Framlag til þjóðkirkjunnar aukið um 857 milljónir

Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar er ekki skráður í þjóðkirkjuna og meðlimum hennar hefur fækkað hratt síðustu ár. Framlög ríkisins til hennar aukast hins vegar á næsta ári.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

Fram­lög úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar aukast um 857 millj­ónir króna á næsta ári miðað við fjár­lög árs­ins í ár. Þau eiga að 2.074 millj­ónir króna í ár sam­kvæmt gild­andi fjár­lögum en hækka í 2.981 millj­ónir króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi sem kynnt var í gær. Þetta er sama upp­hæð og þjóð­kirkjan fékk sem við­bót­ar­greiðslu á fjár­auka­lögum árs­ins 2018 og því mun heild­ar­upp­hæðin sem rennur til kirkj­unnar að óbreyttu verða sam­bæri­leg á næsta ári og á þessu.

­Sam­kvæmt gild­andi fjár­mála­á­ætlun eiga fram­lögin að hald­ast á þessum slóðum næstu árin. Árið 2021 er áætlað að skatt­greið­endur greiði 2.926 millj­ónir króna til þjóð­kirkj­unnar og árið eftir 2.871 milljón króna. Þorri þess fram­lags sem ratar til hennar er vegna rekst­urs á emb­ætti Bisk­ups Íslands. 

Sú mikla hækkun sem á sér stað á fram­lagi úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar er, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu, er til að upp­fylla svo­nefnt kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag við hana í „sam­ræmi við nið­ur­stöðu reikni­lík­ans sem notað er til að reikna út fram­lög sam­kvæmt samn­ingi rík­is­ins og kirkj­unn­ar“. 

Til við­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­ar­gjöld til trú­fé­laga, en þar er þjóð­kirkjan lang fyr­ir­ferða­mest enda eru tæp­lega tveir af hverjum þremur lands­mönnum í henni. Sókn­ar­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­ónir króna og því má áætla að um 1,7 millj­arður króna af þeirri upp­hæð renni til þjóð­kirkj­unn­ar. Þá fær kirkjan greiðslu vegna kirkju­mála­sjóðs, alls 316 millj­ónir króna á næsta ári, og vegna jöfn­un­ar­sjóðs sókna, alls 404 millj­ónir króna. 

Þing­maður sagði samn­ing­inn „hroða­legan“

Fram­lagið til þjóð­kirkj­unnar er vegna hins svo­kall­aða kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags milli ríkis og kirkju sem gert var 10. jan­úar 1997. Í því var samið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­töldum prests­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­is­sjóð. Á móti mundi rík­is­sjóður greiða laun bisk­ups Íslands, vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu, annan rekstr­ar­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­ups­stofu, náms­leyfi, fæð­ing­ar­or­lof, veik­indi og fleira.

Auglýsing
Á grunni þessa er þjóð­­kirkjan á fjár­­lögum og fær umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­arða króna. 

Tek­ist var á um kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið á þingi í nóv­em­ber í fyrra. Þar sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, að samið hefði verið um greiðslur til kirkj­unnar um ókomna tíð. Verð samn­ing­anna væri raun­veru­lega táknað með tölu­stafnum átta á hlið. „Kirkju­j­arð­irn­ar eru því bók­staf­­lega óend­an­­lega dýr­­ar,“ sagði Helgi. Hann bætti því við að samn­ing­ur­inn væri hroða­leg­ur.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var til svars og sagði það mik­il­vægt að ríkið stæði við gerða samn­inga. Það myndi þurfa „ein­hverja risa­stóra upp­­hæð til að gera upp fram­tíð­ina“ ef breyta ætti samn­ingn­um. 

Skömmu síðar ávarp­aði hann kirkju­þing. og sagði meðal ann­ars að lítil sann­­girni væri í mál­­flutn­ingi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju. „Oft virð­ist manni sem mál­­flutn­ingur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálu­sorgun og ýmis konar félags­­­þjón­ust­u.“

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­um. Alls eru 64 pró­sent þeirra rúm­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­kirkj­una.

Það þýðir að rúm­lega þriðj­ungur lands­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns. 

Athuga­semd frá Þjóð­kirkj­unni sem bætt er við klukkan 13:12:

Oft er handa­gangur í öskj­unni þegar fjár­lög rík­is­sjóðs til næsta árs eru til­kynnt. Eins og gefur að skilja í slíkum æsing eru stundum mis­tök gerð. Ekk­ert til að erfa – miklu frekar nauð­syn­legt að leið­rétta.

Í frétt Vísis og fleiri miðla er full­yrt að aukin fram­lög til þjóð­kirkj­unnar nemi 860 millj­ónum á fjár­lögum 2020. Þetta er rangt.

Í fjár­lögum árs­ins 2019, sem blaða­maður ber saman við fjár­lög 2020, sem fjár­mála­ráð­herra kynnti í morg­un, vant­aði uppá 854 millj­ónir vegna Kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags. Í við­auka­fjár­lögum hef­ur þessi upp­hæð verið leið­rétt.

Þessi háttur hefur verið hafður á und­an­farin ár.

Í fjár­lögum árs­ins 2020 eru fjár­fram­lög til þjóð­kirkj­unnar óskert og á pari við heild­ar­fjár­fram­lög árs­ins 2019. Það er því engin fram­laga­aukn­ing til þjóð­kirkju Íslands í fjár­lögum 2020. Það er þjóð­kirkj­unni mikið kapps­mál að fara vel með fjár­muni kirkj­unn­ar. Þjóð­kirkjan vill kapp­kosta að tryggja að þeir fjár­munir efli þjón­ustu við íbúa þessa lands. Þjóð­kirkja Íslands sinnir afar metn­að­ar­fullri og mik­il­vægri þjón­ustu um allt land í formi sál­gæslu, fræðslu og vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Þjóð­kirkjan gerir engan grein­ar­mun á skráðum og óskráðum með­lim­um. Allir njóta þess­arar þjón­ustu ef þeir óska. Þessi grunn­þjón­usta er til grund­vallar þegar rýnt er í fjár­fram­lög til þjóð­kirkj­unnar sem eru óbreytt í fjár­lögum árs­ins 2020 fyrir fyrstu umræðu Alþing­is.“

Athuga­semd rit­stjórnar Kjarn­ans:

Ekk­ert í frétt­skýr­ingu Kjarn­ans er rangt né vill­andi. Skýrt er greint frá þeirri greiðslu sem féll þjóð­kirkj­unni í skaut á fjár­auka­lögum síð­asta árs í frétta­skýr­ing­unni. Sú greiðsla er vegna árs­ins 2018. Fjár­auka­lög fyrir árið 2019 hafa ekki verið lögð fram og því ekk­ert sem stað­festir að fram­lag úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar verði það sama í ár og það verði á næsta ári. ­Fyr­ir­sögn hennar vísar til breyt­inga á greiðslum á milli sam­þykktra fjár­laga 2019 og fjár­laga­frum­varps 2020 og er því rétt. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar