Er kvótakerfið að gagnast landsbyggðinni?

Landsbyggðin hefur litlu að tapa en til mikils að vinna við það að breyta fyrirkomulagi fiskveiða. Hún getur sótt eitthvað af þeim tugmilljörðum sem nú er að renna til fjármálastofnana og hluthafa stórfyrirtækja.

Auglýsing

Í dag greiða mörg lítil og með­al­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki árlega fullt mark­aðs­verð fyrir veiði­heim­ild­ir! Þessi full­yrð­ing hljómar kannski ein­kenni­lega í eyrum fólks. Það mark­aðs­verð er ekki nema að litlum hluta í formi veiði­gjalda til rík­is­ins, sem var 13,8 kr. en verður 10,62 kr. á þessu ári. Stærsti hlut­inn er fjár­magns­kostn­aður vegna kaupa á veiði­heim­ild­um. Fyr­ir­tæki sem voru stofnuð eftir að fram­sal­inu var komið á, 1991, og hafa þurft að kaupa allan sinn kvóta, eru mörg hver mjög skuld­sett. Ef ég tek lán til að kaupa tonn af veiði­heim­ildum á þorski, þá kostar það mig að lág­marki tvær millj­ón­ir, með vaxta­byrði upp á 90.000 kr. miðað við 4,5% árs­vexti, en mörg fyr­ir­tæki greiða mun hærri vexti en það.

Ein­hver gæti spurt: Er þá ekki rétt­læt­an­legt að lækka veiði­gjöldin á þessi fyr­ir­tæki, miðað við þessa stöðu? Að lækka veiði­gjöld á afla­heim­ildum sem eru á virkum mark­aði eins og þessum, með nokkuð hund­ruð þátt­tak­end­um, er eins og að pissa í skó­inn, það veitir smá yl en aðeins í skamma stund. Ef mark­að­ur­inn virkar, þá mun lækkun á veiði­gjöldum verða til þess að verð á afla­heim­ildum hækk­ar, sem með tím­anum eykur skuld­setn­ingu þessa hóps, þar sem nýir aðilar þurfa að borga meiri fjár­magns­kostnað vegna kaupa á afla­heim­ild­um.

Þessi skuld­setn­ing er inn­byggð í kerfi sem stuðlar bein­línis að því að beina umfram­rent­unni, svig­rúm­inu sem er til staðar í kerf­inu umfram rekstr­ar­kostn­að, til banka og fjár­mála­stofn­ana. Þessi litlu og með­al­stóru fyr­ir­tæki eru því að greiða fullt mark­aðs­verð á veiði­heim­ildum og það rennur allt á höf­uð­borg­ar­svæð­ið, að litlum hluta beint í rík­is­sjóð í gegnum veiði­leyfagjald, en að mestum hluta til banka. 

Auglýsing
Þessi þróun til auk­innar skuld­setn­ingar hófst í ein­hverjum mæli upp úr miðjum tíunda ára­tugnum og hefur staðið síð­an, þar sem fjöldi fólks hefur yfir­gefið grein­ina með gríð­ar­legar fjár­hæð­ir, fé sem var ekki til­komið af hagn­aði eða fram­legð úr grein­inni, heldur var greitt með lán­töku nýrra aðila eða aðila sem voru að stækka við sig. Að kynna til sög­unnar afkomu­tengt veiði­leyfa­gjald inn í þetta umhverfi sem hefur þró­ast til hámarks­skuld­setn­ingar og ná út úr því ein­hverri sann­gjarnri auð­lind­arentu er eins og ætla að gera eins og Munchausen bar­ón, að toga sjálfan sig á hár­inu upp úr for­arpytti.

Þessi fyr­ir­tæki standa því ekk­ert sér­stak­lega vel og eru svo notuð sem brjóst­vörn fyrir allt kerf­ið, sem rétt­læt­ing fyrir að lækka veiði­gjöld, einnig fyrir hinn hluta kerf­is­ins, sem býr í allt öðrum veru­leika. Hinn hluti kerf­is­ins, stóru fyr­ir­tæk­in, eiga flest kvóta sem þau hafa átt frá upp­hafi og hafa því ekki þurft að skuld­setja sig mikið vegna kvóta­kaupa, fyrir utan það að hafa aðgang að mun ódýr­ari lánum frá erlendum bönk­um. Hér er ég að tala um afla­heim­ildir á botn­fiski. Það eru líka þessi stóru fyr­ir­tæki sem eiga megnið af afla­heim­ildum í upp­sjáv­ar­fiski, eins og loðnu, síld og mak­ríl, og í þessum veiðum eru aðal­lega fáir og stórir aðilar og kvót­inn hefur lítið skipt um hend­ur. 

Hinn mikli hagn­aður sem verið hefur í grein­inni und­an­far­inn ára­tug hefur að mestu leyti verið hjá þessum fyr­ir­tækj­um. Rentan þar hefur runnið í bætta eig­in­fjár­stöðu þess­ara fyr­ir­tækja og í arð­greiðslur til eig­enda og hlut­hafa. Auð­vitað detta ein­hverjir brauð­molar til byggð­anna, til íþrótta­fé­laga og sam­fé­lags­verk­efna, en það er sára­lítið brot af þessum hagn­aði. Til sam­an­burðar má nefna að stuðn­ingur Sam­herja við fiski­daga á Dal­vík er aðeins um 20% af því sem útgerðin greiðir árlega í tap­rekstur Morg­un­blaðs­ins.

Lands­byggðin hefur því litlu að tapa en til mik­ils að vinna, kannski meira en nokkur ann­ar, að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, að sækja eitt­hvað af þessum tug­millj­örðum sem nú er að renna til fjár­mála­stofn­ana og hlut­hafa stór­fyr­ir­tækja. Til eru útfærslur á upp­boðs­kerfi á afla­heim­ildum sem tryggja aðgengi og nýliðun og krefj­ast ekki mik­illar skuld­setn­ingar vegna kaupa á veiði­heim­ild­um. Má ekki hugsa sér þjóð­ar­sátt þar sem megnið af því sem kemur inn af slíku upp­boði renni til sveit­ar­fé­lag­anna, í þró­un­ar- og nýsköp­un­ar­sjóð fyrir lands­byggð­ina og til að reka Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, Fiski­stofu og Land­helg­is­gæsl­una?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri, heim­spek­ingur og einn af stofn­endum „Auð­linda í almann­þágu".

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar