Þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar á ári

Ríkið og þjóðkirkjan hafa undirritað nýjan samning um fjárhagsleg málefni kirkjunnar. Með samningunum er fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar aukið umtalsvert en kirkjan nýtur þó enn stuðnings íslenska ríkisins.

Þingsetning 2018 - Forseti og biskup
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur skrifað undir nýjan samn­ing þess efnis að íslenska ríkið skuld­bindur sig til þess að greiða þjóð­kirkj­unni 3,45 millj­arða á ári hverju. Auk þess fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld árlega. Rík­­is­­stjórnin segir að með þessu nýja sam­komu­lagi sé stigið stórt skref í átt­inni að því að þjóð­kirkjan verði trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. 

Aukið fjár­hags­legt sjálf­stæði þjóð­kirkj­unn­ar 

Þann 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn und­ir­rit­uðu for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, og for­seti kirkju­þings, nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­ur­skoðun á kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­ar­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­inu á grund­velli kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs sókna. Til við­bótar fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld. 

Auglýsing

Mynd: Bára Huld Beck

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­for­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­lögum hvers árs. Greiðsl­unar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­manna kirkj­unn­­ar.  

Jafn­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­kirkjan verði fyrst og fremst trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­ings íslenska rík­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­is­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­kirkj­unnar og rík­is­ins,“ segir í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins. 

End­ur­skoðun kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­töldum prests­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­is­­sjóð. Á móti mundi rík­­is­­sjóður greiða laun bisk­­ups Íslands, vígslu­bisk­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu, annan rekstr­­ar­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­ups­­stofu, náms­­leyfi, fæð­ing­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­kirkjan á fjár­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­muni úr rík­­­is­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­arða króna. 

Með nýja við­bót­ar­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­lega ein­földun á greiðslun vegna sam­komu­lag­ins. 

2,7 millj­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­kirkj­unnar að fjár­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­upa, pró­fasta, presta og ann­arra starfs­manna þjóð­kirkj­unn­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­is­ins við þjóð­kirkj­una frá 1998 um rekst­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­ar­kostnað bisk­ups­stofu, fram­lag til Kristni­sjóðs og sér­fram­lög til þjóð­kirkj­unn­ar. Þessi fjár­hæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Sókn­ar­gjöld þjóð­kirkj­unnar tæpir 1,7 millj­arðar

Auk þess­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs ­sókna. Sú fjár­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­for­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­greindar greiðsl­ur.

Til við­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­ar­­gjöld til trú­­fé­laga, en þar er þjóð­­kirkjan lang fyr­ir­­ferða­­mest enda eru tæp­­lega tveir af hverjum þremur lands­­mönnum í henni. Sókn­­ar­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­ónir króna og því má áætla að tæp­lega 1,7 millj­­arðar króna af þeirri upp­­hæð renni til þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­um. Alls eru 64 pró­­sent þeirra rúm­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­lega þriðj­ungur lands­­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns.

Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækkar með hverju ári þá hefur kostn­að­ur­inn á hvern skráðan ein­tak­ling auk­ist á síð­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­ling í þjóð­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­ling árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Myndin sýnir þróun skráðra einstaklinga í þjóðkirkjuna og kostnað á hvern einstakling umfram önnur trúfélög tímabilið 1998-2017. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent