Þurfum við sjóðsöfnunarkerfi?

Ólafur Margeirsson skrifar um lífeyrissjóðina.

Auglýsing

Það er búið að vera ljóst í mörg ár að breyta þarf líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Sjálfur tal­aði ég um þetta í mörgum greinum og sjón­varps­við­tölum fyrir um ára­tug og margir bentu á vand­ann á undan mér. Margir voru ósam­mála. En nú er aftur byrjað að tala um þetta. Og það er vel. En það er grund­vall­ar­at­riði sem á að ræða: þurfum við sjóð­söfn­un­ar­kerfi?

Verður þjóðin sem heild að spara líkt og heim­ili?

Ætl­anin með líf­eyr­is­kerf­um, hvort sem þau eru (svoköll­uð) gegn­um­streym­is- eða sjóð­söfn­un­ar­kerfi, er að bæta lífs­skil­yrði elli-, örorku- og maka­líf­eyr­is­þega. Stuðn­ings­fólk sjóð­söfn­un­ar­kerfa benda á að þau eigi að minnka þrýst­ing­inn á fjár­hags­stöðu hins opin­bera m.v. gegn­um­streym­is­kerfi. Og stuðn­ings­fólk íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins er dug­legt að benda á að það sé, m.v. lands­fram­leiðslu, eitt stærsta sjóð­söfn­un­ar­kerfi í heimi – og gefa þar með í skyn að fjár­hags­legt öryggi íslenskra líf­eyr­is­þega sé betra en þeirra sem fá sinn líf­eyri í gegnum gegn­um­streym­is­kerf­i. 

Auglýsing

Mynd­ina að baki sjóð­söfn­un­ar­kerfi er auð­velt að skilja: á sama hátt og heim­ili verður að leggja fyrir til að eiga fyrir útgjöldum í fram­tíð­inni verður þjóðin í heild að leggja fyrir til að hún eigi fyrir útgjöldum þegar hún, eða stórir hlutar henn­ar, er orðin göm­ul. 

En þessi mynd er röng: Íslend­ingar sem heild þurfa ekki að leggja fyrir sé ætl­anin að tryggja ákveðin fjár­hags­leg fram­lög til elstu Íslend­ing­anna.

Rekstur rík­is­sjóðs er ekki eins og rekstur heim­ilis

Rík­is­sjóður gefur út sína eigin mynt, þ.e. íslensku krón­una. Það er stað­reynd sem eng­inn getur hrakið að útgef­endur mynta eru ekki fjár­hags­lega tak­mark­aðir á sínum útgjöldum í við­kom­andi mynt. Þannig er rík­is­sjóður Íslands með ótak­mark­aða fjár­hags­lega getu til þess að fjár­magna útgjöld í íslenskri krónu, óháð skatt­heimtu á sama tíma: allt það sem er til sölu í íslenskri krónu getur rík­is­sjóður Íslands keypt, sama hvert veðrið er. Þetta gerir vit­an­lega rekstur rík­is­sjóðs gjör­ó­líkan rekstri heim­ilis en heim­ilið gefur ekki út sína eigin mynt og verður að eiga eða taka að láni fjár­muni til þess að kaupa hvað það sem það vill kaupa.

En þótt rík­is­sjóður hafi fjár­hags­lega getu til þess að gera þetta er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Auki rík­is­sjóður útgjöld sín of mikið leiðir það til verð­bólgu – sama þótt efna­hags­lega hættan á gjald­þroti hans þegar kemur að skuld­bind­ingum í íslenskri krónu sé eng­in. Og spurn­ingin um hvort það leiði til verð­bólgu er háð því hversu mikið af öllu (vörum, þjón­ustu) er fram­leitt í hag­kerf­inu. Og sú spurn­ing er m.a. háð því hvernig slík fram­leiðsla er fjár­mögnuð af fjár­mála­kerf­inu.

Þetta skiptir máli þegar kemur að umræð­unni um líf­eyr­is­kerf­ið. Ólíkt t.d. Frökk­um, sem gefa ekki út sína eigin mynt, gefa Íslend­ingar út sína eigin mynt. Þar með er geta rík­is­sjóðs Íslands til þess að fjár­magna fjár­hags­leg útgjöld, t.d. elli­líf­eyri, í íslenskri krónu ótak­mörkuð á sama hátt og geta rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna, sem gefur út sína eigin mynt, er ótak­mörkuð þegar kemur að útgjöldum rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna í banda­rískum doll­ar. Þetta gildir ekki í Frakk­landi því Frakkar gefa ekki út sína eigin mynt. 

Alan Green­span, fyrrum seðla­banka­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, orð­aði þessa getu rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna á eft­ir­far­andi hátt (í laus­legri þýð­ingu höf­und­ar). Hið sama gildir um fjár­hags­lega getu rík­is­sjóðs Íslands þegar kemur að útgjöldum rík­is­sjóðs í íslenskri krónu:

Ég myndi ekki segja að gegn­um­streym­is­kerfi sé óör­uggt í þeim skiln­ingi að það er ekk­ert sem kemur í veg fyrir að rík­is­stjórnin skapi eins mikla pen­inga og hún vill og noti þá til að borga ein­hverjum [fyrir hvað sem er].

Hvernig tryggjum við að fram­leiðslan sé til staðar þegar líf­eyr­ir­inn er greiddur út?

Green­span, í beinu fram­haldi af orðum sínum hér á und­an, benti einnig á eft­ir­far­and­i: 

Spurn­ingin er: hvernig set­urðu upp kerfi sem tryggir að vörur og þjón­usta eru búin til sem þessir pen­ingar eru not­aðir til að kaupa? 

Svo þetta er ekki spurn­ing um öryggi. Þetta er spurn­ing um upp­bygg­ingu fjár­mála­kerfis sem tryggir að vörur og þjón­usta eru fram­leidd til handa eft­ir­launa­þeg­um, ólíkt elli­líf­eyr­inum sjálf­um. Það er fínt að hafa fjár­hags­legu eign­irnar til að borga út bæt­ur, en líta verður á þær í sam­hengi við vörur og þjón­ustu sem eru búnar til á þeim tíma sem þessar bætur eru greiddar út, svo þú getir keypt téðar vörur og þjón­ustu með bót­unum sem greiddar eru út – sem eru vit­an­lega pen­ing­ar.

Þetta er vanda­málið sem Íslend­ingar standa frammi fyr­ir: hvernig á að tryggja að vörur og þjón­usta séu til staðar þegar elli­líf­eyr­ir­inn er greiddur út, hvort heldur sem þessi elli­líf­eyrir komi frá rík­is­sjóði eða frá sjóð­söfn­un­ar­kerf­i? 

Á næstu vikum og mán­uðum í umræð­unni um líf­eyr­is­kerfið verða margir álits­gjafar sem munu hanga á atrið­inu um að gegn­um­streym­is­kerfi sé rík­is­sjóði ofviða og þess vegna, og ein­göngu þess vegna, verði Íslend­ingar að við­halda sjóð­söfn­un­ar­kerf­inu. Ég hélt þetta sjálfur fyrir tæpum ára­tug. En í dag veit ég bet­ur: spurn­ingin er ekki um fjár­hags­lega getu rík­is­sjóðs til þess að borga út líf­eyri í formi íslenskra króna. Spurn­ingin er hvort, og þá í hvaða mynd, gegn­um­streym­is- eða sjóð­söfn­un­ar­kerfi sé betra þegar kemur að því að tryggja að vörur og þjón­usta séu fram­leidd á þeim tíma sem líf­eyr­ir­inn er greiddur út, hvort heldur sem sá líf­eyrir komi frá rík­is­sjóði eða frá sjóð­söfn­un­ar­kerfi.

Höf­undur er með dokt­ors­próf í hag­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar