Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki

Doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun skrifar um virkni gríma í baráttunni gegn COVID-19.

Auglýsing

Notkun andlitsgríma gegn COVID-19 meðal einkennalauss fólks í samfélaginu hefur verið umdeild. Möguleg útskýring á því er að niðurstöður rannsókna og umfjöllun fjölmiðla hefur verið misvísandi.

Til dæmis stendur á heimasíðunni Lifandi Vísindi að nú hafi vísindamenn safnað niðurstöðum alls 172 rannsókna „svarið er augljóst: Gríma minnkar hættuna á kórónuveirusmiti“. Hins vegar er ekki tekið fram að þessi ályktun byggir aðeins á einni yfirlitsgrein sem skoðaði ekki einungis andlitsgrímur. Hún skoðaði einnig fjarlægðartakmarkanir, augnvarnir og fleira. Við nánari athugun kom í ljós að aðeins 29 af þessum 172 rannsóknum skoðuðu grímunotkun.

Engin þessara rannsókna skoðaði þó grímunotkun eina og sér. Ásamt grímum notaði fólk aðrar sóttvarnir svo sem hanska, handþvott, fjarlægðartakmarkanir og svo framvegis. Þar að auki voru allar 172 vísindagreinarnar athugunarrannsóknir sem þýðir að margir aðrir þættir hafi verið inn í myndinni sem gætu raunverulega útskýrt minnkun á smithættu, ekki einungis andlitsgrímur. Einnig er mikilvægt að geta þess að 24 af þessum 29 rannsóknum voru gerðar á spítölum og því er ekki hægt að yfirfæra þær niðurstöður á fólk almennt í samfélaginu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kallar þessar 172 rannsóknir vísindi með litla vissu (low-certainty evidence) og tekur fram að enn séu ekki til hágæða rannsóknir sem styðja notkun andlitsgríma almennt í samfélaginu.

Auglýsing

Slembiraðaðar íhlutunarrannsóknir (randomized controlled trials) eru taldar vera hágæða rannsóknir og undarlegt er, að þrátt fyrir skyndilega allsherjarnotkun andlitsgríma, hefur aðeins verið gerð ein íhlutunarannsókn á virkni þeirra gegn COVID-19. Þetta er dönsk rannsókn og niðurstöður hennar bentu til þess að andlitsgrímur veittu ekki vernd gegn COVID-19. Samkvæmt dönsku fréttablaði var þessari rannsókn synjað um birtingu í þremur helstu vísindatímaritunum, The Lancet, The New England Journal of Medicine (NEJM) og The Journal of the American Medical Association (JAMA). Áhugavert er að þessi sömu þrjú tímarit hafa birt rannsóknir með verulegum ágöllum á lyfinu Hydroxychloroquine gegn COVID-19 og áttu þannig stóran þátt í að stöðva útbreiðslu þessa lyfs í miðjum heimsfaraldri. The Lancet og NEJM afturkölluðu þessar rannsóknir meðan JAMA hefur enn ekki gert það þrátt fyrir mikla gagnrýni á notkun hættulega hárra skammta af lyfinu. Ritstjórar The Lancet og NEJM hafa báðir sagt að það sé ekki lengur hægt að trúa vísindum og að mögulega helmingur þeirra sé ekki byggður á sannleika. Danska fréttablaðið telur útskýringuna fyrir synjun um birtingu vera að niðurstöðurnar voru ekki pólitískt réttar. Eiga pólitískar aðgerðir ekki einmitt að byggja á vísindum?

Skyldi virkni andlitsgríma gegn öðrum öndunarveirum hafi verið rannsökuð? Já, á heimasíðu CDC (Centers for Disease Control and Prevention) má finna 14 slembiraðaðar íhlutunarrannsóknir, engin þeirra sýndi fram á virkni andlitsgríma gegn inflúensuveirunni.

Erfitt er að gera rannsóknir sem meta hvort andlitsgrímur verndi aðra. Hins vegar fann yfirlitsgrein 44 rannsókna að notkun gríma meðal skurðlækna jók sárasýkingartíðni eftir aðgerð sem dregur í efa hvort grímur verndi aðra.

Hér að neðan má sjá mynd sem útskýrir ágætlega mismunandi gæði rannsókna.

Mynd: Eric Bass -ResearchGate

Fyrst afnámu sextán fylki í Bandaríkjunum sóttvarnareglur að miklu leyti og nú hafa Arizona og Arkansas einnig slegist með í för. Í kjölfarið birti CDC athugunarrannsókn á virkni sóttvarnaaðgerða á veitingastöðum og andlitsgríma. Þau fundu að andlitsgrímur leiddu til 1,3% fækkunar á COVID-19 smitum og dauðsföllum. Með öðrum orðum var virkni andlitsgríma nánast engin. Hins vegar var umfjöllun fjölmiðla á þessari rannsókn þannig:

Skjáskot úr ýmsum fréttamiðlum.

Stærð skiptir máli

COVID-19 veiran er talin vera þúsund sinnum minni en götin sem eru á skurð- og taugrímum (COVID-19 veiran: 50 nm to 140 nm; skurð- og taugrímur: 55.000 – 440.000 nm). Bent hefur verið á að N95 grímur séu áhrifaríkari gegn COVID-19 hins vegar sía N95 grímur agnir sem eru yfir 300 nm í þvermál sem er tvöfalt stærri en COVID-19 veiran. Auk þess fann ein yfirlitsgrein og ný stór rannsókn ekki virkni N95 gríma gegn öndunarfærasýkingum. Andlitsgrímur eru því hugsaðar til að draga úr dropum sem koma úr öndunarvegi og sumir telja að það dragi einnig úr COVID-19 smitum. Hins vegar virðist sú ályktun vera röng því niðurstöður slembiraðaðra íhlutunarrannsókna benda til þess að minnkun dropa dragi ekki úr COVID-19 smitum. Í ljósi þessa geta íslenskar fréttir, sem fjalla um virkni gríma gegn dropum, verið misvísandi:

Skjáskot af vef Vísis

Vísindavefurinn virðist einnig draga svipaðar ályktanir og segir að rannsóknir hafi sýnt án nokkurs vafa að andlitsgrímur geti komið í veg fyrir COVID-19 smit því þær stöðvi dropa úr öndunarvegi:

Skjáskot af vef Kjarnans

Hér má sjá að andlitsgrímunotkun virðist ekki hafa dregið úr COVID-19 smitum samkvæmt PCR prófum:

Mynd: Swiss Policy Research

Þrjár eða fjórar grímur?

Mynd: CNBC

Fauci ber einnig ábyrgð á því að upplýsingar um grímunotkun séu ruglingslegar. Hann sagði í upphafi heimsfaraldurs að andlitsgrímur virkuðu takmarkað. Næst sagði hann að það væri heilbrigð skynsemi að notkun tveggja gríma væri betri en einnar. Svo sagði hann að grímunotkun myndi ekki ljúka fyrr en yfirgnæfandi meirihluti fólks væri bólusett. Í kjölfarið birtust ráðleggingar í fjölmiðlum um að nota þrjár jafnvel fjórar grímur. Nú segir Fauci að grímur þurfi mögulega að nota fram til ársins 2022. Síðastliðinn júní mældi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki með andlitsgrímunotkun hér á landi sem fór þá gegn ráðleggingum WHO. Þórólfur sagði að sér þætti tillögur WHO skrýtnar „það eru engar nýjar röksemdir fyrir að þetta komi að gagni“. Þar sem enn eru engar röksemdir fyrir nytsemi andlitsgríma væri fróðlegt að vita af hverju Þórólfur skipti um skoðun.

Norska heilbrigðisstofnunin (NIPH) birti ráðleggingar varðandi andlitsgrímur. Þar segir að jafnvel þó við gefum okkur að virkni andlitsgríma sé 40% og að 20% fólks sé með einkennalaust COVID-19, þá þyrftu 200.000 einkennalausir einstaklingar að nota grímur til að koma í veg fyrir eitt smit á viku miðað við þá tíðni smita sem var svipuð og í „fjórðu bylgju“ hér á landi. Vegur ávinningurinn raunverulega þyngra en áhættan?

Ef sóttvarnayfirvöld byggja reglugerðir ekki á rannsóknum, á hverju byggja þær þá? Til að svipta fólk frelsi þarf sérstaklega sterkar röksemdir - röksemdir sem yfirvöld leggja ekki fram. Það getur verið þunn lína milli þess að vernda þegna sína og að valda þeim skaða. Hvernig tryggjum við að yfirvöld fari ekki yfir þá línu?

Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar