Kosningaframkvæmd fjórflokksins

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar um agnúa, annmarka, lögbrot og fúsk við framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi.

Auglýsing

Fyrst á rétt­unni, svo á röng­unni

27. nóv­em­ber 2010, eða fyrir nær réttum 11 árum gengum við til kosn­inga til stjórn­laga­þings. Fram­kvæmd kosn­ing­anna var kærð og Hæsti­réttur úrskurð­aði kosn­ing­arnar ógildar þann 25. jan­úar 2011.

Rétt upp hönd sem finnst fyndið hvað þurfti lítið til að ógilda kosn­ingar til stjórn­laga­þings sem fóru fram 27. nóv. 2010 en hvað það virð­ist þurfa mikið núna til að ógilda alþing­is­kosn­ingar eða hluta þeirra. Hart hefur verið barist við að rétt­læta, breiða yfir meiri­háttar fúsk og ólög­legt athæfi við með­ferð kjör­gagna í NV til að alþing­is­kosn­ing­arnar 2021 telj­ist gild­ar. Þegar það er aug­ljóst að agn­ú­arnir eru mun fleiri og alvar­legri nú en í stjórn­laga­þings­kosn­ing­unum og t.d. búið að dæma ólög­legt athæfi yfir­kjör­stjórnar sem neitar að verða við dómi og greiða sekt.

Mér finnst þetta eilítið fyndið en á sama tíma grát­legt. Og margir hafa skipt um lið varð­andi ógild­ingar kosn­inga. Sem segir okkur að sér­hags­munir trompa of oft sjálf­sagðar grund­vall­ar­reglur lýð­ræð­is- og rétt­ar­rík­is­ins.

Agn­ú­ar, ann­mark­ar, lög­brot, fúsk og kon­inga­svindl

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir sem ógiltu stjórn­laga­þings­kosn­ing­arnar í jan­úar 2011 dæmdu kosn­ing­arnar ógildar á fimm ann­mörk­um, þar af voru tveir veru­legir ann­mark­ar.

Ann­mark­arnir sem voru taldir veru­legir náðu ann­ars vegar til strik­a­merk­inga kjör­seðla sem voru með núm­erum í sam­felldri, hlaup­andi tölu­röð. Þetta var talið brjóta í bága við ákvæði laga um leyni­legar kosn­ingar sbr. stjórn­ar­skrá. Hins vegar átti lands­kjör­stjórn að kveða til „val­in­kunna menn“ til að fylgj­ast með fram­kvæmd kosn­ing­anna og sinna skyldum umboðs­manna fram­bjóð­enda. Á 13-15% atkvæða­seðla kom upp vafi um hvernig bæri að skilja skrift á þeim og því sér­stök þörf á umboðs­mönnum fram­bjóð­enda til að gæta rétt­inda þeirra.

Hinir þrír ann­mark­arnir voru pappa­skil­rúmin en lögin gera ráð fyrir kjör­klef­um, að kjör­seð­il­inn þyrfti ekki að brjóta sam­an. En sam­an­brot­inn kjör­seð­ill þykir tryggja leynd. Og að lokum að kjör­köss­unum var ekki hægt að læsa og að auð­velt væri að taka þá í sundur og kom­ast í kjör­seðla. Þetta dregur úr öryggi og leynd.

Það var engin sönnun á ásetn­ingi eða skýrum vilja til kosn­inga­svindls sem margir telja nú for­sendu þess að ógilda kosn­ing­ar. Þetta voru þrír ann­markar og tveir veru­legir ann­mark­ar. Og mest af þessum ann­mörkum fylgja hverjum ein­ustu Alþing­is- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum á Íslandi og aldrei hefur verið gert veður út af nema í hnaus­þykkum skýrslum kosn­inga­eft­ir­lits Pírata frá árinu 2012.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2021 og aðkoma Lands­kjör­stjórnar

Þá að lands­kjör­stjórn sem hefur sloppið vel fyrir óvand­aða fram­göngu og jafn­vel ólög­lega. Höfum það hug­fast að lands­kjör­stjórn hefur ekk­ert umboð eða vald yfir yfir­kjör­stjórnum kjör­dæmanna.

Það var með ein­dæmum hvernig lands­kjör­stjórn fór að skipta sér af NV og Suð­ur­kjör­dæmi með orð­send­ingum að morgni hins 26.sept. um að það muni mjög litlu á jöfn­un­ar­mönn­um. Svör yfir­kjör­stjórna til lands­kjör­stjórnar hefðu í báðum kjör­dæmum átt að vera: „Hvað með það? Það munar oft litlu. Við töldum rétt. Við tví- og þrí­töldum og allt stemm­ir. Farið að sof­a.“

En í stað þess fer Ingi Tryggva­son í eitt­hvert óskilj­an­legt leik­rit og ákveður að end­ur­telja þrátt fyrir engar óskir þar um. Ólög­leg end­ur­taln­ing þar sem hún var ekki fyrir opnum dyr­um, umboðs­menn ekki boð­aðir osfrv. Fer svo að tjá sig opin­ber­lega um hefð­ir, að inn­siglin séu drasl, eng­inn hefði getað nálg­ast kjör­gögnin og fleiri óvönduð og röng ummæli. Hann hefur einn og sér end­ur­taln­ingu um hádeg­is­bil. Og skemmti­leg til­viljun að hann fann villur í fyrsta bunk­an­um.

Auglýsing

Þór­ir, for­maður yfir­kjör­stjórnar Suð­ur­kjör­dæmis má eiga það að hann sýndi yfir­veg­aðri og vand­aðri orð­ræðu og stóð rétt og vel að end­ur­taln­ingu. Sem vel að merkja var kallað eftir af stjórn­mála­fram­boðum en ekki með hálf­kveðnum vísum lands­kjör­stjórn­ar. Ég vil hins vegar taka það fram að kjör­gögnin þar voru ekki inn­sigluð fyrr en á sunnu­deg­inum en sal­ur­inn var inn­sigl­aður og talið var í fram­halds­skól­anum – engir nem­end­ur, eða starfs­menn. Einu sinni var talið á Hótel Sel­fossi en hótel eru ekki góðir taln­inga- eða geymslu­staðir fyrir kjör­gögn. Engum dytti í hug að telja og geyma kjör­gögn á Kaffi­barn­um.

Þá aftur að lands­kjör­stjórn sem varð aftur á stór­kost­leg hand­vömm. Eftir þá fyrstu með afskipta­semi þrátt fyrir að hafa enga lög­sögu yfir yfir­kjör­stjórn­um. Í annan stað gaf hún út kjör­bréf sem hún skýrði sjálf frá í skýrslu að væru ekki trygg. Það er stórfurðu­legt.

Lausn­irnar – Veljum aðeins það versta

Það voru engar góðar lausnir á þessu klúðri. En við gátum ekki látið þetta óátalið. Og alls ekki ekki láta Birgi Ármanns segja okkur að það aðeins hafi verið tvær lausnir á borð­inu. Þær voru fleiri.

  1. Upp­kosn­ing í NV.
  2. Fyrri taln­ing gild­ir.
  3. Seinni taln­ing gild­ir.
  4. End­ur­teknar Alþing­is­kosn­ingar um allt land.

Ég er á því að upp­kosn­ing í NV komi ekki til greina. Kjós­endur í einu kjör­dæmi eru með upp­lýs­ingar sem kalla á stra­tegískar kosn­ing­ar. Það er ekki lýð­ræð­is­legt.

Seinni taln­ingin getur ekki gilt þar sem kjör­gögnin voru ótryggð um langa hríð og því hætta fyrir hendi að átt hafi verið við þau.

Ég hef hall­ast því að því að fyrri taln­ingin gildi – ellegar Alþing­is­kosn­ingar end­ur­teknar á lands­vísu. Það eru þó samt báðir slæmir kost­ir.

Það er engin stemn­ing fyrir Alþing­is­kosn­ing­um. Lýð­ræði er vesen. Þjóðin er búin að kjósa. Það er aldrei stemn­ing fyrir ves­eni. En megum við eða getum gefið afslátt af lýð­ræð­inu þegar sýnt hefur verið fram á fúsk, veru­lega ann­marka og lög­brot.

Ég tel því að fyrri taln­ingin hefði átt að gilda. Ég skal færa rök fyrir því. Ég hef tekið þátt í taln­ingu, sinnt kosn­inga­eft­ir­liti og verið umboðs­maður og þekki því ágæt­lega hvernig kaupin ger­ast á eyr­inni. Kjör­gögn í NV voru óspillt við fyrstu taln­ingu.

Nú er hefðin sú að þegar loka­tölur eru kynnt­ar, allt full­stemmt, gengið frá kjör­gögn­um, allir umboðs­menn sáttir og ef ekki þá bóka þeir í gerða­bók, taln­inga­fólk, umboðs­menn, almenn­ingur sem fylgd­ist með taln­ingu og yfir­kjör­stjórn yfir­gefur taln­inga­stað þá er taln­ingu lok­ið. Allur orð­heng­ils­háttur um að taln­ingu sé ekki lokið fyrr en yfir­kjör­stjórn kemur saman eftir smá­blund til að fylla inn eyðu­blöð til lands­kjör­stjórnar er fyr­ir­slátt­ur. Í fyrsta lagi eru þeir ekki að telja, þeir eru að taka saman tölur og skýrslu fyrir lands­kjör­stjórn. Það er ekki taln­ing. Það er sam­an­tekt og skil á gögn­um.

En fyrri taln­ing­unni var aldrei skilað til lands­kjör­stjórnar og því erfitt að gefa út kjör­bréf á nið­ur­stöður sem aldrei skil­uðu sér.

Alþingi valdi verstu lausn­ina á fimmtu­dags­kvöld­ið. Lukashen­kolýð­ræði. Hér þurfti engin vett­linga­tök, heldur vand­aða máls­með­ferð, aðkomu kjós­enda og ásætt­an­legar lausn­ir. Lýð­ræðið og virð­ing þings­ins er í veði. Því var fórnað á fimmtu­dags­kvöldið var.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar