Áformað að taka við 35-70 manns frá Afganistan

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að taka við allt að 70 flóttamönnum frá Afganistan. Sérstaklega á að beina sjónum að því að taka á móti einstæðum konum og börnum þeirra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.

Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tekið yrði á móti 35-70 manns frá Afganistan, til við­bótar við þann hóp flótta­manna sem hefur þegar komið þaðan á und­an­förnum mán­uð­um, vegna ástands­ins sem ríkir í land­inu eftir valda­töku talí­bana.

„Lífs­skil­yrði þar hafa farið ört versn­andi und­an­farna mán­uði og telur rík­is­stjórnin brýnt að bregð­ast frekar við því. Flótta­manna­nefnd hefur verið falið að útfæra til­lögu rík­is­stjórn­ar­innar en horft verður sér­stak­lega til ein­stæðra kvenna í við­kvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Erfitt er að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjöl­skyldu­sam­setn­ing­u,“ segir í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu fjög­urra ráðu­neyta um þetta í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að 78 manns hafi komið til lands­ins frá Afganistan síð­asta haust, en rík­is­stjórnin boð­aði skömmu eftir valda­töku talí­bana að tekið yrði á móti til­greindum hópi Afgana sem hefði tengsl við Ísland, alls um 90-120 manns. Um fjöru­tíu manns til við­bótar sem fengu boð um skjól á Íslandi þáðu boð um skjól í öðru ríki.

Auglýsing

Að til­lögu flótta­manna­nefndar var í haust lögð áhersla á að bjóða vel­komna ein­stak­linga sem unnu með eða fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, fyrr­ver­andi nem­endur við Alþjóð­lega jafn­rétt­is­skól­ann á Íslandi (GRÓ-­GEST) og ein­stak­linga sem áttu rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða voru þegar komnir með sam­þykkta umsókn um dval­ar­leyfi.

Síð­asti hópur flótta­manna frá Afganistan kom hingað til lands skömmu fyrir jól. Ekki liggur fyrir hvenær þess megi vænta að tekið verði á móti þeim hópi sem stjórn­völd hafa nú til­kynnt að tekið verði á móti.

Millj­ónir líða hungur

Staða mála í Afganistan er orðin mjög þung, frá valda­töku talí­bana, en með henni fjar­aði stuðn­ingur vest­rænna ríkja við rík­is­stjórn lands­ins út, með hörmu­legum afleið­ingum fyrir efna­hag lands­ins og grunn­þjón­ustu afganska rík­is­ins.

Hung­ursneyð er í land­inu, en mat stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna er að um helm­ingur íbúa lands­ins líði alvar­legt hung­ur. Þar af er talið að um ein milljón barna standi frammi fyrir alvar­legri vannær­ingu. Sam­ein­uðu þjóð­irnar sendu á dög­unum út neyð­ar­boð um hjálp til handa íbúum lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent