Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári

Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.

Hryssa
Auglýsing

Alls voru 5.036 hryssur not­aðar í blóð­mera­hald árið 2019. Folöldum hryss­anna er alla jafna slátrað til kjöt­fram­leiðslu eða þau sett á til end­ur­nýj­un­ar. Sum þeirra eru nýtt til reið­hesta­rækt­un­ar.

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um blóð­mera­hald.

Hormón í blóði notað í frjó­sem­is­lyf

Blóð­bera­hald kall­ast það þegar fyl­fullar hryssur fram­leiða sér­stakt hormón í fylgj­unni á fyrri hluta með­göngu, eða á 40. til 120. degi. Horm­ónið hefur það hlut­verk að við­halda með­göngu með því að örva starf­semi eggja­stokka og fjölga gul­bú­um. 

Hægt er að vinna horm­ónið úr blóði hryssa á þessu til­tekna tíma­bili með­göng­unnar og vinna úr því frjó­sem­is­lyf. Það er einna helst notað til að sam­stilla gang­mál dýra, mest í svína­rækt. Frjó­sem­is­lyfið er notað út um allan heim, en í hverf­andi magni á Íslandi. Hryssu­blóði hefur verið safnað úr fyl­fullum hryssum í kjöt­fram­leiðslu hér á landi í um 40 ár, segir í svari Krist­jáns Þórs.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari ráð­herra og upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun var hesta­hald, þar sem fram­kvæmd er blóð­taka úr hrossum til fram­leiðslu afurða, stundað á vegum 95 aðila árið 2019. Ráðu­neytið hafi aftur á móti ekki upp­lýs­ingar um veltu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem stunda blóð­mera­hald.

Alvar­legar athuga­semdir gerðar á 3 bæjum

Ágúst Ólafur spurði jafn­framt hvernig blóð­mera­hald upp­fylli laga­á­kvæði um dýra­vernd og við hvaða rétt­ar­heim­ild sé stuðst. Í svari ráð­herra kemur fram að um blóð­mera­hald gildi lög um vel­ferð dýra og reglu­gerð um vel­ferð hrossa. 

„Mat­væla­stofnun ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna og reglu­gerð­ar­innar og hefur eft­ir­lit með því að ákvæðum þeirra sé fylgt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun hafa síð­ustu þrjú ár verið gerðar alvar­legar athuga­semdir á þremur bæjum sem tengj­ast blóð­mera­haldi og var blóð­mera­haldi þá hætt á við­kom­andi bæj­u­m.“

Þing­mað­ur­inn spurði í síð­asta lagi í hvaða Evr­ópu­ríkjum blóð­mera­hald hafi verið aflagt en sam­kvæmt svar­inu hefur ráðu­neytið ekki upp­lýs­ingar um blóð­mera­hald í öðrum ríkj­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent