Landlæknir mótmælti auknu aðgengi að áfengi á sund- og baðstöðum

Breyting á reglugerð sem heimilar að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað tók gildi í byrjun september. Embætti landlæknis varaði við að slíkt yrði leyft.

Bláa lónið
Bláa lónið
Auglýsing

Emb­ætti land­læknis gerði alvar­legar athuga­semdir í byrjun sum­ars við drög að breyt­ingu á reglu­gerðum um bað­staði í nátt­úr­unni og um holl­ustu­hætti á sund- og bað­stöð­um.

Breyt­ing­arnar vörð­uðu veit­inga­þjón­ustu á bað­stöð­um, svo sem í afþrey­ing­ar­laug­um, en þær tóku gildi þann 5. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá kom fram á sam­ráðs­gátt stjórn­valda að bað­staðir í nátt­úr­unni, eins og til að mynda Bláa lón­ið, hefðu um ára­bil boðið upp á tak­mark­aðar veit­ingar á baðsvæðum og hefði þar verið farið eftir þeim verk­lags­reglum sem fram koma í starfs­leyfi.

Lagt var til með breyt­ing­unum að kveðið yrði á um í reglu­gerð­inni að heim­ilt væri að veita áfengi í tak­mörk­uðu magni á bað­stað og að fjallað yrði um það í örygg­is­reglum og starfs­leyfi.

Auglýsing

Emb­ætti land­læknis skil­aði inn umsögn á sam­ráðs­gátt í sumar en emb­ættið var­aði við til­lögu stjórn­valda varð­andi áfengi á bað­stöð­um. „Sú breyt­ing sem lögð er til er til þess fallin að auka enn frekar aðgengi að áfengi og er lík­leg til að auka enn á flækju og erf­ið­leika þeirra sem sinna gæslu og bera ábyrgð á öryggi gesta. Það að auki eru bað­staðir fjöl­skyldu­staðir þar sem börn eru tíðir gest­ir, ein eða með fjöl­skyld­u,“ stendur í umsögn­inni.

Ekki til fyr­ir­myndar fyrir börn

Það að áfengi yrði gert að vöru sem til­heyrði heil­brigðri úti­veru og heilsu­rækt væri ekki til fyr­ir­myndar fyrir börn og sendi þau skila­boð að notkun áfengis væri hluti af því að stunda bað­staði. Þá væru jafn­framt vís­bend­ingar um að notkun áfengis á bað­stöðum gæti leitt til auk­innar hættu á slys­um.

Að mati land­læknis var óljóst hvert mark­miðið væri með umræddri breyt­ingu á reglu­gerð­inni. „Í reglu­gerð um holl­ustu­hætti á sund- og bað­stöðum kemur skýrt fram að ein­stak­lingum undir áhrifum áfengis eða ann­arra vímu­efna er ekki heim­ill aðgangur að sund- og bað­stöð­um. Ætla má að umrædd reglu­gerð­ar­breyt­ing fari ekki saman við til­vitnað ákvæði í þess­ari reglu­gerð,“ segir í umsögn emb­ættis land­lækn­is.

Vand­séð að stefnu­breyt­ingin væri í takt við stefnu stjórn­valda í áfeng­is- og vímu­vörnum

Þá taldi land­læknir vand­séð að þessi opin­bera stefnu­breyt­ing væri í takt við stefnu stjórn­valda í áfeng­is- og vímu­vörnum til árs­ins 2020. Yfir­mark­mið stefn­unnar er sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af heil­brigðu umhverfi þar sem ein­stak­lingum stafi ekki hætta af notkun eða mis­notkun áfengis eða ann­arra vímu­gjafa.

Meðal þeirra aðgerða sem lagðar eru til í stefn­unni, til að ná yfir­mark­mið­inu, væri að tak­marka aðgengi að áfengi og öðrum vímu­gjöf­um. Í loka­orðum stefn­unnar segir meðal ann­ars: „Mik­il­vægt er við alla ákvarð­ana­töku stjórn­valda er varðar áfengi, ólög­leg vímu­efni og mis­notkun ávana- og fíkni­lyfja og vefauk­andi stera að lýð­heilsu­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi ásamt bestu þekk­ingu á virkum og árang­urs­ríkum aðferð­um. Einnig er mik­il­vægt að virkja allt sam­fé­lagið til skiln­ings og sam­stöðu um aðgerðir og við­horf til áfengis og ann­arra vímu­gjafa.“

Brýnt að stíga var­lega til jarðar

Sam­kvæmt emb­ætti land­læknis er afar brýnt að stíga var­lega til jarðar við allar aðgerðir sem lík­legar eru til þess að auka aðgengi að áfengi og eru þar með lík­legar til að hafa áhrif á heilsu og við­horf þjóð­ar­inn­ar. „Gera verður kröfu um að slíkar aðgerðir séu vel rök­studdar og ígrund­að­ar. Til­laga sem er til þess fallin að auka áfeng­is­notkun þjóðar og hafa heilsu­fars­leg áhrif á að fara í gegnum lýð­heilsu­mat þar sem lagt er mat á lík­leg bein og óbein áhrif af breyt­ing­un­um,“ segir að lokum í umsögn­inni.

Eftir að málið fór í gegnum sam­ráðs­gátt voru þær breyt­ingar gerðar að settur var inn aðlög­un­ar­tími til að finna réttar eða hent­ugar umbúðir og til­greint var að breyt­ingin varð­aði afþrey­ing­ar­laug­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent