Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári

Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.

_abh9532_15377695743_o.jpg
Auglýsing

Alls voru 5.036 hryssur not­aðar í blóð­mera­hald árið 2019. Folöldum hryss­anna er alla jafna slátrað til kjöt­fram­leiðslu eða þau sett á til end­ur­nýj­un­ar. Sum þeirra eru nýtt til reið­hesta­rækt­un­ar.

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um blóð­mera­hald.

Hormón í blóði notað í frjó­sem­is­lyf

Blóð­bera­hald kall­ast það þegar fyl­fullar hryssur fram­leiða sér­stakt hormón í fylgj­unni á fyrri hluta með­göngu, eða á 40. til 120. degi. Horm­ónið hefur það hlut­verk að við­halda með­göngu með því að örva starf­semi eggja­stokka og fjölga gul­bú­um. 

Hægt er að vinna horm­ónið úr blóði hryssa á þessu til­tekna tíma­bili með­göng­unnar og vinna úr því frjó­sem­is­lyf. Það er einna helst notað til að sam­stilla gang­mál dýra, mest í svína­rækt. Frjó­sem­is­lyfið er notað út um allan heim, en í hverf­andi magni á Íslandi. Hryssu­blóði hefur verið safnað úr fyl­fullum hryssum í kjöt­fram­leiðslu hér á landi í um 40 ár, segir í svari Krist­jáns Þórs.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari ráð­herra og upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun var hesta­hald, þar sem fram­kvæmd er blóð­taka úr hrossum til fram­leiðslu afurða, stundað á vegum 95 aðila árið 2019. Ráðu­neytið hafi aftur á móti ekki upp­lýs­ingar um veltu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem stunda blóð­mera­hald.

Alvar­legar athuga­semdir gerðar á 3 bæjum

Ágúst Ólafur spurði jafn­framt hvernig blóð­mera­hald upp­fylli laga­á­kvæði um dýra­vernd og við hvaða rétt­ar­heim­ild sé stuðst. Í svari ráð­herra kemur fram að um blóð­mera­hald gildi lög um vel­ferð dýra og reglu­gerð um vel­ferð hrossa. 

„Mat­væla­stofnun ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna og reglu­gerð­ar­innar og hefur eft­ir­lit með því að ákvæðum þeirra sé fylgt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun hafa síð­ustu þrjú ár verið gerðar alvar­legar athuga­semdir á þremur bæjum sem tengj­ast blóð­mera­haldi og var blóð­mera­haldi þá hætt á við­kom­andi bæj­u­m.“

Þing­mað­ur­inn spurði í síð­asta lagi í hvaða Evr­ópu­ríkjum blóð­mera­hald hafi verið aflagt en sam­kvæmt svar­inu hefur ráðu­neytið ekki upp­lýs­ingar um blóð­mera­hald í öðrum ríkj­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent