Það sem ekki var talað um á COP26

Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar um það sem ekki var rætt um á ráðstefnunni COP26 í Glasgow í upphafi mánaðarins og segir þögnina um jarðefnaeldsneyti hafa verið æpandi.

Auglýsing

Nú er nýliðin ráð­stefnan COP26 um lofts­lag­mál, sem haldin var í Glas­gow. Fyrir liggur loka­sam­þykkt þeirra ríkja sem að ráð­stefn­unni komu, fögur lof­orð um aðgerðir þegar fram líða stund­ir. Það er þó ágætt að draga fram það sem ekki er minnst á í þess­ari sam­þykkt. Það sem er skilið út undan og ekki rætt segir hugs­an­lega jafn mikið um eðli þess­arar sam­komu og það sem á end­anum var sett niður á blað.

Það var til dæmis ekki rætt um kolefn­isk­vóta í Glas­gow þrátt fyrir að sú nálgun hafi verið meg­in­stef og mjög skýrt sett fram í nýrri skýrslu milli­ríkja­nefndar sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC). Það var minnst á kolefn­isk­vóta í drögum að sam­þykkt­inni en setn­ingin var klippt út úr end­an­legu útgáf­unn­i. Við höfum mjög góð gögn og mjög skýr tak­mörk um hvað við getum sett mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum út í and­rúms­loftið ef við ætlum að halda okkur innan þeirra hlýn­unar marka sem hafa verið sam­þykkt. Það eru á bil­inu 300 til 900 GtCO2 (millj­arðar tonna af koltví­oxíði) ef við viljum lenda á bil­inu 1,5 til 2°C af hlýn­un.

Sem stendur brennir heims­byggðin um 37 GtCO2 á ári. Ef okkur tekst að standa í stað, sem væri afrek út af fyrir sig miðað við sög­una, brennum við í gegnum kvót­ann á 8 til 24 árum. Þetta er kvót­inn sem við höf­um, ef okkur er alvara með að halda okkur við 1,5°C af hlýnun þá höfum við 300 GtCO2. Það þarf að dreifa þessum kvóta á milli heims­hluta og yfir þann tíma sem við viljum hafa til að aðlag­ast.

En það er ekki rætt um þessar töl­ur, þetta er ekki nálgun sem þjóðir heims­ins vilja taka á vand­ann. Ein ástæða er sú að eng­inn vill sam­þykkja aðgerðir sem setja hart þak á útblástur því það gæti valdið efna­hags­legum sam­drætti. Þær aðgerðir og áætl­anir sem settar eru fram eru mýkri og sveigj­an­legri (les­ist: auð­veld­ara að kom­ast í kringum eða ein­fald­lega hunsa þær). Þær ganga að mestu leyti út á kolefn­is­bind­ingu í fram­tíð­inni, með tækni sem ekki er enn til, og að setja upp grænt hag­kerfi til hliðar við alger­lega óheft jarð­efna­elds­neyt­is­hag­kerfi og von­ast til að með tím­anum muni draga úr brennslu jarð­efna­elds­neyta þegar og ef græna hag­kerfið nær yfir­hönd­inni á frjálsum mark­aði.

Æpandi þögn um jarð­efna­elds­neyti

Þetta er ein­fald­lega ekki góð aðferða­fræði þegar við vitum nákvæm­lega hversu mik­inn kvóta við höf­um. Þetta leiðir okkur líka að hinu atrið­inu sem var æpandi þögn um í Glas­gow, lyk­il­at­riði sem verður ekki leyst nema í breiðri alþjóð­legri sam­vinnu. Það þarf að gera alþjóð­legan sátt­mála um að byrja ekki á nýjum upp­greftri jarð­efna­elds­neyta, og skilja þau jarð­efna­elds­neyti sem ekki er nú þegar byrjað að vinna eftir óhreyfð í jörð­inni.

Það lengsta sem náð­ist í þá átt á COP26 var sam­þykkt 40 ríkja um að hætta að nota kol fyrir 2040, en stærstu kola­not­endur heims skrif­uðu ekki undir það sam­komu­lag. Í loka­sam­þykkt­inni sem allar þjóðir skrif­uðu undir var talað um að „flýta aðgerðum til að draga úr kola­notk­un“ frekar en að hætta kola­notk­un. Reyndar er það eina máls­greinin í loka­sam­þykkt­inni þar sem orðin kol eða jarð­efna­elds­neyti koma fyrir og það er hvergi minnst einu ein­asta orði á olíu.

Auglýsing

Ef við full­nýtum allar þær námur og bor­holur sem til eru í dag förum við yfir þann kvóta sem við höf­um. Ef við ætlum ekki koma af stað keðju­verk­andi hlýn­unar víta­hringrás í and­rúms­lofti jarð­ar­innar þá má ein­fald­lega ekki byrja á nýjum námum eða bor­hol­um. Þau fyr­ir­tæki og þjóð­ríki sem eru að grafa upp jarð­efna­elds­neyti eru engu að síður að skipu­leggja áfram­hald­andi upp­gröft að minnsta kosti 30 ár fram í tím­ann og fjár­festa í dýrum innviðum á borð við olíu­bor­p­alla og risa­vaxnar nám­ur. Ef, þegar fram líða stund­ir, við setjum bann á frek­ari upp­gröft í sam­ræmi við kvót­ann sem er til staðar verða þetta strand­aðar fjár­fest­ing­ar. Verð­mæti sem var búið var að reikna með inn í hag­kerfi heims­ins verða allt í einu inn­an­tómri bólu sem springur og getur hæg­lega valdið hnatt­rænni fjár­málakrísu.

Það virki­lega þarf að nást alþjóð­legur sátt­máli um bann á frek­ari upp­greftri á jarð­efna­elds­neytum og stýr­ingu á alþjóð­legum mörk­uðum með þau. Slíkur sátt­máli verður að vera alþjóð­leg­ur, það er ekki nóg að stök ríki skuld­bindi sig til þess að hætta. Ástæðan er sú að á meðan verslað er með jarð­efna­elds­neyti á frjálsum mark­aði heims­horna á milli þá vill sam­dráttur á einum stað í kerf­inu valda bakslagi ann­ar­stað­ar. Ef neysla á olíu dregst til dæmis saman á einum stað þá lækkar mark­aðs­verð og hún verður að ákjós­an­legri orku­gjafa ein­hver­staðar ann­ar­stað­ar. Þessum bakslags­á­hrifum má líkja við blöðru, ef maður kreistir hana saman á einum stað blæs hún út ann­ar­stað­ar. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt bakslag er að hleypa lofti úr blöðr­unni. Víð­tækt alþjóð­legt bann við nýjum upp­greftri jarð­efna­elds­neyta er eina skyn­sam­lega leiðin til að hleypa loft­inu úr blöðr­unni. Allar aðrar aðgerðir eru lík­legar til að valda bakslags­á­hrifum og enda með til­færslu á vanda­mál­inu frekar en að leysa það.

Þetta er ekki auð­velt verk­efni. Það eru risa­vaxin fyr­ir­tæki sem hafa gíf­ur­lega hags­muni að verja og nán­ast ótæm­andi fjár­muni sem þau veita í að hafa áhrif á stjórn­málin í þeim gagn­gera til­gangi að koma í veg fyrir slíka stefnu, og það eru þjóð­ríki sem eiga nán­ast allan sinn efna­hag undir vinnslu jarð­efna­elds­neyta. En þetta er staðan sem við erum í, hún er ekki góð og ekki auð­veld, en vís­indin eru skýr og eðli verk­efn­is­ins liggur fyr­ir. Leið­togar þjóð­ríkja heims­ins kusu að horfa fram hjá þessu í Glas­gow, það er okkar allra að láta þau ekki kom­ast upp með það.

Höf­undur er heim­spek­ingur og félagi í Umhverf­is­ráði Sós­í­alista­flokks Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar