Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar

Sasja Beslik, forstöðumaður sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin bankanum í Sviss skrifar. hann ​var fyrirlesari á Janúarráðstefnu Festu 2021

Auglýsing

Þessi grein er skrifuð fyrir þann sem vafrar um í frum­skógi og víð­lendum sjálf­bærra fjár­fest­inga, í því augna­miði að rata á nýjar slóð­ir.

Boð­orðin tíu um sjálf­bærar fjár­fest­ing­ar, eða fjár­fest­ingar sem upp­fylla kröfum um eða ýta undir frek­ari sjálf­bærni á sviði umhverf­is-, félags­þátta og góðra stjórn­ar­hátta (UFS), eru byggð á yfir 20 ára reynslu í sjálf­bærum fjár­fest­ing­um. Og ég vona að þau muni hjálpa ykkur að finna leið sem hentar ykkar UFS þörfum og vænt­ing­um.

Af hverju er ég að birta þessa grein núna? Síð­ast­liðin þrjú ár hefur UFS-fjár­fest­ingum vaxið ásmegin og eru að ná flugi alþjóð­lega. Sjálf­bærni fjár­fest­ingar eru að umbreyta hefð­bundnum fjár­fest­ingum þannig að hugað sé að afleið­ingum fjár­fest­ing­anna á umhverfi, félags­lega þætti og góða stjórn­ar­hætt­i. 

Hug­takið UFS (e. ESG) er notað og mis­notað á marga vegu. Ásetn­ing­ur­inn með UFS, sem sann­ar­lega eykur verð­mæti, á á hættu að verða útvatn­aður með stór­tækum mark­aðs­gern­ingum innan og utan fjár­mála­geirans. Við skulum bara kalla það græn­þvott.

Auglýsing
Að auki er oft bara gott að skrá lær­dóm­inn sem safn­ast upp á leið­inni og deila með öðr­um. Vindum okkur í boð­orðin tíu sem ég tók saman um UFS-fjár­fest­ing­ar.

  1. Umfram allt, fjallar þetta um fólk og plánet­una: Meg­in­spurn­ingin er hvort fjár­fest­ing­arnar og und­ir­liggj­andi eignir (fyr­ir­tæki, verk­efni, afleidd verð­mæti, skulda­bréf, osfrv) geri heim­inn meira og minna sjálf­bær­ari í dag og í fram­tíð­inni. Í fjár­mála­geir­anum erum við að taka fjár­fest­inga­á­kvarð­anir fyrir við­skipta­vini sem treysta okkur til að gera það fyrir þau. Við þurfum að skilja og virða þeirra hvata.
  2. Þú verður að fjár­festa í þess­ari veg­ferð: Að inn­leiða UFS eða fá það besta út úr grein­ingu og inn­sýn krefst tölu­verðra fjár­fest­inga í formi grein­ing­ar­vinnu, þekk­ingar og reynslu.  Þetta er ekki við­bót­ar­þjón­usta sem boðin er í hefð­bundnum fjár­fest­inga­vörum og pakkað inn í fal­lega bæk­linga. 
  3. Þú verður að vera þol­in­móð/­ur: Það tekur tíma að ná árangri, bæði fjár­hags­legum árangri og tengdum fólki og nátt­úru. Ef þú hefur heyrt eitt­hvað annað þá er það ekki satt.
  4. Það verður sárs­auka­fullt: Að breyta við­skipta­mód­elum og hegðun þegar kemur að fjár­fest­ing­um, fólki og plánet­unni er hörku vinna sem felur í sér streð, átök og þver­sagn­ir. Hverskyns breyt­ing felur alltaf í sér spennu og mætir oft mót­stöðu.
  5. Þú verður að vera stefnu­föst/-­fast­ur: Það að breyta núver­andi gang­virki fjár­mála og fjár­fest­inga svo það þjóni bæði fólki og plánet­unni, krefst stefnu­festu í flæði fjár­magns. Þú getur ekki gefið með einni hönd (fjár­fest í, lán­að/fjár­magnað sjálf­bærar lausnir) og tekið með hinni hönd­inni (fjár­fest í og lán­að/fjár­magnað ósjálf­bærar lausnir).
  6. Þér verður fyr­ir­gef­ið: UFS-ramm­inn er til­tölu­lega nýtil­kom­inn og skapar nægt rými fyrir stöðugar bætur fyrir hvern þann sem er stefnu­fastur og hefur það mark­mið að hafa upp­byggi­leg áhrif á fólk og plánet­una.
  7. Þú verður að muna eftir F og S: Jú, U-ið í UFS felur í sér lofts­lags­breyt­ingar og hlýn­un, og er mik­il­væg­ast í ljósi stöðu plánet­unnar í dag.  En án F (fé­lags­þátta) og S (góðir stjórn­ar­hætt­ir) er allt fyrir bí, jafn­vel fyrir lofts­lag­ið.
  8. Horfðu lengra en á UFS upp­lýs­ing­ar: Vissu­lega eru UFS upp­lýs­ingar mik­il­væg­ar. Og gæði upp­lýs­ing­anna eru að batna ár frá ári, þó svo að breyt­ing­arnar séu hæg­ar. En tölur og gögn segja ekki alla sög­una. Grein­ingar éta gögn í morg­un­mat, alltaf.   
  9. Þú verður að skilja tak­mörk­in: Það er ekki ein stærð eða aðferð sem passar öll­um. Og það er engin ein lausn sem leysir allt. Það er erfitt að umbreyta sumum svæð­um, geirum og eign­um. Og sumt fólk í fjár­mála­geir­anum mun aldrei breyt­ast.
  10. Haltu athygl­inni á útkom­unni: Gleymdu ferlum, kynn­ing­ar­bæk­lingum og hljóm­fögrum sög­um. Það sem skiptir máli er hvað þú færð. Áþreif­an­legar útkomur skipta öllu máli.  

Höf­undur er for­stöðu­maður sjálf­bærra fjár­fest­inga hjá J. Safra Sarasin bank­anum í Sviss. Hrund Gunn­steins­dóttir þýddi grein­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar