Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?

Þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifa um efnahagsviðbrögð ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

„Útgjöld ríkisins til aðgerða eru ekki raunhæfur mælikvarði á eitt né neitt nema þau séu sett í samhengi við árangurinn af þeim aðgerðum,“ sagði forsætisráðherra þegar rætt var um ríkisfjármálastuðning vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á Alþingi í vikunni. Henni finnst ríkisstjórninni hafa gengið vel að milda kreppuna og styðja við fólk og fyrirtæki.

Sjálfstæðisflokkurinn hreykir sér líka af hagstjórnarafrekum í kostuðum auglýsingum á Facebook: „Traustur grunnur tryggði góðan árangur.“ „Réttar aðgerðir skiluðu árangri.“ „Aðgerðirnar hafa virkað og útlitið er bjart.“

Það eru ýmsar leiðir til að meta árangur hagstjórnar og stöðu efnahagsmála. Einn mælikvarði, sem segir bæði talsvert um hvernig fólk hefur það og hve vel framleiðsluþættir í hagkerfinu nýtast, er atvinnuleysisstigið: hlutfall fólks sem vill og getur unnið en fær ekki vinnu.

Staðreyndin er þessi: Hvergi meðal OECD-ríkja hefur atvinnuleysi aukist meira en á Íslandi síðan kórónukreppan skall á og hér mælist atvinnuleysi nú talsvert meira en á hinum Norðurlöndunum.

Heimild: OECD

Hin gríðarlega aukning atvinnuleysis skýrist auðvitað að verulegu leyti af umfangi ferðaþjónustu og tengdra greina í íslensku hagkerfi – en ætli hún hafi ekki líka eitthvað með það að gera að ríkisstjórnin hreyfði sig hægar og gerði minna til að verja fólk og fyrirtæki fyrir efnahagsáhrifum kórónuveirunnar fyrstu mánuðina heldur en ríkisstjórnir nágrannalandanna?

Auglýsing

Og ætli atvinnuleysisaukningin hafi ekki eitthvað með það að gera að fyrirtæki sem urðu fyrir miklu tekjufalli í kórónukreppunni þurftu að bíða fram í janúar 2021 eftir almennum rekstrarstyrkjum sambærilegum þeim sem voru veittir fjölda fyrirtækja mörgum mánuðum fyrr víða í Evrópu?

Eða það að hlutabótaleiðin var eyðilögð með hertum skilyrðum síðasta sumar um leið og stjórnarmeirihlutinn ákvað að borga eigendum fyrirtækja ríkisstyrki til að segja upp starfsfólki? Afleiðingin af því var meðal annars sú að miklu lægra hlut­fall vinnu­afls á Íslandi hefur verið á hluta­bótum heldur en víð­ast hvar í Vest­ur­-­Evr­ópu.

Ætli hin gríðarlega aukning atvinnuleysis hafi ekkert með það að gera að opinber fjárfesting dróst beinlínis saman í kórónukreppunni, einmitt þegar einkafjárfestar héldu að sér höndum og það var mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hið opinbera stigi fram af krafti til að halda uppi eftirspurn og skapa störf?

„Traustur grunnur tryggði góðan árangur,“ segja þau en grunnurinn var ekki traustari en svo að stjórnvöldum reyndist ókleift að nýta nema brot af þeim fjárfestingarheimildum sem Alþingi veitti í fjárlögum og fjáraukalögum. Verkefnin töfðust og ónýttar heimildir söfnuðust upp.

Það var fleira sem tafðist. Þegar ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka vegna heimsfaraldursins þann 21. mars 2020 áttu ríkisábyrgðarlán til fyrirtækja að leika veigamikið hlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins. Þremur mánuðum síðar höfðu engin slík lán verið veitt en til samanburðar höfðu 400 þúsund fyrirtæki í Frakklandi fengið ríkisábyrgðarlán og 300 þúsund í Bretlandi. Hversu vegna gátu Bretar og Frakkar þetta en ekki við ef grunnurinn hér var svona traustur og aðgerðirnar svona skynsamlega útfærðar?

„Aðgerðirnar hafa virkað og útlitið er bjart,“ segir fjármálaráðherra – en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands verður atvinnuleysi meira og langvinnara næstu árin heldur en gert var ráð fyrir við vinnslu fjármálaáætlunar síðastliðið haust. „Réttar aðgerðir skiluðu árangri,“ segja þau, en er ekki fullsnemmt að fagna sigri þegar 21 þúsund manns eru án vinnu, 6 þúsund hafa verið atvinnulaus í meira en ár og hátt í 14 þúsund verið atvinnulaus í hálft ár eða meira?

Nið­ur­stöður spurn­inga­könn­unar sem var lögð fyrir félags­menn ASÍ og BSRB gefa til kynna að helm­ingur atvinnu­lausra eigi erfitt með að ná endum saman og meiri­hluti þeirra hafi neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu vegna fjár­hags und­an­farna mán­uði. Þetta er neyðarástand og meðan hægt gengur að vinda ofan af því er holur hljómur í sjálfshóli ríkisstjórnarinnar. Yfirlýsingar um stórkostlegan árangur eru blaut tuska framan í þann fjölda fólks sem kreppan og veik viðbrögð stjórnvalda hafa bitnað á.

Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar