Stjórnarmenn geta fokið fyrir háttsemi sem telst „ámælisverð að almannaáliti“

Festi ætlar að innleiða reglur til að takast á við mál æðstu stjórnanda sem gætu valdið félaginu rekstraráæhættu með því að orðspor þeirra bíði hnekki. Það getur til að mynda gerst við opinbera umfjöllun.

Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Auglýsing

Stjórn Festi hefur lagt til að nýrri máls­grein verði bætt við sam­þykktir félags­ins sem er ætlað að auka getu félags­ins til að takast á við mál sem varða „orð­spor æðstu stjórn­enda og rekstr­ar­á­hættu sem getur tengst því að orð­spor þeirra bíði hnekki“. 

Í grein­ar­gerð sem fylgir með til­lög­unni segir að verði breyt­ingin sam­þykkt áformi stjórn að breyta starfs­reglum stjórn­ar, setja stjórn sér­stakar siða­reglur og setja nýjar reglur um mat á hæfi stjórn­ar­manna og for­stjóra, orð­spors­á­hættu og hags­muna­á­rekstra sem saman er ætlað að mynda heild­stæða umgjörð um með­ferð slíkra mála. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem til­lögur sem lagðar verða fyrir kom­andi aðal­fund Festi, sem fram fer í næstu viku.

Í drögum að reglum um mat á hæfi, orð­spors­á­hættu og hags­muna­á­rekstrum stjórn­ar­manna Festi, sem birt hafa verið á heima­síðu félags­ins, segir að stjórn­ar­menn telj­ist vera með gott orð­spor ef engin hald­bær gögn eða ástæður benda til ann­ars. „Ef hald­bær gögn eða ástæður svo sem opin­ber umfjöll­un, form­leg kvörtun til reglu­varðar félags­ins eða annað gefa til­efni til skoð­unar á orð­spori, skal meta orð­spor og hvort orð­spor valdi van­hæfi ef það leiðir til þess að hags­munir félags­ins og við­kom­andi fara ekki sam­an.“

Auglýsing
Við matið er litið til þess hvort stjórn­ar­maður sé sak­aður um meinta refsi­verða hátt­semi eða hafi verið dæmdur fyrir slíka. En þá á líka að líta til þess hvort hann sé sak­aður um hátt­semi sem telst ekki refsi­verð en sé „ámæl­is­verð að almanna­á­lit­i“. Í reglu­drög­unum segir að við það mat eigi að taka „tillit til alvar­leika, áhrifa á opin­bera umræðu og áhrif á orð­spor félags­ins, hvort það leiði til hags­muna­á­rekst­urs sem valdi van­hæfi stjórn­ar­manns án þess að tekin sé efn­is­leg afstaða til meintrar atburða­rásar og hvort hún telj­ist skýr og sönn­uð. Við matið skal þó ávallt höfð hlið­sjón af kring­um­stæðum öllum og litið til alvar­leika og eðl­is, við­bragða stjórn­ar­manns, sátta- og úrbóta­vilja.“

Stjórn­ar­for­maður Festi sak­aður um kyn­ferð­is­of­beldi

Stutt er síðan að Festi þurfti að takast á við ásak­anir á hendur þáver­andi stjórn­ar­for­manni félags­ins, Þórði Má Jóhann­essyni, vegna meints kyn­ferð­is­brots hans og tveggja ann­arra manna gagn­vart konu haustið 2020. Kon­an, Vítalía Laz­areva, hafði birt frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram í októ­ber í fyrra og lýsti þar ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­ar­­bú­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni. Auk Þórðar var þar um að ræða Ara Edwald, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Íseyjar útflutn­ings, og Hregg­við Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann og aðal­eig­anda Ver­it­as. Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­þjálf­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­ar­­sam­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Í byrjun jan­úar fór Vitalía svo í við­­tal hjá Eddu Falak í hlað­varpi hennar Eigin konum og greindi hún frá reynslu sinni. Hún nafn­­greindi menn­ina þó ekki í við­tal­in­u. 

Þórður Már Jóhannesson er fyrrverandi stjórnarformaður Festi. Mynd: Festi

Eftir að málið komst í hámæli í fjöl­miðlum sendi Hregg­viður frá sér yfir­lýs­ingu, dag­sett 6. jan­ú­ar, um að hann myndi stíga til hliðar sem stjórn­ar­for­maður Ver­it­as. Þar sagði meðal ann­ars: „„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­um. Það er afar þung­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Í kjöl­farið flýtti stjórn Festi fundi sem átti að fara fram þann dag vegna máls­ins og greindi svo frá því að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­­­­­ar­­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­mað­­­ur. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þá hefðu aðrir stjórn­ar­menn, stórir hlut­hafar og stjórn­endur félags­ins allir reynt að þrýsta beint eða óbeint á að Þórður Már myndi hætta í nokkurn tíma, en án árang­urs. Lög og sam­þykktir félags­ins voru ein­fald­lega með þeim hætti að honum var í sjálfs­vald sett milli aðal­funda hvort hann hætti eða ekki.

Ari var fyrst settur í tíma­bundið leyfi frá störfum hjá Ísey og end­an­lega rek­inn þann 9. jan­ú­ar.

Fleiri að skoða að inn­leiða sam­bæri­legar reglur

Egg­ert Krist­ó­fers­son, for­stjóri Festi, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að til­urð regln­anna sé bein afleið­ing af því sem átti sér stað í stjórn félags­ins í byrjun árs. Stjórnin til­kynnti til Kaup­hallar Íslands þann 13. jan­úar að hún myndi end­ur­skoða starfs­reglur sínar vegna máls Vitalíu og Egg­ert segir að fljót­lega í kjöl­farið hafi sú vinna farið í að móta þá til­lögu sem nú verða lagðar fyrir aðal­fund. 

­Sam­kvæmt til­lög­unni eiga allir stjórn­ar­menn að und­ir­gang­ast regl­urnar skrif­lega og ef upp kemur orð­spors­á­hætta þeim tengd þá fer hún í sama fag­lega ferli innan Festi og mál starfs­manna þar. Slíkt ferli skilar nið­ur­stöðu sem gæti til að mynda verið sú að við­kom­andi stjórn­ar­maður ætti að segja af sér. Það þarf hann þó ekki að gera sam­kvæmt gild­andi lögum en breyt­ing­arnar sem gerðar verða á starfs­reglum Festi leiða þá til þess að reglu­vörður félags­ins mun senda til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands um hver nið­ur­staðan var. Það yrði því opin­bert að við­kom­andi stjórn­ar­maður sæti áfram þrátt fyrir að ferli félags­ins hefði skilað þeirri nið­ur­stöðu að hann ætti ekki að gera það. Hug­myndin er að stjórn­ar­maður gæti vart setið áfram eftir að slíkar upp­lýs­ingar yrðu gerðar opin­ber­ar.

„Það versla um 70 þús­und manns við okkur í viku. Það á að gera auknar kröfur til þeirra sem sem eru í for­svari fyrir okk­ur,“ segir Egg­ert. Á meðal dótt­ur­fé­laga Festi er N1, Krónan og ELKO.

Verði til­lagan um nýjar reglur sam­þykkt mun Festi verða fyrsta skráða félag lands­ins til að inn­leiða svona regl­ur. Egg­ert segir að full­trúar nokk­urra ann­arra félaga á mark­aði hafi haft sam­band og leitað eftir sam­tali um regl­urnar vegna þess að þau hafi áhuga á að inn­leiða sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag hjá sér. „Ég held að þetta verði algengar reglur hjá skráðum félögum í nán­ustu fram­tíð.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar