Kosningaframkvæmd fjórflokksins

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar um agnúa, annmarka, lögbrot og fúsk við framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi.

Auglýsing

Fyrst á rétt­unni, svo á röng­unni

27. nóv­em­ber 2010, eða fyrir nær réttum 11 árum gengum við til kosn­inga til stjórn­laga­þings. Fram­kvæmd kosn­ing­anna var kærð og Hæsti­réttur úrskurð­aði kosn­ing­arnar ógildar þann 25. jan­úar 2011.

Rétt upp hönd sem finnst fyndið hvað þurfti lítið til að ógilda kosn­ingar til stjórn­laga­þings sem fóru fram 27. nóv. 2010 en hvað það virð­ist þurfa mikið núna til að ógilda alþing­is­kosn­ingar eða hluta þeirra. Hart hefur verið barist við að rétt­læta, breiða yfir meiri­háttar fúsk og ólög­legt athæfi við með­ferð kjör­gagna í NV til að alþing­is­kosn­ing­arnar 2021 telj­ist gild­ar. Þegar það er aug­ljóst að agn­ú­arnir eru mun fleiri og alvar­legri nú en í stjórn­laga­þings­kosn­ing­unum og t.d. búið að dæma ólög­legt athæfi yfir­kjör­stjórnar sem neitar að verða við dómi og greiða sekt.

Mér finnst þetta eilítið fyndið en á sama tíma grát­legt. Og margir hafa skipt um lið varð­andi ógild­ingar kosn­inga. Sem segir okkur að sér­hags­munir trompa of oft sjálf­sagðar grund­vall­ar­reglur lýð­ræð­is- og rétt­ar­rík­is­ins.

Agn­ú­ar, ann­mark­ar, lög­brot, fúsk og kon­inga­svindl

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir sem ógiltu stjórn­laga­þings­kosn­ing­arnar í jan­úar 2011 dæmdu kosn­ing­arnar ógildar á fimm ann­mörk­um, þar af voru tveir veru­legir ann­mark­ar.

Ann­mark­arnir sem voru taldir veru­legir náðu ann­ars vegar til strik­a­merk­inga kjör­seðla sem voru með núm­erum í sam­felldri, hlaup­andi tölu­röð. Þetta var talið brjóta í bága við ákvæði laga um leyni­legar kosn­ingar sbr. stjórn­ar­skrá. Hins vegar átti lands­kjör­stjórn að kveða til „val­in­kunna menn“ til að fylgj­ast með fram­kvæmd kosn­ing­anna og sinna skyldum umboðs­manna fram­bjóð­enda. Á 13-15% atkvæða­seðla kom upp vafi um hvernig bæri að skilja skrift á þeim og því sér­stök þörf á umboðs­mönnum fram­bjóð­enda til að gæta rétt­inda þeirra.

Hinir þrír ann­mark­arnir voru pappa­skil­rúmin en lögin gera ráð fyrir kjör­klef­um, að kjör­seð­il­inn þyrfti ekki að brjóta sam­an. En sam­an­brot­inn kjör­seð­ill þykir tryggja leynd. Og að lokum að kjör­köss­unum var ekki hægt að læsa og að auð­velt væri að taka þá í sundur og kom­ast í kjör­seðla. Þetta dregur úr öryggi og leynd.

Það var engin sönnun á ásetn­ingi eða skýrum vilja til kosn­inga­svindls sem margir telja nú for­sendu þess að ógilda kosn­ing­ar. Þetta voru þrír ann­markar og tveir veru­legir ann­mark­ar. Og mest af þessum ann­mörkum fylgja hverjum ein­ustu Alþing­is- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum á Íslandi og aldrei hefur verið gert veður út af nema í hnaus­þykkum skýrslum kosn­inga­eft­ir­lits Pírata frá árinu 2012.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2021 og aðkoma Lands­kjör­stjórnar

Þá að lands­kjör­stjórn sem hefur sloppið vel fyrir óvand­aða fram­göngu og jafn­vel ólög­lega. Höfum það hug­fast að lands­kjör­stjórn hefur ekk­ert umboð eða vald yfir yfir­kjör­stjórnum kjör­dæmanna.

Það var með ein­dæmum hvernig lands­kjör­stjórn fór að skipta sér af NV og Suð­ur­kjör­dæmi með orð­send­ingum að morgni hins 26.sept. um að það muni mjög litlu á jöfn­un­ar­mönn­um. Svör yfir­kjör­stjórna til lands­kjör­stjórnar hefðu í báðum kjör­dæmum átt að vera: „Hvað með það? Það munar oft litlu. Við töldum rétt. Við tví- og þrí­töldum og allt stemm­ir. Farið að sof­a.“

En í stað þess fer Ingi Tryggva­son í eitt­hvert óskilj­an­legt leik­rit og ákveður að end­ur­telja þrátt fyrir engar óskir þar um. Ólög­leg end­ur­taln­ing þar sem hún var ekki fyrir opnum dyr­um, umboðs­menn ekki boð­aðir osfrv. Fer svo að tjá sig opin­ber­lega um hefð­ir, að inn­siglin séu drasl, eng­inn hefði getað nálg­ast kjör­gögnin og fleiri óvönduð og röng ummæli. Hann hefur einn og sér end­ur­taln­ingu um hádeg­is­bil. Og skemmti­leg til­viljun að hann fann villur í fyrsta bunk­an­um.

Auglýsing

Þór­ir, for­maður yfir­kjör­stjórnar Suð­ur­kjör­dæmis má eiga það að hann sýndi yfir­veg­aðri og vand­aðri orð­ræðu og stóð rétt og vel að end­ur­taln­ingu. Sem vel að merkja var kallað eftir af stjórn­mála­fram­boðum en ekki með hálf­kveðnum vísum lands­kjör­stjórn­ar. Ég vil hins vegar taka það fram að kjör­gögnin þar voru ekki inn­sigluð fyrr en á sunnu­deg­inum en sal­ur­inn var inn­sigl­aður og talið var í fram­halds­skól­anum – engir nem­end­ur, eða starfs­menn. Einu sinni var talið á Hótel Sel­fossi en hótel eru ekki góðir taln­inga- eða geymslu­staðir fyrir kjör­gögn. Engum dytti í hug að telja og geyma kjör­gögn á Kaffi­barn­um.

Þá aftur að lands­kjör­stjórn sem varð aftur á stór­kost­leg hand­vömm. Eftir þá fyrstu með afskipta­semi þrátt fyrir að hafa enga lög­sögu yfir yfir­kjör­stjórn­um. Í annan stað gaf hún út kjör­bréf sem hún skýrði sjálf frá í skýrslu að væru ekki trygg. Það er stórfurðu­legt.

Lausn­irnar – Veljum aðeins það versta

Það voru engar góðar lausnir á þessu klúðri. En við gátum ekki látið þetta óátalið. Og alls ekki ekki láta Birgi Ármanns segja okkur að það aðeins hafi verið tvær lausnir á borð­inu. Þær voru fleiri.

  1. Upp­kosn­ing í NV.
  2. Fyrri taln­ing gild­ir.
  3. Seinni taln­ing gild­ir.
  4. End­ur­teknar Alþing­is­kosn­ingar um allt land.

Ég er á því að upp­kosn­ing í NV komi ekki til greina. Kjós­endur í einu kjör­dæmi eru með upp­lýs­ingar sem kalla á stra­tegískar kosn­ing­ar. Það er ekki lýð­ræð­is­legt.

Seinni taln­ingin getur ekki gilt þar sem kjör­gögnin voru ótryggð um langa hríð og því hætta fyrir hendi að átt hafi verið við þau.

Ég hef hall­ast því að því að fyrri taln­ingin gildi – ellegar Alþing­is­kosn­ingar end­ur­teknar á lands­vísu. Það eru þó samt báðir slæmir kost­ir.

Það er engin stemn­ing fyrir Alþing­is­kosn­ing­um. Lýð­ræði er vesen. Þjóðin er búin að kjósa. Það er aldrei stemn­ing fyrir ves­eni. En megum við eða getum gefið afslátt af lýð­ræð­inu þegar sýnt hefur verið fram á fúsk, veru­lega ann­marka og lög­brot.

Ég tel því að fyrri taln­ingin hefði átt að gilda. Ég skal færa rök fyrir því. Ég hef tekið þátt í taln­ingu, sinnt kosn­inga­eft­ir­liti og verið umboðs­maður og þekki því ágæt­lega hvernig kaupin ger­ast á eyr­inni. Kjör­gögn í NV voru óspillt við fyrstu taln­ingu.

Nú er hefðin sú að þegar loka­tölur eru kynnt­ar, allt full­stemmt, gengið frá kjör­gögn­um, allir umboðs­menn sáttir og ef ekki þá bóka þeir í gerða­bók, taln­inga­fólk, umboðs­menn, almenn­ingur sem fylgd­ist með taln­ingu og yfir­kjör­stjórn yfir­gefur taln­inga­stað þá er taln­ingu lok­ið. Allur orð­heng­ils­háttur um að taln­ingu sé ekki lokið fyrr en yfir­kjör­stjórn kemur saman eftir smá­blund til að fylla inn eyðu­blöð til lands­kjör­stjórnar er fyr­ir­slátt­ur. Í fyrsta lagi eru þeir ekki að telja, þeir eru að taka saman tölur og skýrslu fyrir lands­kjör­stjórn. Það er ekki taln­ing. Það er sam­an­tekt og skil á gögn­um.

En fyrri taln­ing­unni var aldrei skilað til lands­kjör­stjórnar og því erfitt að gefa út kjör­bréf á nið­ur­stöður sem aldrei skil­uðu sér.

Alþingi valdi verstu lausn­ina á fimmtu­dags­kvöld­ið. Lukashen­kolýð­ræði. Hér þurfti engin vett­linga­tök, heldur vand­aða máls­með­ferð, aðkomu kjós­enda og ásætt­an­legar lausn­ir. Lýð­ræðið og virð­ing þings­ins er í veði. Því var fórnað á fimmtu­dags­kvöldið var.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar