Blóðgjafahryssur í jafnvægi

Framkvæmdastjóri Ísteka ehf. svarar grein Árna Stefáns Árnasonar sem hann segir að sé uppfull af hálfsannleik, uppspuna og rógburði.

Auglýsing

Í til­efni af grein sem birt­ist í Kjarn­anum í gær 14.  jan­úar 2020 undir fyr­ir­sögn­inni „Dýra­vernd, blóð­mera­hald og fallin folöld þeirra á Ísland­i“, vill und­ir­rit­aður koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Greinin er upp­full af hálf­sann­leik, upp­spuna og róg­burði, þar sem vegið er að bænd­um, dýra­lækn­um, dýra­vernd­ar­sam­tök­um, ráð­herra, eft­ir­lits­að­ilum sem og líf­tækni­fyr­ir­tækjum þ.m.t. Ísteka ehf. sem ég er í for­svari fyr­ir.

Eft­ir­lit með vel­ferð og heilsu blóð­gef­andi hryssa er mjög virkt hér­lendis og felst m.a. í eft­ir­far­andi þátt­um:

  • Dýra­læknar sjá um blóð­gjöf­ina og stað­festa heil­brigði hryssu fyrir blóð­gjöf.
  • Við hjá Ísteka gefum fyr­ir­mæli um með­ferð hross­anna. Þau eru m.a. byggð á lögum og reglu­gerðum ásamt fleiri atriðum sem trygga dýra­vel­ferð. Virkt eft­ir­lit er með því að þessum fyri­mælum sé fram­fylgt.
  • Mat­væla­stofnun (MAST) sér um stjórn­valds­eft­ir­lit með starf­sem­inni í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir og önnur við­eig­andi ákvæði.

Auglýsing
Á Íslandi hafa hryssur gefið blóð í þessum til­gangi í 40 ár og engin leynd ríkir um það. Mörg folöld fara í slát­ur­hús að hausti eða snemma vetr­ar, skv. ríkj­andi hefð í íslenskum land­bún­aði. Önnur folöld eru sett á vet­ur. Fóst­ur­eyð­ingar eru ekki leyfðar og við­gang­ast ekki.

Blóð­gjafa­hryssur búa við mikið frjáls­ræði árið um kring. Þær lifa í stórum beit­ar­hólfum þar sem þær geta ­at­hafnað sig, hreyft sig, hvíl­st, notið úti­vistar, beitar eða við­haft annað atferli sem þeim er eðli­leg­t. Af­skipti manns­ins eru í lág­marki, nema í tenglsum við blóð­gjafir, almenna umönn­un, fóðrun og eft­ir­lit. Hryss­urnar njóta nátt­úr­legs eða mann­gerðs skjóls. Mis­skiln­ings gætir í grein­inni sem hér er vísað til, um að hross hafi skort skjól í afta­kveðr­inu sem gerði í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Þá voru það einmitt hross í skjóli sem urðu verst úti. 

Blóð­gjafa­hryss­ur, fylin og folöldin lifa og þroskast á nákvæm­lega sama hátt og önnur hross á Íslandi.

Umræðum um þessa grein land­bún­aðar ber að fagna. Hún þarf þó að vera hóf­stillt og byggj­ast á vís­inda­legum rökum og stað­festum heim­ild­um.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Ísteka ehf. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar