Er kvótakerfið að gagnast landsbyggðinni?

Landsbyggðin hefur litlu að tapa en til mikils að vinna við það að breyta fyrirkomulagi fiskveiða. Hún getur sótt eitthvað af þeim tugmilljörðum sem nú er að renna til fjármálastofnana og hluthafa stórfyrirtækja.

Auglýsing

Í dag greiða mörg lítil og með­al­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki árlega fullt mark­aðs­verð fyrir veiði­heim­ild­ir! Þessi full­yrð­ing hljómar kannski ein­kenni­lega í eyrum fólks. Það mark­aðs­verð er ekki nema að litlum hluta í formi veiði­gjalda til rík­is­ins, sem var 13,8 kr. en verður 10,62 kr. á þessu ári. Stærsti hlut­inn er fjár­magns­kostn­aður vegna kaupa á veiði­heim­ild­um. Fyr­ir­tæki sem voru stofnuð eftir að fram­sal­inu var komið á, 1991, og hafa þurft að kaupa allan sinn kvóta, eru mörg hver mjög skuld­sett. Ef ég tek lán til að kaupa tonn af veiði­heim­ildum á þorski, þá kostar það mig að lág­marki tvær millj­ón­ir, með vaxta­byrði upp á 90.000 kr. miðað við 4,5% árs­vexti, en mörg fyr­ir­tæki greiða mun hærri vexti en það.

Ein­hver gæti spurt: Er þá ekki rétt­læt­an­legt að lækka veiði­gjöldin á þessi fyr­ir­tæki, miðað við þessa stöðu? Að lækka veiði­gjöld á afla­heim­ildum sem eru á virkum mark­aði eins og þessum, með nokkuð hund­ruð þátt­tak­end­um, er eins og að pissa í skó­inn, það veitir smá yl en aðeins í skamma stund. Ef mark­að­ur­inn virkar, þá mun lækkun á veiði­gjöldum verða til þess að verð á afla­heim­ildum hækk­ar, sem með tím­anum eykur skuld­setn­ingu þessa hóps, þar sem nýir aðilar þurfa að borga meiri fjár­magns­kostnað vegna kaupa á afla­heim­ild­um.

Þessi skuld­setn­ing er inn­byggð í kerfi sem stuðlar bein­línis að því að beina umfram­rent­unni, svig­rúm­inu sem er til staðar í kerf­inu umfram rekstr­ar­kostn­að, til banka og fjár­mála­stofn­ana. Þessi litlu og með­al­stóru fyr­ir­tæki eru því að greiða fullt mark­aðs­verð á veiði­heim­ildum og það rennur allt á höf­uð­borg­ar­svæð­ið, að litlum hluta beint í rík­is­sjóð í gegnum veiði­leyfagjald, en að mestum hluta til banka. 

Auglýsing
Þessi þróun til auk­innar skuld­setn­ingar hófst í ein­hverjum mæli upp úr miðjum tíunda ára­tugnum og hefur staðið síð­an, þar sem fjöldi fólks hefur yfir­gefið grein­ina með gríð­ar­legar fjár­hæð­ir, fé sem var ekki til­komið af hagn­aði eða fram­legð úr grein­inni, heldur var greitt með lán­töku nýrra aðila eða aðila sem voru að stækka við sig. Að kynna til sög­unnar afkomu­tengt veiði­leyfa­gjald inn í þetta umhverfi sem hefur þró­ast til hámarks­skuld­setn­ingar og ná út úr því ein­hverri sann­gjarnri auð­lind­arentu er eins og ætla að gera eins og Munchausen bar­ón, að toga sjálfan sig á hár­inu upp úr for­arpytti.

Þessi fyr­ir­tæki standa því ekk­ert sér­stak­lega vel og eru svo notuð sem brjóst­vörn fyrir allt kerf­ið, sem rétt­læt­ing fyrir að lækka veiði­gjöld, einnig fyrir hinn hluta kerf­is­ins, sem býr í allt öðrum veru­leika. Hinn hluti kerf­is­ins, stóru fyr­ir­tæk­in, eiga flest kvóta sem þau hafa átt frá upp­hafi og hafa því ekki þurft að skuld­setja sig mikið vegna kvóta­kaupa, fyrir utan það að hafa aðgang að mun ódýr­ari lánum frá erlendum bönk­um. Hér er ég að tala um afla­heim­ildir á botn­fiski. Það eru líka þessi stóru fyr­ir­tæki sem eiga megnið af afla­heim­ildum í upp­sjáv­ar­fiski, eins og loðnu, síld og mak­ríl, og í þessum veiðum eru aðal­lega fáir og stórir aðilar og kvót­inn hefur lítið skipt um hend­ur. 

Hinn mikli hagn­aður sem verið hefur í grein­inni und­an­far­inn ára­tug hefur að mestu leyti verið hjá þessum fyr­ir­tækj­um. Rentan þar hefur runnið í bætta eig­in­fjár­stöðu þess­ara fyr­ir­tækja og í arð­greiðslur til eig­enda og hlut­hafa. Auð­vitað detta ein­hverjir brauð­molar til byggð­anna, til íþrótta­fé­laga og sam­fé­lags­verk­efna, en það er sára­lítið brot af þessum hagn­aði. Til sam­an­burðar má nefna að stuðn­ingur Sam­herja við fiski­daga á Dal­vík er aðeins um 20% af því sem útgerðin greiðir árlega í tap­rekstur Morg­un­blaðs­ins.

Lands­byggðin hefur því litlu að tapa en til mik­ils að vinna, kannski meira en nokkur ann­ar, að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, að sækja eitt­hvað af þessum tug­millj­örðum sem nú er að renna til fjár­mála­stofn­ana og hlut­hafa stór­fyr­ir­tækja. Til eru útfærslur á upp­boðs­kerfi á afla­heim­ildum sem tryggja aðgengi og nýliðun og krefj­ast ekki mik­illar skuld­setn­ingar vegna kaupa á veiði­heim­ild­um. Má ekki hugsa sér þjóð­ar­sátt þar sem megnið af því sem kemur inn af slíku upp­boði renni til sveit­ar­fé­lag­anna, í þró­un­ar- og nýsköp­un­ar­sjóð fyrir lands­byggð­ina og til að reka Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, Fiski­stofu og Land­helg­is­gæsl­una?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri, heim­spek­ingur og einn af stofn­endum „Auð­linda í almann­þágu".

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar