Þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar á ári

Ríkið og þjóðkirkjan hafa undirritað nýjan samning um fjárhagsleg málefni kirkjunnar. Með samningunum er fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar aukið umtalsvert en kirkjan nýtur þó enn stuðnings íslenska ríkisins.

Þingsetning 2018 - Forseti og biskup
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur skrifað undir nýjan samn­ing þess efnis að íslenska ríkið skuld­bindur sig til þess að greiða þjóð­kirkj­unni 3,45 millj­arða á ári hverju. Auk þess fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld árlega. Rík­­is­­stjórnin segir að með þessu nýja sam­komu­lagi sé stigið stórt skref í átt­inni að því að þjóð­kirkjan verði trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. 

Aukið fjár­hags­legt sjálf­stæði þjóð­kirkj­unn­ar 

Þann 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn und­ir­rit­uðu for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, og for­seti kirkju­þings, nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­ur­skoðun á kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­ar­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­inu á grund­velli kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs sókna. Til við­bótar fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld. 

Auglýsing

Mynd: Bára Huld Beck

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­for­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­lögum hvers árs. Greiðsl­unar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­manna kirkj­unn­­ar.  

Jafn­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­kirkjan verði fyrst og fremst trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­ings íslenska rík­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­is­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­kirkj­unnar og rík­is­ins,“ segir í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins. 

End­ur­skoðun kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­töldum prests­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­is­­sjóð. Á móti mundi rík­­is­­sjóður greiða laun bisk­­ups Íslands, vígslu­bisk­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu, annan rekstr­­ar­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­ups­­stofu, náms­­leyfi, fæð­ing­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­kirkjan á fjár­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­muni úr rík­­­is­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­arða króna. 

Með nýja við­bót­ar­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­lega ein­földun á greiðslun vegna sam­komu­lag­ins. 

2,7 millj­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­kirkj­unnar að fjár­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­upa, pró­fasta, presta og ann­arra starfs­manna þjóð­kirkj­unn­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­is­ins við þjóð­kirkj­una frá 1998 um rekst­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­ar­kostnað bisk­ups­stofu, fram­lag til Kristni­sjóðs og sér­fram­lög til þjóð­kirkj­unn­ar. Þessi fjár­hæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Sókn­ar­gjöld þjóð­kirkj­unnar tæpir 1,7 millj­arðar

Auk þess­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs ­sókna. Sú fjár­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­for­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­greindar greiðsl­ur.

Til við­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­ar­­gjöld til trú­­fé­laga, en þar er þjóð­­kirkjan lang fyr­ir­­ferða­­mest enda eru tæp­­lega tveir af hverjum þremur lands­­mönnum í henni. Sókn­­ar­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­ónir króna og því má áætla að tæp­lega 1,7 millj­­arðar króna af þeirri upp­­hæð renni til þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­um. Alls eru 64 pró­­sent þeirra rúm­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­lega þriðj­ungur lands­­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns.

Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækkar með hverju ári þá hefur kostn­að­ur­inn á hvern skráðan ein­tak­ling auk­ist á síð­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­ling í þjóð­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­ling árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Myndin sýnir þróun skráðra einstaklinga í þjóðkirkjuna og kostnað á hvern einstakling umfram önnur trúfélög tímabilið 1998-2017. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent