Dýravernd – blóðmerahald og fallin folöld þeirra á Íslandi

Árni Stefán Árnason skrifar um dýraverndarmál.

Auglýsing

Þessi grein er um blóð­mera­hald á Íslandi og líf­tækni­iðn­að, sem skipu­lega er haldið leyndu fyrir þjóð­inni af hags­muna­að­ilum og stjórn­völd­um. Síðar í grein­inni er útskýrt hvað blóð­meri er. Hvernig hún er mis­not­uð, með­ferð á blóð­merum og folöldum þeirra, aðbún­aði, aðstöðu­leysi og sví­virði­lega ágengni manna á lík­am­leg þol­mörk þeirra. 

Alheims­virð­ing íslenskrar hrossa­ræktar á undir högg að sækja

Íslenska hrossið nýtur mik­illar virð­ingar á heims­vísu. Þegar best lætur á Íslandi er aðbún­aður og fram­koma manns­ins við hross til mik­illar fyr­ir­mynd­ar, langt umfram það, sem lög krefj­ast og gott sið­ferði gerir til­kall til. Þá ímynd verður að vernda og hross­inu ber að sýna þakk­læti og virð­ingu. - En svo er því miður ekki alls staðar á Íslandi.

Blóð­merin er til­rauna­dýr til að auka kjöt­fram­leiðslu

Blóð­mera­hald er iðn­að­ur, skil­greind­ur, sem til­rauna­dýra­starf­semi af Mat­væla­stofnun (MAST) og hefur þann eina til­gang, að fram­leiða horm­ón­ið, PMSG, hvata til að auka frjó­semi í svína­eldi til mann­eld­is.  

Skil­grein­ing MAST, fram­kvæmda­að­ila laga um vel­ferð dýra, er, hóf­lega til orða tek­ið, mjög umdeild, enda við­ur­kennir stofn­un­in, að aðförin að blóð­merum sé á mörkum þess, að stang­ast á við ákvæði laga um vel­ferð dýra. Á gráu svæði. Lögin eiga samt að tryggja átta þátta grund­vall­ar­vel­ferð allra dýra, sem þau eiga að vernda. Sam­kvæmt vitnum með yfir­burða­þekk­ingu er vegið veru­lega að fimm þess­ara þátta í umgengni við blóð­merar og folöld þeirra þ.e.: 

að þau séu laus við van­líð­an, hungur og þorsta, ótta og þján­ingu, sárs­auka, meiðsli

og sjúk­dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar ver­ur. Enn fremur er það mark­mið

lag­anna að þau geti sýnt sitt eðli­lega atferli eins og frekast er unnt.

- sbr. 1. gr. laga um vel­ferð dýra.

Að vetri bæt­ast jafn­vel atriðin hungur og þorsti við, enda er van­ræksla alltof margra í þeim efnum lands­þekkt. - Þá fer mælir­inn, sem­sagt að verða fullur eða 7/8 og meg­in­reglan að engu höfð.

Auglýsing
PMSG er, sem fyrr seg­ir, unnið úr blóði fyl­fullra mera til að auka frjó­semi í svína­eldi til mann­eld­is. Blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn er stór­iðja á Íslandi og getur ekki skil­greinst öðru­vísi en ill með­ferð dýra og útblástur þeirra meng­un­ar­vald­ur, sem til­efni er til að hafa áhyggjur af vegna kolefn­is­spors­ins, sem af honum leið­ir, þó smá­vægi­legt atriði sé í vel­ferð­ar­mengi dýr­anna. 

Þegar dýra­níð verður grund­völlur iðn­aðar

Skrif þessi beina athygl­inni að dýra­níði þessa iðn­að­ar, sem um ríkir skipu­lögð umfangs­mikil þöggun hags­muna­að­ila, land­bún­að­ar­ráð­herra og MAST. Af hverju það er svo skýrist betur síðar í grein­inni. Upp­lýs­inga­brunnur grein­ar­innar er áreið­an­leg­ur. M.a. er byggt á nýlegum rann­sóknum erlendra dýra­vernd­ar­sam­taka á Íslandi sl. haust og ýmsum öðrum gögnum og ára­langri almennri vit­neskju um eðli blóð­mer­a­iðn­að­ar­ins, sem svo hljótt hefur farið um hér­lend­is. Á meðal gagna má nefna fjölda frétta­skýr­inga­þátta frá virtum þýskum sjón­varps­stöðv­um.  

Um hvað snýst blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn?

Byrjum á byrj­un­inni. ,,Lög um vel­ferð dýra boða meg­in­regl­una, sem getið var í upp­hafi. - Allt sem er und­ir­strikað á við um að brotið sé á merum í blóð­mera­bú­skap á Íslandi skv. vitnum með góða þekk­ingu í hrossa­hald­i. 

Andi, til­gangur og mark­mið laga um vel­ferð dýra er ótví­ræður og skýr enda sagði flutn­ings­maður lag­anna og þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra Stein­grímur J. Sig­fús­son úr ræðu­stól þegar hann mælti fyrir lög­unum 2012: ,,að engan afslátt skyldi nú lengur gefa þegar kæmi að dýra­vernd". 

Raunin hefur orðið önnur i til­viki blóð­mera. Sem lög­fræð­ingur með sér­þekk­ingu á lögum um vel­ferð dýra held ég því hik­laust fram, að unnið sé þvert gegn fram­an­greindum við­miðum í ýmsum greinum búfjár­halds á Íslandi, ekki bara í blóð­mera­bú­skap. Ég hef raunar síðan 2012 haldið því fram og margoft rök­stutt að lögin séu sniðin að búfjár­eldi til mann­eldis og þeim hörm­ungum og virð­ing­ar­leysi fyrir lífi dýra, sem því fylg­ir. - Lögin séu til þess fallin að varpa dýrð­ar­ljóma á búfjár­eldi svo neyt­endur geti áfram (með góðri sam­visku ) notið neyslu sinnar á afurðum úr þess­ari átt og með því reyna fram­leið­endur að draga hugsun þeirra frá upp­runa og ferli hvers kjöt­bita eða ann­ara afurða frá búfé. Því sem ég kalla:  Hinni leyndu þján­ingu búfjár á Íslandi - fyr­ir­sögn loka­verk­efnis míns um dýra­vernd á Íslandi við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík árið 2012.

Blóð­merar þolendur hins harða heims úti­gangs

Blóð­merar eru úti­gangs­hryss­ur. Úti allt árið við afar mis­jafnar aðstæð­ur. Við þessar aðstæður er skylda skv. lögum að veita þeim gott skjól, gegn veðrum, fóður og vatn. Það heyrði til und­an­tekn­inga að sam­starfs­að­ilar mínir sæju kröf­una um skjól upp­fyllta en þeir höfðu við­komu á um 40 stöðum blóð­mera­stóða hvar haldnar voru hund­ruð mera ásamt folöld­um. Það kom og á dag­inn í nýlegu óveðri að hross gátu ekki veit sér skjól og drápust, hægum kvala­fullum dauð­daga, þvert á ákvæði dýra­vernd­ar­laga. Margoft hefur verið gagn­rýnt af ýmsum aðilum hvernig mörg úti­gangs­hross eru auk þess van­rækt að vetri til varð­andi vatns og hey­gjöf.Mynd: Árni Stefán Árnason

Iðn­að­ar­þræl­arnir blóð­merar og folöld þeirra

Blóð­merar eru gerðar fyl­fullar með reglu­legu milli­bili til þess að lík­ami þeirra geti hafið fram­leiðslu blóðs, sem inni­heldur PMSG, „gull­mola" líf­tækni­fyr­ir­tækja, sem veitir þeim millj­arða­hagnað á ári hverju með fjölda­fram­leiðslu þess. Blóð er tekið úr merum í tuglítra­tali yfir sum­ar­mán­uð­ina. Þegar fol­ald þeirra er orðið nokk­urra mán­aða gam­alt er ýmsar sviðs­myndir mögu­legar skv. mínum heim­ild­ar­mönn­um. Það er skotið á staðnum og látið liggja þar til móðir þess gefst upp, klárar sorg­ar­feril sinn. Það er jafn­vel fram­kvæmd fóst­ur­eyð­ing og svo hægt sé að sæða hryss­una aft­ur. Þau folöld sem fæð­ast eru grafin úti í haga eða það er tekið af móður þeirra og sent í slát­ur­hús. Það skýrir gnægt fram­boð á ódýru hökk­uðu kjöti á haustin. 

Auglýsing
Aðeins fyl­full meri er verð­mæt blóðs­ins vegna. Þetta er í raun keim­líkt því sem á sér stað í mjólk­ur­bú­skap. Kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim eina til­gangi að þær séu mjólk­ur­fram­leiðslu­hæf­ar. Kálf­ur­inn er gagns­laus og þegar nyt kúa fellur fara þær sömu leið, í slát­ur­hús og enda sem bjúga! - Og þetta á sér stað í landi þar sem dýra­vernd er sögð í hávegum höfð!

Blóð­merar njóta lít­illar verndar dýra­vel­ferð­ar­laga

Þessi magn­aða, virðu­lega og til­finn­inga­ríka dýra­teg­und, sem hrossið er, ber að vernda eins og lög um vel­ferð dýra og reglu­gerð um hrossa­hald skyld­ar. Heim­sókn hinna virtu dýra­vernd­ar­sam­taka Animal Welfare / Tierschutz­bund Zürich (AWF/TZ) til Íslands sl. haust í þeim til­gangi að rann­saka íslenska blóð­mer­a­iðn­að­inn leiddi annað í ljós. Sam­tökin hafa náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri i dýra­vernd m.a. í sam­vinnu við virtar þýskar sjón­varps­stöðvar og tengsl við áhrifa­fólk í innsta kjarna Evr­ópu­sam­bands­ins. Mark­mið þeirra er að blóð­mera­bú­skapur legg­ist af á Íslandi eins og ann­ars staðar í heim­inum enda þvert á alla við­ur­kennda nútíma­hug­mynda­fræði um dýra­vernd. Það er því í höndum alþingis að stöðva þessa brú­tal með­ferð á dýrum og sið­lausa nýt­ingu manna á blóði þeirra þvert á fyr­ir­mæli setts rétt­ar.

Á tveggja vikna ferða­lagi AWF/TZ um landið og skoðun á vinnu­brögðum og aðstöðu við blóð­töku úr blóð­merum kom ýmis­legt í ljós, sem óskað var eft­ir, af hags­muna­að­il­um, að ekki lyti dags­ins ljós. Svo ofsa­fengin voru við­brögð nokk­urra aðila, að gerðar voru til­raunir til að þvinga þau til að hætta rann­sóknum sínum og þeim ráð­lagt að halda til sinna heima­haga. Þ.á.m. var dæmdur ofbeld­is­mað­ur, eig­andi stórs blóð­mera­stóðs á suð­ur­land­i.. Sætti það nokk­urri furðu hjá þeim að Mat­væla­stofnun skuli heim­ila honum dýra­hald. 

Umdeilt og aflagt erlendis

Iðn­aður þessi er mjög umdeildur erlendis og hefur opin­berun hans, af dýra­vernd­ar­sam­tökum í sam­vinnu við sjón­varps­stöðv­ar, leitt til þess að hann hefur verið aflagður vegna hinnar illu með­ferðar á merum og afkvæmum þeirra. Þá telst til­gangur fram­leiðslu PMSG, af líf­tækni­fyr­ir­tækjum og þátt­taka hrossa­bænda, á mörkum góðs sið­ferðis og hjá hags­muna­að­ilum á ,,gráu svæði" eins og þeir kjósa líka að orða það sjálf­ir.- Það vekur því nokkra furðu að íslenskir dýra­læknar skuli fást til að taka þátt í þessum óynd­is­iðn­aði horft til þess eiðs, sem þeir sam­þykkja þegar þeir þiggja dýra­lækna­leyfi sitt frá stjórn­völd­um. Dýra­læknar einir mega fram­kvæma blóð­tök­una. Þar virð­ist því fjár­hags­leg hags­muna­gæsla þeirra ganga framar meg­in­reglum laga um vel­ferð dýra og laga sem gilda um dýra­lækna. Gengið hefur verið á dýra­lækna um skýr­ingar á þessu óvenju­lega hátta­lagi þeirra en þeir fær­ast undan að svara. Í lögum um dýra­lækna og heil­brigð­is­þjón­ustu við dýr, 2. gr. stend­ur: 

Dýra­læknar og heil­brigð­is­starfs­menn dýra skulu standa vörð um heilsu dýra í land­inu, stuðla að bættu heilsu­fari og vel­ferð þeirra, auk­inni arð­semi búfjár og góðum aðbún­aði og með­ferð dýra. 

Ekki er hægt að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu, í lög­fræði­legum skiln­ingi, að tuglítra blóð­taka úr merum með folöld falli undir það, sem 2. gr. fyrr­nefndra laga boð­ar. Það er því litið svo á af lög­gjaf­anum að brot á lögum um dýra­lækna séu veru­lega ámæl­is­verð en greinir hljóðar svo:

Brot gegn lögum þessum, reglu­gerðum og fyr­ir­mælum gefnum sam­kvæmt þeim varða sektum eða fang­elsi ef sakir eru mikl­ar.

Fjand­sam­legt sam­þykki MAST

Með góða þekk­ingu á til­gangi og mark­miðum laga um vel­ferð dýra, tel ég sterk rök fyrir því að þessi iðn­aður stang­ist á við meg­in­reglur þeirra laga. Um það sann­færð­ist ég eftir margra daga rann­sókn­ar­vinnu AWF/TZ sl. haust og ég lið­sinnti auk þess sem þau, nutu aðstoðar erlends lög­manns, sem þekkir vel til inn­viða hrossa­ræktar á Íslandi. Vegna þess á hve gráu svæði þetta er gagn­vart lögum um vel­ferð dýra og án nokk­urs vafa vegna þrýst­ing frá hags­muna­að­ilum er MAST neytt til að fella þetta undir ákvæði ein­hverra laga. Fyrir val­inu varð ákvæði í lög­um, sem fjallar um til­rauna­dýr og á ekk­ert skylt við það fjand­sam­lega inn­grip í vel­ferð mera, sem blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn er. - Ég segi bara það var og! - Þegar yfir­dýra­læknir á í hlut kemur fátt á óvart, en hann ásamt land­bún­að­ar­ráð­herra bera að lokum ábyrgð á þess­ari ámæl­is­verðu snið­göngu stjórn­valda á lögum um vel­ferð dýra. - Verst er þegar önnur stjórn­völd láta sér fátt um finn­ast þó upp­lýst sé um svona.Mynd: Árni Stefán Árnason

Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands styður dýra­níð blóð­mer­a­iðn­að­ar­ins

Frá 2007 má segja að Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands hafi verið krypp­lingur í dýra­vernd. Það ár lést þáver­andi leið­togi íslenskrar dýra­verndar frú Sig­ríðar Ásgeirs­dóttir og við tók hörm­ung­ar­saga, sem engan endi virð­ist ætla að taka. Félagið er slag­krafts­laust en um átak­an­legt fram­taks­leysi stjórna þess félags­skap­ar, svik o.fl. síð­ustu ára­tugi mun ég fjalla á næst­unni til að varpa ljósi á hvers vegna dýra­vernd hér­lendis er svo langt á eftir t.d. í sam­an­burði við nágranna­lönd okk­ar. Ætla þó,  að fjalla hér stutt­lega um stuðn­ing þess við blóð­mer­a­iðn­að­inn. 

28. ágúst 2017 sat full­trúi Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins (DÍ) fund Fagráðs um dýra­vel­ferð. (Fagráðið er skipað af ráð­herra og með mik­illi ein­földun ráð­gjafi MAST um álita­efni sem varða dýra­vernd).

Full­trúi DÍ er doktor Ólafur nokkur Dýr­munds­son, fyrr­ver­andi for­maður DÍ og fyrrv. starfs­maður Bænda­sam­tak­anna. Auk hans sátu fund­inn full­trúi Dýra­lækna­fé­lags Íslands, Katrín Andr­és­dótt­ir, dýra­læknir frá MAST, Þóra Jón­as­dóttir og sið­fræð­ingur frá HÍ, Henry Alex­and­ers­son. For­maður ráðs­ins, yfir­dýra­lækn­ir, Sig­ur­borg Daða­dótt­ir, nú ný krýnd ridd­ara­krossi fyrir fram­lag til dýra­vernd­ar, virð­ist hafa verið víðs fjarri og engin boð­aður í hennar stað skv. fund­ar­gerð.

Í fund­ar­gerð­inni kemur fram: „Um­ræður um hvort „blóð­hryss­ur“ falli undir nýja reglu­gerð um notkun dýra í vís­inda­legum til­gangi, Fagráðið túlkar reglu­gerð­ina þannig að svo sé". (engin Fagráðs­að­ila hefur menntun í lög­fræði, sex ára+  háskóla­nám) Ein­hver brjál­að­asta nið­ur­staða í lög­fræði, sem ég hef séð. Barna­skóla­börn hefðu aldeilis kom­ist að hinu gagn­stæða, af því að þau nota sitt óspillta inn­sæi og vita að það er ljótt að fara illa með dýr.

Á þeim tíma, sem Fagráðið fjall­aði um þetta, má geta sér til um að leyf­is­veit­and­inn MAST hafi verið að leita að laga­heim­ild til að fella blóð­mer­a­iðn­að­inn undir og það tókst m.a. fyrir til­stuðlan full­trúa DÝRA­VERND­AR­SAM­BANDS ÍSLANDS á fund­inum og skyldi ei gleyma ,,fram­lagi" full­trúa Dýra­lækna­fé­lags Íslands. Frekar glatað hátta­lag yfir­lýstra dýra­vina og yfir­dýra­læknir er undir sömu sök seld. Og til að toppa allt, Ólafur og yfir­dýra­læknir eiga það það sam­eig­in­legt að hafa verið sæmd ridd­ara­krossi fyrir að sinna vinnu sinni sem lýtur og laut að dýra­vernd og land­bún­að­ar­mál­um. Þá er aðkoma sið­fræð­ings­ins mjög athygl­iserð og ekki yfir gagn­rýni hafin í ljósi þeirrar hröðu þró­un­ar, sem orðið hefur á fræða­svið­inu animal ethics, eða dýrasið­fræði við erlenda háskóla.

Þögg­unin er æpandi

Hags­muna­að­ilar í blóð­mer­a­iðn­að­inum eru hrossa­bænd­ur, á norður og suð­ur­landi, íslenskst líf­tækni­fyr­ir­tæki, dýra­læknar og stjórn­valds­hafar og virð­ast allir sam­taka um að halda þessu leyndu fyrir almenn­ingi, hér og erlend­is, vegna hættu á veru­legri ímynd­ar­skerð­ingu íslenskrar hrossa­rækt­ar. Ef upp kæm­ist eru veru­legar líkur á því að sú ímynd­ar­skerð­ing fram­kall­aði svaka­legt fjár­hagstjón fyrir hrossa­bænd­ur, líf­tækni­iðn­að­inn og svína­eldi. Þjóð­verjar tækju þetta t.d. mjög alvar­lega, eitt helsta mark­aðs­svæði íslenska hross­ins. Krafa þeirra er almennt sú að hlutir séu í lagi og agi ríki í kringum við­fangs­efni eða eins og þeir orða það sjálfir: „or­dn­ung muss sein" - Regla og agi skulu við­höfð.

Ímynd­ar­skerð­ing stöðv­aði blóð­mer­a­iðn­að­inn í Evr­ópu og víðar

Ímynd­ar­skerð­ing­ar­hættan hefur valdið sjálf­virkri stöðvun þessa iðn­aðar í mörgum löndum enda iðn­að­ur­inn kenndur við sið­leysi og illa með­ferð dýra. Í þeim löndum þar sem upp hefur kom­ist um hann hefur hann hrein­lega lagst af og líf­tækni­fyr­ir­tækin fært sig til ann­arra landa þar, sem stjórn­völd láta hann afskipta­laus­an. Greini­legt að augu þessa iðn­aðar hafa beinst Íslands með fram­an­greindum árangri enda virð­ast íslensk stjórn­völd þannig inn­rætt gagn­vart vel­ferð dýra að undrun sætir á sumum svið­um. T.d. heim­ila þau enn þá loð­dýra­eldi, sem bannað hefur verið í flestum Evr­ópu­ríkj­um, af sið­ferð­is­á­stæð­um. Slíkt nægir í sið­uðum ríkj­um, en að því er virð­ist ekki á Íslandi.



Leynd­ar­hyggjan und­ir­strikuð

Fyrir ligg­ur, vegna við­bragða íslenskra hags­muna­að­ila, þegar þeir upp­götv­uðu heim­sókn AWF/TZ , að þeir vilja alls ekki að um starfs­hætti blóð­mer­a­iðn­að­ar­ins á Íslandi sé fjallað opin­ber­lega. Af því má ráða að þeir telji að ímynd íslenska hross­ins hlyti veru­legan álits­hnekki á heims­vísu en útflutn­ings­verð­mæti hrossa hleypur á hund­ruðum millj­óna króna. Þá er íslenski líf­efna­iðn­að­ur­inn, PMSG fram­leiðslan, ekki með­tal­in.

Svo vel er þessi iðn­aður fal­inn, að á meðan tveggja ára rann­sókn­ar­vinnu minni stóð, vegna meist­ara­rit­gerðar minnar í lög­fræði, Hin leynda þján­ing búfjár á Íslandi, árin 2009 til 2011, upp­götv­aði ég ekki þennan óynd­is­iðnað fyrr en að því verki loknu og þá ein­ungis lít­il­lega, því mið­ur, því opin­berun rit­gerð­ar­innar varp­aði ljósi á margt, sem mátti betur fara í íslensku búfjár­eld­i. 

Ýmis­legt hefur þok­ast í rétta átt en allt of mikið er enn þá ógert. Það þarf Alþingi að taka til skoð­unar enda eft­ir­lits­að­il­inn, MAST, að mínum mati alls ekki starfi sínu vax­inn.Mynd: Árni Stefán Árnason

Víta­hringur sem verður að rjúfa

En, þar sem MAST, sam­þykkir þetta ill­virki og er þar með farið að snið­ganga, jafn­vel vinna gegn því, sem Alþingi hefur falið stofn­unni að fram­kvæma, lög um vel­ferð dýra, er komin víta­hring­ur, sem verður ekki rof­inn nema æðra settir aðilar innan stjórn­sýsl­unnar eða þingið sjálft horf­ist í augu við, hvernig mark­visst er sneytt fram hjá laga­fram­kvæmd í þessum efn­um. Alþingi þarf að fjalla um þetta og ráð­herra þarf að banna MAST hátta­lag af þessu tagi, mis­beit­ingu laga, sem er stofn­un­inni, því miður nokkuð tamt, yfir­leitt vegna þrýst­ings hags­muna­að­ili í gegnum tíð­ina eða hrein­lega vegna þekk­ing­ar­leysis á túlkun dýra­vel­ferð­ar­laga, enda efa ég að nokkur lög­fræð­ing­ur, þar inn­an­dyra hafi lagst yfir rann­sóknir á til­gangi og mark­miðum þeirra laga. Vinnu­brögðin bera þess merki. - Þá þarf þingið að end­ur­skoða lög­gjöf tengda dýrum miklu tíðar en gert er, með til­liti til nútíma þekk­ingar á því sviði. Gott dæmi um það eru lög um inn­flutn­ing dýra. 30 ára gömul og óbreytt á sama tíma og vís­inda­rann­sóknir eru nær dag­lega að færa okkur nýja þekk­ingu í þeim efn­um, sem krefst end­ur­skoð­unar reglna í sam­ræmi við slíka þró­un. 

Loka­orð

Er Ísland mót­töku­staður búfjár­eldis sem inni­ber illa með dýra? - Já það má rök­styðja.

Tvær búgreinar á Íslandi þykja ekki lengur sið­ferð­is­lega boð­legar í Evr­ópu. Loðskinna­fram­leiðsla af minkum og blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn. Loðskinna­iðn­að­ur­inn hefur verið mikið gagn­rýndur hér­lendis enda hafa erlendir aðilar sótt hingað þar sem íslensk yfir­völd heim­ila hann. Það sama á við um blóð­mer­a­iðn­að­inn. Hann á undir högg að sækja erlendis og því sækja hags­muna­að­ilar hing­að. 

Og þetta virð­ist Alþingi, land­bún­að­ar­ráð­herra og Mat­væla­stofnun þykja hið besta mál, að það búfjár­hald, það sem er illa séð í sið­uðum löndum búfjár­eldis sé greidd gatan á Íslandi.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og sér­hæfir sig í lögum um dýra­vernd. (­Ljós­myndir eru eftir grein­ar­höf­und og er birt­ing þeirra óheimil án leyfi höf­und­ar).

Hér að neðan má finna heim­ild­ar­mynd­ir, sem fram­an­greind dýra­vernd­ar­sam­tök hafa fram­leitt og birt opin­ber­lega og hafa þau stað­fest að heim­færa megi við íslenskar aðstæð­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar