Nagladekkjaóværan

Prófessor segir það ekki vera mannréttindi að fá að aka um á nagladekkjum.

Auglýsing

Fyrir utan gluggann minn syngur í nagladekkjum fjölda bíla á skraufþurru malbikinu. Ég þarf að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að vera með grímu í mínum daglega göngutúr. Þökk sé Covid er ég alla vega með nokkrar í handraðanum. En svifrykið er hættulegt, eins og sjá má t.d. í þessari grein í Læknablaðinu frá síðasta ári. Það fer inn í lungun þegar við öndum og minnstu agnirnar komast meira að segja inn í blóðrásina. Hættan er sérstaklega mikil fyrir þá sem viðkvæmir eru fyrir, asma- og lungnaveika. En þetta er eitur fyrir okkur öll.

Megnið af svifrykinu stafar af nagladekkjum eins og sjá má hér í glænýrri skýrslu. Það er staðreynd sem liggur fyrir. Samt er orðræðan um þessa óværu í einhverjum furðulegum hugmyndafræðilegum skotgröfum. Það er eins og sumir telji það vera mannréttindi að eitra fyrir samborgurum sínum og slíta götunum með tuttuguföldum hætti miðað við þá sem aka um á ónegldum dekkjum. Sjálfur hef ég ekki notað nagladekk í áratugi, aðeins góð vetrardekk. Hér í borginni er það ekkert mál. Ég hef farið að vetrarlagi norður í land, hringinn í kringum landið á fólksbíl og jepplingi og alltaf komist allra minna ferða. Auðvitað er það ekki einhlítt, það getur verið brjálað veður og mikil ófærð vegna snjóa, en hvaða gagn gera nagladekk í slíku færi? 

Auglýsing
Hugsjónamenn nagladekkjanna hrópa og kalla eftir „götuþvotti“. Afsakið, en hvers vegna á að nota mitt útsvar til að þrífa götur af mengun sem aðrir hafa valdið? Á ég að heimta að sveitarfélagið sjái um að hirða upp skítinn eftir hundinn minn og láta útsvarsgreiðendur borga fyrir það? Hundaskíturinn er kannski hvimleiður, en alls ekki eins hættulegur og svifrykið. Slitið á götunum er tuttugufalt meira vegna negldra dekkja en vegna ónegldra. Ég sem skattgreiðandi borga fyrir lagfæringar á götunum sem nagladekkin valda. Er það eðlilegt og sanngjarnt? Samt má ekki ræða að leggja sérstakt gjald á nagladekk, þrátt fyrir að þau valdi bæði fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni. Hvers vegna ekki? Sumir segja að fólk á landsbyggðinni verði að vera á nagladekkjum og það sé mismunun að það borgi sérstakt gjald fyrir nagladekkin. En hver er mismununin? Fasteignagjöld eru lægri á landsbyggðinni vegna lægra fasteignaverðs, sums staðar er útsvarshlutfallið lægra. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er mismunað með því að þurfa borga hærri flugfargjöld í innanlandsflugi.

Gjald á nagladekk sem rynni til sveitarfélaganna kæmi líka á móti, þau gætu þá greitt fyrir viðgerðir á götum fyrir tekjurnar, jafnvel farið í mótvægisaðgerðir eins og „götuþvott“. Akureyringar voru að fjárfesta í götusópara fyrir 40 milljónir króna sem allir útsvarsgreiðendur þar punga út fyrir. Á sama tíma gefur lögreglan á Akureyri út þá tilkynningu að ekki verði sektað fyrir ólöglega nagladekkjanotkun fram í maí. Hvaða heimild hefur lögreglan til þess að velja sér brot sem ekki er sektað fyrir? Alvarlegast er að svifryksmengun er mikið vandamál á Akureyri og heilsufarshætta og samt er látið eins og að það séu mannréttindi að menga fyrir samborgurum sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka gert sig seka um sams konar linkind á kostnað okkar allra. Þetta er í raun fáheyrt að mínu mati og mál að linni. Það eru ekki mannréttindi að aka um á nagladekkjum og lágmark að þeir sem gera það borgi fyrir það tjón sem þeir valda.

Höf­undur er pró­­fessor í þýðingarfræði við Haskóla Ís­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar