Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar

Sasja Beslik, forstöðumaður sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin bankanum í Sviss skrifar. hann ​var fyrirlesari á Janúarráðstefnu Festu 2021

Auglýsing

Þessi grein er skrifuð fyrir þann sem vafrar um í frumskógi og víðlendum sjálfbærra fjárfestinga, í því augnamiði að rata á nýjar slóðir.

Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar, eða fjárfestingar sem uppfylla kröfum um eða ýta undir frekari sjálfbærni á sviði umhverfis-, félagsþátta og góðra stjórnarhátta (UFS), eru byggð á yfir 20 ára reynslu í sjálfbærum fjárfestingum. Og ég vona að þau muni hjálpa ykkur að finna leið sem hentar ykkar UFS þörfum og væntingum.

Af hverju er ég að birta þessa grein núna? Síðastliðin þrjú ár hefur UFS-fjárfestingum vaxið ásmegin og eru að ná flugi alþjóðlega. Sjálfbærni fjárfestingar eru að umbreyta hefðbundnum fjárfestingum þannig að hugað sé að afleiðingum fjárfestinganna á umhverfi, félagslega þætti og góða stjórnarhætti. 

Hugtakið UFS (e. ESG) er notað og misnotað á marga vegu. Ásetningurinn með UFS, sem sannarlega eykur verðmæti, á á hættu að verða útvatnaður með stórtækum markaðsgerningum innan og utan fjármálageirans. Við skulum bara kalla það grænþvott.

Auglýsing
Að auki er oft bara gott að skrá lærdóminn sem safnast upp á leiðinni og deila með öðrum. Vindum okkur í boðorðin tíu sem ég tók saman um UFS-fjárfestingar.

  1. Umfram allt, fjallar þetta um fólk og plánetuna: Meginspurningin er hvort fjárfestingarnar og undirliggjandi eignir (fyrirtæki, verkefni, afleidd verðmæti, skuldabréf, osfrv) geri heiminn meira og minna sjálfbærari í dag og í framtíðinni. Í fjármálageiranum erum við að taka fjárfestingaákvarðanir fyrir viðskiptavini sem treysta okkur til að gera það fyrir þau. Við þurfum að skilja og virða þeirra hvata.
  2. Þú verður að fjárfesta í þessari vegferð: Að innleiða UFS eða fá það besta út úr greiningu og innsýn krefst töluverðra fjárfestinga í formi greiningarvinnu, þekkingar og reynslu.  Þetta er ekki viðbótarþjónusta sem boðin er í hefðbundnum fjárfestingavörum og pakkað inn í fallega bæklinga. 
  3. Þú verður að vera þolinmóð/ur: Það tekur tíma að ná árangri, bæði fjárhagslegum árangri og tengdum fólki og náttúru. Ef þú hefur heyrt eitthvað annað þá er það ekki satt.
  4. Það verður sársaukafullt: Að breyta viðskiptamódelum og hegðun þegar kemur að fjárfestingum, fólki og plánetunni er hörku vinna sem felur í sér streð, átök og þversagnir. Hverskyns breyting felur alltaf í sér spennu og mætir oft mótstöðu.
  5. Þú verður að vera stefnuföst/-fastur: Það að breyta núverandi gangvirki fjármála og fjárfestinga svo það þjóni bæði fólki og plánetunni, krefst stefnufestu í flæði fjármagns. Þú getur ekki gefið með einni hönd (fjárfest í, lánað/fjármagnað sjálfbærar lausnir) og tekið með hinni höndinni (fjárfest í og lánað/fjármagnað ósjálfbærar lausnir).
  6. Þér verður fyrirgefið: UFS-ramminn er tiltölulega nýtilkominn og skapar nægt rými fyrir stöðugar bætur fyrir hvern þann sem er stefnufastur og hefur það markmið að hafa uppbyggileg áhrif á fólk og plánetuna.
  7. Þú verður að muna eftir F og S: Jú, U-ið í UFS felur í sér loftslagsbreytingar og hlýnun, og er mikilvægast í ljósi stöðu plánetunnar í dag.  En án F (félagsþátta) og S (góðir stjórnarhættir) er allt fyrir bí, jafnvel fyrir loftslagið.
  8. Horfðu lengra en á UFS upplýsingar: Vissulega eru UFS upplýsingar mikilvægar. Og gæði upplýsinganna eru að batna ár frá ári, þó svo að breytingarnar séu hægar. En tölur og gögn segja ekki alla söguna. Greiningar éta gögn í morgunmat, alltaf.   
  9. Þú verður að skilja takmörkin: Það er ekki ein stærð eða aðferð sem passar öllum. Og það er engin ein lausn sem leysir allt. Það er erfitt að umbreyta sumum svæðum, geirum og eignum. Og sumt fólk í fjármálageiranum mun aldrei breytast.
  10. Haltu athyglinni á útkomunni: Gleymdu ferlum, kynningarbæklingum og hljómfögrum sögum. Það sem skiptir máli er hvað þú færð. Áþreifanlegar útkomur skipta öllu máli.  

Höfundur er forstöðumaður sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin bankanum í Sviss. Hrund Gunnsteinsdóttir þýddi greinina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar