Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun

Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.

Elliheimili
Auglýsing

Tólf þing­menn úr öllum þing­flokknum nema Mið­flokknum hafa lagt fram frum­varp þess efnis að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt við þann lista sem emb­ætti land­læknis er skylt að halda sér­stakar skrár um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að engar áreið­an­legar tölur séu til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en að talið sé lík­legt að 3 til 4 þús­und manns séu með alzheimer- ­sjúk­dóm­inn. 

Vilja að land­læknir fylgist með heila­bil­unum sér­stak­lega

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd:Alþingi.

Í lögum um land­lækni og lýð­heilsu er sér­stak­lega fjallað um skrán­ing­ar­skyldu nokk­urra sjúk­dóma og sjúk­dóma­flokka, þar með talið syk­ur­sýki, hjarta- og æða­sjúk­dóma og tauga­sjúk­dóma. Slík skrán­ing er meðal ann­ars gerð til að auð­velda áætl­ana­gerð og meta þróun heilsu­fars og árangur þeirra inn­gripa sem við­höfð eru hverju sinni.

Auglýsing

Nú hafa tólf þing­menn þvert á flokka lagt fram frum­varp í annað sinn um að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt á þann lista sem land­læknir er skylt að halda ­sér­stakrar ­skrár um. Með því telja þing­menn­irnir að ýta mætti undir að þeir sem greina heila­bil­anir í heil­brigð­is­geir­anum ger­i ­gang­skör að því að skrá og fylgj­ast með þessum sjúk­dómi sér­stak­lega. 

Talið að 1,5 pró­sent þjóð­ar­innar þjá­ist af heila­bil­un­ar­sjúk­dómum

Heila­bil­un­ar­sjúk­dómar eru marg­vís­legir þó að sá sjúk­dómur sem oft­ast er nefndur alzheimer­sjúk­dómur sé algengastur þá er um að ræða marga aðra sjúk­dóma og vitað er um tugi sjúk­dóma sem geta leitt til heila­bil­un­ar. 

Engar áreið­an­legar tölur eru hins vegar til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en talið er að um 300 Íslend­ingar grein­ist með heila­bilun og að á hverjum tíma sé um 1,5 til 2 pró­sent þjóð­ar­innar með sem þjá­ist af þessum sjúk­dómum og um fimm pró­sent þeirra sem eldri eru í dag. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að heila­bil­anir séu oft­ast taldar ólækn­an­legir sjúk­dómar en eigi að síður er mik­ils­vert að greina sjúk­ling­ana og bjóða þeim með­ferð. Slík með­ferð getur verið í formi stuðn­ings við sjúk­linga og fjöl­skyld­ur, hvíld­ar­inn­lagnir þegar við á og einnig lyfja­með­ferð til að stemma stigu við ein­kennum sjúk­dómanna.

Skrán­ingu þarf til að gera áreið­an­legar áætl­anir

Mjög stór hluti þeirra sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum býr við heila­bilun eða á bil­inni 50 til 70 pró­sent þeirra. Í grein­ar­gerð­inni segir því að bein fjár­út­lát hins opin­bera vegna heila­bil­ana sé því umtals­verð í formi hjúkr­un­ar­rýma, dagdvala og hvíld­ar­inn­lagna. Þá sé tal­inn beinn kostn­aður sjúk­ling­anna og fjöl­skyldna þeirra sem til­kom­inn er vegna veik­ind­anna og þeirra félags­legu erf­ið­leika sem af hljót­ast innan fjöl­skyldna vegna lang­vinnra veik­inda.

Þing­menn­irnir telja að til þess að gera áreið­an­legar áætl­anir um heila­bil­un­ar­sjúk­dóma þurfi skrán­ingin að vera nákvæm og því sé best að slíkt verk­efni falli undir emb­ætti land­lækn­is. 

Engin stefnu­mótun í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun

Stein­unn Þórð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í öldr­un­ar­lækn­ingum á Land­spít­al­an­um, skrif­aði grein um Alzheimer-­sjúk­dóm­inn í Lækna­blaðið í fyrra og er sú grein látin fylgja með frum­varp­inu. Í grein Stein­unnar kemur fram að enn hafi engin stefna verið mótuð í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun hér­lendis og hvað þá um beinan og óbeinan kostn­að.

Hún segir að þrátt að við­búið sé að ein­stak­lingum með heila­bilun muni fjölga til muna á næstu árum, en fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer-­sjúk­dómi tvö­fald­ist á um 20 ára fresti, þá bóli enn ekk­ert á auknum úrræðum á fyrir þennan hóp. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonHún segir að nú þegar gætir mik­ils úrræð­is­leysis í mála­flokknum sem valdi sjúk­lingum með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma og aðstand­endum þeirra „ómældum þján­ing­um“. Þegar greinin er skrifuð voru 200 ein­stak­lingar á bið eftir sér­hæfðri dag­þjálfun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að þeir geti átt von á að þurfa að bíða í allt að tvö ár. Auk þess segir hún að biðin eftir hjúkr­un­ar­rými sé einnig óhóf­lega löng og valdi því að margir sjúk­lingar með heila­bil­un hrekist á milli mis­mun­andi deilda innan Land­spít­ala mán­uðum sam­an.

„Stefnu­mótun og kort­lagn­ing á mála­flokkn­um, þarfa­grein­ing, fjár­magn til rann­sókna og almenn og víð­tæk lýð­heilsu­í­hlutun til for­varna eru verk­efni sem þarf að ráð­ast í ekki síðar en í dag. Við þurfum að taka slag­inn núna. Mál­efnið snertir okkur öll,“ skrifar Stein­unn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent