Rúmur helmingur Íslendinga hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

Þeir sem kysu Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Framsóknarflokkinn líklegastir til að vera andvígir.

Þingsetning í september 2019
Þingsetning í september 2019
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­lega 55 pró­sent, en það er svipað hlut­fall og und­an­farin ár. Ríf­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­lega fjórð­ungur er and­víg­ur.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup.

Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­ur, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­inn­ar, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Auglýsing

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­leg­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn lík­leg­astir til að vera and­víg­ir. Á eftir þeim koma kjós­endur Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Konur bera meira traust til kirkj­unnar

Í nið­ur­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er svipað hlut­fall og í fyrra en þá lækk­aði það frá fyrri mæl­ing­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­ar.

Konur bera aðeins meira traust til þjóð­kirkj­unnar en karl­ar, og eldra fólk ber að jafn­aði meira traust til hennar en yngra fólk. Íbúar lands­byggð­ar­innar bera einnig meira traust til þjóð­kirkj­unnar en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en traustið er mest hjá þeim sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn en minnst hjá þeim sem kysu Pírata.

Nær þriðj­ungur óánægður með störf bisk­ups

Um 19 pró­sent eru ánægð með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands. Í fyrra minnk­aði ánægja með störf bisk­ups mikið og hafði ekki mælst lægri í rúm­lega tveggja ára­tuga sögu mæl­ing­anna. Ánægjan með störf bisk­ups eykst hins vegar um 5 pró­sentu­stig núna og er þetta í fyrsta skipti sem ánægja með störf sitj­andi bisk­ups eykst í mæl­ingum Gallup. Hátt í helm­ingur er hvorki ánægður né óánægður með störf bisk­ups en nær þriðj­ungur er óánægður með störf Agn­es­ar.

Karlar eru lík­legri en konur til að vera ánægðir með störf bisk­ups. Það er líka munur eftir aldri og er fólk yngra en 30 ára ánægð­ast með störf bisk­ups. Íbúar lands­byggð­ar­innar eru ánægð­ari með störf bisk­ups en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Loks er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ánægð­astir með störf bisk­ups og þeir sem kysu Pírata óánægð­ast­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent