Græningjar taka forystu

Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.

Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Auglýsing

Græningjar mælast nú trekk í trekk stærsta stjórnmálaafl Þýskalands í skoðanakönnunum, þegar fimm mánuðir eru til kosninga. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, sem hafa farið með stjórnartaumana í landinu undanfarin 16 ár virðast eiga í vök að verjast eftir að flokkarnir kynntu kanslaraefni sín í aprílmánuði.

Græningjar hafa ekki verið með forystu í skoðanakönnunum síðan árið 2019, en ýmsir samverkandi þættir eru taldir valda því að flokkurinn, sem var sá sjötti stærsti á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017, er nú með rúmlega fjórðungsfylgi í skoðanakönnunum í flestum tilfellum að mælast stærri en Kristilegir demókratar á landsvísu.

Í fyrsta lagi er það óánægja Þjóðverja með stífar sóttvarnaraðgerðir sem hafa verið við lýði undanfarna mánuði, en eftir að hafa verið með ágætis tök á faraldrinum í upphafi þessa árs versnaði staðan mjög, gripið var til harðra aðgerða sem hefur reynst erfitt að vinda ofan af og ríkisstjórn Merkel lá undir ámæli frá langþreyttum þýskum þegnum fyrir að missa stjórn á stöðunni. Hægagangur í bólusetningu framan af vori bætti ekki þessa stöðu ráðandi afla.

Auglýsing

Í öðru lagi eru það kanslaraefnin sjálf, en Græningjar kynntu Önnulenu Baerbock sem kanslaraefni sitt sinn um sama leyti og tilkynnt var að Armin Laschet leiðtogi Kristilegra demókrata myndi leiða kosningabandalag flokksins og systurflokksins í Bæjaralandi, eins og Kjarninn fjallaði um í aprílmánuði.

Annalena Baerbock þykir öflugur stjórnmálamaður með skýra og trúverðuga sýn á umhverfismál, sem eru mörgum Þjóðverjum hugleikin, ekki síst yngri kynslóðum. Að sama skapi virðist ljóst að mörgum þykir Armin Laschet ekkert sérstaklega spennandi stjórnmálamaður og hefur hann jafnvel átt erfitt með að fylkja sínum eigin flokksmönnum að baki sér, samkvæmt skoðanakönnunum.

Í könnunum á milli kanslaraefna þriggja stærstu flokkanna undanfarnar vikur hefur Baerbock verið með töluverða forystu, en á bilinu 26-32 prósent nefna hana sem vænlegasta kanslarakostinn þegar valið stendur á milli hennar, Laschet og formanns Sósíaldemókrata, Olaf Scholz. Fimmtán til átján prósent hafa nefnt Laschet í þessu þriggja hesta kapphlaupi en þrettán til tuttugu prósent hafa talið Scholz vænlegasta kostinn í undanförnum könnunum. Stór hluti aðspurðra, eða yfir þriðjungur, kýs þó að velja ekkert þeirra.

Þýskir stjórnmálaskýrendur telja margt óvíst um hvernig mál muni þróast á næstu mánuðum.

Stefan Merz hjá rannsóknafyrirtækinu Infratest Dimap sagði við breska blaðið Guardian á dögunum að þrátt fyrir að staðan væri Græningjum hagfelld í dag gæti það breyst eftir að þorri þýsku þjóðarinnar verður orðinn bólusettur fyrir COVID-19 og hömlum í samfélaginu verður aflétt.

„Ef samfélagsumræðan færist yfir á efnahagsmálin á þeim tímapunkti gætu Kristilegir demókratar unnið sig til baka,“ sagði Merz.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrirsvarsmaður minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar.
Samfylking og Píratar vilja breytingar á fjölmiðlafrumvarpi
Tveir stjórnarandstöðuflokkar vilja að þak á greiðslum til fjölmiðlafyrirtækja verði lækkað úr 100 í 50 milljónir króna á ný. Ef af því yrði myndu greiðslur til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins skerðast um rúmlega 100 milljónir króna.
Kjarninn 10. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru
Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.
Kjarninn 10. maí 2021
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á gafli Hafnarborgar á meðan það hékk þar.
Brýna fyrir bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að kynna sér siðareglur og virða þær
Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna segir inngrip bæjarstjóra vekja áleitnar spurningar um sjálfstæði safna. Það sem gerðist í Hafnarborg sé „hvorki í samræmi við siðareglur né safnalög, og telst vera óeðlileg afskipti af stjórnun safns,“ segir í ályktun.
Kjarninn 10. maí 2021
Sylviane Lecoultre
Okkar val að ákveða hvernig við yfirgefum þessa jarðvist
Kjarninn 10. maí 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín: Sýndarmennska að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í
Formaður Viðreisnar og forsætisráðherra tókust á um sjávarútvegsmál á Alþingi í dag og nýja auðlindaákvæðið. Sökuðu þær hvor aðra um sýndarmennsku.
Kjarninn 10. maí 2021
Atvinnulausum í ferðaþjónustunni hefur fækkað hratt.
10,4 prósenta atvinnuleysi í apríl
Almennt atvinnuleysi heldur áfram að lækka á milli mánaða eftir að hafa náð hámarki í janúar. Enn eru þó rúmlega 20 þúsund manns atvinnulausir og 4 þúsund manns í minnkuðu starfshlutfalli.
Kjarninn 10. maí 2021
Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
600 tonn af merablóði þarf til að framleiða 20 kíló af efni í frjósemislyf fyrir húsdýr
Ísteka hyggst opna nýja starfsstöð og auka framleiðslu sína á lyfjaefni sem notað er í frjósemislyf fyrir húsdýr. Til að auka framleiðsluna úr um 10 kílóum á ári í 20 kíló þarf um 600 tonn af blóði úr fylfullum merum.
Kjarninn 10. maí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Stjórnmálamenn sem hata fjölmiðla
Kjarninn 10. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent