Græningjar taka forystu

Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.

Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Auglýsing

Græn­ingjar mæl­ast nú trekk í trekk stærsta stjórn­mála­afl Þýska­lands í skoð­ana­könn­un­um, þegar fimm mán­uðir eru til kosn­inga. Kristi­legir demókrat­ar, flokkur Ang­elu Merkel, sem hafa farið með stjórn­ar­taumana í land­inu und­an­farin 16 ár virð­ast eiga í vök að verj­ast eftir að flokk­arnir kynntu kansl­ara­efni sín í apr­íl­mán­uði.

Græn­ingjar hafa ekki verið með for­ystu í skoð­ana­könn­unum síðan árið 2019, en ýmsir sam­verk­andi þættir eru taldir valda því að flokk­ur­inn, sem var sá sjötti stærsti á þýska þing­inu eftir kosn­ing­arnar árið 2017, er nú með rúm­lega fjórð­ungs­fylgi í skoð­ana­könn­unum í flestum til­fellum að mæl­ast stærri en Kristi­legir demókratar á lands­vísu.

Í fyrsta lagi er það óánægja Þjóð­verja með stífar sótt­varn­ar­að­gerðir sem hafa verið við lýði und­an­farna mán­uði, en eftir að hafa verið með ágætis tök á far­aldr­inum í upp­hafi þessa árs versn­aði staðan mjög, gripið var til harðra aðgerða sem hefur reynst erfitt að vinda ofan af og rík­is­stjórn Merkel lá undir ámæli frá lang­þreyttum þýskum þegnum fyrir að missa stjórn á stöð­unni. Hæga­gangur í bólu­setn­ingu framan af vori bætti ekki þessa stöðu ráð­andi afla.

Auglýsing

Í öðru lagi eru það kansl­ara­efnin sjálf, en Græn­ingjar kynntu Önnu­lenu Baer­bock sem kansl­ara­efni sitt sinn um sama leyti og til­kynnt var að Armin Laschet leið­togi Kristi­legra demókrata myndi leiða kosn­inga­banda­lag flokks­ins og syst­ur­flokks­ins í Bæj­ara­landi, eins og Kjarn­inn fjall­aði um í apr­íl­mán­uð­i.

Anna­lena Baer­bock þykir öfl­ugur stjórn­mála­maður með skýra og trú­verð­uga sýn á umhverf­is­mál, sem eru mörgum Þjóð­verjum hug­leik­in, ekki síst yngri kyn­slóð­um. Að sama skapi virð­ist ljóst að mörgum þykir Armin Laschet ekk­ert sér­stak­lega spenn­andi stjórn­mála­maður og hefur hann jafn­vel átt erfitt með að fylkja sínum eigin flokks­mönnum að baki sér, sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um.

Í könn­unum á milli kansl­ara­efna þriggja stærstu flokk­anna und­an­farnar vikur hefur Baer­bock verið með tölu­verða for­ystu, en á bil­inu 26-32 pró­sent nefna hana sem væn­leg­asta kansl­ara­kost­inn þegar valið stendur á milli henn­ar, Laschet og for­manns Sós­í­alde­mókrata, Olaf Scholz. Fimmtán til átján pró­sent hafa nefnt Laschet í þessu þriggja hesta kapp­hlaupi en þrettán til tutt­ugu pró­sent hafa talið Scholz væn­leg­asta kost­inn í und­an­förnum könn­un­um. Stór hluti aðspurðra, eða yfir þriðj­ung­ur, kýs þó að velja ekk­ert þeirra.

Þýskir stjórn­mála­skýrendur telja margt óvíst um hvernig mál muni þró­ast á næstu mán­uð­um.

Stefan Merz hjá rann­sókna­fyr­ir­tæk­inu Infratest Dimap sagði við breska blaðið Guar­dian á dög­unum að þrátt fyrir að staðan væri Græn­ingjum hag­felld í dag gæti það breyst eftir að þorri þýsku þjóð­ar­innar verður orð­inn bólu­settur fyrir COVID-19 og hömlum í sam­fé­lag­inu verður aflétt.

„Ef sam­fé­lags­um­ræðan fær­ist yfir á efna­hags­málin á þeim tíma­punkti gætu Kristi­legir demókratar unnið sig til bak­a,“ sagði Merz.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent