Segir fasteignakaup með íslenskri krónu hreina áhættufjárfestingu

Þingmaður Viðreisnar bendir á að sjaldan hafi jafn mikill fjöldi ungs fólks streymt inn á fasteignamarkaðinn og hefur hann miklar áhyggjur af því að greiðslubyrðin verði miklu meiri en lántakendur hafi reiknað með.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Ég leyfi mér að full­yrða að fast­eigna­kaup með íslenskri krónu séu hrein áhættu­fjár­fest­ing.“ Þetta sagði Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær. Spurði hann Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra meðal ann­ars hvort hún væri sam­mála grein­ingu seðla­banka­stjór­ans á því hvernig hægt væri að vinna gegn verð­bólg­unni.

Hóf hann mál sitt á að segja að hann hefði tals­verðar áhyggjur þessa dag­ana. „Áhyggjur mínar snúa fyrst og fremst að því hvaða þróun er að verða í verð­bólgu hér á landi. Verð­bólga hefur ekki verið hærri í átta ár um þessar mundir og hefur verið langt umfram vænt­ingar spá­að­ila og langt umfram það sem Seðla­bank­inn hefur búist við í sínum spám.“

Benti hann á að seðla­banka­stjóri, Ásgeir Jóns­son, hefði sagt í við­tali í síð­asta mán­uði að verð­bólgan staf­aði að miklu leyti af veik­ingu geng­is­ins á síð­asta ári, en nú hækk­aði gengið á ný – og von­að­ist hann til að ná tökum á verð­bólg­unni aftur með lægra verð­lagi í versl­un­um. „Það er þó ljóst að inn í smá­sölu­verðið reikn­ast alls konar kostn­að­ur, til dæmis flutn­ings­kostn­að­ur, sem hefur hækkað veru­lega, verð á hrá­vöru, og síðan hefur verði samið um marg­vís­legar kjara­bæt­ur. Það er spurn­ing hvort ekki blasi við að það sé ansi þung byrði að leggja það á versl­un­ina í land­inu að bregð­ast við þessum verð­bólgu­þrýst­ingi öll­um, eins og Seðla­bank­inn kallar eft­ir,“ sagði Jón Stein­dór.

Auglýsing

Spurði hann for­sæt­is­ráð­herra hvort hún væri sam­mála þess­ari grein­ingu seðla­banka­stjór­ans á því hvernig Íslend­ingar gætu unnið gegn verð­bólg­unni. Væri for­sæt­is­ráð­herra sam­mála því að verð­lag í versl­unum yrði að lækka, ann­ars þyrfti að grípa til sér­tækra aðgerða. „Liggur ábyrgðin þarna? Blasir ekki við að hinar sér­tæku aðgerð­ir, sem ella þarf að grípa til, eru hækkun vaxta?“ spurði hann.

Fara þarf yfir stöðu mála á fast­eigna­mark­að­inum

Katrín tók undir með þing­mann­inum um að hækkun verð­bólgu væri áhyggju­efni. „Þegar skoðað er hvað leiðir hækkun verð­lags um þessar mundir er það hús­næði og mat­vara. Hins vegar er rétt að almennt gera spár ráð fyrir því að verð­bólga muni hjaðna þegar líður á árið og auð­vitað ætti styrk­ing krón­unnar að styðja við þá þró­un,“ sagði hún.

„Hvað er hægt að gera? Hátt­virtur þing­maður nefnir að mikið sé á versl­un­ina lagt að hækka ekki verð­lag umfram til­efni. Það er vissu­lega einn mjög mik­il­vægur þátt­ur. Síðan er aug­ljóst að staðan á fast­eigna­mark­aði mun ráða mjög miklu. Þar þurfum við virki­lega að fara yfir stöðu mála. Þetta var eitt af því sem unnið var að.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Benti Katrín á í því sam­hengi að í aðdrag­anda lífs­kjara­samn­inga hefði verið settur á lagg­irnar sér­stakur átaks­hópur um þróun á hús­næð­is­mark­aði. „Tölu­vert hefur verið gert í því að bæta þar stefnu­mótun og yfir­lit yfir stöð­una. Það breytir því ekki að staðan á hús­næð­is­mark­aði er mjög þung núna. Við lesum nán­ast dag­legar fréttir um það hvernig íbúðir selj­ast yfir ásettu verði á skömmum tíma og í raun og veru er barist um hverja eign. Ég held að það sé mjög stór þáttur sem við þurfum að horfa til. Hús­næð­is­málin munu verða á dag­skrá næsta fundar í þjóð­hags­ráði þar sem koma saman aðilar vinnu­mark­að­ar­ins og full­trúar stjórn­valda, Seðla­banki og sveit­ar­fé­lög. Það er stór þáttur í því sem við þurfum að horfa til,“ sagði hún.

„Síðan er spurt: Hvað getur Seðla­bank­inn gert ann­að? Auð­vitað eru ýmsir fleiri und­ir­liggj­andi þættir sem þarf að horfa til við ákvörðun stýri­vaxta, en ég held að við séum á þeim stað að full ástæða sé til þess að fylgj­ast mjög grannt með þróun mála af því að þetta er ekki góð þró­un.“

Finnst stefna í veru­legt óefni

Jón Stein­dór steig aftur í pontu og full­yrti að fast­eigna­kaup með íslenskri krónu væru hrein áhættu­fjár­fest­ing, eins og áður seg­ir.

Vís­aði þing­mað­ur­inn í yfir­lýs­ingu fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar frá 14. apríl 2021 þar sem gert var grein fyrir óvissu­á­standi á fast­eigna­mark­aði en þar stendur að í núver­andi vaxtaum­hverfi sé nauð­syn­legt að lán­veit­endur sem og lán­tak­endur séu með­vit­aðir um að tölu­verðar breyt­ingar gætu orðið á greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána.

Benti Jón Stein­dór á að þetta gilti að sjálf­sögðu jafn­framt um verð­tryggð lán. „Ég verð að segja það, herra for­seti, að mér finnst stefna í veru­legt óefni. Sjaldan hefur jafn mik­ill fjöldi ungs fólks streymt inn á fast­eigna­mark­að­inn og ég hef miklar áhyggjur af því að vaxta­byrð­in, greiðslu­byrð­in, verði miklu meiri en lán­tak­endur hafa reiknað með. Ég er hræddur um að það komi að litlu gagni að setja þetta mál í ein­hvers konar skoðun og nefnd. Hér hefur ein­fald­lega ekki tek­ist nógu vel til. Hvað hyggst ráð­herra gera í þessum efn­um?“ spurði hann.

Þing­mað­ur­inn „helst til dramat­ískur“

Katrín svar­aði og sagði að sér fynd­ist þing­mað­ur­inn verða helst til dramat­ískur í síð­ari spurn­ingu. „Stað­reyndin er sú að tek­ist hefur gríð­ar­lega vel upp við stjórn efna­hags­mála á þessu kjör­tíma­bili, hvort sem litið er til pen­inga­stefnu, stjórnar rík­is­fjár­mála eða á vinnu­mark­aði. Þar á Seðla­bank­inn mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur haldið á mál­um. Það breytir því ekki að þó að heilt yfir hafi gengið vel er full ástæða til að hafa áhyggjur þegar við sjáum verð­bólg­una fara upp.“

Telur ráð­herr­ann mjög mik­il­vægt að skoða sér­stak­lega hús­næð­is­mark­að­inn en hún sagði að þar hefði verið gripið til marg­hátt­aðra aðgerða; hlut­deild­ar­lána til að styðja við kaup­endur fyrstu eigna og auk­ins stuðn­ings við félags­legt hús­næð­is­kerfi.

„Það er eitt af aðal­mál­unum sem við höfum verið að ræða á vett­vangi þjóð­hags­ráðs og ég held að það sé stóri þátt­ur­inn í stefnu­mót­un­inni fram undan í þessum mál­um. Hins vegar er það ekki svo að ég telji ástæðu til að hafa uppi stór orð um hvert stefni. Ég tel að Seðla­bank­inn hafi hingað til staðið sig vel og muni gera það áfram,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent