Landlæknir mótmælti auknu aðgengi að áfengi á sund- og baðstöðum

Breyting á reglugerð sem heimilar að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað tók gildi í byrjun september. Embætti landlæknis varaði við að slíkt yrði leyft.

Bláa lónið
Bláa lónið
Auglýsing

Emb­ætti land­læknis gerði alvar­legar athuga­semdir í byrjun sum­ars við drög að breyt­ingu á reglu­gerðum um bað­staði í nátt­úr­unni og um holl­ustu­hætti á sund- og bað­stöð­um.

Breyt­ing­arnar vörð­uðu veit­inga­þjón­ustu á bað­stöð­um, svo sem í afþrey­ing­ar­laug­um, en þær tóku gildi þann 5. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þá kom fram á sam­ráðs­gátt stjórn­valda að bað­staðir í nátt­úr­unni, eins og til að mynda Bláa lón­ið, hefðu um ára­bil boðið upp á tak­mark­aðar veit­ingar á baðsvæðum og hefði þar verið farið eftir þeim verk­lags­reglum sem fram koma í starfs­leyfi.

Lagt var til með breyt­ing­unum að kveðið yrði á um í reglu­gerð­inni að heim­ilt væri að veita áfengi í tak­mörk­uðu magni á bað­stað og að fjallað yrði um það í örygg­is­reglum og starfs­leyfi.

Auglýsing

Emb­ætti land­læknis skil­aði inn umsögn á sam­ráðs­gátt í sumar en emb­ættið var­aði við til­lögu stjórn­valda varð­andi áfengi á bað­stöð­um. „Sú breyt­ing sem lögð er til er til þess fallin að auka enn frekar aðgengi að áfengi og er lík­leg til að auka enn á flækju og erf­ið­leika þeirra sem sinna gæslu og bera ábyrgð á öryggi gesta. Það að auki eru bað­staðir fjöl­skyldu­staðir þar sem börn eru tíðir gest­ir, ein eða með fjöl­skyld­u,“ stendur í umsögn­inni.

Ekki til fyr­ir­myndar fyrir börn

Það að áfengi yrði gert að vöru sem til­heyrði heil­brigðri úti­veru og heilsu­rækt væri ekki til fyr­ir­myndar fyrir börn og sendi þau skila­boð að notkun áfengis væri hluti af því að stunda bað­staði. Þá væru jafn­framt vís­bend­ingar um að notkun áfengis á bað­stöðum gæti leitt til auk­innar hættu á slys­um.

Að mati land­læknis var óljóst hvert mark­miðið væri með umræddri breyt­ingu á reglu­gerð­inni. „Í reglu­gerð um holl­ustu­hætti á sund- og bað­stöðum kemur skýrt fram að ein­stak­lingum undir áhrifum áfengis eða ann­arra vímu­efna er ekki heim­ill aðgangur að sund- og bað­stöð­um. Ætla má að umrædd reglu­gerð­ar­breyt­ing fari ekki saman við til­vitnað ákvæði í þess­ari reglu­gerð,“ segir í umsögn emb­ættis land­lækn­is.

Vand­séð að stefnu­breyt­ingin væri í takt við stefnu stjórn­valda í áfeng­is- og vímu­vörnum

Þá taldi land­læknir vand­séð að þessi opin­bera stefnu­breyt­ing væri í takt við stefnu stjórn­valda í áfeng­is- og vímu­vörnum til árs­ins 2020. Yfir­mark­mið stefn­unnar er sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af heil­brigðu umhverfi þar sem ein­stak­lingum stafi ekki hætta af notkun eða mis­notkun áfengis eða ann­arra vímu­gjafa.

Meðal þeirra aðgerða sem lagðar eru til í stefn­unni, til að ná yfir­mark­mið­inu, væri að tak­marka aðgengi að áfengi og öðrum vímu­gjöf­um. Í loka­orðum stefn­unnar segir meðal ann­ars: „Mik­il­vægt er við alla ákvarð­ana­töku stjórn­valda er varðar áfengi, ólög­leg vímu­efni og mis­notkun ávana- og fíkni­lyfja og vefauk­andi stera að lýð­heilsu­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi ásamt bestu þekk­ingu á virkum og árang­urs­ríkum aðferð­um. Einnig er mik­il­vægt að virkja allt sam­fé­lagið til skiln­ings og sam­stöðu um aðgerðir og við­horf til áfengis og ann­arra vímu­gjafa.“

Brýnt að stíga var­lega til jarðar

Sam­kvæmt emb­ætti land­læknis er afar brýnt að stíga var­lega til jarðar við allar aðgerðir sem lík­legar eru til þess að auka aðgengi að áfengi og eru þar með lík­legar til að hafa áhrif á heilsu og við­horf þjóð­ar­inn­ar. „Gera verður kröfu um að slíkar aðgerðir séu vel rök­studdar og ígrund­að­ar. Til­laga sem er til þess fallin að auka áfeng­is­notkun þjóðar og hafa heilsu­fars­leg áhrif á að fara í gegnum lýð­heilsu­mat þar sem lagt er mat á lík­leg bein og óbein áhrif af breyt­ing­un­um,“ segir að lokum í umsögn­inni.

Eftir að málið fór í gegnum sam­ráðs­gátt voru þær breyt­ingar gerðar að settur var inn aðlög­un­ar­tími til að finna réttar eða hent­ugar umbúðir og til­greint var að breyt­ingin varð­aði afþrey­ing­ar­laug­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent