Græningjar taka forystu

Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.

Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Auglýsing

Græningjar mælast nú trekk í trekk stærsta stjórnmálaafl Þýskalands í skoðanakönnunum, þegar fimm mánuðir eru til kosninga. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, sem hafa farið með stjórnartaumana í landinu undanfarin 16 ár virðast eiga í vök að verjast eftir að flokkarnir kynntu kanslaraefni sín í aprílmánuði.

Græningjar hafa ekki verið með forystu í skoðanakönnunum síðan árið 2019, en ýmsir samverkandi þættir eru taldir valda því að flokkurinn, sem var sá sjötti stærsti á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017, er nú með rúmlega fjórðungsfylgi í skoðanakönnunum í flestum tilfellum að mælast stærri en Kristilegir demókratar á landsvísu.

Í fyrsta lagi er það óánægja Þjóðverja með stífar sóttvarnaraðgerðir sem hafa verið við lýði undanfarna mánuði, en eftir að hafa verið með ágætis tök á faraldrinum í upphafi þessa árs versnaði staðan mjög, gripið var til harðra aðgerða sem hefur reynst erfitt að vinda ofan af og ríkisstjórn Merkel lá undir ámæli frá langþreyttum þýskum þegnum fyrir að missa stjórn á stöðunni. Hægagangur í bólusetningu framan af vori bætti ekki þessa stöðu ráðandi afla.

Auglýsing

Í öðru lagi eru það kanslaraefnin sjálf, en Græningjar kynntu Önnulenu Baerbock sem kanslaraefni sitt sinn um sama leyti og tilkynnt var að Armin Laschet leiðtogi Kristilegra demókrata myndi leiða kosningabandalag flokksins og systurflokksins í Bæjaralandi, eins og Kjarninn fjallaði um í aprílmánuði.

Annalena Baerbock þykir öflugur stjórnmálamaður með skýra og trúverðuga sýn á umhverfismál, sem eru mörgum Þjóðverjum hugleikin, ekki síst yngri kynslóðum. Að sama skapi virðist ljóst að mörgum þykir Armin Laschet ekkert sérstaklega spennandi stjórnmálamaður og hefur hann jafnvel átt erfitt með að fylkja sínum eigin flokksmönnum að baki sér, samkvæmt skoðanakönnunum.

Í könnunum á milli kanslaraefna þriggja stærstu flokkanna undanfarnar vikur hefur Baerbock verið með töluverða forystu, en á bilinu 26-32 prósent nefna hana sem vænlegasta kanslarakostinn þegar valið stendur á milli hennar, Laschet og formanns Sósíaldemókrata, Olaf Scholz. Fimmtán til átján prósent hafa nefnt Laschet í þessu þriggja hesta kapphlaupi en þrettán til tuttugu prósent hafa talið Scholz vænlegasta kostinn í undanförnum könnunum. Stór hluti aðspurðra, eða yfir þriðjungur, kýs þó að velja ekkert þeirra.

Þýskir stjórnmálaskýrendur telja margt óvíst um hvernig mál muni þróast á næstu mánuðum.

Stefan Merz hjá rannsóknafyrirtækinu Infratest Dimap sagði við breska blaðið Guardian á dögunum að þrátt fyrir að staðan væri Græningjum hagfelld í dag gæti það breyst eftir að þorri þýsku þjóðarinnar verður orðinn bólusettur fyrir COVID-19 og hömlum í samfélaginu verður aflétt.

„Ef samfélagsumræðan færist yfir á efnahagsmálin á þeim tímapunkti gætu Kristilegir demókratar unnið sig til baka,“ sagði Merz.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent