Rúmur helmingur Íslendinga hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

Þeir sem kysu Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Framsóknarflokkinn líklegastir til að vera andvígir.

Þingsetning í september 2019
Þingsetning í september 2019
Auglýsing

Meirihluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 55 prósent, en það er svipað hlutfall og undanfarin ár. Ríflega fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju, og tæplega fjórðungur er andvígur.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Karlar eru hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, og fólk er hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en íbúar landsbyggðarinnar, og fólk er hlynntara aðskilnaði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Auglýsing

Munur er á viðhorfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Framsóknarflokkinn líklegastir til að vera andvígir. Á eftir þeim koma kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Konur bera meira traust til kirkjunnar

Í niðurstöðunum kemur fram að um þriðjungur Íslendinga beri mikið traust til þjóðkirkjunnar. Það er svipað hlutfall og í fyrra en þá lækkaði það frá fyrri mælingum. Nær þriðjungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóðkirkjunnar og um þriðjungur ber lítið traust til hennar.

Konur bera aðeins meira traust til þjóðkirkjunnar en karlar, og eldra fólk ber að jafnaði meira traust til hennar en yngra fólk. Íbúar landsbyggðarinnar bera einnig meira traust til þjóðkirkjunnar en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Það er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en traustið er mest hjá þeim sem kysu Framsóknarflokkinn en minnst hjá þeim sem kysu Pírata.

Nær þriðjungur óánægður með störf biskups

Um 19 prósent eru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Í fyrra minnkaði ánægja með störf biskups mikið og hafði ekki mælst lægri í rúmlega tveggja áratuga sögu mælinganna. Ánægjan með störf biskups eykst hins vegar um 5 prósentustig núna og er þetta í fyrsta skipti sem ánægja með störf sitjandi biskups eykst í mælingum Gallup. Hátt í helmingur er hvorki ánægður né óánægður með störf biskups en nær þriðjungur er óánægður með störf Agnesar.

Karlar eru líklegri en konur til að vera ánægðir með störf biskups. Það er líka munur eftir aldri og er fólk yngra en 30 ára ánægðast með störf biskups. Íbúar landsbyggðarinnar eru ánægðari með störf biskups en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Loks er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en þeir sem kysu Framsóknarflokkinn eru ánægðastir með störf biskups og þeir sem kysu Pírata óánægðastir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent