Ekkert er nýtt undir sólinni

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hagfræðingur og Þórólfur Matthíasson, pró­fessor í hag­fræði við HÍ, skrifa um útgreiðanlegan persónuafslátt í boði ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar.

Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
Auglýsing

Þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi félags­mála­ráð­herra, Þor­steinn Víglunds­son, hefur sett fram til­lögu um að breyta fyr­ir­komu­lagi per­sónu­af­slátt­ar. Sam­kvæmt til­lögum hans myndi ónýttur per­sónu­af­sláttur vera útgreið­an­leg­ur, jafn­framt því sem per­sónu­af­sláttur myndi falla niður við ákveðin tekju­mörk. Nú má margt um þessar til­lögur rita, kosti og galla, áhrif og afleið­ing­ar.Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. 

Við leiðum þá þætti hjá okkur að sinni, en viljum nota tæki­færið til að rifja upp til­raun með útgreið­an­lega per­sónu­af­slátt sem gerð var á Íslandi á árunum 1974 til 1975. Við rifjum upp aðdrag­anda þeirrar aðgerðar og reynum að útskýra hvers vegna útgreiðslu per­sónu­af­sláttar var hætt. Nán­ari umfjöllun er að finna í vinnu­skýrslu sem er birt á heima­síðu Hag­fræða­stofn­un­ar, sjá hér. 

I

Á kjara­mála­ráð­stefnu Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) í Reyk­holti 27. og 28. ágúst 1973 og í Reykja­vík 12. og 13. októ­ber 1973 voru sam­þykktar álykt­anir um skatta­mál, þar sem lagt var til, að tekju­skattar ein­stak­linga yrði lækk­aðir veru­lega. Í álykt­un­inni segir m.a.: „Verka­lýðs­sam­tökin gera því kröfu um: 1. Gagn­gera breyt­ingu á skatta­mál­um, sem tryggi veru­lega lækkun skatta hjá almennu launa­fólki jafn­framt því sem þannig verði staðið að skatt­lagn­ingu til sam­fé­lags­þarfa, að eigna­menn og sjálf­stæðir atvinnu­rek­endur greiði skatta í sam­ræmi við raun­veru­legar tekjur og eign­ir.” (Þjóð­vilj­inn 29. ágúst 1973, bls. 11).

Auglýsing
Á milli lín­anna í þess­ari ályktun má lesa þunga ásökun um stór­felldan skattaund­an­drátt ákveð­inna hópa skatt­greið­enda. Tekju­skattur var lágt hlut­fall af skatt­tekjum rík­is­ins, eða 20 til 25 af hundraði, og lagð­ist einkum á launa­fólk. Í því ljósi má segja að það hafi verið rök­rétt fyrir sam­tök laun­þega að krefj­ast lækk­unar tekju­skatts sem lið í því að bæta kjör þeirra verst settu. Sú stefna var reyndar nokkuð á skjön við stefnu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar ann­ars staðar á Norð­ur­löndum þar sem jafn­að­ar­menn og verka­lýðs­fröm­uðir beittu sér fyrir því að nota tekju­skatts­kerfið í tekju­jöfn­un­ar­skyni ( Lodin, Sven-Olof. The Mak­ing of Tax Law. The Develop­ment of Swed­ish Taxation. Upp­sala, Lustus För­lag AB 2011.) Í fram­haldi af kjara­mála­ráð­stefn­unni tók rík­is­stjórnin upp við­ræður við ASÍ. Ekki var um það að ræða að draga úr útgjöld­um. Þar með var ljóst að ekki væri hægt að lækka tekju­skatt ein­stak­linga nema ann­arra tekna yrði aflað til að bæta rík­is­sjóði tap­ið. Var lagt til að tekna yrði aflað með álagn­ingu sér­staks sölu­skattauka. Sölu­skatts­hækk­unin sam­hliða tekju­skatts­lækkun yrði hins vegar til þess að auka skatt­byrði þeirra, sem lít­inn eða engan tekju­skatt höfðu greitt sam­kvæmt gild­andi lög­um. Í við­ræðum rík­is­stjórn­ar­innar og ASÍ var því talið nauð­syn­legt að gera hlið­ar­ráð­staf­anir til að tryggja hlut hinna lægst­laun­uðu. Beinir skattar höfðu hækkað mikið vegna víxl­verk­unar vísi­tölu og launa, einkum hjá barna­fólki, þar sem frá­drátt­ar­liðir og barna­bætur höfðu ekki hækkað í takt við verð­lag, en verð­bólga var mikil á þessum árum—að jafn­aði var verð­bólga 27% á hverju ári á tíma­bil­inu 1970-1975 og 42% á tíma­bil­inu 1975-1980.

Með lögum nr. 10/1974, um skatt­kerf­is­breyt­ingu, var skatt­kerf­inu ger­breytt frá því sem verið hafði. Hinn svo­kall­aði fjöl­skyldu­frá­dráttur frá árinu 1960 var aflagður og í hans stað lög­leiddur svo­nefndur skatt­afslátt­ur, en hann fól í sér rétt skatt­greið­anda til ákveð­innar upp­hæðar úr rík­is­sjóði. Skatt­kerfið var þriggja þrepa. Af tekjum frá 0-99.999 kr. var greiddur 20% skatt­ur, af tekjum frá 100.000 kr. til 199.999 kr. var greiddur 30% skattur og af tekjum umfram 200.000 kr. 40% skatt­ur. Jafn­framt var 1% álag á reikn­aðan skatt. Skatt­afslátt­ur­inn var 238.000 kr. fyrir ein­stak­ling (eins manns heim­illi), 355.000 kr. fyrir hjón (tveggja manna heim­illi) og 50.000 kr. fyrir hvert barn, allt í gömlum krón­um. Jafn­framt fékk ein­stætt for­eldri sér­stakan skatt­afslátt, 96.000 kr., og sér­stakan skatt­afslátt vegna barns, 11.000 kr. Skattar lækk­uðu um 4% hjá hjónum með tvö börn og tekjur á bil­inu 200 til 300 þús­und kr. á ári, og hjá ein­stæðum for­eldrum með sömu tekjur um 3 af hundraði, en hjá ein­stak­lingum (eins manns heim­illi) um 2,5 af hundraði. Sam­kvæmt lög­unum mátti skatt­afslátt­ur­inn ekki nema hærri upp­hæð en 6 af hundraði skatt­skyldra tekna. Þegar skatt­afslátt­ur­inn nam hærri upp­hæð en sem nam álögðum tekju­skatti skyldi honum ráð­stafað til upp­gjörs ann­arra opin­berra gjald og náms­lána ef skatt­þegn­inn var í skuld hvað þessa þætti varð­aði (Byggt á óút­gefnu riti Jóhann­es­ar: Saga skatta og skatt­lagn­ingar á Íslandi frá önd­verðu til vorra daga.). Væri þá enn eftir skatt­afsláttur var hann greiddur út til við­kom­andi skatt­greið­enda. Sam­hliða lækkun beinna skatta hækk­uðu óbeinir skatt­ar, einkum sölu­skattur sem hækk­aði um 4 pró­sentu­stig, úr 13 stigum í 17 stig. Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 1974 var álagður tekju­skattur á ein­stak­linga 6.400 mkr. að með­töldu bygg­ing­ar­sjóðs­gjaldi á hlaup­andi verð­lag­i. 

Auglýsing
Samkvæmt skatt­kerf­is­breyt­ing­unni lækk­aði sú upp­hæð í 3.700 mkr. m.v. sömu for­sendur og fjár­lög­in, eða um 42 af hundraði, auk þess­arar lækk­unar tekju­skatts hjá þeim, sem tekju­skatt báru, var kostn­aður rík­is­sjóðs af nei­kvæða tekju­skatt­inum áætl­aður sam­kvæmt fjár­lögum 550 mkr. Allar upp­hæðir eru að sjálf­sögðu í gömlum krónum (Árið 1974 voru 101.539 skatt­greið­endur á skatt­skrá. Af þeim fengu um 50.000 senda ávísun frá rík­is­sjóði, eða u.þ.b. 46 af hundraði allra skatt­greið­anda, og nam upp­hæðin 501.613.000 gkr., eða u.þ.b. 10 af hundraði alls tekju­skatts ( Árið 1974 voru 101.539 manns á skatt­skrá. Í Reykja­vík voru 43.844 á skatt­skrá, af þeim fengu 19.256 ein­stak­lingar senda ávísun frá skatt­in­um, eða 44%. Alls nam upp­hæðin í Reykja­vík 192.581.151 gkr. Heild­ar­fjár­hæðin nam 501.613.000 gkr. End­ur­greiðslur í Reykja­vík námu því alls 38%, tekjur í Reykja­vík voru hærri en lands­með­al­tal. Út frá þessu má áætla að fjöldi þeirra sem fékk end­ur­greitt árið 1974 hafi numið á bil­inu 43-49% af heild­ar­fjölda ein­stak­linga á skatt­skrá. Hafa skal í huga að kjarna­fjöl­skyld­an: hjón+­börn á aldr­inum 0-15 ára, töld­ust einn ein­stak­ling­ur. Sjá Hag­skinnu og hér).

Fram­kvæmd útgreiðslu skatt­afslátt­ar­ins fól í sér að skatt­lausir ein­stak­lingar fengu greiðslur úr rík­is­sjóði. Það þýddi m.a. að aðilar sem ekki gáfu upp tekjur með heið­ar­legum hætti fengu greiðslur úr rík­is­sjóði! Það hefði lík­lega ekki komið að sök hefði almenn­ingur talið skatt­eft­ir­lit virkt. En eins og áður til­vitn­aða ályktun kjara­mála­ráð­stefnu ASÍ í ágúst 1973 sýnir ágæt­lega var því ekki að heilsa. Til vitnis um umfang vand­ans má nefna að skatt­svik hafa verið áætluð á bil­inu 20-25% af tekjum hins opin­bera á tíma­bil­inu 1970-1980, eða 7-8% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF). Til þess að koma í veg fyrir að skatt­afslátt­ur­inn nýtt­ist skatt­litlu hátekju­fólki, voru sett ákvæði um að heim­ilt væri að beita ákvæðum tekju­stofna­laga sveit­ar­fé­laga um við­mið­un­ar­tekjur þeirra, sem sjálf­stæðan atvinnu­rekstur stund­uðu, til þess að koma í veg fyrir að frá­drátt­ur, sem fólst í fyrn­ingum og afskrift­um, gerði menn skatt­lausa og þeir öðl­uð­ust þannig rétt til útgreiðslu skatt­afslátt­ar. Einnig var reynt að koma í veg fyrir veit­ingu skatt­afslátt­ar, nema í sam­ræmi við þröngar regl­ur, þegar mik­ill munur var á nettó­tekjum ann­ars vegar og brúttó­tekjum hins veg­ar. Margir ein­stak­lingar fengu t.d senda ávísun frá rík­is­sjóði því þeir reikn­uðu sér engar tekj­ur—­Reiknað end­ur­gjald kom ekki til fyrr en með lögum nr. 40/1978. Ekk­ert af þessu gekk eftir og gíf­ur­leg mót­mæli urðu um allt land og leiddi það til skatt­kerf­is­breyt­ing­ar­innar 1979-1981, sbr. lög nr. 75/1981.

Vinstri stjórn Ólafs Jóhann­es­sonar féll í ágúst 1974,(Hags­muna­sam­tök gerðu allt til ná völdum og gripu til þekkts bragðs, sem kennt er við smjör­klípu. Í þessu til­viki var smjör­klípan Varið land, rétt eins og Ices­ave síð­ar, sjá: hér, og hér og hér og hér) og við tók „hefð­bund­in“ efna­hags­stjórn í þágu sjáv­ar­út­vegs sam­hliða áherslu á upp­bygg­ing erlendrar stór­iðju (Járn­blendi­verk­smiðjan í Hval­firð­i). Strax í ágúst 1974 var gengið fellt um 17 af hundraði og aftur um 20 af hundraði í febr­úar 1975. Sölu­skattur hækk­aður um 2 pró­sentu­stig, eða úr 17 stigum í 19 pró­sentu­stig, jafn­framt sem ýmsir skattar aðrir voru hækk­aðir um leið. Kaup­gjald var bundið fast með afnámi visi­tölu­upp­bóta á laun en strax á fyrstu sex mán­uðum rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hækk­aði mat­vara um 42%, hiti og raf­magn um 49%, sími og póstur um 55% og útvarps- og sjón­varps­gjöld um 50-57%. Lág­launa­bætur fylgdu þó með, sem námu 5-7% á lægstu laun ( Byggt á óút­gefnu riti Jóhann­es­ar: Saga skatta og skatt­lagn­ingar á Íslandi frá önd­verðu til vorra daga.). Það sem skiptir þó meg­in­máli hér er að nettóskatt­afslátt­ur­inn var afnum­inn með lögum nr. 11 árið 1975, svo­kall­aðri barnaí­viln­un, og skattafslætt­inum breytt í per­sónu­af­slátt. Per­sónu­af­sláttur er í meg­in­at­riðum eins og skatt­afsláttur með einni veiga­mik­illi und­an­tekn­ingu. Hann kemur til frá­dráttar reikn­uðum skatti, nema hvað ónýttur afsláttur kemur aldrei til útborg­un­ar. Per­sónu­frá­dráttur kom hins vegar til lækk­unar á hreinum tekjum fyrir skatta­á­lagn­ingu.

VI

Ástandið í íslenskum efna­hags­málum árin 1974 og 1975 ein­kennd­ust af versn­andi við­skipta­kjörum (vegna olíu­verð­hækk­ana, lækk­andi verðs afurða erlendis sem brugð­ist var við með mik­illi afla­aukn­ingu sem leiddi hratt til ofveið­i), miklum verð­hækk­un­um, umtals­verðri hækkun nafn­launa en litlu atvinnu­leysi (en minnk­andi yfir­vinn­u). Efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem tók við seinni hluta árs 1974, beindust að því að lækka beina skatta (og draga úr rík­is­út­gjöldum með hækkun gjalda). Rík­is­stjórnin vildi aðlaga raun­laun að nýjum raun­veru­leika með sem minnstum nafn­launa­breyt­ing­um. Í þeim efnum var teflt á tæp­asta vað. Skatta­af­slátt­ur­inn var kostn­að­ar­samur og gagn­að­ist ekki í þeim til­gangi að draga úr dýr­tíð­ar­hækk­un­ar­þörf kaup­gjalds. Þvert á móti lenti skatt­afslátt­ur­inn fyrst og fremst hjá þeim sem höfðu lágar fram­taldar tekjur hvort heldur það var vegna þess að þeir væru í raun vinnu­litlir eða vegna þess að hluti tekna væri ekki tal­inn fram til skatts. Stjórn­sýsla skatt­kerf­is­ins var veik og ekki for­gangs­mál hjá stjórn­völdum að efla hana. Stjórn­ar­and­staðan benti á að skatta­breyt­ing­arnar 1975 (þar með talið afnám skatta­af­slátt­ar­ins) kæmi illa niður á líf­eyr­is­þegum.

Draga má tví­þættan lær­dóm af til­raun­inni með skatt­afslátt í tíð fyrsta ráðu­neytis Ólafs Jóhann­es­sonar árið 1974. Í fyrsta lagi var skatta­af­slátt­ur­inn hluti af tekju­skatts­kerfi sem almenn­ing­ur, með réttu, taldi gallað vegna mögu­leika til skatt­und­an­drátt­ar. Í öðru lagi voru grunn­stoðir kerf­is­ins veikar gagn­vart sterkum hags­muna­öflum á borð við laun­þega­sam­tök og atvinnu­rek­enda­sam­tök, sem lögðu vísi að yfir­töku kerfis almanna­trygg­inga með stofnun almenna líf­eyr­is­kerf­is­ins við lok sjö­unda ára­tug­ar­ins. Skatt­afslátt­ur­inn varð fljót­lega að samn­ings­at­riði milli þess­ara aðila og rík­is­valds­ins án þess að njótendur skatt­afslátt­ar­ins ættu sæti við það samn­inga­borð. Í stað þess að laun­þegar fengju beinar launa­hækk­anir voru líf­eyr­is­ið­gjöld hækkuð og almanna­trygg­ingar skert­ar, einkum elli­líf­eyr­ir­inn. Slíkt launa­kerfi er ógagn­sætt og mis­munar laun­þeg­um. Árið 2018 getur t.d. sá hluti launa, sem fer í iðgjöld, numið allt að 21,5 pró­sent af heild­ar­laun­um. Þennan tví­þætta lær­dóm þarf að hafa í huga þegar þeirri spurn­ingu er velt upp hvort skyn­sam­legt sé að greiða út ónýttan per­sónu­af­slátt.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar