Nagladekkjaóværan

Prófessor segir það ekki vera mannréttindi að fá að aka um á nagladekkjum.

Auglýsing

Fyrir utan glugg­ann minn syngur í nagla­dekkjum fjölda bíla á skrauf­þurru mal­bik­inu. Ég þarf að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að vera með grímu í mínum dag­lega göngutúr. Þökk sé Covid er ég alla vega með nokkrar í hand­rað­an­um. En svifrykið er hættu­legt, eins og sjá má t.d. í þess­ari grein í Lækna­blað­inu frá síð­asta ári. Það fer inn í lungun þegar við öndum og minnstu agn­irnar kom­ast meira að segja inn í blóð­rás­ina. Hættan er sér­stak­lega mikil fyrir þá sem við­kvæmir eru fyr­ir, asma- og lungna­veika. En þetta er eitur fyrir okkur öll.

Megnið af svifryk­inu stafar af nagla­dekkjum eins og sjá má hér í glæ­nýrri skýrslu. Það er stað­reynd sem liggur fyr­ir. Samt er orð­ræðan um þessa óværu í ein­hverjum furðu­legum hug­mynda­fræði­legum skot­gröf­um. Það er eins og sumir telji það vera mann­rétt­indi að eitra fyrir sam­borg­urum sínum og slíta göt­unum með tutt­ugu­földum hætti miðað við þá sem aka um á ónegldum dekkj­um. Sjálfur hef ég ekki notað nagla­dekk í ára­tugi, aðeins góð vetr­ar­dekk. Hér í borg­inni er það ekk­ert mál. Ég hef farið að vetr­ar­lagi norður í land, hring­inn í kringum landið á fólks­bíl og jepp­lingi og alltaf kom­ist allra minna ferða. Auð­vitað er það ekki ein­hlítt, það getur verið brjálað veður og mikil ófærð vegna snjóa, en hvaða gagn gera nagla­dekk í slíku færi? 

Auglýsing
Hugsjónamenn nagla­dekkj­anna hrópa og kalla eftir „götu­þvott­i“. Afsak­ið, en hvers vegna á að nota mitt útsvar til að þrífa götur af mengun sem aðrir hafa vald­ið? Á ég að heimta að sveit­ar­fé­lagið sjái um að hirða upp skít­inn eftir hund­inn minn og láta útsvars­greið­endur borga fyrir það? Hunda­skít­ur­inn er kannski hvim­leið­ur, en alls ekki eins hættu­legur og svifryk­ið. Slitið á göt­unum er tutt­ugu­falt meira vegna negldra dekkja en vegna ónegldra. Ég sem skatt­greið­andi borga fyrir lag­fær­ingar á göt­unum sem nagla­dekkin valda. Er það eðli­legt og sann­gjarnt? Samt má ekki ræða að leggja sér­stakt gjald á nagla­dekk, þrátt fyrir að þau valdi bæði fjár­hags­legu og heilsu­fars­legu tjóni. Hvers vegna ekki? Sumir segja að fólk á lands­byggð­inni verði að vera á nagla­dekkjum og það sé mis­munun að það borgi sér­stakt gjald fyrir nagla­dekk­in. En hver er mis­mun­un­in? Fast­eigna­gjöld eru lægri á lands­byggð­inni vegna lægra fasteigna­verðs, sums staðar er útsvars­hlut­fallið lægra. Íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er mis­munað með því að þurfa borga hærri flug­far­gjöld í inn­an­lands­flugi.

Gjald á nagla­dekk sem rynni til sveit­ar­fé­lag­anna kæmi líka á móti, þau gætu þá greitt fyrir við­gerðir á götum fyrir tekj­urn­ar, jafn­vel farið í mót­væg­is­að­gerðir eins og „götu­þvott“. Akur­eyr­ingar voru að fjár­festa í götu­sópara fyrir 40 millj­ónir króna sem allir útsvars­greið­endur þar punga út fyr­ir. Á sama tíma gefur lög­reglan á Akur­eyri út þá til­kynn­ingu að ekki verði sektað fyrir ólög­lega nagla­dekkja­notkun fram í maí. Hvaða heim­ild hefur lög­reglan til þess að velja sér brot sem ekki er sektað fyr­ir? Alvar­leg­ast er að svifryks­mengun er mikið vanda­mál á Akur­eyri og heilsu­fars­hætta og samt er látið eins og að það séu mann­rétt­indi að menga fyrir sam­borg­urum sín­um. Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur líka gert sig seka um sams konar lin­kind á kostnað okkar allra. Þetta er í raun fáheyrt að mínu mati og mál að linni. Það eru ekki mann­rétt­indi að aka um á nagla­dekkjum og lág­mark að þeir sem gera það borgi fyrir það tjón sem þeir valda.

Höf­undur er pró­­­fessor í þýð­ing­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar