Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi

Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.

Fosfatnáma
Fosfatnáma
Auglýsing

Fos­fór er mik­il­vægt grund­vall­ar­nær­ing­ar­efni fyrir jurtir en skortur á full­nægj­andi upp­lýs­ingum um birgðir fos­fórs í heim­inum og ferða­lag efn­is­ins frá vinnslu í gegnum líf­ríkið ógnar mat­væla­ör­yggi. Þetta er nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar íslenskra og erlendra vís­inda­manna sem greint er frá í vís­inda­tíma­rit­inu Ambio: A Journal of the Human Environ­ment. Þetta kemur fram í frétt á vef Háskóla Íslands.

Fyrsti höf­undur grein­ar­innar er Edu­ard Nedelciu, dokt­or­snemi við Háskóla Íslands og Stokk­hólms­há­skóla, en auk hans koma Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor við Jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands, og Ingdrid Sternquist, pró­fessor emeritus, og Marie Schellens dokt­or­snemi, báðar við Stokk­hólms­há­skóla, að grein­inni.

Fos­fór er eitt af helstu nær­ing­ar­efnum jurta og er meðal ann­ars nýtt í fos­fa­tá­burð við mat­væla­fram­leiðslu. Efnið er unn­inn úr bergi á örfáum stöðum í heim­in­um, einkum í Marokkó og löndum í kringum Sahara-eyði­mörk­ina. Áætlað er árlega séu um 53 millj­ónir tonna af fos­fa­tá­burði nýtt í mat­væla­fram­leiðslu en til þess þarf um 270 millj­ónir tonna af fors­fór­bergi.

Auglýsing

Hátt í millj­arður manna vannærður

Í frétt HÍ um málið kemur fram að miklar áskor­anir séu framundan í mat­væla­fram­leiðslu. Höf­undar rann­sókn­ar­innar benda á að sam­kvæmt áætl­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna muni íbúum jarðar fjölga í níu millj­arða fram til 2050 og að eft­ir­spurn eftir fæðu auk­ist um 60 pró­sent á næstu 30 árum, sam­kvæmt áætl­unum Mat­væla­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Nú þegar sé hátt í millj­arður manna vannærður og mat­ar­sóun sé vanda­mál í heim­inum og því feli fjölgun mann­kyns í sér veru­legar áskor­anir í mat­væla­fram­leiðslu í heim­in­um. Það kalli á enn meiri fos­fór­vinnslu og fram­leiðslu fos­fa­tá­burð­ar.

Eduard Nedelciu Mynd: HÍTéð rann­sókn sner­ist um að kanna hvort og þá hvaða upp­lýs­inga væri hægt að afla um stöðu fos­fór­birgða í heim­in­um. „Með því að varpa ljósi á alla birgða­keðju fos­fórs getum við um leið kom­ist að því hvaða umhverf­is­legi, félags­legi, sið­ferði­legi og efna­hags­legi kostn­aður fylgir fram­leiðslu þess matar sem sækjum í hillur versl­ana. Þetta getur einnig hjálpað þjóðum heims, sem flestar eru háðar inn­flutn­ingi á fos­fór og áburði, að draga úr óvissu í land­bún­að­i,“ segir Edu­ard Nedelciu, dokt­or­snemi og aðal­höf­undur rann­sókn­ar­innar í sam­tali við HÍ.

Umhverf­is- og félags­legar hættur fylgja fos­fór­vinnslu

Rann­sóknin leiddi í ljós að að ósam­ræmi og ógagn­sæi í aðferða­fræði og hug­taka­notkun standi í vegi fyrir nákvæmu mati á fos­fór­birgðum heims­ins. Þá benda rann­sak­endur á að allt að 90 pró­sent af fos­fóri tap­ist í gegnum birgða­keðju frum­efn­is­ins í mat­væla­fram­leiðslu en skýra mynd skorti af því hvar tapið eigi sér nákvæm­lega stað. Með betri eft­ir­fylgni og rann­sóknum megi draga úr þessu tapi í keðj­unn­i. 

Rann­sak­endur vekja enn fremur athygli á þeim umhverf­is­legu og félags­legu hættum sem fylgi fos­fór­vinnslu, en hún mengi bæði vatns­ból og sé hættu­leg heilsu manna. Einnig geti útstreymi of mik­ils fos­fórs frá bæði skólpræsum og rækt­un­ar­svæðum í land­bún­aði stuðlað að ofauðgun nær­ing­ar­efna í vatni og myndun svo­kall­aðra dauðra svæða í heims­höf­unum en þar geti líf ekki þrif­ist. Þá fari fos­fór­vinnsla fram í auknum mæli á umdeildum svæð­um, eins og vest­ur­hluta Sahara.

Nauð­syn­legt að almenn­ingur átti sig á stöð­unni

Höf­undar rann­sókn­ar­innar telja að aðgang að gögnum um birgða­keðju fos­fórs skorti og slíkt geti leitt til fos­fór­skorts í heim­in­um. Nauð­syn­legt sé að almenn­ingur átti sig á stöð­unni vegna þess hve miklu máli vinnsla efn­is­ins skipti fyrir mat­væla­fram­leiðslu. Með því að öðl­ast betri yfir­sýn yfir fos­fór­birgðir heims­ins megi jafn­framt stuðla að fram­gangi margra af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent