Þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar á ári

Ríkið og þjóðkirkjan hafa undirritað nýjan samning um fjárhagsleg málefni kirkjunnar. Með samningunum er fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar aukið umtalsvert en kirkjan nýtur þó enn stuðnings íslenska ríkisins.

Þingsetning 2018 - Forseti og biskup
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur skrifað undir nýjan samn­ing þess efnis að íslenska ríkið skuld­bindur sig til þess að greiða þjóð­kirkj­unni 3,45 millj­arða á ári hverju. Auk þess fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld árlega. Rík­­is­­stjórnin segir að með þessu nýja sam­komu­lagi sé stigið stórt skref í átt­inni að því að þjóð­kirkjan verði trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. 

Aukið fjár­hags­legt sjálf­stæði þjóð­kirkj­unn­ar 

Þann 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn und­ir­rit­uðu for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, og for­seti kirkju­þings, nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­ur­skoðun á kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­ar­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­inu á grund­velli kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs sókna. Til við­bótar fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld. 

Auglýsing

Mynd: Bára Huld Beck

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­for­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­lögum hvers árs. Greiðsl­unar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­manna kirkj­unn­­ar.  

Jafn­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­kirkjan verði fyrst og fremst trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­ings íslenska rík­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­is­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­kirkj­unnar og rík­is­ins,“ segir í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins. 

End­ur­skoðun kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­töldum prests­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­is­­sjóð. Á móti mundi rík­­is­­sjóður greiða laun bisk­­ups Íslands, vígslu­bisk­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu, annan rekstr­­ar­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­ups­­stofu, náms­­leyfi, fæð­ing­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­kirkjan á fjár­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­muni úr rík­­­is­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­arða króna. 

Með nýja við­bót­ar­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­lega ein­földun á greiðslun vegna sam­komu­lag­ins. 

2,7 millj­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­kirkj­unnar að fjár­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­upa, pró­fasta, presta og ann­arra starfs­manna þjóð­kirkj­unn­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­is­ins við þjóð­kirkj­una frá 1998 um rekst­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­ar­kostnað bisk­ups­stofu, fram­lag til Kristni­sjóðs og sér­fram­lög til þjóð­kirkj­unn­ar. Þessi fjár­hæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Sókn­ar­gjöld þjóð­kirkj­unnar tæpir 1,7 millj­arðar

Auk þess­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs ­sókna. Sú fjár­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­for­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­greindar greiðsl­ur.

Til við­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­ar­­gjöld til trú­­fé­laga, en þar er þjóð­­kirkjan lang fyr­ir­­ferða­­mest enda eru tæp­­lega tveir af hverjum þremur lands­­mönnum í henni. Sókn­­ar­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­ónir króna og því má áætla að tæp­lega 1,7 millj­­arðar króna af þeirri upp­­hæð renni til þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­um. Alls eru 64 pró­­sent þeirra rúm­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­lega þriðj­ungur lands­­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns.

Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækkar með hverju ári þá hefur kostn­að­ur­inn á hvern skráðan ein­tak­ling auk­ist á síð­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­ling í þjóð­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­ling árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Myndin sýnir þróun skráðra einstaklinga í þjóðkirkjuna og kostnað á hvern einstakling umfram önnur trúfélög tímabilið 1998-2017. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent