Hver eru áhrif refsiaðgerða á daglegt líf í Rússlandi?

Hærra vöruverð, auknar líkur á atvinnuleysi og brotthvarf alþjóðlegra stórfyrirtækja eru meðal þeirra áhrifa sem refsiaðgerðir Vesturlanda hafa á daglegt líf í Rússlandi. Umdeilt er hvort aðgerðirnar muni í raun og veru skila tilætluðum árangri.

Vegfarendur í Moskvu ganga framhjá verslun Dior í miðborginni. Dior, líkt og fjölmargar erlendar verslanir og stórfyrirtæki, hafa hætt allri starfsemi í Rússlandi sökum innrásarinnar í Úkraínu.
Vegfarendur í Moskvu ganga framhjá verslun Dior í miðborginni. Dior, líkt og fjölmargar erlendar verslanir og stórfyrirtæki, hafa hætt allri starfsemi í Rússlandi sökum innrásarinnar í Úkraínu.
Auglýsing

Banda­rík­in, Bret­land og Evr­ópu­sam­bands­ríkin hafa beitt Rúss­land for­dæma­lausum refsi­að­gerðum og efna­hags­þving­unum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Auk þess hafa hund­ruð alþjóð­legra fyr­ir­tækja dregið úr eða alfarið hætt starf­semi sinni í Rúss­landi.

Um þremur vikum eftir að inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hófst eru áhrif aðgerð­anna farin að segja til sín með hækk­andi vöru­verði, yfir­vof­andi atvinnu­leysi og, hjá sumum hóp­um, frek­ari ein­angr­un. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 2,2 pró­sent fyrstu vik­una eftir að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst. Mestu verð­hækk­un­ina er að finna á mat­vöru. Þá eru dæmi um að versl­anir hafi skammtað nauð­synja­vörur til að koma í veg fyrir að við­skipta­vinir ham­stri.

Auglýsing

Mat­ur­inn enn í hill­unum en mun dýr­ari

Í umfjöllun BBC um áhrif refsi­að­gerð­anna á dag­legt líf í Rúss­landi má sjá að íbúar eru farnir að finna fyrir áhrif­unum og tölu­verð óvissa ríkir um fram­hald­ið.

Virði rúss­nesku rúblunnar hefur verið í frjálsu falli frá því að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst fyrir tæpum þremur vik­um. Daria (nöfnum þeirra sem blaða­menn BBC ræddu við hefur verið breytt), sem er búsett í mið­borg Moskvu, seg­ist ekki enn hafa séð tómar hillur í mat­vöru­versl­un­um. „Mat­ur­inn hverfur ekki en hann verður dýr­ari. Hversu mikið dýr­ari get ég ekki ímyndað mér en ég hræð­ist til­hugs­un­ina,“ segir hún.

J­an, sem er frá Evr­ópu­sam­bands­ríki en er býr og starfar í Moskvu, finnur vel fyrir hækkun á mat­vöru. Hefð­bundin mat­ar­inn­kaup sem kost­uðu hann 5.500 rúblur, eða um 50 doll­ara, nokkrum dögum áður en inn­rásin hófst kostar nú um 8.000 rúblur, eða sem nemur um 70 doll­ur­um. Í íslenskum krónum nemur hækk­unin tæpum 3.000 krón­um. Jan seg­ist meðal ann­ars finna fyrir hækkun á mjólk­ur­lítr­an­um, sem hefur tvö­fald­ast.

Sykur og morg­un­korn hefur einnig hækkað og er um 20 pró­sent dýr­ari en í febr­úar í fyrra. Rúss­neski rík­is­fjöl­mið­ill­inn Tass greinir frá því að sumar versl­anir hafi sam­mælst um að tak­marka verð­hækkun á nauð­synja­vöru um fimm pró­sent.

Daria hefur brugðið á það ráð að birgja sig upp af vissum vör­um. „Við keyptum fjögur kíló af kaffi, fjóra lítra af sól­blóma­ol­íu, fjóra lítra af ólífu­olíu og fjórar flöskur af viskíi.“ Hún hefur einnig tryggt sér þriggja mán­aða skammt af blóð­þrýst­ings­lyfi. Þrátt fyrir að refsi­að­gerðir og efna­hags­þving­anir nái ekki til lyfja hafa mörg vöru­flutn­inga­fyr­ir­tæki dregið úr starf­semi sinni í Rúss­landi sem hefur meðal orðið til þess að erf­ið­ara að nálg­ast sum lyf.

Síð­asti iPho­ne-inn og síð­asti séns á vest­rænni ham­ingju?

Aðgerð­irnar hafa einnig skilað sér í verð­hækkun á raf­tækj­um, svo sem símum og sjón­vörpum sem hafa hækkað um tíu pró­sent í verði. Þá hafa mörg stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki hætt sölu á vörum sínum í Rúss­landi, svo sem App­le, Ikea og Nike.

Daria segir að margir hafi keypt hleðslu­tæki hjá Apple áður en skellt var í lás. Hún gerði það hins vegar ekki. „Það er brand­ari sem gengur núna að við séum öll með síð­asta iPho­ne-inn,“ segir hún.

Skynda­bita­keðjan McDon­alds hefur lokað öllum 850 veit­inga­stöðum sínum í Rúss­landi, að minnsta kosti tíma­bund­ið, og létu við­brögðin ekki á sér standa. Ein­ungis nokkrum klukku­stundum eftir að til­kynnt var um lok­an­irnar spruttu upp aug­lýs­ing­ar, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem McDon­alds-­mál­tíðir voru boðnar til sölu á tíföldu verði.

„Naggar og bökur keypt rétt áður en skyndi­bita­keðjan lok­aði. Síð­asti séns til að gæða sér á vest­rænni ham­ingju,“ segir í einni aug­lýs­ing­unni.

Skömmu eftir að tilkynnt var um lokun McDonalds í Rússlandi gengu máltíðir frá skyndibitakeðjunni kaupum og sölum á uppsprengdu verði á netinu.

Vla­dimír, íbúi í Saratov í suð­vest­ur­hluta Rúss­lands, segir að áhrif efna­hags­þving­ana og refsi­að­gerða Vest­ur­veld­anna á Rúss­lands eigi enn eftir að koma almenni­lega í ljós, þrátt fyrir lokun McDon­alds. „Vatniki [þau sem styðja rúss­nesk yfir­völd] verða ekki fyrir áhrifum af falli rúblunnar af því að þau kaupa ekki dýrar erlendar vör­ur,“ segir hann.

Annar við­mæl­andi BBC seg­ist finna fyrir áhrif­unum nú þegar og að erfitt sé að sætta sig við þau. „Þetta er algjör­lega ný teg­und af kreppu. Við erum týnd og ráða­laus, ekki bara þegar kemur að við­skipt­um, líka í einka­líf­inu. Tekju­tap, að segja skilið við ákveð­inn lífs­stíl, minna tengsla­net, þar á meðal á sam­fé­lags­miðl­um, auk þess að geta ekki ferð­ast til að hitta ætt­ingja og vini erlend­is. Svo er margt sem við höfum þegar misst en höfum ekki enn með­tekið almenni­lega.“

Daria kennir Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta alfarið um refsi­að­gerð­irnar og efna­hags­þving­an­irn­ar, ólíkt þeim sem styðja rúss­nesk yfir­völd og fá flestar upp­lýs­ingar um stríðið frá rík­is­fjöl­miðl­um. Svo eru það þau sem eru á móti stríðs­rekstr­inum en kjósa þögn­ina af ótta við að gagn­rýna rúss­nesk stjórn­völd. Og ekki af ástæðu­lausu. 13 þús­und manns hafa verið hand­tekin fyrir að mót­mæla stríð­inu og ný lög voru sam­þykkt nýverið sem kveða á um fang­els­is­vist fyrir að „birta vís­vit­andi falskar upp­lýs­ing­ar“ um rúss­neska her­inn.

Lífið virð­ist ganga sinn vana­gang

Daria segir að á yfir­borð­inu virð­ist lífið ganga sinn vana­gang í Moskvu. Kaffi­hús og veit­inga­staðir borg­ar­innar eru full­set­in, neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið gengur og umferð­ar­teppan í mið­borg­inni er á sínum stað, „Þannig er það ef þú hunsar mót­mæl­in, þegar leitað er á fólki af ástæðu­lausu og fólkið sem er í raun og veru að yfir­gefa borg­ina en lætur lítið fyrir sér fara. Það gefur til kynna, að mínu mati, að við séum að renna út á tíma.“

Raun­veru­leg áhrif refsi­að­gerð­anna eru enn óljós. Enn sem komið er virð­ast vel stæðir Rússar verða fyrir mestum áhrifum en það er ekki upp­haf­legur til­gangur aðgerð­anna. Með aðgerð­unum vilja Vest­ur­lönd fyrst og fremst að áhrifin á efna­hag Rúss­lands verði mikil og langvar­andi og neyði þannig stjórn­völd í Rúss­landi til að láta af stríðs­rekstr­in­um.

Seðla­banki Rúss­lands við­ur­kennir að aðgerð­irnar hafi þegar haft harka­legar afleið­ingar en Pútín virð­ist ætla að halda ótrauður áfram. Dag­legar frið­ar­við­ræður Rússa og Úkra­ínu­manna hafa engu skilað og átökin í Kænu­garði, höf­uð­borg Úkra­ínu, fara stig­magn­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent