Blóðmeraníðið, nýársprengju varpað – hluti IV

Árni Stefán Árnason segir að stórir þýskir fjölmiðlar muni taka blóðmeramálið á Íslandi til umfjöllunar í janúar næstkomandi. Það gæti haft neikvæð áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni.

Auglýsing

Þýska sjón­varps­stöðin ARD - Das Erste og Südd­eutsche Zeit­ung munu frá og með 26. jan­úar fjalla um blóð­mer­málið og mynd­ina, Iceland - Land of the 5,000 Blood Mar­es, sem vakið hefur hörð við­brögð víða um heim. Það er högg fyrir okkur Íslend­inga en auk alvar­leg­ustu lög­gjaf­ar­brot­anna í íslenskri dýra­vernd­ar­lög­gjöf eru miklir efna­hags­legir hags­munir í húfi. Margir af tug­millj­ónum Þjóð­verja, hafa ekki ennþá hug­mynd um þá mis­þyrm­ingu á hrossum, sem hefur átt sér stað á Íslandi í ára­tugi tengt blóð­mera­haldi og má því búast við mik­illi geðs­hrær­ingu og von­brigðum þar­lend­is. Ekki bætir það ásýnd Íslands, ef rétt er, að verið sé að skipu­leggja þol­reiðar á hestum á næsta ári, sem hefur verið gagn­rýnt. 

Öguð munu við­brögð Þjóð­verja verða

Ekki er erfitt að geta sér til um það hvaða áhrif það hefur almennt í Þýska­landi þegar þeir verða vitni að íslenskum hrotta­skap í atvinnu­starf­semi tengdri hrossa­haldi. Ísland nýtur mjög mik­illa vin­sælda í Þýska­landi af mörgum ástæð­um. Mik­ill fjöldi Þjóð­verja sótti landið t.d. heim bara vegna eldsum­brot­anna í Fagra­dals­fjalli. Við sækjum miklar gjald­eyr­is­tekjur til þeirra. Búast má við að ­ferða­manna­iðn­að­ur­inn og afleidd starf­semi verði fyrir tjóni, bara vegna við­bragða Þjóð­verja.

Íslenska hrossið er auk þess vin­sælt í þessu leið­andi Evr­ópu­sam­bands­land­i og við­brögð þess munu því hafa keðju­verk­andi áhrif innan sam­bands, spái ég. Þjóð­verjar eru öguð þjóð, það þekki ég sjálf­ur, sem rek upp­runa minn þang­að. Þar­lendis er mál­tækið „ornd­ung muss sein" löngu orðið frægt. Þjóð­verjar munu krefj­ast við­bragða af hálfu ákæru­valds og dóm­stóla auk blóð­töku­banns. Þeir, sem og aðrar sið­mennt­aðar þjóð­ir, líta svo á að í lýð­ræð­is­ríki sé það skylda rík­is­valds­ins að stíga fram fyrir hönd andúðar almanna­vilj­ans og mál­leys­ingj­anna eins og lög gera ráð fyr­ir. Það á reyndar við í íslenskri lög­fræði líka en hefur verið lítt áber­andi þegar kemur að dýra­vernd­ar­mál­um, eins og rétt­ar­staða dýra skipti hér minna máli og litið sé ennþá á þau sem því sem næst til­finn­inga­lausar skyni lausar líf­verur eins og var á öldum áður. Það er miður og alger­lega úr takti við þá þekk­ingu sem fyrir hendi er um dýr. 

Óboð­legt heild­ar­mengi þján­ingar dýra er sið­laust og ei sam­boðið Alþingi

Með banni Alþing­is, sem starfar í umboði kjós­enda, og könnun sýnir að meiri­hluti er gegn blóð­töku, mun þingið minnka svo um munar heild­ar­mengi þján­inga sem við völdum með blóð­töku­ferl­inum og stuðn­ingi við verk­smiðju­bú­skap svína­eldis erlend­is, sem við höfum enga stjórn á, en er ljótt, erum við komin langt út fyrir öll þau vel­sæm­is­mörk í dýra­vel­ferð og settur íslenskur réttur boð­ar, til­gang hans og mark­mið. Ég tel það rökvillu að heim­ila eitt­hvað hér­lendis sem veldur þján­ingu dýra erlend­is. Það gerir notkun PMSG fram­leitt á Íslandi og er óum­deilt. Í raun bannar settur réttur blóð­mera­hald sé hann lög­skýrður og það strax í 1. gr. laga um vel­ferð dýra. Þar af leiðir er engin laga­stuðn­ingur í 20. og 21. gr. lag­anna við reglu­gerð­ina, sem blóð­takan er felld und­ir. 

Upp­nám í Nor­ræna háskóla­sam­fé­lag­inu

Í sam­starfs­hópi nor­rænna fræði­manna í lög­um, pró­fess­ora og lekt­ora, hvar ég á sæti, vegna samn­ingu sam­nor­ræns laga­kennslu­rits til notk­unar við háskóla á Norð­ur­lönd­unum við kennslu í dýra­vernd, dýra­rétti og dýrasið­fræði hefur komið í ljós veru­legt upp­nám í þeim háskóla­sam­fé­lögum skv. sam­starfs­að­ilum mín­um.

Auglýsing
Blóðmeramálið allt og van­virð­ing við lög­gjöf og fram­kvæmd hennar á Íslandi þykir hin mesta hneisa. Þá eru þeir undr­andi á því að engin áber­andi umræða er um málið í hinu íslenska akademíska sam­fé­lagi hvar engin hefur tekið opin­ber­lega til máls og setja stór spurn­ing­ar­merki við hví staða okkar á þessu rétt­ar­sviði innan fræða­sam­fé­lags­ins er svo bág­bor­inn sbr. við hund­ruð ann­arra háskóla um allan heim.

Ásælni neyt­enda í svína­kjöt orðið að við­skiptaógn við Íslend­inga?

Það er ekki á það fjár­hags­lega tjón bæt­andi, sem covid far­ald­ur­inn hefur vald­ið. Sam­eig­in­legt með covid og blóð­mera­mál­inu er dýra­níð. Covid verður að öllum lík­indum rakið til dýra­níðs, á götu­kjöt­mörk­uðum í Kína. Það er sem­sagt ásælni manns­ins í kjöt sem í grunn­inn er sú ógn sem steðjar að íslensku efna­hags­lífi. Hún er orðin með öllu óþol­andi með­ferð okkar á dýrum í þágu kjöt­æt­unnar og ekki er laust við að manni komi til hugar sú upp­reisn dýr­anna gegn mann­inum sem sagt er frá í bók George Orwell, Animal Farm (1947) eða sama ár og Bretar hófu intensive fact­ory farm­ing, nauð­eldi búfjár til mann­eldis við fjar­stæðu­kenndar og þröngar aðstæð­ur, sem leiddi af sér ólýs­an­legar þján­ingar dýra. Ennþá stundað á Íslandi. 80% varp­hænsna í íslenskum eggja­búum með brotið brjóst­bein og engum dettur í hug að gera neitt. MAST seg­ir: þetta er bara svona!

Efa­semdum þing­manna ætti nú að vera útrýmt

Auk kvik­mynd­ar­innar um blóð­mer­a­níðið hefur Alþingi nú fengið nýjar og ennþá ítar­legri upp­lýs­ingar um lík­legar heilsu­fars­legar afleið­ingar á fyl­fullar merar vegna blóð­tök­unn­ar. Nokk­uð, sem þing­menn hafa kallað eft­ir. Í næsta mán­uði og þegar félagar mínir í Þýska­landi í AWF/TSB munu sækja Ísland aftur heim vegna frétta­manna­fundar munu þau leggja á borðið nið­ur­stöðu rann­sókna, vís­inda­gögn, sem sína og sanna skað­legar afleið­ingar blóð­tök­unnar hjá merum og jafn­vel á folöld­um.

Verður ráð­herra­starfs­hóp­ur­inn til gagns?

Starfs­hópur um málið er í fæð­ingu hjá ráð­herra. Fróð­legt verður að sjá mönnun hans því hún mun segja margt um trú­verð­ug­leika og getu hóps­ins til að takast á við það verk­efni, sem honum verður falið. Skip­aður inn­an­búð­ar­mönnum MAST og nið­ur­staðan verður ei mark­tæk. Þá er a.m.k. einn starfs­maður innan ráðu­neyt­is­ins sjálf­krafa dæmdur úr leik vegna hæfiskorts sökum tengsla við MAST. Þá verður áhuga­vert, að kynn­ast þeim fræði­mönnum frá Sið­fræði­stofnun HÍ sem eiga að fást við þetta krefj­andi verk­efni, ef taka á á sið­ferði­legum álita­efnum blóð­tök­unn­ar.

Fari skip­unin eins og best verður á kosið og hef útskýrt með hvaða hætti mætti vera áður, má hins vegar búast við gagn­legri úttekt. Það er í raun stór­und­ar­legt að for­stjórar og yfir­dýra­læknar hafi kom­ist upp með þá hand­ó­nýtu stjórn­sýslu, sem fyrir liggur og aldrei virð­ist hægt að ná valdi á vegna þess að ráð­herrar þessa mála­flokks hafa hrein­lega ekki haft þekk­ingu til að skipu­leggja hana í þeim dúr, sem þeir, sem best þekkja til hafa stungið upp á að fram­kvæmd lag­anna væri best fram­kvæmd.

Flótta­mað­ur­inn, birtir jóla­hug­vekju og sæk­ist eftir synda­af­lausn

Arn­þór Guð­laugs­son fram­kvæmda­stjóri Ísteka, sem sýnt hefur að hefur engu skeytt um vel­ferð blóð­mera, boðar nú jóla­pakka og kallar á synda­af­lausn til verndar hlut­höf­um. Fram­lag Ísteka er smá­vægi­legt í hinu stóra mengi efna­hags­legra hags­muna, sem nú þarf að vernda og teygir anga sína út um allt á íslenskum vinnu­mark­aði og erlend­is.

Ég tel, að sýnt hafi verið fram á, að ekki er orð mark tak­andi á Arn­þór­i. Hann segir í jóla­hug­vekju sinni s.l. sunnu­dag í miðli:

„Í upp­hafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæm­andi og ómann­úð­lega með­ferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum til­vikum með slitum á við­skipta­sam­bönd­um, eins og fyr­ir­tækið hefur raunar gert í nokkrum til­fellum á und­an­förnum árum, þar á meðal mjög nýlega.“ 

Af hverju er hann ómark­tæk­ur? Á svip­uðum tíma og hann birti hug­ljómun sína til verndar þeim 2 millj­örð­um, sem hluta­fé­lag hans græð­ir, rit­aði hann til AWF/TSB og óskaði eftir til­lögum frá þeim um úrbæt­ur. 

Fyrir liggur að þegar árið 2019 gagn­rýndu AWF/TSB ​þau atriði við hann per­sónu­lega sem hann nú spyr um og mót­mælti Arn­þór athuga­semdum þeirra umhugs­un­ar­laust. Hann hafði sem­sagt 2 ár til að velta hlut­unum fyrir sér, trúði því að AWF/TSB hefðu misst áhug­ann þangað til hann fatt­aði að Þjóð­verj­unum hafði tek­ist að gabba hann. Stundum er það eina leiðin til að leiða sann­leik­ann í ljós

Þá inni­heldur jóla­gjöf Arn­þórs hand­rit að fram­kvæmd mynd­bandseft­ir­lits, sem tæki allt að hálft ár fyrir einn mann að horfa á miðað við 8 klst. vinnu­dag miðað við að 5300 blóð­tökur yrðu fil­mað­ar.

Stagl dokt­ors­gráðu­dýra­lækn­is 

Annað nýtt inn­legg fræði­manns í þessu máli er við­tal við dýra­læknir á Sprengisandi s.l. sunnu­dag. Frúin er með dokt­ors­gráðu á sínu sér­sviði. Engu að síður kom ekk­ert fræði­legt fram­lag um efnið af hennar hálfu heldur end­ur­tekn­ingar á því, sem áður hefur verið sagt, einkum af hálfu MAST og olli mér von­brigð­um. Ég hélt satt best að segja, í ljósi þess að Sprengi­sandur er mik­il­vægur umræðu­þáttur mál­efna líð­andi stund­ar, að eitt­hvað vit­rænt inn­legg með eða á móti blóð­tök­unni kæmi fram af hennar hálfu. Svo var ekki að það var eins og dýra­lækn­ir­inn hefði hrein­lega ekki fylgst með rök­semd­ar­færslum gegn blóð­tök­unni s.l. vik­ur. Hann virt­ist á algerum upp­hafs­reit og treysti sér ekki einu sinni til þess að láta blóð­merar né gyltur njóta vafans, að svo stödd­u, í miklu sið­ferð­is­legu og dýra­vernd­ar­legu álita­efni. Máske ein­fald­lega vegna þess að hann hefur ein­hverra hags­muna að gæta en sér­svið dýralækna­þjón­ustu hans teng­ist einmitt, ef svo má að orði kom­ast, hryssum í barn­eigna­hug­leið­ingum og eft­ir­fylgni með þeim. Já, það er eins og Páll Skúla­son heit­inn sagði eitt sinn: það vantar alla gagn­rýna hugsun í íslenskt sam­fé­lag. Og ég bæti við: meira að segja á meðal margra fræði­manna.

Gleði­lega hátíð og þakkir

Um leið og ég óska ég ykk­ur, les­endur mín­ir, alls hins besta nú um hátíð­irn­ar, þakka ég góðan lestur greina minna og bið þess að Guð megi vera með öllum mönnum og dýrum, nú sem endranær. Mynd­bandið hér að neðan er frægt, fal­legt en líka dap­urt. Fram­leitt af Animals Australia og á alveg sér­stak­lega vel við um þennan pistil efn­is­lega. Mynd­bandið dregur fram í hnot­skurn hver enda­stöð dýra­níðs blóð­mera­halds er, dýra­níð í verk­smiðju­fram­leiðslu svína­eld­is. Saga lít­ils gríss, sem tekst að forða sér úr ánauð verk­smiðju­bú­skap­ar og upp­lýsa heims­byggð­ina um örlög systra sinna, bræðra og mæðra. 

Höf­undur er dýra­rétt­ar­lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar