Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun

Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.

Elliheimili
Auglýsing

Tólf þing­menn úr öllum þing­flokknum nema Mið­flokknum hafa lagt fram frum­varp þess efnis að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt við þann lista sem emb­ætti land­læknis er skylt að halda sér­stakar skrár um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að engar áreið­an­legar tölur séu til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en að talið sé lík­legt að 3 til 4 þús­und manns séu með alzheimer- ­sjúk­dóm­inn. 

Vilja að land­læknir fylgist með heila­bil­unum sér­stak­lega

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd:Alþingi.

Í lögum um land­lækni og lýð­heilsu er sér­stak­lega fjallað um skrán­ing­ar­skyldu nokk­urra sjúk­dóma og sjúk­dóma­flokka, þar með talið syk­ur­sýki, hjarta- og æða­sjúk­dóma og tauga­sjúk­dóma. Slík skrán­ing er meðal ann­ars gerð til að auð­velda áætl­ana­gerð og meta þróun heilsu­fars og árangur þeirra inn­gripa sem við­höfð eru hverju sinni.

Auglýsing

Nú hafa tólf þing­menn þvert á flokka lagt fram frum­varp í annað sinn um að heila­bil­un­ar­sjúk­dómum verði bætt á þann lista sem land­læknir er skylt að halda ­sér­stakrar ­skrár um. Með því telja þing­menn­irnir að ýta mætti undir að þeir sem greina heila­bil­anir í heil­brigð­is­geir­anum ger­i ­gang­skör að því að skrá og fylgj­ast með þessum sjúk­dómi sér­stak­lega. 

Talið að 1,5 pró­sent þjóð­ar­innar þjá­ist af heila­bil­un­ar­sjúk­dómum

Heila­bil­un­ar­sjúk­dómar eru marg­vís­legir þó að sá sjúk­dómur sem oft­ast er nefndur alzheimer­sjúk­dómur sé algengastur þá er um að ræða marga aðra sjúk­dóma og vitað er um tugi sjúk­dóma sem geta leitt til heila­bil­un­ar. 

Engar áreið­an­legar tölur eru hins vegar til um fjölda ein­stak­linga með slíka sjúk­dóma á Íslandi en talið er að um 300 Íslend­ingar grein­ist með heila­bilun og að á hverjum tíma sé um 1,5 til 2 pró­sent þjóð­ar­innar með sem þjá­ist af þessum sjúk­dómum og um fimm pró­sent þeirra sem eldri eru í dag. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að heila­bil­anir séu oft­ast taldar ólækn­an­legir sjúk­dómar en eigi að síður er mik­ils­vert að greina sjúk­ling­ana og bjóða þeim með­ferð. Slík með­ferð getur verið í formi stuðn­ings við sjúk­linga og fjöl­skyld­ur, hvíld­ar­inn­lagnir þegar við á og einnig lyfja­með­ferð til að stemma stigu við ein­kennum sjúk­dómanna.

Skrán­ingu þarf til að gera áreið­an­legar áætl­anir

Mjög stór hluti þeirra sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum býr við heila­bilun eða á bil­inni 50 til 70 pró­sent þeirra. Í grein­ar­gerð­inni segir því að bein fjár­út­lát hins opin­bera vegna heila­bil­ana sé því umtals­verð í formi hjúkr­un­ar­rýma, dagdvala og hvíld­ar­inn­lagna. Þá sé tal­inn beinn kostn­aður sjúk­ling­anna og fjöl­skyldna þeirra sem til­kom­inn er vegna veik­ind­anna og þeirra félags­legu erf­ið­leika sem af hljót­ast innan fjöl­skyldna vegna lang­vinnra veik­inda.

Þing­menn­irnir telja að til þess að gera áreið­an­legar áætl­anir um heila­bil­un­ar­sjúk­dóma þurfi skrán­ingin að vera nákvæm og því sé best að slíkt verk­efni falli undir emb­ætti land­lækn­is. 

Engin stefnu­mótun í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun

Stein­unn Þórð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í öldr­un­ar­lækn­ingum á Land­spít­al­an­um, skrif­aði grein um Alzheimer-­sjúk­dóm­inn í Lækna­blaðið í fyrra og er sú grein látin fylgja með frum­varp­inu. Í grein Stein­unnar kemur fram að enn hafi engin stefna verið mótuð í mál­efnum ein­stak­linga með heila­bilun hér­lendis og hvað þá um beinan og óbeinan kostn­að.

Hún segir að þrátt að við­búið sé að ein­stak­lingum með heila­bilun muni fjölga til muna á næstu árum, en fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer-­sjúk­dómi tvö­fald­ist á um 20 ára fresti, þá bóli enn ekk­ert á auknum úrræðum á fyrir þennan hóp. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonHún segir að nú þegar gætir mik­ils úrræð­is­leysis í mála­flokknum sem valdi sjúk­lingum með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma og aðstand­endum þeirra „ómældum þján­ing­um“. Þegar greinin er skrifuð voru 200 ein­stak­lingar á bið eftir sér­hæfðri dag­þjálfun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að þeir geti átt von á að þurfa að bíða í allt að tvö ár. Auk þess segir hún að biðin eftir hjúkr­un­ar­rými sé einnig óhóf­lega löng og valdi því að margir sjúk­lingar með heila­bil­un hrekist á milli mis­mun­andi deilda innan Land­spít­ala mán­uðum sam­an.

„Stefnu­mótun og kort­lagn­ing á mála­flokkn­um, þarfa­grein­ing, fjár­magn til rann­sókna og almenn og víð­tæk lýð­heilsu­í­hlutun til for­varna eru verk­efni sem þarf að ráð­ast í ekki síðar en í dag. Við þurfum að taka slag­inn núna. Mál­efnið snertir okkur öll,“ skrifar Stein­unn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent