Stjórnarmenn geta fokið fyrir háttsemi sem telst „ámælisverð að almannaáliti“

Festi ætlar að innleiða reglur til að takast á við mál æðstu stjórnanda sem gætu valdið félaginu rekstraráæhættu með því að orðspor þeirra bíði hnekki. Það getur til að mynda gerst við opinbera umfjöllun.

Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Auglýsing

Stjórn Festi hefur lagt til að nýrri máls­grein verði bætt við sam­þykktir félags­ins sem er ætlað að auka getu félags­ins til að takast á við mál sem varða „orð­spor æðstu stjórn­enda og rekstr­ar­á­hættu sem getur tengst því að orð­spor þeirra bíði hnekki“. 

Í grein­ar­gerð sem fylgir með til­lög­unni segir að verði breyt­ingin sam­þykkt áformi stjórn að breyta starfs­reglum stjórn­ar, setja stjórn sér­stakar siða­reglur og setja nýjar reglur um mat á hæfi stjórn­ar­manna og for­stjóra, orð­spors­á­hættu og hags­muna­á­rekstra sem saman er ætlað að mynda heild­stæða umgjörð um með­ferð slíkra mála. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem til­lögur sem lagðar verða fyrir kom­andi aðal­fund Festi, sem fram fer í næstu viku.

Í drögum að reglum um mat á hæfi, orð­spors­á­hættu og hags­muna­á­rekstrum stjórn­ar­manna Festi, sem birt hafa verið á heima­síðu félags­ins, segir að stjórn­ar­menn telj­ist vera með gott orð­spor ef engin hald­bær gögn eða ástæður benda til ann­ars. „Ef hald­bær gögn eða ástæður svo sem opin­ber umfjöll­un, form­leg kvörtun til reglu­varðar félags­ins eða annað gefa til­efni til skoð­unar á orð­spori, skal meta orð­spor og hvort orð­spor valdi van­hæfi ef það leiðir til þess að hags­munir félags­ins og við­kom­andi fara ekki sam­an.“

Auglýsing
Við matið er litið til þess hvort stjórn­ar­maður sé sak­aður um meinta refsi­verða hátt­semi eða hafi verið dæmdur fyrir slíka. En þá á líka að líta til þess hvort hann sé sak­aður um hátt­semi sem telst ekki refsi­verð en sé „ámæl­is­verð að almanna­á­lit­i“. Í reglu­drög­unum segir að við það mat eigi að taka „tillit til alvar­leika, áhrifa á opin­bera umræðu og áhrif á orð­spor félags­ins, hvort það leiði til hags­muna­á­rekst­urs sem valdi van­hæfi stjórn­ar­manns án þess að tekin sé efn­is­leg afstaða til meintrar atburða­rásar og hvort hún telj­ist skýr og sönn­uð. Við matið skal þó ávallt höfð hlið­sjón af kring­um­stæðum öllum og litið til alvar­leika og eðl­is, við­bragða stjórn­ar­manns, sátta- og úrbóta­vilja.“

Stjórn­ar­for­maður Festi sak­aður um kyn­ferð­is­of­beldi

Stutt er síðan að Festi þurfti að takast á við ásak­anir á hendur þáver­andi stjórn­ar­for­manni félags­ins, Þórði Má Jóhann­essyni, vegna meints kyn­ferð­is­brots hans og tveggja ann­arra manna gagn­vart konu haustið 2020. Kon­an, Vítalía Laz­areva, hafði birt frá­sögn á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram í októ­ber í fyrra og lýsti þar ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­ar­­bú­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni. Auk Þórðar var þar um að ræða Ara Edwald, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Íseyjar útflutn­ings, og Hregg­við Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­for­mann og aðal­eig­anda Ver­it­as. Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­þjálf­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­ar­­sam­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Í byrjun jan­úar fór Vitalía svo í við­­tal hjá Eddu Falak í hlað­varpi hennar Eigin konum og greindi hún frá reynslu sinni. Hún nafn­­greindi menn­ina þó ekki í við­tal­in­u. 

Þórður Már Jóhannesson er fyrrverandi stjórnarformaður Festi. Mynd: Festi

Eftir að málið komst í hámæli í fjöl­miðlum sendi Hregg­viður frá sér yfir­lýs­ingu, dag­sett 6. jan­ú­ar, um að hann myndi stíga til hliðar sem stjórn­ar­for­maður Ver­it­as. Þar sagði meðal ann­ars: „„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­um. Það er afar þung­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Í kjöl­farið flýtti stjórn Festi fundi sem átti að fara fram þann dag vegna máls­ins og greindi svo frá því að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­­­­­ar­­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­mað­­­ur. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þá hefðu aðrir stjórn­ar­menn, stórir hlut­hafar og stjórn­endur félags­ins allir reynt að þrýsta beint eða óbeint á að Þórður Már myndi hætta í nokkurn tíma, en án árang­urs. Lög og sam­þykktir félags­ins voru ein­fald­lega með þeim hætti að honum var í sjálfs­vald sett milli aðal­funda hvort hann hætti eða ekki.

Ari var fyrst settur í tíma­bundið leyfi frá störfum hjá Ísey og end­an­lega rek­inn þann 9. jan­ú­ar.

Fleiri að skoða að inn­leiða sam­bæri­legar reglur

Egg­ert Krist­ó­fers­son, for­stjóri Festi, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að til­urð regln­anna sé bein afleið­ing af því sem átti sér stað í stjórn félags­ins í byrjun árs. Stjórnin til­kynnti til Kaup­hallar Íslands þann 13. jan­úar að hún myndi end­ur­skoða starfs­reglur sínar vegna máls Vitalíu og Egg­ert segir að fljót­lega í kjöl­farið hafi sú vinna farið í að móta þá til­lögu sem nú verða lagðar fyrir aðal­fund. 

­Sam­kvæmt til­lög­unni eiga allir stjórn­ar­menn að und­ir­gang­ast regl­urnar skrif­lega og ef upp kemur orð­spors­á­hætta þeim tengd þá fer hún í sama fag­lega ferli innan Festi og mál starfs­manna þar. Slíkt ferli skilar nið­ur­stöðu sem gæti til að mynda verið sú að við­kom­andi stjórn­ar­maður ætti að segja af sér. Það þarf hann þó ekki að gera sam­kvæmt gild­andi lögum en breyt­ing­arnar sem gerðar verða á starfs­reglum Festi leiða þá til þess að reglu­vörður félags­ins mun senda til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands um hver nið­ur­staðan var. Það yrði því opin­bert að við­kom­andi stjórn­ar­maður sæti áfram þrátt fyrir að ferli félags­ins hefði skilað þeirri nið­ur­stöðu að hann ætti ekki að gera það. Hug­myndin er að stjórn­ar­maður gæti vart setið áfram eftir að slíkar upp­lýs­ingar yrðu gerðar opin­ber­ar.

„Það versla um 70 þús­und manns við okkur í viku. Það á að gera auknar kröfur til þeirra sem sem eru í for­svari fyrir okk­ur,“ segir Egg­ert. Á meðal dótt­ur­fé­laga Festi er N1, Krónan og ELKO.

Verði til­lagan um nýjar reglur sam­þykkt mun Festi verða fyrsta skráða félag lands­ins til að inn­leiða svona regl­ur. Egg­ert segir að full­trúar nokk­urra ann­arra félaga á mark­aði hafi haft sam­band og leitað eftir sam­tali um regl­urnar vegna þess að þau hafi áhuga á að inn­leiða sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag hjá sér. „Ég held að þetta verði algengar reglur hjá skráðum félögum í nán­ustu fram­tíð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar