins sem ríkir í land­inu eftir valda­töku talí­bana.

„Lífs­skil­yrði þar hafa farið ört versn­andi und­an­farna mán­uði og telur rík­is­stjórnin brýnt að bregð­ast frekar við því. Flótta­manna­nefnd hefur verið falið að útfæra til­lögu rík­is­stjórn­ar­innar en horft verður sér­stak­lega til ein­stæðra kvenna í við­kvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Erfitt er að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjöl­skyldu­sam­setn­ing­u,“ segir í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu fjög­urra ráðu­neyta um þetta í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að 78 manns hafi komið til lands­ins frá Afganistan síð­asta haust, en rík­is­stjórnin boð­aði skömmu eftir valda­töku talí­bana að tekið yrði á móti til­greindum hópi Afgana sem hefði tengsl við Ísland, alls um 90-120 manns. Um fjöru­tíu manns til við­bótar sem fengu boð um skjól á Íslandi þáðu boð um skjól í öðru ríki.

Auglýsing

Að til­lögu flótta­manna­nefndar var í haust lögð áhersla á að bjóða vel­komna ein­stak­linga sem unnu með eða fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, fyrr­ver­andi nem­endur við Alþjóð­lega jafn­rétt­is­skól­ann á Íslandi (GRÓ-­GEST) og ein­stak­linga sem áttu rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða voru þegar komnir með sam­þykkta umsókn um dval­ar­leyfi.

Síð­asti hópur flótta­manna frá Afganistan kom hingað til lands skömmu fyrir jól. Ekki liggur fyrir hvenær þess megi vænta að tekið verði á móti þeim hópi sem stjórn­völd hafa nú til­kynnt að tekið verði á móti.

Millj­ónir líða hungur

Staða mála í Afganistan er orðin mjög þung, frá valda­töku talí­bana, en með henni fjar­aði stuðn­ingur vest­rænna ríkja við rík­is­stjórn lands­ins út, með hörmu­legum afleið­ingum fyrir efna­hag lands­ins og grunn­þjón­ustu afganska rík­is­ins.

Hung­ursneyð er í land­inu, en mat stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna er að um helm­ingur íbúa lands­ins líði alvar­legt hung­ur. Þar af er talið að um ein milljón barna standi frammi fyrir alvar­legri vannær­ingu. Sam­ein­uðu þjóð­irnar sendu á dög­unum út neyð­ar­boð um hjálp til handa íbúum lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent