Hótelið á hafsbotni

Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?

Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Auglýsing

Ef Eiríki Fjalar hefði verið sagt að á hafs­botni í Kattegat lægi stein­steypt flykki, sem átti að vera heil hót­el­hæð, hefði hann lík­lega spurt hvort þetta væri ekki bara „skrök­u­lyg­i“. Og hann væri lík­lega ekki einn um þá skoð­un.

Dan­mörk er lítið land, aðeins um 40 þús­und fer­kíló­metr­ar. Lögun lands­ins veldur því hins vegar að strand­lengjan er löng, rúm­lega 7 þús­und kíló­metr­ar. Til sam­an­burðar má nefna að þótt Ísland sé miklu stærra (104 þús­und fer­kíló­metr­ar) er strand­lengjan styttri en sú danska, rétt um 6 þús­und kíló­metr­ar.

Á hafs­botn­inum úti fyrir ströndum Dan­merkur leyn­ist margt, kaf­arar kalla það gósen­land. Fjöldi skipa liggur á hafs­botni á þessum svæð­um, sum þeirra frá síð­ustu öld en önnur hafa legið á hafs­botni öldum sam­an. Vitað er hvar mörg þess­ara skipa liggja en önn­ur, einkum frá fyrri öld­um, hefur ekki tek­ist að finna. Þegar köf­urum tekst að finna eitt­hvað sér­lega merki­legt kom­ast fréttir af slíku ævin­lega í fjöl­miðla. Og þær ber­ast enn þá af og til.

Auglýsing

Printz Frider­ich

Haustið 2018 greindu danskir fjöl­miðlar (og margir aðr­ir) frá merkum forn­leifa­fundi. Þá hafði hópi kaf­ara tek­ist að finna skips­flak, sem þeir höfðu leitað um ára­bil. Þessi merki fundur var danska her­skipið Printz Frider­ich. Skipið strand­aði á grynn­ingum skammt frá eyj­unni Læsø á Kattegat í lok sept­em­ber árið 1780. Um borð voru 667 menn, 7 lét­ust en hinum 660 tókst að bjarga. Skip­inu, sem var rúm­lega 50 metra langt og búið 70 fall­byssum, varð hins vegar ekki bjargað og það sökk í haf­ið.

Hér má sjá mynd­band af flak­inu og fundi þess frá kaf­ara­hópnum Und­ervands­gruppen.

For­svars­maður hóps­ins sem fann flakið sagði í við­tali að þeir hefðu kafað að minnsta kosti 200 sinnum áður en flakið fannst. „Við vissum að það væri ein­hvers staðar á þessum slóðum og vorum stað­ráðnir í að gef­ast ekki upp. Tækn­in, og þol­in­mæð­in, sáu til þess að við fundum skip­ið.“

Ekki bara skip

Eins og áður sagði hafa danskir frí­stunda- og atvinnu­kaf­arar árum saman vitað um skips­flök og margt annað sem leyn­ist á hafs­botni undan ströndum Dan­merk­ur. Margir þess­ara staða eru fastir við­komu­staðir sem allir kaf­arar þekkja og heim­sækja reglu­lega. Einn þess­ara staða er skammt fyrir norðan Hels­ingja­borg í Sví­þjóð. Þar er það ekki skips­flak sem liggur á hafs­botni heldur nokkuð sem kaf­arar kalla „hót­el­ið. Þetta er stærðar steypuflykki, veggir með „dyra­op­um“ og „glugga­op­um“. Er eig­in­lega eins og stærðar hæð í húsi, en vantar bæði gólf og loft. „Hót­el­ið“ liggur á nokk­urra metra dýpi um tvö hund­ruð metra frá strönd Sví­þjóð­ar.

SAS hót­elið

Fyrir ára­tugum komst sú saga á kreik að þetta sem þarna lægi á hafs­botni væri hvorki meira né minna en ein hæð sem hefði með réttu átt að fara í SAS hót­elið við Vester­brogade í Kaup­manna­höfn.

Hér er danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrir framan SAS hótelið.

SAS hót­elið er af mörgum talin í hópi merk­ustu bygg­inga í Dan­mörku, og eitt af höf­uð­verkum Arne Jac­ob­sen eins kunn­asta arki­tekts Dana.

Bygg­ing hót­els­ins hófst árið 1956 og það var tekið í notkun árið 1960. Húsið er 70 metrar á hæð, hæð­irnar eru 22. Arne Jac­ob­sen teikn­aði ekki bara húsið sjálft, hann teikn­aði líka allar inn­rétt­ing­ar, hús­gögn, hnífa­pör, ljós o.s.frv. sér­stak­lega fyrir hót­el­ið. Þar á meðal eru stól­arnir Eggið og Svan­ur­inn, sem Íslend­ingar þekkja vel og prýða í dag tug- eða hund­ruð þús­unda heim­ila og opin­berra bygg­inga víða um heim. Eitt her­bergi, númer 606, er enn eins og það var upp­haf­lega en önnur her­bergi hafa tekið ýmsum breyt­ingum í áranna rás. Það er til marks um sess hót­els­ins í dönsku þjóð­arsál­inni að þegar neðsti hluti bygg­ing­ar­innar var mál­aður fyrir nokkrum árum urðu tals­verðar deilur um græna lit­inn. Hann væri, sögðu gagn­rýnend­ur, ekki nákvæm­lega eins og hann var áður og hafði verið frá upp­hafi. Rit­ari þessa pistils bjó á þessum tíma í Kaup­manna­höfn og sá vart, eða ekki, mun­inn á nýja litnum og þeim gamla.

Hvernig gæti heil hót­el­hæð endað í Kattegat?

Nú má spyrja hvernig gæti staðið á því að hluti þess sem átti að vera SAS hót­elið hafi endað í Kattegat. Sam­kvæmt sög­unni um „hót­el­ið“ voru hæða­ein­ing­arnar steyptar á Norð­ur­-Jót­landi og dregnar á þar til gerðum flekum til Kaup­manna­hafn­ar. Ein­hverju sinni gerði slæmt veður og fyrir norðan Hels­ingja­eyri slitn­aði flek­inn frá drátt­ar­skip­inu, rak drjúgan spöl og sökk svo. Blaða­maður dag­blaðs­ins Politi­ken ákvað að „kafa“ niður í þessa sögu og reyna að kom­ast að sann­leik­an­um. Blaða­mað­ur­inn sagð­ist hafa fengið bréf frá manni sem sjálfur hafði verið kaf­ari og hafði fyrir 25 árum heyrt sög­una af „hót­el­inu“ og lang­aði að vita hvort hún væri sönn. Blaða­mað­ur­inn hafði sam­band við klúbb kaf­ara í Kaup­manna­höfn. Þar kann­að­ist sá sem varð fyrir svörum ekki við sög­una um „hót­el­ið“ en benti blaða­mann­inum á til­tekna heima­síðu, vragguiden.dk, þar sem hann gæti leit­að. Og viti menn, þar er sagt frá „hót­el­inu“ stað­setn­ing­unni lýst og þeir sem hafa keypt aðgang að síð­unni geta skoðað myndir sem kaf­arar hafa tek­ið. Á vef­síð­unni er hins vegar ekki að finna neinar ótví­ræðar sann­anir fyrir því að steypuklump­ur­inn á hafs­botni hafi átt að enda sem hæð í SAS hót­el­inu.

Blaða­mað­ur­inn hafði sam­band við marga sem hann taldi að gætu kann­ast við sög­una, og kannski stað­fest hvort hún væri sönn. Flestum þótti sagan góð. Einn ráð­lagði blaða­mann­inum að láta sög­una njóta vafans, en hann vildi reyna að kom­ast að sann­leik­an­um. Sonur fyrsta hót­el­stjór­ans kann­að­ist ekki við sög­una og taldi sig vita að burð­ar­virki hót­els­ins, og inn­veggir, hefðu verið steyptir á staðnum en ytra byrðið er fyrst og fremst gler og ál.

En svo heyrði blaða­mað­ur­inn aðra sögu um „hót­el­ið“.

Dans­pallur við sænskan veit­inga­stað

Í grúski sínu við leit­ina að sann­leik­anum um „hót­el­ið“ heyrði blaða­maður Politi­ken aðra sögu. Hún var á þá leið að „hót­el­ið“ hefði verið und­ir­staða palls sem eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Para­peten við norð­ur­hluta hafn­ar­innar í Hels­ingja­borg lét útbúa skömmu eftir 1950. Á pall­inum hefðu verið haldnar skemmt­anir en svo hefði eig­and­inn ákveðið að selja pall­inn og þá hefði eig­andi hót­els við strönd­ina skammt fyrir norðan Hels­ingja­borg keypt hann. Áður en komið var á leið­ar­enda sökk pall­ur­inn og situr þar enn. Skammt frá hót­eli nýja eig­and­ans sem var í Laröd.

Ekk­ert hótel við strönd­ina

Blaða­mann­inum þótti ofan­greind saga ekki verri en hver önnur en fékk hana ekki til að ganga upp.

Hvernig sem leitað var fann blaða­maður Politi­ken engar upp­lýs­ingar um hótel á áður­nefndu svæði. Eini gisti­stað­ur­inn á þessum slóðum á sjötta ára­tug síð­ustu aldar var far­fugla­heim­ili, nokkra kíló­metra inni í landi. Fremur ólík­legt að eig­endur þess hefðu keypt fljót­andi dans­pall taldi blaða­mað­ur­inn. Einn við­mæl­enda taldi sig hafa lesið um nýtt aðsetur dans­palls­ins í Hels­ing­borg Dag­blad en þá umfjöllun gat blaða­mað­ur­inn ekki fund­ið, þrátt fyrir mikla leit.

Hvað er upp og niður í þess­ari sögu?

Blaða­maður Politi­ken endar umfjöllun sína á því að segja að sér hafi ekki tek­ist að upp­lýsa sann­leik­ann um „hót­el­ið“. Hann viti ein­fald­lega ekki hvort „hót­el­ið“ hafi í raun átt að vera hluti SAS hót­els­ins í Kaup­manna­höfn eða hvort það hafi verið dans­pallur við Hels­ingja­borg.

Blaða­mað­ur­inn endar á því að biðja þá les­endur sem kunni að vita eitt­hvað um málið að hafa sam­band við sig.

Eiríkur Fjalar hefði lík­lega sogið upp í nefið eftir að hafa heyrt þessar tvær sögur og full­yrt að báðar væru „skrök­u­lyg­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar