Áformað að taka við 35-70 manns frá Afganistan

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að taka við allt að 70 flóttamönnum frá Afganistan. Sérstaklega á að beina sjónum að því að taka á móti einstæðum konum og börnum þeirra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.

Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tekið yrði á móti 35-70 manns frá Afganistan, til við­bótar við þann hóp flótta­manna sem hefur þegar komið þaðan á und­an­förnum mán­uð­um, vegna ástands­ins sem ríkir í land­inu eftir valda­töku talí­bana.

„Lífs­skil­yrði þar hafa farið ört versn­andi und­an­farna mán­uði og telur rík­is­stjórnin brýnt að bregð­ast frekar við því. Flótta­manna­nefnd hefur verið falið að útfæra til­lögu rík­is­stjórn­ar­innar en horft verður sér­stak­lega til ein­stæðra kvenna í við­kvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Erfitt er að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjöl­skyldu­sam­setn­ing­u,“ segir í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu fjög­urra ráðu­neyta um þetta í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að 78 manns hafi komið til lands­ins frá Afganistan síð­asta haust, en rík­is­stjórnin boð­aði skömmu eftir valda­töku talí­bana að tekið yrði á móti til­greindum hópi Afgana sem hefði tengsl við Ísland, alls um 90-120 manns. Um fjöru­tíu manns til við­bótar sem fengu boð um skjól á Íslandi þáðu boð um skjól í öðru ríki.

Auglýsing

Að til­lögu flótta­manna­nefndar var í haust lögð áhersla á að bjóða vel­komna ein­stak­linga sem unnu með eða fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, fyrr­ver­andi nem­endur við Alþjóð­lega jafn­rétt­is­skól­ann á Íslandi (GRÓ-­GEST) og ein­stak­linga sem áttu rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða voru þegar komnir með sam­þykkta umsókn um dval­ar­leyfi.

Síð­asti hópur flótta­manna frá Afganistan kom hingað til lands skömmu fyrir jól. Ekki liggur fyrir hvenær þess megi vænta að tekið verði á móti þeim hópi sem stjórn­völd hafa nú til­kynnt að tekið verði á móti.

Millj­ónir líða hungur

Staða mála í Afganistan er orðin mjög þung, frá valda­töku talí­bana, en með henni fjar­aði stuðn­ingur vest­rænna ríkja við rík­is­stjórn lands­ins út, með hörmu­legum afleið­ingum fyrir efna­hag lands­ins og grunn­þjón­ustu afganska rík­is­ins.

Hung­ursneyð er í land­inu, en mat stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna er að um helm­ingur íbúa lands­ins líði alvar­legt hung­ur. Þar af er talið að um ein milljón barna standi frammi fyrir alvar­legri vannær­ingu. Sam­ein­uðu þjóð­irnar sendu á dög­unum út neyð­ar­boð um hjálp til handa íbúum lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði
Kjarninn 27. janúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta
Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.
Kjarninn 27. janúar 2022
Segir lítinn samhljóm á milli fjármálastefnu og stjórnarsáttmála
ASÍ segir að fjármálastefna ríkisstjórnar byggi á því að velferðarkerfið verði notað sem helsta hagstjórnartækið á næstu árum. Að mati samtaka getur slík stefna aldrei orðið grundvöllur fyrir stöðugleika á vinnumarkaði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Kjarninn 27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
Kjarninn 27. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
Kjarninn 27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent