„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit

Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.

Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
Auglýsing

Þegar aðgerðir vegna auk­innar útbreiðslu COVID-19 hér á landi voru hertar síð­asta dag júlí­mán­aðar voru hlífð­ar­grímur í fyrsta sinn nefndar til sög­unnar í okkar bar­áttu við veiruna. Eftir að hafa heyrt á upp­lýs­inga­fundum almanna­varna og land­læknis í vetur að grímur gerðu vissu­lega gagn en gætu einnig veitt falskt öryggi og að ekki þætti ástæða til að hvetja til notk­unar þeirra komu þessi nýju til­mæli mörgum á óvart. Enda létu Íslend­ingar ekki sitt eftir liggja og keyptu grímur í gáma­vís. Strætó boð­aði grímu­skyldu en dró það síðan til baka eftir að sótt­varna­yf­ir­völd skerptu á til­mælum sínum sem nú eru á þessa leið hvað almenn­ings­sam­göngur varð­ar: Nota skal and­lits­grímu í almenn­ings­sam­göngum vari ferð lengur en 30 mín­út­ur.En hafa rann­sóknir sýnt að and­lits­grímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smit­ist af COVID-19? Og ef svo er skiptir þá máli hvernig gríma er not­uð?Þannig hljóð­aði spurn­ing blaða­manns Kjarn­ans sem send var Vís­inda­vefnum á dög­unum og nú hefur borist svar við. Það er Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, sem er til svars.„Stutta svarið við fyrri spurn­ing­unni er ein­fald­lega já,“ svarar Jón Magús. „Rann­sóknir hafa sýnt, án nokk­urs vafa, að and­lits­grímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli ein­stak­linga.“

Auglýsing Sjúk­dóm­ur­inn COVID-19 verður vegna sýk­ingar af veirunni SAR­S-CoV-2 sem dreif­ist fyrst og fremst með dropa- eða snert­ismiti. Þegar við hóst­um, hnerrum og tölum berst ara­grúi örsmárra dropa frá önd­un­ar­fær­un­um. „Ef ein­stak­lingur er sýktur af SAR­S-CoV-2 eru þessir dropar gjarnan hlaðnir veirum,“ skrifar Jón Magn­ús. „Drop­arnir ber­ast síðan mis­langt áfram og geta lent í munni ann­arra, höndum eða á yfir­borði hluta í næsta nágrenn­i.“Jón Magnús Jóhannesson, læknir.Stærð dropa og hversu langt þeir ferð­ast er ýmsu háð. Til dæmis þeyt­ast fleiri dropar og lengra þegar við hnerrum og hóstum en þegar við töl­um. „Grímur grípa yfir­gnæf­andi meiri­hluta dropa frá önd­un­ar­færum og varna því að þeir ber­ist lengra. Þetta þýðir að grím­urnar geta bæði stöðvað dropa sem við gefum frá okkur og dropa sem ber­ast til okkar frá vitum ann­arra.“Af hverju er okkur þá ekki ráð­lagt að vera alltaf með grímu þegar far­aldur COVID-19 geis­ar?Ýmis atriði flækja málið og geta virst rugl­andi, skrifar Jón Magn­ús. Grímur gagn­ast við að koma í veg fyrir smit en virkni þeirra er lang­mest við skil­greindar aðstæð­ur. Enn­fremur þarf að nota þær á réttan hátt til að árangur náist:

 • Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á.
 • Gríman þarf að hylja nef og munn.
 • Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á.
 • Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti ein­stak­lingur sé í minnst tveggja metra fjar­lægð.
 • Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin nið­ur, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu.
 • Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglu­lega til að koma í veg fyrir raka­mettun (á sér­stak­lega við um einnota grím­ur).

Fjöl­nota grímur þarf að þvo dag­lega (að­ferð fer eftir gerð grímu).En við hvaða skil­greindu aðstæður virka grímur best?COVID-19-smit á sér helst stað þegar ein­stak­lingar eru í miklu návígi, það er í innan við tveggja metra fjar­lægð. Smit­hættan eykst með tíma og er meiri í lok­uðu rými en úti. Nýjar ráð­legg­ingar um notkun gríma í sam­fé­lag­inu miða við að þær séu not­aðar þar sem hætta er á smiti, einkum þar sem tíma­bundið þarf að víkja frá tveggja metra regl­unni. Jón Magnús bendir á að smám saman hafi komið betur í ljós að ein­kenna­litlir eða -lausir berar SAR­S-CoV-2 geta smitað aðra sem þýðir að ein­stak­lingar geta verið smit­andi án þess að hafa hug­mynd um það. Grímur geti hins vegar komið í veg fyrir slík smit. „Helsti ókost­ur­inn við almenna notkun gríma, fyrir utan ranga notk­un, er að hún getur veitt falskt öryggi og leitt til þess að fólk slaki á tveggja metra regl­unn­i,“ skrifar hann. „Tak­mörkun á fjar­lægð og almenn smit­gát eins og hand­þvottur og til­lits­semi við hósta eða hnerra (í oln­boga­bót) er öfl­ug­asta vörnin.“

Almennt er talið að svokölluð fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Ef þeim er viðhaldið eru grímurnar í raun óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Notkun gríma getur þó gert tímabundna nálægð einstaklinga öruggari svo framarlega sem þær eru notaðar á réttan hátt. Mynd: EPAHvernig grímur á að nota?Á heil­brigð­is­stofn­unum eru not­aðar sér­stakar fínagna­grímur eða veiru­grímur þegar um stað­fest COVID-19-smit er að ræða. Slíkar grímur sía út örfínar agnir með það að mark­miði að stoppa dropa af öllum stærðum og gerð­um. „Þær koma í veg fyrir svo­kallað úða­smit þar sem veirur geta dreifst með örfínum úða en hann hangir í loft­inu í stað þess að falla vegna þyngd­arafls,“ skrifar Jón Magn­ús. Úða­smit virð­ist ekki vera veiga­mikil dreif­ing­ar­leið fyrir COVID-19 og skiptir mestu máli við ákveðin inn­grip á spít­öl­um. „Í sam­fé­lag­inu dugar vel að nota hefð­bundnar skurð­grím­ur. Einnig hefur notkun taugríma auk­ist. Slíkar grímur eru í raun efni í annað svar en í stuttu máli er gagn­semi þeirra aðeins tryggð ef viss gerð af taui er notuð og lög grímunnar í það minnsta þrjú.“Er þá ávinn­ingur af því að nota grímur úti í sam­fé­lag­inu?„Það fer eftir ýmsu, meðal ann­ars sam­fé­lags­gerð, hegðun fólks og því hvort grím­urnar eru rétt not­að­ar,“ svarar Jón Magn­ús. Hann segir grímur geta verið gagn­legar en almennt sé talið að svokölluð fjar­lægð­ar­tak­mörkun (e. physical distancing), það er að við­halda tveggja metra reglu, fara ekki á stór manna­mót og vera sem minnst í návígi við aðra sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit.„Ef fjar­lægð­ar­tak­mörk­unum er við­haldið eru grímur í raun belti með axla­bönd­um,“ skrifar hann. „Þá eru þær óþarfa við­bót með til­heyr­andi kostn­aði og óþæg­ind­um.“ Notkun gríma getur þó gert tíma­bundna nálægð ein­stak­linga örugg­ari svo fram­ar­lega sem þær eru not­aðar á réttan hátt. Margar rann­sóknir hafa verið gerðar til að meta gagn­semi gríma í miðjum far­aldri en nið­ur­stöð­urnar eru langt frá því að vera skýrar vegna ýmissa óvissu­þátta.Leið­bein­ingar um grímunotkun hér­lendis eru skýrar að mati Jóns Magn­ús­ar. Þær eiga ekki að koma í stað tveggja metra regl­unnar eða ann­arra leiða til að tryggja fjar­lægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að við­halda tveggja metra regl­unni. Mik­il­vægt er þá að nálægðin vari sem styst.„Afar ólík­legt er að smit­ast af ein­stak­lingi sem gengið er fram­hjá utandyra í örfáar sek­únd­ur,“ bendir hann á. „Að sitja við hlið smit­bera í strætó er hins vegar annað mál og einn hósti getur leitt til smits þó að nálægðin sé aðeins í nokkrar mín­út­ur. Grím­urnar gera okkur þannig kleift að við­halda góðri smit­gát við aðstæður sem væru ann­ars hættu­legar okkur og öðr­um. Þannig getum við farið í klipp­ingu, ferð­ast með strætó og verslað í mat­vöru­verslun og verndað bæði okkur sjálf og aðra. Önnur atriði smit­gátar skipta þó áfram mestu máli við smit­varn­ir.“Jón Magnús tekur svo helstu atriðin saman með þessum hætti:

 • Grímur koma ekki í stað tveggja metra reglu, almennrar smit­gátar og hrein­læt­is.
 • Grímur virka helst þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð í nokkurn tíma.
 • Grímur virka til að koma í veg fyrir smit, bæði til okkar og frá okkur til ann­arra.
 • Mik­il­vægt er að nota grím­urnar rétt, sam­an­ber leið­bein­ingar að ofan.
 • Skurð­gríma dugar vel í sam­fé­lag­inu en sér­stakar veiru­grímur á að nota við ákveðnar aðstæð­ur, aðal­lega innan heil­brigð­is­kerf­is­ins.Hér má lesa ítar­legt svar Jóns Magn­úsar á Vís­inda­vefnum í heild.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent