Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki

Forsætisráðherra segir að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og Samherja beri ábyrgð gagnvart samfélagi sínu – en framganga þeirra sýni það ekki. Hún sé óboðleg, óeðlileg og eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra telur að fram­ganga Sam­herja sé alger­lega óboð­leg, óeðli­leg og eigi ekki að líð­ast í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hana meðal ann­ars hvort hún teldi að lýð­ræð­inu staf­aði ógn af vinnu­brögðum Sam­herja.

Logi hóf mál sitt á því að vekja athygli á frétta­flutn­ingi Kjarn­ans og Stund­ar­innar um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja sem væri „til í að beita alls kyns með­ulum til að koma höggi á fólk sem þau telja and­stæð­inga sína“.

„Hóp­ur­inn ræðir meðal ann­ars sín á milli að beita sér í kosn­ingum í stétt­ar­fé­lagi, veltir því sama fyrir sér varð­andi próf­kjör ein­stakra stjórn­mála­flokka, kort­leggur ummæli blaða­manna, lista­manna, emb­ætt­is- og stjórn­mála­manna og beitir sér gegn þeim. Ég geri ráð fyrir því að for­sæt­is­ráð­herra hafi fylgst með þessu og fyllst óhug eins og margir lands­menn. Við skulum hafa það á hreinu að hér er ekki um að ræða ein­angrað til­vik endi­lega heldur fyr­ir­bæri sem er nýtt og aðferð sem er nýtt víðar í grófri sér­hags­muna­gæslu,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Telur hann að bregð­ast verði við þróun sem skekkir atvinnu­líf­ið, bjagar umræð­una, veikir stjórn­málin og grefur undan lýð­ræð­inu. „Við þurfum að bregð­ast við áður en það verður of seint. Það verður hins vegar ekki gert með því að veikja Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, leggja niður skatt­rann­sókn­ar­stjóra eða draga kerf­is­bundið tenn­urnar úr eft­ir­lits­stofn­un­um. Það verður gert með því að styrkja þær. Það verður gert með vand­aðri laga­setn­ingu og það verður gert með nýrri stjórn­ar­skrá sem tryggir rétt fjöld­ans.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann Katrínu hvort hún teldi að lýð­ræð­inu staf­aði ógn af vinnu­brögðum af þessu tagi. „Telur hún að þau geti veikt eft­ir­lits­stofn­anir og fjöl­miðla og leitt til þess að sér­hags­munir verði settir ofar almanna­hags­mun­um? Og síð­ast en ekki síst: Er hún til­búin að styðja breyt­ingar á auð­linda­á­kvæði sínu í ljósi þess­ara frétta þannig að tíma­bind­ing allrar nýt­ing­ar­samn­inga verði áskil­in?“

Finnst eðli­legt að þingið taki umræðu um auð­linda­á­kvæði „á réttum vett­vangi sem er í nefnd­inni“

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að vekja máls á þess­ari fram­göngu Sam­herja. „Ég held að við hátt­virtur þing­maður séum algjör­lega sam­mála um að þessi fram­ganga er auð­vitað alger­lega óboð­leg, óeðli­leg og á ekki að líð­ast í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þannig er það. Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í for­ystu fyrir jafn stórt fyr­ir­tæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagn­vart sam­fé­lagi sínu og þetta er ekki að bera ábyrgð gagn­vart sam­fé­lag­inu. Svona gera menn ein­fald­lega ekki.“

­Spurði hún í fram­hald­inu hvað væri hægt að gera og hvað hefði verið gert. „Ég held að þegar við lesum um atburða­rás eins og þá sem við höfum verið að lesa hvað varðar til­raunir til að hafa áhrif á kjör í Blaða­manna­fé­lagi Íslands þá sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjöl­miðla­lög­um. Ég minni á það að þegar fjöl­miðla­lögin voru sam­þykkt á sínum tíma, 2011, var gert ráð fyrir heild­ar­end­ur­skoðun þeirra innan til­tek­ins tíma og þar voru gerðar ákveðnar breyt­ingar hvað varðar rétt­ar­stöðu blaða­manna. En hlut­irnir breyt­ast hratt.

Annað atriði sem ég hef nefnt eru skoð­ana­aug­lýs­ing­ar, sem eru þá ekki aug­lýs­ingar stjórn­mála­flokka því að um flokk­ana gilda aðrar reglur heldur aug­lýs­ingar þar sem marg­hátt­aðir hags­muna­að­ilar nýta þann miðil til að koma við­horfum á fram­færi. Það er því mjög margt sem ber að skoða en ég held að við megum heldur ekki gleyma því hvað við höfum verið að gera því að við höfum verið að stíga mjög mik­il­væg skref; lög um vernd upp­ljóstr­ara, lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum, ný upp­lýs­inga­lög. Allar miða þessar breyt­ingar að því að efla gagn­sæi og gagn­sæi er und­ir­staða þess að við séum með öfl­ugt lýð­ræð­is­sam­fé­lag,“ sagði hún.

Hvað varðar auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þá sagði Katrín að það mál væri núna til með­ferðar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. „Ég hef litið svo á að orða­lag þessa ákvæðis sé skýrt, þ.e. að heim­ild­irnar verði ekki afhentar með var­an­legum hætti sem merkir þá að þær eru tíma­bundnar eða upp­segj­an­leg­ar. En mér finnst bara eðli­legt að þingið núna taki þá umræðu á réttum vett­vangi sem er í nefnd­inn­i.“

Spurði hvort ráð­herra hefði meiri áhyggjur af ægi­valdi evr­ópskra knatt­spyrnu­liða en ofurrisa í sjáv­ar­út­vegi

Logi steig aftur í pontu og sagð­ist hafa kosið að ráð­herra svar­aði skýr­ar, hvort hún væri til­búin til að fall­ast á tíma­bundnar heim­ildir skil­yrð­is­laust.

„Fyrr í vetur voru hug­myndir evr­ópskra stór­liða í knatt­spyrnu um 15 liða ofur­keppni þar sem liðin þurftu ekki að ótt­ast að falla úr keppni en nutu alls pen­inga­á­vinn­ings­ins. Einn af þeim sem steig fram og gagn­rýndi svona fyr­ir­komu­lag var einmitt hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra, en sami for­sæt­is­ráð­herra vill núna festa í sessi ein­hvers konar ofur­deild nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­risa með því að leggja fram auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá sem gerir ekki ráð fyrir tíma­bundnum nýt­ing­ar­samn­ing­um. Hefur ráð­herra meiri áhyggjur af ægi­valdi nokk­urra evr­ópskra knatt­spyrnu­liða en þess­ara ofurrisa í sjáv­ar­út­vegi? Eða vill hún styðja breyt­ingar sem miða að því að áskilja tíma bind­ingar í stjórn­ar­skrá?“ spurði þing­mað­ur­inn.

Mik­il­vægt að ræða þetta með mál­efna­legum hætti

Katrín kom í pontu í annað sinn og sagði að henni fynd­ist þing­mað­ur­inn falla í sömu gryfju og sá aðili „sem nú rekur miklar skoð­ana­aug­lýs­ingar gegn þessu frum­varpi og heldur þar því fram að ég vilji afhenda stór­út­gerð­inni nýt­ing­ar­heim­ildir var­an­lega“.

Hún sagði að Logi vissi vel að það væri ekki það sem stæði í því ákvæði sem væri til umfjöll­un­ar, heldur væri einmitt verið að und­ir­strika að þessar heim­ildir yrðu ekki afhentar með var­an­legum hætti.

„Það þýðir að þær eru ann­að­hvort tíma­bundnar eða upp­segj­an­leg­ar. Á það sama að gilda um allar nýt­ing­ar­heim­ildir óháð gerð auð­lind­ar? Það er kannski stóra spurn­ingin sem við stöndum frammi fyrir þegar um er að ræða til að mynda land­gæði sem yfir­leitt eru afhent til einnar aldar í senn en þó ekki var­an­lega. Þetta er það sem við höfum auð­vitað rætt mik­ið.“

Fram kom í máli Katrínar að henni fynd­ist mik­il­vægt að hægt væri að ræða þetta með mál­efna­legum hætti og ekki leggj­ast í það að halda því fram að hún væri að ganga erinda stór­fyr­ir­tækis í sjáv­ar­út­vegi. „Því að það er ekki sann­gjarnt og ekki rétt og ekki satt, þó að ein­hverjir aðilar kjósi að birta slíkt í skoð­ana­aug­lýs­ing­um. Ég minni á að Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi leggj­ast auð­vitað alfarið gegn frum­varp­inu og vænt­an­lega er ein­hver ástæða fyrir því.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent