Frelsið

Lilja D. Alfreðsdóttir segir að hópur bólusettra Íslendinga stækki hratt og þannig skapist aukin tækifæri til að opna samfélagið okkar. Samhliða séum við farin að sjá til lands og það sé að birta til.

Auglýsing

„Ætli við byrjum ekki á því að knúsa barna­börn­in,“ sögðu hjónin Sig­rún Erla Sig­urð­ar­dóttir og Páll Ásmunds­son í við­tali hjá Rík­is­út­varp­inu að lok­inni bólu­setn­ingu við COVID-19 í byrjun mars. Bólu­setn­ingin mark­aði sann­ar­lega tíma­mót í lífi þeirra hjóna og yfir­lýst ætlan þeirra tal­aði til okkar allra, því öll viljum við nánd við okkar nán­ustu – fjöl­skyldu og vin­i.  

Þegar far­sóttin braust út fyrir rúmu ári blasti við að bólu­setn­ing væri for­senda þess að lífið færð­ist aftur í fyrri skorð­ur. Að vís­indin ein gætu fært okkur frelsið á ný og tæki­færi til að njóta lífs­ins. Mann­líf og manns­líf eru nefni­lega sitt hvor hlut­ur­inn, en hvoru tveggja eitt­hvað sem allir þrá og þarfn­ast. Frelsið sem bólu­setn­ing færir þjóðum heims­ins er ynd­is­legt og hér­lendis gengur hún nokkurn veg­inn í takt við áætl­an­ir. Enn eru þó nokkrir mán­uðir í að hjarð­ó­næmi verði náð og því verðum við að sinna sótt­vörnum vel næstu vik­urn­ar. Góð teikn eru á lofti og það er tákn­rænt að dags­birtan hafi náð yfir­hönd­inni yfir myrkr­inu og stytti næt­ur­húmið dag hvern. 

Alþjóða­hag­kerfið er styrkj­ast – atvinnu­leysi minn­kar 

Stærstu hag­kerfi ver­aldar eru að taka við sér á kröft­ugan hátt. Spár gera ráð fyrir 6% hag­vexti á heims­vísu sem er meiri efna­hags­bati en Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáði. Tvennt skýrir þessa jákvæðu þró­un; ann­ars vegar gengur bólu­setn­ing vonum framar í stærstu hag­kerfum ver­aldar og hins vegar umfang opin­berra efna­hags­að­gerða og stuðn­ings. Fram­hald alþjóða efna­hags­batans ræðst þó alfarið á gangi bólu­setn­ing­ar. Áfram er gert ráð fyrir öfl­ugri við­spyrnu í Banda­ríkj­unum og að hag­vöxtur nemi 6,5% í ár. Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafa ráð­ist í for­dæma­lausar aðgerðir til að mæta far­sótt­inni af fullum þunga, bæði rík­is­sjóður og Seðla­banki Banda­ríkj­anna. 

Auglýsing
Störfin sem glöt­uð­ust í far­sótt­inni eru að koma hratt til baka og nú mælist atvinnu­leysi þar 6%. Þetta eru góð tíð­indi fyrir alþjóða­hag­kerf­ið, því aukin umsvif í banda­ríska hag­kerf­inu leiða til auk­inna umsvifa ann­ars stað­ar! Höfum hug­fast að skil­virk bólu­setn­ing á heims­vísu mun lyfta öllum upp og því er skýr og mark­viss bólu­setn­ing­ar­stefna er eitt stærsta efna­hags­mál ver­ald­ar­inn­ar. Við erum líka í kapp­hlaupi við tím­ann, því á þessum tíma­punkti eru stökk­breyt­ingar á veirunni lík­lega ein helsta ógnin við efna­hags­kerfi heims­ins enda gætu slíkar breyt­ingar dregið far­ald­ur­inn á lang­inn. Þess vegna er mik­il­vægt að ganga hratt til verks og þar bera auð­ugri þjóðir ríkar skyld­ur.  

Íslenska hag­kerfið heldur velli og sækir fram

Íslensk stjórn­völd brugð­ust fag­lega við Covid-ógn­inni og réð­ust í umfangs­miklar efna­hags­að­gerðir til að styðja við hag­kerf­ið. Snör við­brögð skil­uðu miklum árangri, því inn­lend eft­ir­spurn dróst saman um aðeins tæp 2% á síð­asta ári og ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­anna juk­ust. Fyrstu við­brögð og skýr sýn skiptu sköp­um, hag­kerfið tók vel við sér og fyrir vikið var þörfin fyrir opin­ber afskipti minni hér­lendis en víða ann­ars stað­ar. Góður sótt­varn­ar­ár­angur leiddi líka til auk­innar eft­ir­spurnar og stig­veld­is­þró­unar í hag­kerf­inu.

Hag­spá Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir að hag­vöxtur á næsta ári verði 5% og stór hluti sam­dráttar í lands­fram­leiðslu vegna far­ald­urs­ins gangi til baka á næstu árum. Mik­il­vægt er að halda mjög vel vöku varð­andi efna­hags­að­gerðir og stöðugt þarf að huga að ákveðnu jafn­vægi í þeim efn­um. Þótt margt hafi gengið vel er ljóst að skað­inn af far­sótt­inni bitnar afar mis­mun­andi á þjóð­fé­lags­hópum og atvinnu­grein­um. Sumir hafa næstum verið tekju­laus­ir, en stjórn­völd hafa róið að því öllum árum að eng­inn falli milli skips og bryggju í björg­un­ar­að­gerðum rík­is­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum nemur umfang efna­hags­að­gerð­anna hér­lendis 9,2% af vergri lands­fram­leiðslu, sem er það mesta á Norð­ur­lönd­un­um. Ísland er því í hópi „grænna“ ríkja þar sem umfang stuðn­ings­að­gerða er á bil­inu 7,5-10% af vergri lands­fram­leiðslu, en í þeim hópi eru t.d. Dan­mörk, Belgía, Frakk­land, Ítalía og Spánn. Aðgerð­irnar voru vel ígrund­aðar og fyrir vikið var sam­dráttur inn­lendrar eft­ir­spurnar á árinu 2020 einn sá minnsti í Evr­ópu, eða aðeins 1,9%.

Fjár­fest í hug­viti og verð­mæta­sköpun til fram­tíðar

Í gömlu mál­tæki segir að fátt sé svo öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Krefj­andi aðstæður und­an­far­inna 14 mán­aða hafa þannig flýtt fyrir þróun hug­verka­drif­ins hag­kerf­is, og stuðn­ingi við nýsköpun sem gæti orðið ný stoð undir hag­kerf­inu. Fjár­veit­ingar til nýsköp­unar og þró­un­ar, skap­andi greina af ýmsu tagi og mennt­unar munu fjölga störfum til fram­tíðar og búa til öfl­ugan mannauð. Leiðin út úr kóf­inu felst í áfram­hald­andi fjár­fest­ingu í mennt­un, nýsköpun og rann­sóknum og  rík­is­stjórnin hefur for­gangsraðið í þágu þeirrar fram­tíð­ar­sýn­ar. Við höfum lagt mikið kapp á að tryggja menntun og styðja við náms­menn. Fjár­veit­ingar hafa auk­ist umtals­vert til mennta­kerf­is­ins á síð­ustu árum og fram­lög til nýsköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina hafa auk­ist um 70% á kjör­tíma­bil­inu. Hag­vöxtur og gjald­eyr­is­sköpun verður í auknu mæli drifin áfram af hug­viti og því er fjár­fest­ing í hug­viti efna­hags­að­gerð sem mun til lengri tíma auka fjöl­breyti­leika í gjald­eyr­is­sköpun og draga úr sveiflum í hag­kerf­inu.

Sókn fyrir náms­menn

Náms­menn á öllum skóla­stigum hafa sýnt mikla þraut­seigju á far­sótt­ar­tím­um. Stjórn­völd munu styðja við náms­menn, skapa þús­undir sum­ar­starfa á kom­andi sumri og koma þeim í sum­ar­nám sem vilja nýta sum­arið í slíkt. Alls verður um 3 millj­örðum króna varið í þessar aðgerð­ir. Mark­miðið er að skapa 2500 störf fyrir náms­menn, 18 ára og eldri og veita tæp­lega 6000 náms­mönnum svig­rúm til að stunda nám í sum­ar. Sams konar úrræði nýtt­ust mörgum nem­endum vel í fyrra, sporn­uðu við atvinnu­leysi og styttu leið­ina að náms­mark­mið­um. Nýsköp­un­ar­sjóður náms­manna hefur jafn­framt úthlutað 311 millj­ónum til að fjölga störfum í sum­ar, en mark­mið sjóðs­ins er að gefa háskól­um, rann­sókna­stofn­unum og fyr­ir­tækjum tæki­færi til að ráða náms­menn í grunn- og meist­ara­námi við háskóla til rann­sókna- og þró­un­ar­verk­efna. 

Þá er rétt að nefna eitt stærsta hags­muna­mál stúd­enta um langa hríð og þann mikla áfanga­sigur sem náð­ist um mitt síð­asta ár, þegar náms­lána­kerf­inu var gjör­breytt með nýjum lög­um. Mennta­sjóður náms­mann tryggir veru­lega betri fjár­hags­stöðu náms­manna við náms­lok og lægri end­ur­greiðslur lána. Höf­uð­stóll náms­lána lækkar nú um 30% við náms­lok á réttum tíma og beinn styrkur er nú veittur til fram­færslu barna, en ekki lán eins og áður. Ábyrgð­ar­manna­kerfið var lagt niður og veru­legur upp­greiðslu­af­sláttur veittur á eldri lán­um. Heilt yfir tryggir nýja náms­lána­kerfið betri og rétt­lát­ari stuðn­ing við náms­menn og til að bæta um betur er hækkun á fram­færslu­við­miðum nú til skoð­un­ar. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. maí.

Þessa dag­ana gengur bólu­setn­ing vel og fréttir ber­ast af auk­inni fram­leiðslu­getu lyfj­arisanna. Hópur bólu­settra Íslend­inga stækkar hratt og þannig skap­ast aukin tæki­færi til að opna sam­fé­lagið okk­ar. Sam­hliða erum við farin að sjá til lands og það er að birta til. Víða um heim allan eru hjón líkt og Sig­rún Erla og Páll Ásmunds­son, sem vita nákvæm­lega hvernig þau ætla að nýta frelsið sem bólu­setn­ingin færir þeim.  

Höf­undur er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar