Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og heil­brigð­is­ráð­herra, skil­aði minn­i­hluta­á­liti úr kjör­bréfa­­nefnd­ áður en kosið var um stað­fest­ingu kjör­bréfa á Alþingi í gær. Þar kemur fram að nið­ur­staða hennar sé að rétt væri að ógilda kosn­­ing­­arnar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og kjósa þar á ný. Almenn­ingur þurfi ótví­­rætt að geta treyst því að tryggt sé að vilji kjós­­end­anna hafi verið leiddur í ljós.

Ástæðan er sú að kjör­stjórn í kjör­dæm­inu braut kosn­inga­lög. Þar skiptir mestu að kjör­gögn voru ekki inn­sigluð og að for­maður kjör­stjórnar eyddi hálf­tíma einn með þeim óinn­sigl­uðu kjör­gögnum áður en hann ákvað að telja þau aftur og fá aðra nið­ur­stöðu en við upp­haf­lega taln­ingu. Þess utan gat fólk gengið inn og út úr salnum þar sem atkvæðin voru geymd á milli taln­inga. Afleið­ing þessa er að engin vissa er til staðar um hvort hluti þeirra þing­manna sem fengu kjör­bréf sitt afhent í gær séu rétt­kjörnir eða ekki.

Ógjörn­ingur að full­yrða hvort átt hafi verið við atkvæði

Álit Svan­dísar er vandað og rök­semd­ar­færsla hennar sterkt. Þar segir meðal ann­ars að rétt­ar­ör­ygg­is­­reglum laga um kosn­­ingar til Alþing­is, og und­ir­liggj­andi meg­in­regl­um, sem lúta að inn­siglun atkvæða og því að eng­inn sé í ein­­rúmi með óinn­­sigl­uðum atkvæð­um, sé hvort tveggja „ætlað að tryggja að ekki sé unnt að hafa áhrif á nið­­ur­­stöður kosn­­inga í reynd“ en „ekki síður að ekki sé unnt að bera brigður á nið­­ur­­stöð­una.“

Auglýsing
Svandís segir enn fremur að vanda­málið sem skap­ist ef þessar reglur séu brotnar með þeim hætti sem á við í þessu máli sé nær ógern­ingur að full­yrða hvort í raun hafi verið átt við atkvæði. „Er þá komin upp sú staða að ekki er heldur unnt að úti­­loka það. Þá vill svo til að nið­­ur­­staða fyrri taln­ingar og þeirrar taln­ing­­ar, sem fram fór eftir að fram­an­rakin ákvæði höfðu verið brotin við með­­­ferð kjör­­gagna, var ekki sú sama og mun­aði nægj­an­­lega miklu til að hreyf­­ing yrði á þing­­sæt­­um. Þessi aðstaða, óháð því hvort átt var við atkvæði eða ekki, er svo sann­­ar­­lega til þess fallin að rjúfa traust.“

Í áliti Svan­dísar segir líka að ekki sé unnt að úti­­loka með vissu að fram­an­­greindir ann­­markar hafi haft áhrif og ann­­mark­­arnir feli í sér brot á þeim ákvæðum kosn­­inga­laga sem ætlað sé að tryggja að unnt sé að ganga úr skugga um rétta taln­ingu og að almenn­ingur geti treyst því að svo hafi ver­ið. „Verður því, í ljósi meg­in­­reglu um að með kosn­­ingum skuli lýð­ræð­is­­legur vilji kjós­­enda leiddur í ljós, að úrskurða kosn­­ing­una ógilda og boða til upp­­­kosn­­ingar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi.“ 

Ekk­ert „bendi til þess“ að átt hafi verið við gögn

Alls 42 þing­menn gáfu lítið fyrir þetta og stað­festu síð­ari taln­ing­una á Alþingi í gær. Það var gert með öllum greiddum atkvæðum þeirra flokka sem fengu kosn­inga­nið­ur­stöðu sem hentar þeim póli­tískt. Þar er um að ræða stjórn­ar­flokk­anna þrjá sem eru í þann mund að inn­sigla áfram­hald­andi hent­ug­leika­hjóna­band sitt og Flokk fólks­ins, sem styrkti stöðu sína á þingi veru­lega í síð­ustu kosn­ing­um. Auk þess hlaut til­lagan stuðn­ing beggja þing­manna Mið­flokks­ins, en áheyrn­ar­full­trúi hans, sem er líka for­maður flokks­ins, í und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa var reyndar búin að sýna hvaða skoðun hann hafði á þessu máli með því að mæta ekki á einn fund nefnd­ar­inn­ar. Annar þing­manna Mið­flokks­ins sem greiddi atkvæði með þess­ari nið­ur­stöðu komst inn á þing sem jöfn­un­ar­maður á grund­velli end­ur­taln­ing­ar­inn­ar. Hann var sá eini þeirra fimm sem það á við um sem ákvað að kjósa með eigin stað­fest­ingu á kjör­bréfi. 

Fyrr um dag­inn var Birgir Ármanns­son, for­maður und­ir­bún­ings­kjör­nefnd­ar, spurður á þingi hver nið­ur­staðan í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefði raun­veru­lega ver­ið. Birgir svar­aði því til að meiri­hlut­inn í nefnd­inni teldi að úrslit kosn­­ing­anna hefðu birst í þeim tölum sem yfir­­­kjör­­stjórn Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmis skil­aði lands­­kjör­­stjórn eftir end­ur­taln­ingu. „Að teknu til­­liti til þeirra smá­væg­i­­legu frá­­vika sem við fundum við ítar­­lega yfir­­­ferð allra kjör­­gagna sem gefa ekki til­­efni til þess að úrslit kosn­­ing­anna hafi með neinum hætti breyst.“ Ekk­ert sem benti „til þess að átt hafi verið við gögnin á þessu tíma­bili og við byggjum okkar nið­­ur­­stöðu á því.“

Fag­maður feng­inn til að drepa mál­inu á dreif

Það læð­ist að manni sá grunur að tveggja mán­aða starf und­ir­bún­ings­nefndar fyrir afhend­ingu kjör­bréfa hafi fyrst og síð­ast verið yfir­varp svo Vinstri græn og kerf­is­flokk­arnir tveir gætu tekið sér góðan tíma í að finna lægsta sam­nefnar­ann í lyk­il­málum sem þeir þurfa að lenda með ein­hverjum hætti í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Helst þannig að hver geti túlkað text­ann hvernig sem hentar til heima­brúks. Alls liðu 140 dagar frá síð­asta þing­fundi í júli og fram að þeim fyrsta á þessu kjör­tíma­bili, sem fór fram fyrr í vik­unni. Löngu hafi verið búið að ákveðna hver nið­ur­staðan um úthlutun kjör­bréfa ætti að vera.

Auglýsing
Enginn er betur til þess fall­inn að leiða slíka vinnu en Birgir Ármanns­son. Hann er fær­asti stjórn­mála­maður Íslands í að drepa málum á dreif, í að éta upp tíma þegar flokkur hans þarf á slíku að halda og hefur gert það að póli­tískri list­grein að svara spurn­ingum með svörum án inni­halds. Birgir leysti fyrir vikið verk­efni sitt sem for­maður und­ir­bún­ings­nefnd­ar­innar óað­finn­an­lega. 

Um leið dró úr spennu vegna hinnar rétti­lega véfengdu nið­ur­stöðu kosn­inga. Í tvo mán­uði hafði almenn­ingur verið vanin við þá hug­mynd að það væri bara best að gera eins og vald­inu þókn­ast og margir löngu búnir að snúa sér að næstu dæg­ur­þræt­um.

Tæki­fær­is­mennskan varð enn og aftur ofan á

Á þessum vett­vangi var kallað eftir því byrjun októ­ber að þetta mál myndi ekki falla í póli­tískar skot­graf­ir. Sér­stak­lega mættu sig­ur­veg­arar kosn­inga ekki nálg­ast málið út frá því sjón­­­ar­miði að verja sinn árangur og láta sem að þetta breyti ekki nið­­ur­­stöðum kosn­­inga eða sé bara óheppi­­leg­t. Tæki­­fær­is­­mennska ætti ekk­ert heim­ili í þeim aðstæðum sem hafa skap­­ast. Þeir sem myndu grípa til hennar gerðu lítið annað en að stað­­festa hversu smá­ir, þröng­­sýnir og sér­­hags­muna­mið­aðir ein­stak­l­ingar þeir séu.

Hér væri trú­verð­ug­­leiki kosn­­inga und­­ir. Stjórn­mála­mönnum bæri að taka það mjög alvar­lega. Það gerði flestir þeirra því miður ekki.

Í því sam­hengi er rétt að hafa það í huga að lengd á ekk­ert sam­merkt með gæð­um. Þótt nefndin hans Birgis hafi starfað í tvo mán­uði, fundað í á fjórða tug skipta, farið í oft í ferðir í kjör­dæmið og skilað skýrslu upp á 91 blað­síðu þá er það ekki stað­fest­ing á því að vinna nefnd­ar­innar hafi verið góð. Raunar má færa rök fyrir því að hún hafi brugð­ist veru­lega, með því að taka þann tíma sem hún tók í að kom­ast að engri annarri nið­ur­stöðu en þeirri sem Ingi Tryggva­son, for­maður kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, kynnti síð­degis sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber eftir að hafa brotið gegn kosn­inga­lög­um. 

Full­komið fúsk

Hér hljóta flestir að átta sig á því að nið­ur­staðan sem var sam­þykkt í gær, og skipar lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­innar á kom­andi kjör­tíma­bili, er full­komið fúsk. Þeir sem kusu með henni gerðu það vegna þess að nið­ur­staðan hent­aði þeim. Engin gerði það af full­vissu um að fram­kvæmd kosn­inga hafi verið í lagi. En þetta fólk rök­styður afstöðu sína fyrir sjálfu sér með því að skýr brot á fram­kvæmd kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi ekki haft áhrif á end­an­lega nið­ur­stöðu kosn­inga. 

Í stað þess að byggja nið­ur­stöð­una á því sem gerð­ist – að brotið var gegn kosn­inga­lögum með skýrum og stað­festum hætti með þeim afleið­ingum að úrslit kosn­inga eru með réttu véfengj­an­leg – þá var ákveðið að færa sönn­un­ar­byrð­ina yfir á þá sem gerðu athuga­semd við þetta. Þeir þurftu að sanna að Ingi Tryggva­son eða ein­hver annar hefði átt við kjör­gögnin í stað þess að aðstæð­urnar sem sköp­uð­ust, og fela í sér að eng­inn vissa er til staðar um hvort ein­hver hafi svindlað eða ekki, væru nægj­an­legar til að taka ekki seinni taln­ing­una gilda. Sönn­un­ar­byrð­inni var snúið á haus. 

Á Íslandi hafa nú verið sam­þykkt kjör­bréf 63 þing­manna án þess að fyrir liggi nokkur vissa um hvort hluti þeirra séu rétt­kjörn­ir. Nið­ur­stað­an, og rök­stuðn­ing­ur­inn sem er settur fram fyrir henni, leiðir til þess að óvissa er um hvort það þurfi yfir höfuð að fara eftir kosn­inga­lögum við fram­kvæmd kosn­inga ef meiri­hluti þing­manna er ánægður með fram­setta nið­ur­stöðu. Þetta er óum­deil­an­leg stað­reynd. Meltið hana aðeins.

Þeir sem gera ekki athuga­semdir við þetta bera ekki mikla virð­ingu fyrir lýð­ræð­inu heldur móta afstöðu sína á grund­velli eigin hags­muna. 

Og bera ábyrgð á því að traust til kosn­inga á Íslandi hefur verið rof­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari