Þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar á ári

Ríkið og þjóðkirkjan hafa undirritað nýjan samning um fjárhagsleg málefni kirkjunnar. Með samningunum er fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar aukið umtalsvert en kirkjan nýtur þó enn stuðnings íslenska ríkisins.

Þingsetning 2018 - Forseti og biskup
Auglýsing

Ríkisstjórnin hefur skrifað undir nýjan samning þess efnis að íslenska ríkið skuldbindur sig til þess að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju. Auk þess fær þjóðkirkjan greidd sóknargjöld árlega. Rík­is­stjórnin segir að með þessu nýja sam­komu­lagi sé stigið stórt skref í átt­inni að því að þjóðkirkjan verði trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. 

Aukið fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar 

Þann 6. september síðastliðinn undirrituðu forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra, og forseti kirkjuþings, nýjan viðbótarsamning um endurskoðun á kirkjujarðarsamkomulaginu frá 1997 og samningi um rekstrarkostnað kirkjunnar frá 1998. 

Þjóðkirkjan fær árlega framlög frá ríkinu á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins sem og framlög sem renna til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna. Til viðbótar fær þjóðkirkjan greidd sóknargjöld. 

Auglýsing

Mynd: Bára Huld Beck

Með nýja samningnum er fyrirkomulag greiðslna til þjóðkirkjunnar einfaldað mjög. Nú fær kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breytingum á sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar í fjárlögum hvers árs. Greiðslunar miða því ekki lengur við fjölda starfs­manna kirkj­unn­ar.  

Jafn­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­ar.

„Með þessu nýja samkomulagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóðkirkjunnar og ríkisins,“ segir í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins. 

Endurskoðun kirkjujarðarsamkomulagsins

Þann 10. janúar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­töldum prests­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­is­sjóð. Á móti mundi rík­is­sjóður greiða laun bisk­ups Íslands, vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu, annan rekstr­ar­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­ups­stofu, náms­leyfi, fæð­ing­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Þetta samkomulag er kallað kirkjujarðarsamkomulagið og á grunni þess er þjóð­­kirkjan á fjár­­lögum og fær umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­arða króna. 

Með nýja viðbótarsamningnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu samkomulagi sem felur í sér verulega einföldun á greiðslun vegna samkomulagins. 

2,7 milljarðar ár ári vegna kirkjujarðarsamkomulagsins

Í nýja samningum skuldbindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagngreiðslu til þjóðkirkjunnar að fjárhæð 2.374.700.000, miðað við gagngjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda biskupa, prófasta, presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar. 

Auk þess skuldbindur ríkið sig til að greiða til þjóðkirkjunnar 368.400.000, miðað við gagngjaldið 2018,  vegna samnings ríkisins við þjóðkirkjuna frá 1998 um rekstarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar. Þessi fjárhæð verðbætist líkt og árlega gagngreiðsla hér fyrir ofan. 

Sóknargjöld þjóðkirkjunnar tæpir 1,7 milljarðar

Auk þessara tveggja greiðslna vegna kirkjujarðarsamkomulagsins mun ríkið greiða þjóðkirkjunni 711.400.000 krónur á ári, miðað við verðlag ársins 2018, í stað þeirra framlaga sem runnið hafa til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna. Sú fjárhæð mun taka breytingum í samræmi við almennar launa- og verðlagsforsendur sem liggja til grundvallar í fjárlögum hvers árs, með sama hætti og ofangreindar greiðslur.

Til við­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­ar­gjöld til trú­fé­laga, en þar er þjóð­kirkjan lang fyr­ir­ferða­mest enda eru tæp­lega tveir af hverjum þremur lands­mönnum í henni. Sókn­ar­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­ónir króna og því má áætla að tæplega 1,7 millj­arðar króna af þeirri upp­hæð renni til þjóð­kirkj­unn­ar. 

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­um. Alls eru 64 pró­sent þeirra rúm­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­kirkj­una. Það þýðir að rúm­lega þriðj­ungur lands­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns.

Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkar með hverju ári þá hefur kostnaðurinn á hvern skráðan eintakling aukist á síðustu árum. Kostnaður á hvern skráðan einstakling í þjóðkirkjuna nam 8.885 krónum á einstakling árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Myndin sýnir þróun skráðra einstaklinga í þjóðkirkjuna og kostnað á hvern einstakling umfram önnur trúfélög tímabilið 1998-2017. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent