Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki

Doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun skrifar um virkni gríma í baráttunni gegn COVID-19.

Auglýsing

Notkun and­lits­gríma gegn COVID-19 meðal ein­kenna­lauss fólks í sam­fé­lag­inu hefur verið umdeild. Mögu­leg útskýr­ing á því er að nið­ur­stöður rann­sókna og umfjöllun fjöl­miðla hefur verið mis­vísandi.

Til dæmis stendur á heima­síð­unni Lif­andi Vís­indi að nú hafi vís­inda­menn safnað nið­ur­stöðum alls 172 rann­sókna „svarið er aug­ljóst: Gríma minnkar hætt­una á kór­ónu­veirusmit­i“. Hins vegar er ekki tekið fram að þessi ályktun byggir aðeins á einni yfir­lits­grein sem skoð­aði ekki ein­ungis and­lits­grím­ur. Hún skoð­aði einnig fjar­lægð­ar­tak­mark­an­ir, augn­varnir og fleira. Við nán­ari athugun kom í ljós að aðeins 29 af þessum 172 rann­sóknum skoð­uðu grímunotk­un.

Engin þess­ara rann­sókna skoð­aði þó grímunotkun eina og sér. Ásamt grímum not­aði fólk aðrar sótt­varnir svo sem hanska, hand­þvott, fjar­lægð­ar­tak­mark­anir og svo fram­veg­is. Þar að auki voru allar 172 vís­inda­grein­arnar athug­un­ar­rann­sóknir sem þýðir að margir aðrir þættir hafi verið inn í mynd­inni sem gætu raun­veru­lega útskýrt minnkun á smit­hættu, ekki ein­ungis and­lits­grím­ur. Einnig er mik­il­vægt að geta þess að 24 af þessum 29 rann­sóknum voru gerðar á spít­ölum og því er ekki hægt að yfir­færa þær nið­ur­stöður á fólk almennt í sam­fé­lag­inu. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) kallar þessar 172 rann­sóknir vís­indi með litla vissu (low-certa­inty evidence) og tekur fram að enn séu ekki til hágæða rann­sóknir sem styðja notkun and­lits­gríma almennt í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Slembirað­aðar íhlut­un­ar­rann­sóknir (randomized controlled tri­als) eru taldar vera hágæða rann­sóknir og und­ar­legt er, að þrátt fyrir skyndi­lega alls­herj­ar­n­otkun and­lits­gríma, hefur aðeins verið gerð ein íhlut­un­a­rann­sókn á virkni þeirra gegn COVID-19. Þetta er dönsk rann­sókn og nið­ur­stöður hennar bentu til þess að and­lits­grímur veittu ekki vernd gegn COVID-19. Sam­kvæmt dönsku frétta­blaði var þess­ari rann­sókn synjað um birt­ingu í þremur helstu vís­inda­tíma­rit­un­um, The Lancet, The New Eng­land Journal of Med­icine (NEJM) og The Journal of the Amer­ican Med­ical Associ­ation (JAMA). Áhuga­vert er að þessi sömu þrjú tíma­rit hafa birt rann­sóknir með veru­legum ágöllum á lyf­inu Hydroxychloroquine gegn COVID-19 og áttu þannig stóran þátt í að stöðva útbreiðslu þessa lyfs í miðjum heims­far­aldri. The Lancet og NEJM aft­ur­köll­uðu þessar rann­sóknir meðan JAMA hefur enn ekki gert það þrátt fyrir mikla gagn­rýni á notkun hættu­lega hárra skammta af lyf­inu. Rit­stjórar The Lancet og NEJM hafa báðir sagt að það sé ekki lengur hægt að trúa vís­indum og að mögu­lega helm­ingur þeirra sé ekki byggður á sann­leika. Danska frétta­blaðið telur útskýr­ing­una fyrir synjun um birt­ingu vera að nið­ur­stöð­urnar voru ekki póli­tískt rétt­ar. Eiga póli­tískar aðgerðir ekki einmitt að byggja á vís­ind­um?

Skyldi virkni and­lits­gríma gegn öðrum önd­un­ar­veirum hafi verið rann­sök­uð? Já, á heima­síðu CDC (Centers for Dise­ase Control and Prevention) má finna 14 slembirað­aðar íhlut­un­ar­rann­sókn­ir, engin þeirra sýndi fram á virkni and­lits­gríma gegn inflú­ensu­veirunni.

Erfitt er að gera rann­sóknir sem meta hvort and­lits­grímur verndi aðra. Hins vegar fann yfir­lits­grein 44 rann­sókna að notkun gríma meðal skurð­lækna jók sára­sýk­ing­ar­tíðni eftir aðgerð sem dregur í efa hvort grímur verndi aðra.

Hér að neðan má sjá mynd sem útskýrir ágæt­lega mis­mun­andi gæði rann­sókna.

Mynd: Eric Bass -ResearchGate

Fyrst afnámu sextán fylki í Banda­ríkj­unum sótt­varna­reglur að miklu leyti og nú hafa Arizona og Arkansas einnig sleg­ist með í för. Í kjöl­farið birti CDC athug­un­ar­rann­sókn á virkni sótt­varna­að­gerða á veit­inga­stöðum og and­lits­gríma. Þau fundu að and­lits­grímur leiddu til 1,3% fækk­unar á COVID-19 smitum og dauðs­föll­um. Með öðrum orðum var virkni and­lits­gríma nán­ast eng­in. Hins vegar var umfjöllun fjöl­miðla á þess­ari rann­sókn þannig:

Skjáskot úr ýmsum fréttamiðlum.

Stærð skiptir máli

COVID-19 veiran er talin vera þús­und sinnum minni en götin sem eru á skurð- og taugrímum (COVID-19 veiran: 50 nm to 140 nm; skurð- og taugrím­ur: 55.000 – 440.000 nm). Bent hefur verið á að N95 grímur séu áhrifa­rík­ari gegn COVID-19 hins vegar sía N95 grímur agnir sem eru yfir 300 nm í þver­mál sem er tvö­falt stærri en COVID-19 veir­an. Auk þess fann ein yfir­lits­grein og ný stór rann­sókn ekki virkni N95 gríma gegn önd­un­ar­færa­sýk­ing­um. And­lits­grímur eru því hugs­aðar til að draga úr dropum sem koma úr önd­un­ar­vegi og sumir telja að það dragi einnig úr COVID-19 smit­um. Hins vegar virð­ist sú ályktun vera röng því nið­ur­stöður slembirað­aðra íhlut­un­ar­rann­sókna benda til þess að minnkun dropa dragi ekki úr COVID-19 smit­um. Í ljósi þessa geta íslenskar fréttir, sem fjalla um virkni gríma gegn drop­um, verið mis­vísandi:

Skjáskot af vef Vísis

Vís­inda­vef­ur­inn virð­ist einnig draga svip­aðar álykt­anir og segir að rann­sóknir hafi sýnt án nokk­urs vafa að and­lits­grímur geti komið í veg fyrir COVID-19 smit því þær stöðvi dropa úr önd­un­ar­vegi:

Skjáskot af vef Kjarnans

Hér má sjá að and­lits­grímunotkun virð­ist ekki hafa dregið úr COVID-19 smitum sam­kvæmt PCR próf­um:

Mynd: Swiss Policy Research

Þrjár eða fjórar grím­ur?

Mynd: CNBC

Fauci ber einnig ábyrgð á því að upp­lýs­ingar um grímunotkun séu rugl­ings­leg­ar. Hann sagði í upp­hafi heims­far­ald­urs að and­lits­grímur virk­uðu tak­markað. Næst sagði hann að það væri heil­brigð skyn­semi að notkun tveggja gríma væri betri en einnar. Svo sagði hann að grímunotkun myndi ekki ljúka fyrr en yfir­gnæf­andi meiri­hluti fólks væri bólu­sett. Í kjöl­farið birt­ust ráð­legg­ingar í fjöl­miðlum um að nota þrjár jafn­vel fjórar grím­ur. Nú segir Fauci að grímur þurfi mögu­lega að nota fram til árs­ins 2022. Síð­ast­lið­inn júní mældi Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ekki með and­lits­grímunotkun hér á landi sem fór þá gegn ráð­legg­ingum WHO. Þórólfur sagði að sér þætti til­lögur WHO skrýtnar „það eru engar nýjar rök­semdir fyrir að þetta komi að gagn­i“. Þar sem enn eru engar rök­semdir fyrir nyt­semi and­lits­gríma væri fróð­legt að vita af hverju Þórólfur skipti um skoð­un.

Norska heil­brigð­is­stofn­unin (NIPH) birti ráð­legg­ingar varð­andi and­lits­grím­ur. Þar segir að jafn­vel þó við gefum okkur að virkni and­lits­gríma sé 40% og að 20% fólks sé með ein­kenna­laust COVID-19, þá þyrftu 200.000 ein­kenna­lausir ein­stak­lingar að nota grímur til að koma í veg fyrir eitt smit á viku miðað við þá tíðni smita sem var svipuð og í „fjórðu bylgju“ hér á landi. Vegur ávinn­ing­ur­inn raun­veru­lega þyngra en áhætt­an?

Ef sótt­varna­yf­ir­völd byggja reglu­gerðir ekki á rann­sókn­um, á hverju byggja þær þá? Til að svipta fólk frelsi þarf sér­stak­lega sterkar rök­semdir - rök­semdir sem yfir­völd leggja ekki fram. Það getur verið þunn lína milli þess að vernda þegna sína og að valda þeim skaða. Hvernig tryggjum við að yfir­völd fari ekki yfir þá línu?

Höf­undur er dokt­or­snemi í heila-, hug­ar­starf­semi og hegð­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar