Rúmur helmingur Íslendinga hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

Þeir sem kysu Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Framsóknarflokkinn líklegastir til að vera andvígir.

Þingsetning í september 2019
Þingsetning í september 2019
Auglýsing

Meiri­hluti Íslend­inga er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­lega 55 pró­sent, en það er svipað hlut­fall og und­an­farin ár. Ríf­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­lega fjórð­ungur er and­víg­ur.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup.

Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­ur, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­inn­ar, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Auglýsing

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­leg­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn lík­leg­astir til að vera and­víg­ir. Á eftir þeim koma kjós­endur Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Konur bera meira traust til kirkj­unnar

Í nið­ur­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er svipað hlut­fall og í fyrra en þá lækk­aði það frá fyrri mæl­ing­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­ar.

Konur bera aðeins meira traust til þjóð­kirkj­unnar en karl­ar, og eldra fólk ber að jafn­aði meira traust til hennar en yngra fólk. Íbúar lands­byggð­ar­innar bera einnig meira traust til þjóð­kirkj­unnar en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en traustið er mest hjá þeim sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn en minnst hjá þeim sem kysu Pírata.

Nær þriðj­ungur óánægður með störf bisk­ups

Um 19 pró­sent eru ánægð með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands. Í fyrra minnk­aði ánægja með störf bisk­ups mikið og hafði ekki mælst lægri í rúm­lega tveggja ára­tuga sögu mæl­ing­anna. Ánægjan með störf bisk­ups eykst hins vegar um 5 pró­sentu­stig núna og er þetta í fyrsta skipti sem ánægja með störf sitj­andi bisk­ups eykst í mæl­ingum Gallup. Hátt í helm­ingur er hvorki ánægður né óánægður með störf bisk­ups en nær þriðj­ungur er óánægður með störf Agn­es­ar.

Karlar eru lík­legri en konur til að vera ánægðir með störf bisk­ups. Það er líka munur eftir aldri og er fólk yngra en 30 ára ánægð­ast með störf bisk­ups. Íbúar lands­byggð­ar­innar eru ánægð­ari með störf bisk­ups en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Loks er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ánægð­astir með störf bisk­ups og þeir sem kysu Pírata óánægð­ast­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent