Blóðgjafahryssur í jafnvægi

Framkvæmdastjóri Ísteka ehf. svarar grein Árna Stefáns Árnasonar sem hann segir að sé uppfull af hálfsannleik, uppspuna og rógburði.

Auglýsing

Í til­efni af grein sem birt­ist í Kjarn­anum í gær 14.  jan­úar 2020 undir fyr­ir­sögn­inni „Dýra­vernd, blóð­mera­hald og fallin folöld þeirra á Ísland­i“, vill und­ir­rit­aður koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Greinin er upp­full af hálf­sann­leik, upp­spuna og róg­burði, þar sem vegið er að bænd­um, dýra­lækn­um, dýra­vernd­ar­sam­tök­um, ráð­herra, eft­ir­lits­að­ilum sem og líf­tækni­fyr­ir­tækjum þ.m.t. Ísteka ehf. sem ég er í for­svari fyr­ir.

Eft­ir­lit með vel­ferð og heilsu blóð­gef­andi hryssa er mjög virkt hér­lendis og felst m.a. í eft­ir­far­andi þátt­um:

  • Dýra­læknar sjá um blóð­gjöf­ina og stað­festa heil­brigði hryssu fyrir blóð­gjöf.
  • Við hjá Ísteka gefum fyr­ir­mæli um með­ferð hross­anna. Þau eru m.a. byggð á lögum og reglu­gerðum ásamt fleiri atriðum sem trygga dýra­vel­ferð. Virkt eft­ir­lit er með því að þessum fyri­mælum sé fram­fylgt.
  • Mat­væla­stofnun (MAST) sér um stjórn­valds­eft­ir­lit með starf­sem­inni í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir og önnur við­eig­andi ákvæði.

Auglýsing
Á Íslandi hafa hryssur gefið blóð í þessum til­gangi í 40 ár og engin leynd ríkir um það. Mörg folöld fara í slát­ur­hús að hausti eða snemma vetr­ar, skv. ríkj­andi hefð í íslenskum land­bún­aði. Önnur folöld eru sett á vet­ur. Fóst­ur­eyð­ingar eru ekki leyfðar og við­gang­ast ekki.

Blóð­gjafa­hryssur búa við mikið frjáls­ræði árið um kring. Þær lifa í stórum beit­ar­hólfum þar sem þær geta ­at­hafnað sig, hreyft sig, hvíl­st, notið úti­vistar, beitar eða við­haft annað atferli sem þeim er eðli­leg­t. Af­skipti manns­ins eru í lág­marki, nema í tenglsum við blóð­gjafir, almenna umönn­un, fóðrun og eft­ir­lit. Hryss­urnar njóta nátt­úr­legs eða mann­gerðs skjóls. Mis­skiln­ings gætir í grein­inni sem hér er vísað til, um að hross hafi skort skjól í afta­kveðr­inu sem gerði í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Þá voru það einmitt hross í skjóli sem urðu verst úti. 

Blóð­gjafa­hryss­ur, fylin og folöldin lifa og þroskast á nákvæm­lega sama hátt og önnur hross á Íslandi.

Umræðum um þessa grein land­bún­aðar ber að fagna. Hún þarf þó að vera hóf­stillt og byggj­ast á vís­inda­legum rökum og stað­festum heim­ild­um.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Ísteka ehf. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar