Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun

Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.

Elliheimili
Auglýsing

Tólf þing­menn úr öllum þing­flokknum nema Mið­flokknum hafa lagt fram frum­varp þess efnis að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt við þann lista sem emb­ætti land­læknis er skylt að halda sér­stakar skrár um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að engar áreið­an­legar tölur séu til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en að talið sé lík­legt að 3 til 4 þús­und manns séu með alzheimer- ­sjúk­dóm­inn. 

Vilja að land­læknir fylgist með heila­bil­unum sér­stak­lega

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd:Alþingi.

Í lögum um land­lækni og lýð­heilsu er sér­stak­lega fjallað um skrán­ing­ar­skyldu nokk­urra sjúk­dóma og sjúk­dóma­flokka, þar með talið syk­ur­sýki, hjarta- og æða­sjúk­dóma og tauga­sjúk­dóma. Slík skrán­ing er meðal ann­ars gerð til að auð­velda áætl­ana­gerð og meta þróun heilsu­fars og árangur þeirra inn­gripa sem við­höfð eru hverju sinni.

Auglýsing

Nú hafa tólf þing­menn þvert á flokka lagt fram frum­varp í annað sinn um að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt á þann lista sem land­læknir er skylt að halda ­sér­stakrar ­skrár um. Með því telja þing­menn­irnir að ýta mætti undir að þeir sem greina heila­bil­anir í heil­brigð­is­geir­anum ger­i ­gang­skör að því að skrá og fylgj­ast með þessum sjúk­dómi sér­stak­lega. 

Talið að 1,5 pró­sent þjóð­ar­innar þjá­ist af heila­bil­un­ar­sjúk­dómum

Heila­bil­un­ar­sjúk­dómar eru marg­vís­legir þó að sá sjúk­dómur sem oft­ast er nefndur alzheimer­sjúk­dómur sé algengastur þá er um að ræða marga aðra sjúk­dóma og vitað er um tugi sjúk­dóma sem geta leitt til heila­bil­un­ar. 

Engar áreið­an­legar tölur eru hins vegar til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en talið er að um 300 Íslend­ingar grein­ist með heila­bilun og að á hverjum tíma sé um 1,5 til 2 pró­sent þjóð­ar­innar með sem þjá­ist af þessum sjúk­dómum og um fimm pró­sent þeirra sem eldri eru í dag. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að heila­bil­anir séu oft­ast taldar ólækn­an­legir sjúk­dómar en eigi að síður er mik­ils­vert að greina sjúk­ling­ana og bjóða þeim með­ferð. Slík með­ferð getur verið í formi stuðn­ings við sjúk­linga og fjöl­skyld­ur, hvíld­ar­inn­lagnir þegar við á og einnig lyfja­með­ferð til að stemma stigu við ein­kennum sjúk­dómanna.

Skrán­ingu þarf til að gera áreið­an­legar áætl­anir

Mjög stór hluti þeirra sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum býr við heila­bilun eða á bil­inni 50 til 70 pró­sent þeirra. Í grein­ar­gerð­inni segir því að bein fjár­út­lát hins opin­bera vegna heila­bil­ana sé því umtals­verð í formi hjúkr­un­ar­rýma, dagdvala og hvíld­ar­inn­lagna. Þá sé tal­inn beinn kostn­aður sjúk­ling­anna og fjöl­skyldna þeirra sem til­kom­inn er vegna veik­ind­anna og þeirra félags­legu erf­ið­leika sem af hljót­ast innan fjöl­skyldna vegna lang­vinnra veik­inda.

Þing­menn­irnir telja að til þess að gera áreið­an­legar áætl­anir um heila­bil­un­ar­sjúk­dóma þurfi skrán­ingin að vera nákvæm og því sé best að slíkt verk­efni falli undir emb­ætti land­lækn­is. 

Engin stefnu­mótun í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun

Stein­unn Þórð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í öldr­un­ar­lækn­ingum á Land­spít­al­an­um, skrif­aði grein um Alzheimer-­sjúk­dóm­inn í Lækna­blaðið í fyrra og er sú grein látin fylgja með frum­varp­inu. Í grein Stein­unnar kemur fram að enn hafi engin stefna verið mótuð í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun hér­lendis og hvað þá um beinan og óbeinan kostn­að.

Hún segir að þrátt að við­búið sé að ein­stak­lingum með heila­bilun muni fjölga til muna á næstu árum, en fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer-­sjúk­dómi tvö­fald­ist á um 20 ára fresti, þá bóli enn ekk­ert á auknum úrræðum á fyrir þennan hóp. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonHún segir að nú þegar gætir mik­ils úrræð­is­leysis í mála­flokknum sem valdi sjúk­lingum með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma og aðstand­endum þeirra „ómældum þján­ing­um“. Þegar greinin er skrifuð voru 200 ein­stak­lingar á bið eftir sér­hæfðri dag­þjálfun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að þeir geti átt von á að þurfa að bíða í allt að tvö ár. Auk þess segir hún að biðin eftir hjúkr­un­ar­rými sé einnig óhóf­lega löng og valdi því að margir sjúk­lingar með heila­bil­un hrekist á milli mis­mun­andi deilda innan Land­spít­ala mán­uðum sam­an.

„Stefnu­mótun og kort­lagn­ing á mála­flokkn­um, þarfa­grein­ing, fjár­magn til rann­sókna og almenn og víð­tæk lýð­heilsu­í­hlutun til for­varna eru verk­efni sem þarf að ráð­ast í ekki síðar en í dag. Við þurfum að taka slag­inn núna. Mál­efnið snertir okkur öll,“ skrifar Stein­unn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent