Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki

Forsætisráðherra segir að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og Samherja beri ábyrgð gagnvart samfélagi sínu – en framganga þeirra sýni það ekki. Hún sé óboðleg, óeðlileg og eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra telur að fram­ganga Sam­herja sé alger­lega óboð­leg, óeðli­leg og eigi ekki að líð­ast í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hana meðal ann­ars hvort hún teldi að lýð­ræð­inu staf­aði ógn af vinnu­brögðum Sam­herja.

Logi hóf mál sitt á því að vekja athygli á frétta­flutn­ingi Kjarn­ans og Stund­ar­innar um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja sem væri „til í að beita alls kyns með­ulum til að koma höggi á fólk sem þau telja and­stæð­inga sína“.

„Hóp­ur­inn ræðir meðal ann­ars sín á milli að beita sér í kosn­ingum í stétt­ar­fé­lagi, veltir því sama fyrir sér varð­andi próf­kjör ein­stakra stjórn­mála­flokka, kort­leggur ummæli blaða­manna, lista­manna, emb­ætt­is- og stjórn­mála­manna og beitir sér gegn þeim. Ég geri ráð fyrir því að for­sæt­is­ráð­herra hafi fylgst með þessu og fyllst óhug eins og margir lands­menn. Við skulum hafa það á hreinu að hér er ekki um að ræða ein­angrað til­vik endi­lega heldur fyr­ir­bæri sem er nýtt og aðferð sem er nýtt víðar í grófri sér­hags­muna­gæslu,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Telur hann að bregð­ast verði við þróun sem skekkir atvinnu­líf­ið, bjagar umræð­una, veikir stjórn­málin og grefur undan lýð­ræð­inu. „Við þurfum að bregð­ast við áður en það verður of seint. Það verður hins vegar ekki gert með því að veikja Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, leggja niður skatt­rann­sókn­ar­stjóra eða draga kerf­is­bundið tenn­urnar úr eft­ir­lits­stofn­un­um. Það verður gert með því að styrkja þær. Það verður gert með vand­aðri laga­setn­ingu og það verður gert með nýrri stjórn­ar­skrá sem tryggir rétt fjöld­ans.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann Katrínu hvort hún teldi að lýð­ræð­inu staf­aði ógn af vinnu­brögðum af þessu tagi. „Telur hún að þau geti veikt eft­ir­lits­stofn­anir og fjöl­miðla og leitt til þess að sér­hags­munir verði settir ofar almanna­hags­mun­um? Og síð­ast en ekki síst: Er hún til­búin að styðja breyt­ingar á auð­linda­á­kvæði sínu í ljósi þess­ara frétta þannig að tíma­bind­ing allrar nýt­ing­ar­samn­inga verði áskil­in?“

Finnst eðli­legt að þingið taki umræðu um auð­linda­á­kvæði „á réttum vett­vangi sem er í nefnd­inni“

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að vekja máls á þess­ari fram­göngu Sam­herja. „Ég held að við hátt­virtur þing­maður séum algjör­lega sam­mála um að þessi fram­ganga er auð­vitað alger­lega óboð­leg, óeðli­leg og á ekki að líð­ast í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þannig er það. Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í for­ystu fyrir jafn stórt fyr­ir­tæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagn­vart sam­fé­lagi sínu og þetta er ekki að bera ábyrgð gagn­vart sam­fé­lag­inu. Svona gera menn ein­fald­lega ekki.“

­Spurði hún í fram­hald­inu hvað væri hægt að gera og hvað hefði verið gert. „Ég held að þegar við lesum um atburða­rás eins og þá sem við höfum verið að lesa hvað varðar til­raunir til að hafa áhrif á kjör í Blaða­manna­fé­lagi Íslands þá sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjöl­miðla­lög­um. Ég minni á það að þegar fjöl­miðla­lögin voru sam­þykkt á sínum tíma, 2011, var gert ráð fyrir heild­ar­end­ur­skoðun þeirra innan til­tek­ins tíma og þar voru gerðar ákveðnar breyt­ingar hvað varðar rétt­ar­stöðu blaða­manna. En hlut­irnir breyt­ast hratt.

Annað atriði sem ég hef nefnt eru skoð­ana­aug­lýs­ing­ar, sem eru þá ekki aug­lýs­ingar stjórn­mála­flokka því að um flokk­ana gilda aðrar reglur heldur aug­lýs­ingar þar sem marg­hátt­aðir hags­muna­að­ilar nýta þann miðil til að koma við­horfum á fram­færi. Það er því mjög margt sem ber að skoða en ég held að við megum heldur ekki gleyma því hvað við höfum verið að gera því að við höfum verið að stíga mjög mik­il­væg skref; lög um vernd upp­ljóstr­ara, lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum, ný upp­lýs­inga­lög. Allar miða þessar breyt­ingar að því að efla gagn­sæi og gagn­sæi er und­ir­staða þess að við séum með öfl­ugt lýð­ræð­is­sam­fé­lag,“ sagði hún.

Hvað varðar auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þá sagði Katrín að það mál væri núna til með­ferðar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. „Ég hef litið svo á að orða­lag þessa ákvæðis sé skýrt, þ.e. að heim­ild­irnar verði ekki afhentar með var­an­legum hætti sem merkir þá að þær eru tíma­bundnar eða upp­segj­an­leg­ar. En mér finnst bara eðli­legt að þingið núna taki þá umræðu á réttum vett­vangi sem er í nefnd­inn­i.“

Spurði hvort ráð­herra hefði meiri áhyggjur af ægi­valdi evr­ópskra knatt­spyrnu­liða en ofurrisa í sjáv­ar­út­vegi

Logi steig aftur í pontu og sagð­ist hafa kosið að ráð­herra svar­aði skýr­ar, hvort hún væri til­búin til að fall­ast á tíma­bundnar heim­ildir skil­yrð­is­laust.

„Fyrr í vetur voru hug­myndir evr­ópskra stór­liða í knatt­spyrnu um 15 liða ofur­keppni þar sem liðin þurftu ekki að ótt­ast að falla úr keppni en nutu alls pen­inga­á­vinn­ings­ins. Einn af þeim sem steig fram og gagn­rýndi svona fyr­ir­komu­lag var einmitt hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra, en sami for­sæt­is­ráð­herra vill núna festa í sessi ein­hvers konar ofur­deild nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­risa með því að leggja fram auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá sem gerir ekki ráð fyrir tíma­bundnum nýt­ing­ar­samn­ing­um. Hefur ráð­herra meiri áhyggjur af ægi­valdi nokk­urra evr­ópskra knatt­spyrnu­liða en þess­ara ofurrisa í sjáv­ar­út­vegi? Eða vill hún styðja breyt­ingar sem miða að því að áskilja tíma bind­ingar í stjórn­ar­skrá?“ spurði þing­mað­ur­inn.

Mik­il­vægt að ræða þetta með mál­efna­legum hætti

Katrín kom í pontu í annað sinn og sagði að henni fynd­ist þing­mað­ur­inn falla í sömu gryfju og sá aðili „sem nú rekur miklar skoð­ana­aug­lýs­ingar gegn þessu frum­varpi og heldur þar því fram að ég vilji afhenda stór­út­gerð­inni nýt­ing­ar­heim­ildir var­an­lega“.

Hún sagði að Logi vissi vel að það væri ekki það sem stæði í því ákvæði sem væri til umfjöll­un­ar, heldur væri einmitt verið að und­ir­strika að þessar heim­ildir yrðu ekki afhentar með var­an­legum hætti.

„Það þýðir að þær eru ann­að­hvort tíma­bundnar eða upp­segj­an­leg­ar. Á það sama að gilda um allar nýt­ing­ar­heim­ildir óháð gerð auð­lind­ar? Það er kannski stóra spurn­ingin sem við stöndum frammi fyrir þegar um er að ræða til að mynda land­gæði sem yfir­leitt eru afhent til einnar aldar í senn en þó ekki var­an­lega. Þetta er það sem við höfum auð­vitað rætt mik­ið.“

Fram kom í máli Katrínar að henni fynd­ist mik­il­vægt að hægt væri að ræða þetta með mál­efna­legum hætti og ekki leggj­ast í það að halda því fram að hún væri að ganga erinda stór­fyr­ir­tækis í sjáv­ar­út­vegi. „Því að það er ekki sann­gjarnt og ekki rétt og ekki satt, þó að ein­hverjir aðilar kjósi að birta slíkt í skoð­ana­aug­lýs­ing­um. Ég minni á að Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi leggj­ast auð­vitað alfarið gegn frum­varp­inu og vænt­an­lega er ein­hver ástæða fyrir því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent