Framlag til þjóðkirkjunnar aukið um 857 milljónir

Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar er ekki skráður í þjóðkirkjuna og meðlimum hennar hefur fækkað hratt síðustu ár. Framlög ríkisins til hennar aukast hins vegar á næsta ári.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

Fram­lög úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar aukast um 857 millj­ónir króna á næsta ári miðað við fjár­lög árs­ins í ár. Þau eiga að 2.074 millj­ónir króna í ár sam­kvæmt gild­andi fjár­lögum en hækka í 2.981 millj­ónir króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi sem kynnt var í gær. Þetta er sama upp­hæð og þjóð­kirkjan fékk sem við­bót­ar­greiðslu á fjár­auka­lögum árs­ins 2018 og því mun heild­ar­upp­hæðin sem rennur til kirkj­unnar að óbreyttu verða sam­bæri­leg á næsta ári og á þessu.

­Sam­kvæmt gild­andi fjár­mála­á­ætlun eiga fram­lögin að hald­ast á þessum slóðum næstu árin. Árið 2021 er áætlað að skatt­greið­endur greiði 2.926 millj­ónir króna til þjóð­kirkj­unnar og árið eftir 2.871 milljón króna. Þorri þess fram­lags sem ratar til hennar er vegna rekst­urs á emb­ætti Bisk­ups Íslands. 

Sú mikla hækkun sem á sér stað á fram­lagi úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar er, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu, er til að upp­fylla svo­nefnt kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag við hana í „sam­ræmi við nið­ur­stöðu reikni­lík­ans sem notað er til að reikna út fram­lög sam­kvæmt samn­ingi rík­is­ins og kirkj­unn­ar“. 

Til við­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­ar­gjöld til trú­fé­laga, en þar er þjóð­kirkjan lang fyr­ir­ferða­mest enda eru tæp­lega tveir af hverjum þremur lands­mönnum í henni. Sókn­ar­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­ónir króna og því má áætla að um 1,7 millj­arður króna af þeirri upp­hæð renni til þjóð­kirkj­unn­ar. Þá fær kirkjan greiðslu vegna kirkju­mála­sjóðs, alls 316 millj­ónir króna á næsta ári, og vegna jöfn­un­ar­sjóðs sókna, alls 404 millj­ónir króna. 

Þing­maður sagði samn­ing­inn „hroða­legan“

Fram­lagið til þjóð­kirkj­unnar er vegna hins svo­kall­aða kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags milli ríkis og kirkju sem gert var 10. jan­úar 1997. Í því var samið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­töldum prests­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­is­sjóð. Á móti mundi rík­is­sjóður greiða laun bisk­ups Íslands, vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu, annan rekstr­ar­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­ups­stofu, náms­leyfi, fæð­ing­ar­or­lof, veik­indi og fleira.

Auglýsing
Á grunni þessa er þjóð­­kirkjan á fjár­­lögum og fær umtals­verða fjár­­muni úr rík­­is­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­arða króna. 

Tek­ist var á um kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið á þingi í nóv­em­ber í fyrra. Þar sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, að samið hefði verið um greiðslur til kirkj­unnar um ókomna tíð. Verð samn­ing­anna væri raun­veru­lega táknað með tölu­stafnum átta á hlið. „Kirkju­j­arð­irn­ar eru því bók­staf­­lega óend­an­­lega dýr­­ar,“ sagði Helgi. Hann bætti því við að samn­ing­ur­inn væri hroða­leg­ur.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var til svars og sagði það mik­il­vægt að ríkið stæði við gerða samn­inga. Það myndi þurfa „ein­hverja risa­stóra upp­­hæð til að gera upp fram­tíð­ina“ ef breyta ætti samn­ingn­um. 

Skömmu síðar ávarp­aði hann kirkju­þing. og sagði meðal ann­ars að lítil sann­­girni væri í mál­­flutn­ingi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju. „Oft virð­ist manni sem mál­­flutn­ingur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálu­sorgun og ýmis konar félags­­­þjón­ust­u.“

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­um. Alls eru 64 pró­sent þeirra rúm­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­kirkj­una.

Það þýðir að rúm­lega þriðj­ungur lands­manna er ekki skráður í hana, eða 128.350 manns. 

Athuga­semd frá Þjóð­kirkj­unni sem bætt er við klukkan 13:12:

Oft er handa­gangur í öskj­unni þegar fjár­lög rík­is­sjóðs til næsta árs eru til­kynnt. Eins og gefur að skilja í slíkum æsing eru stundum mis­tök gerð. Ekk­ert til að erfa – miklu frekar nauð­syn­legt að leið­rétta.

Í frétt Vísis og fleiri miðla er full­yrt að aukin fram­lög til þjóð­kirkj­unnar nemi 860 millj­ónum á fjár­lögum 2020. Þetta er rangt.

Í fjár­lögum árs­ins 2019, sem blaða­maður ber saman við fjár­lög 2020, sem fjár­mála­ráð­herra kynnti í morg­un, vant­aði uppá 854 millj­ónir vegna Kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags. Í við­auka­fjár­lögum hef­ur þessi upp­hæð verið leið­rétt.

Þessi háttur hefur verið hafður á und­an­farin ár.

Í fjár­lögum árs­ins 2020 eru fjár­fram­lög til þjóð­kirkj­unnar óskert og á pari við heild­ar­fjár­fram­lög árs­ins 2019. Það er því engin fram­laga­aukn­ing til þjóð­kirkju Íslands í fjár­lögum 2020. Það er þjóð­kirkj­unni mikið kapps­mál að fara vel með fjár­muni kirkj­unn­ar. Þjóð­kirkjan vill kapp­kosta að tryggja að þeir fjár­munir efli þjón­ustu við íbúa þessa lands. Þjóð­kirkja Íslands sinnir afar metn­að­ar­fullri og mik­il­vægri þjón­ustu um allt land í formi sál­gæslu, fræðslu og vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Þjóð­kirkjan gerir engan grein­ar­mun á skráðum og óskráðum með­lim­um. Allir njóta þess­arar þjón­ustu ef þeir óska. Þessi grunn­þjón­usta er til grund­vallar þegar rýnt er í fjár­fram­lög til þjóð­kirkj­unnar sem eru óbreytt í fjár­lögum árs­ins 2020 fyrir fyrstu umræðu Alþing­is.“

Athuga­semd rit­stjórnar Kjarn­ans:

Ekk­ert í frétt­skýr­ingu Kjarn­ans er rangt né vill­andi. Skýrt er greint frá þeirri greiðslu sem féll þjóð­kirkj­unni í skaut á fjár­auka­lögum síð­asta árs í frétta­skýr­ing­unni. Sú greiðsla er vegna árs­ins 2018. Fjár­auka­lög fyrir árið 2019 hafa ekki verið lögð fram og því ekk­ert sem stað­festir að fram­lag úr rík­is­sjóði til þjóð­kirkj­unnar verði það sama í ár og það verði á næsta ári. ­Fyr­ir­sögn hennar vísar til breyt­inga á greiðslum á milli sam­þykktra fjár­laga 2019 og fjár­laga­frum­varps 2020 og er því rétt. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar