Þurfum við sjóðsöfnunarkerfi?

Ólafur Margeirsson skrifar um lífeyrissjóðina.

Auglýsing

Það er búið að vera ljóst í mörg ár að breyta þarf líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Sjálfur tal­aði ég um þetta í mörgum greinum og sjón­varps­við­tölum fyrir um ára­tug og margir bentu á vand­ann á undan mér. Margir voru ósam­mála. En nú er aftur byrjað að tala um þetta. Og það er vel. En það er grund­vall­ar­at­riði sem á að ræða: þurfum við sjóð­söfn­un­ar­kerfi?

Verður þjóðin sem heild að spara líkt og heim­ili?

Ætl­anin með líf­eyr­is­kerf­um, hvort sem þau eru (svoköll­uð) gegn­um­streym­is- eða sjóð­söfn­un­ar­kerfi, er að bæta lífs­skil­yrði elli-, örorku- og maka­líf­eyr­is­þega. Stuðn­ings­fólk sjóð­söfn­un­ar­kerfa benda á að þau eigi að minnka þrýst­ing­inn á fjár­hags­stöðu hins opin­bera m.v. gegn­um­streym­is­kerfi. Og stuðn­ings­fólk íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins er dug­legt að benda á að það sé, m.v. lands­fram­leiðslu, eitt stærsta sjóð­söfn­un­ar­kerfi í heimi – og gefa þar með í skyn að fjár­hags­legt öryggi íslenskra líf­eyr­is­þega sé betra en þeirra sem fá sinn líf­eyri í gegnum gegn­um­streym­is­kerf­i. 

Auglýsing

Mynd­ina að baki sjóð­söfn­un­ar­kerfi er auð­velt að skilja: á sama hátt og heim­ili verður að leggja fyrir til að eiga fyrir útgjöldum í fram­tíð­inni verður þjóðin í heild að leggja fyrir til að hún eigi fyrir útgjöldum þegar hún, eða stórir hlutar henn­ar, er orðin göm­ul. 

En þessi mynd er röng: Íslend­ingar sem heild þurfa ekki að leggja fyrir sé ætl­anin að tryggja ákveðin fjár­hags­leg fram­lög til elstu Íslend­ing­anna.

Rekstur rík­is­sjóðs er ekki eins og rekstur heim­ilis

Rík­is­sjóður gefur út sína eigin mynt, þ.e. íslensku krón­una. Það er stað­reynd sem eng­inn getur hrakið að útgef­endur mynta eru ekki fjár­hags­lega tak­mark­aðir á sínum útgjöldum í við­kom­andi mynt. Þannig er rík­is­sjóður Íslands með ótak­mark­aða fjár­hags­lega getu til þess að fjár­magna útgjöld í íslenskri krónu, óháð skatt­heimtu á sama tíma: allt það sem er til sölu í íslenskri krónu getur rík­is­sjóður Íslands keypt, sama hvert veðrið er. Þetta gerir vit­an­lega rekstur rík­is­sjóðs gjör­ó­líkan rekstri heim­ilis en heim­ilið gefur ekki út sína eigin mynt og verður að eiga eða taka að láni fjár­muni til þess að kaupa hvað það sem það vill kaupa.

En þótt rík­is­sjóður hafi fjár­hags­lega getu til þess að gera þetta er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Auki rík­is­sjóður útgjöld sín of mikið leiðir það til verð­bólgu – sama þótt efna­hags­lega hættan á gjald­þroti hans þegar kemur að skuld­bind­ingum í íslenskri krónu sé eng­in. Og spurn­ingin um hvort það leiði til verð­bólgu er háð því hversu mikið af öllu (vörum, þjón­ustu) er fram­leitt í hag­kerf­inu. Og sú spurn­ing er m.a. háð því hvernig slík fram­leiðsla er fjár­mögnuð af fjár­mála­kerf­inu.

Þetta skiptir máli þegar kemur að umræð­unni um líf­eyr­is­kerf­ið. Ólíkt t.d. Frökk­um, sem gefa ekki út sína eigin mynt, gefa Íslend­ingar út sína eigin mynt. Þar með er geta rík­is­sjóðs Íslands til þess að fjár­magna fjár­hags­leg útgjöld, t.d. elli­líf­eyri, í íslenskri krónu ótak­mörkuð á sama hátt og geta rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna, sem gefur út sína eigin mynt, er ótak­mörkuð þegar kemur að útgjöldum rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna í banda­rískum doll­ar. Þetta gildir ekki í Frakk­landi því Frakkar gefa ekki út sína eigin mynt. 

Alan Green­span, fyrrum seðla­banka­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, orð­aði þessa getu rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna á eft­ir­far­andi hátt (í laus­legri þýð­ingu höf­und­ar). Hið sama gildir um fjár­hags­lega getu rík­is­sjóðs Íslands þegar kemur að útgjöldum rík­is­sjóðs í íslenskri krónu:

Ég myndi ekki segja að gegn­um­streym­is­kerfi sé óör­uggt í þeim skiln­ingi að það er ekk­ert sem kemur í veg fyrir að rík­is­stjórnin skapi eins mikla pen­inga og hún vill og noti þá til að borga ein­hverjum [fyrir hvað sem er].

Hvernig tryggjum við að fram­leiðslan sé til staðar þegar líf­eyr­ir­inn er greiddur út?

Green­span, í beinu fram­haldi af orðum sínum hér á und­an, benti einnig á eft­ir­far­and­i: 

Spurn­ingin er: hvernig set­urðu upp kerfi sem tryggir að vörur og þjón­usta eru búin til sem þessir pen­ingar eru not­aðir til að kaupa? 

Svo þetta er ekki spurn­ing um öryggi. Þetta er spurn­ing um upp­bygg­ingu fjár­mála­kerfis sem tryggir að vörur og þjón­usta eru fram­leidd til handa eft­ir­launa­þeg­um, ólíkt elli­líf­eyr­inum sjálf­um. Það er fínt að hafa fjár­hags­legu eign­irnar til að borga út bæt­ur, en líta verður á þær í sam­hengi við vörur og þjón­ustu sem eru búnar til á þeim tíma sem þessar bætur eru greiddar út, svo þú getir keypt téðar vörur og þjón­ustu með bót­unum sem greiddar eru út – sem eru vit­an­lega pen­ing­ar.

Þetta er vanda­málið sem Íslend­ingar standa frammi fyr­ir: hvernig á að tryggja að vörur og þjón­usta séu til staðar þegar elli­líf­eyr­ir­inn er greiddur út, hvort heldur sem þessi elli­líf­eyrir komi frá rík­is­sjóði eða frá sjóð­söfn­un­ar­kerf­i? 

Á næstu vikum og mán­uðum í umræð­unni um líf­eyr­is­kerfið verða margir álits­gjafar sem munu hanga á atrið­inu um að gegn­um­streym­is­kerfi sé rík­is­sjóði ofviða og þess vegna, og ein­göngu þess vegna, verði Íslend­ingar að við­halda sjóð­söfn­un­ar­kerf­inu. Ég hélt þetta sjálfur fyrir tæpum ára­tug. En í dag veit ég bet­ur: spurn­ingin er ekki um fjár­hags­lega getu rík­is­sjóðs til þess að borga út líf­eyri í formi íslenskra króna. Spurn­ingin er hvort, og þá í hvaða mynd, gegn­um­streym­is- eða sjóð­söfn­un­ar­kerfi sé betra þegar kemur að því að tryggja að vörur og þjón­usta séu fram­leidd á þeim tíma sem líf­eyr­ir­inn er greiddur út, hvort heldur sem sá líf­eyrir komi frá rík­is­sjóði eða frá sjóð­söfn­un­ar­kerfi.

Höf­undur er með dokt­ors­próf í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar