Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti

Erfitt er að eiga við vanda ef honum er afneitað, skrifar Ólafur Arnalds prófessor um þau viðbrögð sem urðu við sjónvarpsþætti RÚV um kolefnisspor landnýtingar.

Auglýsing

Nýverið sýndi RÚV þátt úr röð­inni „Hvað getum við gert?“ þar sem fjallað er um lofts­lags­breyt­ingar (1). Að þessu sinni var athygl­inni beint að því hve nýt­ing manns­ins á landi losar mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum – þ.e. að kolefn­is­spori land­nýt­ing­ar. Það losnar tvö­falt meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum úr íslenskri mold (>10 millj­ónir tonna CO2; einkum fram­ræstu vot­lend­i), en vegna ann­arra athafna manns­ins sam­kvæmt fram­tali Íslands til Lofts­lags­samn­ings SÞ. Þátt­ur­inn á RUV var innan við 7 mín­útur að lengd og rætt við þrjá aðila, einn frá Land­græðsl­unni, annan frá sam­tökum sauð­fjár­bænda og svo und­ir­rit­að­an. Þarna var bent á stað­reyndir með fremur hlut­lausum hætti.

Við­brögð við sýn­ingu þátt­ar­ins voru æði mis­jöfn og oft á tíðum æði yfir­drif­in. Meðal ann­ars fór þing­maður mik­inn í færslu á sam­fé­lags­miðlum sem fór vítt um miðla­heim­inn. Hörð við­brögð við sjón­varps­þætt­inum urðu að frétta­efni í fjöl­miðl­um. Þátta­stjór­inn, Sævar Helgi Braga­son, svar­aði prýði­lega spurn­ingum um gagn­rýni á þátt­inn í við­tali á vis­ir.is en í kjöl­farið jókst hern­að­ur­inn gegn stað­reyndum um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna land­nýt­ingar á sam­fé­lags­miðl­um.

Í máli þeirra sem gagn­rýndu efni þátt­ar­ins var beitt rök­semdum sem áður hafa sést, svo sem að i) gæða­stýr­ing í sauð­fjár­rækt tryggi „sjálf­bæra land­nýt­ing­u“, enda vottuð af Land­græðsl­unni; ii) bændur græða upp mikið land; iii) mikið land hafi verið friðað fyrir beit; iv) fé hafi fækkað mjög mik­ið; og v) land­inu fari almenn mikið fram. Allt þetta er rétt upp að vissu marki. En taktíkin minnir eigi að síður á klass­ísk afneit­un­ar­fræði, eins og hér verður vikið nánar að.

Gæða­stýr­ing­in. Gögn sem feng­ust eftir úrskurð Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sýna ljós­lega að gæða­stýr­ingin er „græn­þvott­ur“, þ.e. öll nýt­ing er vottuð jafn­vel þótt ástand lands­ins sé mjög slæmt. Land­græðslan er látin votta sam­kvæmt við­miðum „land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is“ sem stofn­unin í raun við­ur­kennir ekki og mót­mælti harð­lega. Síðan þurfa fram­leið­endur ekki einu sinni að stand­ast hin arfa­slöku og ófag­legu við­mið. Beit­ar­þungi er jafn­framt víða mjög mik­ill og langt umfram eðli­leg við­mið. Gerð var ítar­leg grein fyrir þessum nið­ur­stöðum í riti sem nefn­ist „Á röng­unni. Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“ (2).

Rétt er að halda því til haga að margir sauð­fjár­bændur nýta beiti­lönd í góðu ástandi en nei­kvæð við­brögð við ábend­ingum um beit á land í slæmu ástandi er þeim sem hafa aðgang að góðu landi veru­lega til baga, eins og rann­sóknir sýna (3,4).

Fróð­legt verður að sjá hvernig tekst til í næstu umferð gæða­stýr­ing­ar­inn­ar, sem nú verður háð nýjum lögum um Land­græðslu og vænt­an­legri reglu­gerð um sjálf­bæra land­nýt­ingu.

Slæmt ástand lands er stað­reynd. Við­brögð við þætt­inum sýna að það á sér stað afneitun á slæmri stöðu vist­kerfa á Íslandi í ákveðnum hóp­um. Ein merki­leg­asta stað­hæf­ingin sem þar sást var að sauðfé valdi litlu um gróð­ur­eyð­ingu lands­ins. Erum við virki­lega ekki komin lengra en þetta? Þessi afneitun á sér hlið­stæðu í afneitun bíla- og olíu­iðn­að­ar­ins á blý­mengun á síð­ustu öld, hún minnir á tóbaks­iðn­að­inn og ekki síst afneitun elds­neyt­is­iðn­að­ar­ins á lofts­lags­hlýn­un. Það hefur verið bent á hið slæma ástand íslenskra vist­kerfa allt frá því fyrir alda­mótin 1900. Tengsl beitar og land­hnign­unar eru oft­ast aug­ljós. Kort­lagn­ing á jarð­vegs­rofi sem og nýlegt stöðu­mat verk­efn­is­ins GróLind varpa ljósi á umfang vand­ans. Því miður virð­ast margir haldnir svo­kall­aðri „samdauna­sýki“ (e. shift­ing baseline syndrome, heil­kenni sem fyrst var skil­greint um blindni á bága stöðu fiski­auð­linda) – og neita ein­fald­lega að sjá slæmt ástand landsins.

Rofabarð í auðn sem áður var fullgróin og skógi vaxin að mestu. Hér var áður höggvinn viður og gert að kola. Svæðið er ennþá nýtt til beitar og nýtingin vottuð sem sjálfbær samkvæmt gæðastýringu í sauðfjárrækt. Mynd: Ólafur Arnalds

Í þess­ari umræðu er ekki verið að afskrifa áhrif eld­gosa, veð­ur­fars og ann­arra nátt­úru­lega þátta – en rétt að minna á að eld­virkni og veð­ur­fars­sveiflur eru nátt­úru­legar og eldri en land­nám Íslands, en þá hófst hrun­ið. Sam­spil margra þátta er ákaf­lega mik­il­vægt við útskýr­ingar á hnignun lands almennt. Í riti sem nefn­ist „Ástand og hrun íslenskra vist­kerfa“ er reynt að fara með aðgengi­legum hætti yfir þessa þætti og breyt­ingar á vist­kerfum lands­ins sem eru einmitt breyti­legar eftir aðstæð­um, sem og ástæð­urnar fyrir hnignun land­kosta (5).

Ávaxta­tínsla afneit­un­ar­fræða – önnur atriði. Það er þekkt afneit­un­ar­taktík, sem örlar á nú, að biðja sífellt um ítar­legri gögn („more data“ eða „show me the data syndrome“) þegar rann­sóknir sýna fram á umhverf­is­vanda. Það er þó vert að minna á að sam­kvæmt íslenskum lögum á nátt­úran að njóta vafans – en það gerir hún sann­ar­lega ekki nú er varðar ástand vist­kerfa. Þegar til­tekið er að fé fari fækk­andi er yfir­leitt miðað við algjört hámark á fjölda fjár í land­inu á árunum kringum 1980. Þá eins og nú var því iðu­lega neitað að sauðfé hefði áhrif á vist­kerfi lands­ins. Fram­leiðslan og þar með heild­ar­á­lag á landið hefur þó ekki minnkað að sama skapi frá 1980, því frjó­semi og fall­þungi fjár hefur auk­ist örum skrefum sam­hliða fækkun fjár (þó mis­jafnt eftir svæð­u­m). Ekki hefur verið sýnt fram á að vist­kerfi lands­ins séu í fram­för nema einmitt þar sem fé hefur fækkað við búhátta­breyt­ing­ar. Vissu­lega græða bændur upp land en sú upp­græðsla er aðeins „dropi í haf­ið“ á móti því gríð­ar­lega land­flæmi sem er í slæmu ástandi og enn er nýtt til beit­ar. Stór hluti svæða sem eru friðuð sam­kvæmt gæða­stýr­ing­unni voru áður að mestu friðuð og það er gott þegar tekst að halda búfén­aði frá þessum svæð­um. Sum svæðin eru þó alls ekki fjár­laus þrátt fyrir orð þar um.

Auglýsing

Lofts­lags­mál­in. Sjón­varps­þátt­ur­inn góði fjall­aði fyrst og fremst um áhrif land­nýt­ingar á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hver hekt­ari af fram­ræstu vot­lendi losar yfir 20 tonn CO2 á ári sam­kvæmt við­ur­kenndum los­un­ar­stuðl­um. Ef stærsti hluti vetr­ar­fóð­urs er fram­leiddur á slíku landi verður kolefn­is­spor fram­leiðsl­unnar rosa­lega þungt, jafn­vel 200-400 kg CO2 á hvert kíló lamba­kjöts (svipað og eitt flug­far til Evr­ópu, heim­il­is­bíll­inn losar um 3500 kg CO2 á ári til sam­an­burð­ar). Ef beiti­landið er jafn­framt fram­ræst vot­lendi eða illa farið land sem losar CO2 verður kolefn­is­sporið ennþá stærra. Hér er ekki verið að kenna núver­andi bændum um syndir for­tíð­ar­inn­ar, það er bara þannig að núver­andi losun skrif­ast á þá land­nýt­ingu eða fram­leiðslu sem nú fer þar fram.

En víða háttar svo til að landið er að binda kolefni – þar sem vist­kerfi eru í góðu ástandi og álagið hóf­legt – landið vel gróið og í fram­för. Það er von að fólk sem lætur sig varða lofts­lags­mál vilji vita hvaðan kjötið kemur – eins og Sævar Helgi brydd­aði á í þætt­inum góða og lyfti upp tveimur vænum lamba­lærum með spurn­ingu um upp­runa.

Gagn­rýnendur þátt­ar­ins hafa kvartað undan upp­lýs­inga­óreiðu er varðar losun CO2 frá landi – að upp­lýs­ingar um kolefni og land séu frekar óað­gengi­leg­ar. Ástæða meintar upp­lýs­inga­óreiðu kann þó einnig að vera að vís­inda­legar upp­lýs­ingar eru taldar óheppi­legar og er hafnað á þeim grunni. Gerð var heið­ar­leg til­raun til að gera upp­lýs­ingar um land og gróð­ur­húsa­loft­teg­undir aðgengi­legar með birt­ingu rits­insLofts­lag, kolefni og mold“, (6), þar sem þessi mál eru útskýrð nán­ar. Þar er einnig umfjöllun um bind­ingu CO2 með land­græðslu og öðrum aðgerðum sem kallað hefur verið eft­ir. Ljóst er að mögu­leik­arnir til að binda kolefni í mold á stórum sam­felldum svæðum eru gríð­ar­lega miklir, sums staðar með friðun lands og vist­heimt­ar­að­gerð­um, ann­ars staðar með hóf­still­ingu á beit­ar­á­lagi á vel grónu landi. Við þær aðstæður getur beitin aukið á kolefn­is­bind­ing­una.

Að lok­um. Erfitt er að eiga við vanda ef honum er afneit­að. Kannski hefur það aldrei verið aug­ljós­ara í heim­inum en á tímum COVID, þar sem íslenska þjóðin bar gæfu til þess að fara að ráðum vís­inda­manna. Svo var einnig þegar loks­ins tókst að hefja end­ur­reisn fiski­stofna umhverfis land­ið. Ástand vist­kerfa á Íslandi er víða bág­borið og nýt­ing lands veldur mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Við því þarf að bregð­ast. En það er ástæða til bjart­sýni: í fram­tíð­inni getur bætt land­nýt­ing og end­ur­heimt vist­kerfa orðið að mik­il­vægum þáttum í kolefn­is­hlut­leysi Íslands.

Höf­undur er pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands og ber einn ábyrgð á efni pistils­ins.

Myndin efst í grein­inni er af sauðfé á beit í auðn. Svæðið er mekrt sem friðað fyrir beit sam­kvæmt gæða­stýr­ingu í sauð­fjár­rækt og vottun gefin út sam­kvæmt því.

Heim­ild­ir:

  1. Hvað getum við gert? Þátta­röð. Nýt­ing lands. Saga Film, umsjón Sævar Helgi Braga­son. https://www.ruv.is/­sjon­varp/­spila/hvad-­get­u­m-vid-­gert/30574/93i­e78
  2. Á röng­unni. Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt. Ólafur Arn­alds 2019. Rit LbhÍ nr. 118. https://www.­mold­in.­net/a­acute-roumlng­unn­i.html
  3. Conn­ect­ing susta­ina­ble land use and quality mana­gement in sheep farm­ing: effect­ive stakeholder part­icipation or unwanted obligation? Jón­ína Sig­ríður Þor­láks­dóttir 2015. MS rit­gerð, Umhverf­is- og nátt­úru­vís­inda­svið HÍ.
  4. Of sheep and men. Ana­lysis of the agri-en­viron­mental cross-compli­ance policies of the Icelandic sheep grazing reg­ime. Jóhann Helgi Stef­áns­son 2018. MA rit­gerð, Félags­vís­inda­svið, Háskóli Íslands, Reykja­vík.
  5. Ástand og hrun íslenskra vist­kerfa. Ólafur Arn­alds 2020. Rit LbhÍ 130. https://www.­mold­in.­net/a­acutestands­riti­et­h.html
  6. Lofts­lag, kolefni og mold. Ólafur Arn­alds og Jón Guð­munds­son 2020. Rit Lbhí 133. https://www.­mold­in.­net/­lofts­lag-og-­mold­---­rit.html

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar