Upplýsingaóreiða er vandamál

Unnþór Jónsson skrifar um upplýsingaóreiðu um COVID-19. Hann segir fjölmiðla ekki brjóta á tjáningarfrelsi fólks þegar þeir neita að birta greinar þeirra.

Auglýsing

Þessa dag­ana á sér stað umræða um að tak­marka rétt­indi þeirra sem ekki hafa látið bólu­setja sig gegn COVID-19, líkt og gert er víða í Evr­ópu. Ástæða þess er sú að óbólu­settir eru lík­legri til að smit­ast og bera smit áfram auk þess að vera hlut­falls­lega séð þyngri baggi á heil­brigð­is­kerf­inu. Með því að tak­marka rétt­indi óbólu­settra má hugsa sér að ein­hverjir myndu láta til leið­ast og þiggja bólu­setn­ingu, sem myndi svo hjálpa til í bar­átt­unni við veiruna og þar með auka frelsi og hag heild­ar­inn­ar. Þetta er þó flókn­ara álita­efni en svo því það er alls ekki öruggt að slíkar tak­mark­anir á rétt­indum óbólu­settra muni bera til­ætl­aðan árang­ur. Þeir sem ekki hafa þegið bólu­setn­ingu gætu, eðli­lega, upp­lifað tak­mark­an­irnar nið­ur­lægj­andi og styrkst í nei­kvæðri afstöðu sinni til bólu­setn­inga. Þeir gætu enn fremur í mót­mæla­skyni virt sótt­varn­ar­reglur og -til­mæli að vettugi og þar með aukið smit­hættu. Þá erum við á sama stað og áður nema með aukna sundr­ung og óein­ingu. Fyrir utan að slík stefna jað­ar­setur til­tek­inn hóp og það eitt og sér eru sterk rök á mót­i. 

Sér­fræð­ingar telja líka að skiln­ingur gagn­vart þeim sem eru hik­andi við bólu­setn­ingar sé heppi­legri leið en jað­ar­setn­ing til að sann­færa þá um gildi bólu­setn­ingu (þó mis­mun­andi reglur fyrir bólu­setta og óbólu­setta séu vissu­lega sann­gjarnar og rétt­mætar við ákveðnar aðstæð­ur, t.d. varð­andi reglur um sótt­kví og ein­angr­un). Því verður samt ekki neitað að það er sam­fé­lags­legt vanda­mál þegar stór hópur fólks neitar bólu­efn­unum í miðjum heims­far­aldri. Rót vand­ans liggur aftur á móti ekki í þeirri ákvörðun hvers og eins að neita spraut­unni. Nei, rót vand­ans liggur í þeim upp­lýs­ingum sem sá hópur hefur fengið um bólu­efni. Rót vand­ans er óreiða upp­lýs­inga.

Far­aldur rangra og vill­andi upp­lýs­inga

Upp­lýs­inga­óreiða er sam­fé­lags­legt mein. Hún hefur til að mynda gert vart við sig í frjálsum stjórn­mála­kosn­ingum í lýð­ræð­is­ríkjum og mögu­lega haft áhrif á nið­ur­stöður ein­hverra þeirra. Þá er hún oft áber­andi í umræð­unni um hlýnun jarðar og getur þannig komið í veg fyrir eða hindrað þær aðgerðir sem þörf er á til að afstýra yfir­vof­andi umhverf­is­hörm­ung­um. Hún er þó ekki minna vanda­mál á tímum heims­far­ald­urs þar sem líf, heilsa og við­ur­væri fólks er und­ir. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þær hörmu­legu afleið­ingar sem upp­lýs­inga­óreiða getur leitt af sér. Þannig hefur verið afar slæm þátt­taka í bólu­setn­ingum í Banda­ríkj­un­um, þrátt fyrir að landið hafi eitt besta aðgengi að bólu­setn­ingu og hefði fyrir löngu getað verið búið að bólu­setja allt full­orðið fólk og ung­linga, en yfir 170.000 manns hafa dáið þar í landi vegna veirunnar frá 1. júlí 2021 og smitum hefur tekið að fjölga á ný. Sama er á uppi á ten­ingnum í ýmsum Evr­ópu­löndum þar sem skelfi­lega lágt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall hefur þvingað rík­is­stjórnir til að grípa til harðra sótt­varna­að­gerða á borð við útgöngu­bann til þess að verja heil­brigð­is­kerfi þeirra.

Það er því ekki að ástæðu­lausu að í sept­em­ber á síð­asta ári gáfu Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, UNICEF auk fjölda ann­arra alþjóða­stofn­ana út sam­eig­in­lega frétta­til­kynn­ingu þar sem þjóðir heims­ins voru hvattar til að grípa til aðgerða gegn útbreiðslu rangra og vill­andi upp­lýs­inga um heims­far­aldur COVID-19, því sem hefur verið kallað upp­lýs­inga­far­aldur (e. infodem­ic).

Auglýsing
En hvað með Ísland? Við virð­umst vera í góðum málum sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Einn mæli­kvarði á til­vist upp­lýs­inga­óreiðu, þó vissu­lega ófull­kom­inn, er traust íslensku þjóð­ar­innar til almanna­varna og heil­brigð­is­yf­ir­valda, þaðan sem alla­jafna má nálg­ast traust­verðar upp­lýs­ing­ar. Í þjóð­ar­púlsi Gallup frá ágúst síð­ast­liðnum mæld­ist traustið til þeirra 87%, en hafði þó farið niður á við frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins. Þá þáðu u.þ.b. 90% full­orð­ins fólks boð í bólu­setn­ingu COVID-19 að hvatn­ingu heil­brigð­is­yf­ir­valda. Ágætis staða en betur má ef duga skal. Tíu pró­sent er um 30.000 manns og aðeins lít­ill minni­hluti hefur gilda lækn­is­fræði­lega ástæðu til að þiggja ekki bólu­setn­ingu. Það þýðir að fjöld­inn allur af fólki hefur að öllum lík­indum neitað bólu­setn­ingu af ástæðum sem rekja má til mis­vísandi eða rangra upp­lýs­inga. Þá virð­ist sem þátt­taka í mik­il­vægum þriðja skammti bólu­efn­anna verði ekki jafn góð og fyrr á árinu þrátt fyrir að rann­sóknir hafi sýnt fram á að vörnin verði enn betri en fékkst með tveimur skömmt­um, auk þess sem vonir standa til að vörnin verði stöðugri heldur en eftir tvo skammta í ljósi stór­eflds mótefna­svars. Læð­ist að manni sá grunur að óverð­skulduð tor­tryggni, byggð á skorti á réttum upp­lýs­ing­um, spili þar hlut­verk. Verði ekki nægj­an­lega góð þátt­taka í þriðja skammt­inum mun far­ald­ur­inn því miður drag­ast á lang­inn. Því verður hér full­yrt að upp­lýs­inga­óreiða sé til staðar á Íslandi og bæði hefur haft og mun hafa áhrif á þróun far­ald­urs­ins. Með það í huga er rétt að beina athygl­inni að þeim sem hafa stuðlað að röngum og vill­andi upp­lýs­ingum um COVID-19 hér á landi.

„Skop“­mynda­teikn­ingar Morg­un­blaðs­ins

Teikn­ar­inn Helgi Sig­urðs­son hefur lengi verið þekktur fyrir vondar skoð­anir (og lélegan húmor). Það kemur því ekki á óvart að hann hafi gleypt við hverju því bulli og vit­leysu sem rekið hefur á fjörur hans um COVID-19. Afar reglu­lega hefur hann birt á síðum Morg­un­blaðs­ins skop­myndir sem eru hreinn hræðslu­á­róður um bólu­efni COVID-19. Þá hefur hann líka kol­fallið fyrir hinu meinta krafta­verka­lyfi Ivermectin þrátt fyrir að það sé breið sam­staða meðal lækna­sam­fé­lags­ins að lyfið hafi ekki sannað gildi sitt gegn COVID-19 sjúk­dóm­in­um, þó ekki sé úti­lokað að það geti haft ein­hver jákvæð áhrif en þá helst í löndum þar sem þráð­ormur er land­lægur. Eina sem er verra en skop­myndir Helga er sú ákvörðun rit­stjórnar Morg­un­blaðs­ins að leyfa þessum áróðri að birt­ast í blað­inu. Til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og auka trú­verð­ug­leika væri rétt­ast ef blaðið myndi slíta sam­starfi sínu við Helga Sig, en lík­urnar á því eru álíka miklar og að næsta mynd Helga verið fynd­in. Það er samt mik­il­vægt að halda því til haga að Morg­un­blaðið ber ábyrgð á upp­lýs­inga­óreiðu Helga. 

Grímu­laus greina­skrif 

Í þeim til­gangi að styrkja opna þjóð­fé­lags­um­ræðu leyfa flestir fjöl­miðlar aðsendar blaða­greinum óháð efn­is­tökum og að upp­fylltum form­skil­yrð­um. Það er gott og bless­að. Að mínu mati ættu fjöl­miðlar þó ekki sjálf­krafa að birta greinar ef í þeim er að finna aug­ljós­lega rangar og vill­andi upp­lýs­ingar sem varða almanna­heill, en þá marka­línu getur verið erfitt að finna. Ef við tökum grímur sem dæmi þá er afstaða heil­brigð­is­yf­ir­valda hér á landi og vís­inda­manna almennt sú að grímur draga úr smitum. Aftur á móti er deilt um hversu mikið grímur draga úr smitum og sömu­leiðis hvernig er best að haga grímu­reglum eða -til­mæl­um. Hvað þá með grein sem dregur virkni gríma í efa með vafa­samri vís­inda­legri nálg­un? Anna Tara Andr­és­dótt­ir, dokt­or­snemi í heila-, hug­ar­starf­semi og hegð­un, skrif­aði slíka grein síð­asta vor og Vísir mun hafa hafnað henni, m.a. með vísan til þess að þú eigir rétt á þínum skoð­unum en ekki þínum stað­reynd­um. Kjarn­inn mun hafa birt hana og þá birt­ist fram­halds­grein í Stund­inni, en síð­ar­nefndi fjöl­mið­ill birti hana þó með fyr­ir­vara um að efni hennar hafi ekki verið sann­reynt af rit­stjórn auk þess að vísa í opin­berar ráð­legg­ingar um grímunotk­un. Að mínu mati eru grein­arnar skýrt dæmi um upp­lýs­inga­óreiðu en hvort ábyrgum fjöl­miðli bæri að synja þeim birt­ingu skal ósagt lát­ið. 

„Raddir verða að heyr­ast"

Það er ágætt að hafa í huga að fjöl­mið­ill brýtur ekki á tján­ing­ar­frelsi neins með því að neita við­kom­andi um birt­ingu grein­ar. Að sama skapi ber fjöl­miðlum engin skylda til að sjá til þess að öll sjón­ar­mið kom­ist að þegar mál­efnið varðar almanna­heill. Slíkt getur leitt til svo­kall­aðs falsks jafn­vægis, t.d. þegar tals­maður efa­hyggju­manna um hnatt­ræna hlýn­un, agn­ar­smár hóp­ur, er feng­inn til að rök­ræða við vís­inda­mann í lofts­lags­málum hvort athafnir manna séu að valda hlýnun jarð­ar. Þetta á sér­stak­lega við þegar við­mæl­and­inn er þekktur fyrir ofur­dreif­ingu rangra upp­lýs­inga. 

Fyrir stuttu mætti Jóhannes Lofts­son, for­maður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins, for­sprakki Kóvið­spyrn­unnar og leið­togi stjórn­mála­aflsins Ábyrg fram­tíð, í útvarps­þátt­inn Í bítið á Bylgj­unni. Þátta­stjórn­endur hófu við­talið á orð­unum „Raddir verða að heyrast“ og því var ljóst að þeir Gulli og Heimir vissu vel upp á sig sök­ina að fá Jóhannes til sín, enda ekki í fyrsta skipti sem hann mætir til þeirra. Með óljósri til­vísun í meinta skyldu sína um að leyfa öllum röddum sam­fé­lags­ins að heyr­ast vörp­uðu þeir hins vegar frá sér allri ábyrgð á því sem Jóhannes hafði að segja. Það var síðan við­búið að hlust­endum var boðið upp á and­vís­inda­legt bull og kjaftæði um COVID-19, bólu­efni og Ivermectin (og nei, Robert Malone er ekki upp­finn­inga­maður mRNA tækn­innar og alls ekki mark­tækur sér­fræð­ingur). Þrátt fyrir að þátta­stjórn­endur hefðu reynt hvað þeir gátu að hrekja stað­hæf­ingar Jóhann­esar þá skipti það ekki máli. Með gish gallop tækni var Jóhannes búinn að tryggja sér „sig­ur“ áður en við­talið byrj­aði og skað­inn skeður að því loknu. Rétt eins og með Morg­un­blaðið og Helga Sig þá væri réttast, ef Gulli og Heimir vilja sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og auka trú­verð­ug­leika þáttar síns, að Jóhann­esi verði ekki boðið aftur í þátt­inn. Sama gildir um aðra þætti sem hafa fengið hann í við­tal, m.a. síð­deg­is­út­varpið á Útvarpi Sögu, Ísland vaknar á K-100 og Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni.

Hvers­dags­leg, væg upp­lýs­inga­óreiða

Dreif­ing rangra og vill­andi upp­lýs­inga er ekki nýtt vanda­mál en með til­komu inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðla hefur það orðið stærra og flókn­ara. Þeir sem búa til og eru upp­spretta upp­lýs­inga­óreiðu fá góðan stuðn­ing frá algrímum sam­fé­lags­miðla og tækni­fyr­ir­tækja, sem eiga það til að ýta undir öfga­kennd sjón­ar­miðið eins og hræðslu­á­róður um bólu­setn­ing­ar. Þegar hinn alræmdi Jos­eph Mercola, einn af þeim 12 ein­stak­lingum sem bera ábyrgð á megn­inu af rang­færslum um bólu­efni og bólu­setn­ingar á net­inu, deildi skop­mynd á Twitter af fólki ganga inn og út um dyr til að þiggja bólu­setn­ingu þá er það óum­deil­an­lega skað­leg upp­lýs­inga­óreiða um bólu­efni.

Auglýsing
Þegar Sig­ríður And­er­sen, fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, lækaði þá mynd og aðra skop­mynd, þá stuðl­aði hún einnig að sömu upp­lýs­inga­óreiðu og lagði þar með sitt af mörkum til að draga heims­far­aldur COVID-19 á lang­inn. Þetta snýst nefni­lega ekki bara um kjána­legar sam­sær­is­kenn­ingar um Bill Gates, örflögur og 5G, heldur líka hvernig við umgöng­umst upp­lýs­ing­ar. Að mínu mati var þannig um upp­lýs­inga­óreiðu að ræða, þó væga, þegar hinn skarp­skyggni hag­fræð­ingur Kon­ráð S. Guð­jóns­son gaf það í skyn á Twitter að heil­brigð­is­yf­ir­völd hefðu ítrekað lofað enda­lokum far­ald­urs­ins (sem þau gerðu aldrei), áður en hann spurði hvort eina leiðin út úr þessu væri ekki að allir smit­ist. Þrátt fyrir að okkur líki ekki við vís­inda­legu óvissu far­ald­urs­ins þá þurfum við samt sem áður að vanda okkur í umræð­unni, sér í lagi þegar okkar helsta vopn er sprauta af bólu­efni sem hluti almenn­ings er hik­andi við að þiggja.

Við berum líka ábyrgð 

Að lokum er rétt að spyrja: Hef ég með þessum pistli stuðlað að upp­lýs­inga­óreiðu? Ég vona sann­ar­lega ekki. Aftur er á móti er ég eng­inn sér­fræð­ing­ur, hvorki á sviði lækn­is­fræði, far­alds­fræði, veiru­fræði né nokk­urra ann­arra tengdra sér­fræðis­viða. Þó ég hafi eftir fremsta megni reynt að byggja á skoð­unum máls­met­andi sér­fræð­inga þá er næstum því allt í þessum far­aldri háð sam­hengi og blæ­brigðum sem auð­velt er að yfir­sjást. Með öðrum orð­um: Þetta er flók­ið. Vís­inda­leg þekk­ing er alltaf á hreyf­ingu og í miðjum heims­far­aldri er hún á sér­stak­lega hraðri hreyf­ingu. Það þýðir ekki að við getum ekki tekið afstöðu en við þurfum þrátt fyrir það að vanda okkur og und­ir­byggja umræð­una með réttum upp­lýs­ingum og nauð­syn­legu sam­hengi. Þá eigum við heldur ekki að vera óhrædd að breyta skoð­unum okkar í ljósi nýrra upp­lýs­inga og rann­sókna, því þannig virka vís­indi.

Þó ein end­urunnin plast­flaska geri ekk­ert í stóra sam­hengi umhverf­is- og lofts­lags­mála þá erum við samt flest öll sam­mála um að end­ur­vinnsla sé af hinu góða, enda gerir margt smátt eitt stór. Að sama skapi, þó þátt­taka hvers og eins í umræð­unni um COVID-19 og bólu­efnin spili lítið hlut­verk þá skiptir sam­taka­mátt­ur­inn máli. Búum því til betri umræðu og gefum ekki upp­lýs­inga­óreið­unni and­rými.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar