Reglur um sóttkví bólusettra og útsettra eru til endurskoðunar

Í sumum löndum þurfa þeir sem orðnir eru fullbólusettir gegn COVID-19 ekki lengur að fara í sóttkví, þrátt fyrir að teljast útsettir fyrir smiti. Reglur um þetta eru til endurskoðunar hér á landi, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í dag er það enn svo á Íslandi að allir sem verða útsettir fyrir mögu­legu COVID-19 smiti úti í sam­fé­lag­inu þurfa að fara í sótt­kví. Þetta á við um full­bólu­setta jafnt sem aðra, en það gæti mögu­lega breyst á næst­unni.

„Okkar núver­andi reglur varð­andi þetta eru í end­ur­skoð­un,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þetta efni, en á und­an­förnum vikum hafa reglur hvað varða sótt­kví full­bólu­settra sem telj­ast hafa orðið útsettir fyrir veirunni verið að breyt­ast í nokkrum af okkar nágranna­lönd­um.

Strax í upp­hafi þessa mán­aðar var regl­unum til dæmis breytt í Nor­egi og þar þurfa þeir sem eru full­bólu­settir og hafa verið það í ákveðið langan tíma ekki lengur að fara í sótt­kví, ef þeir til dæmis sitja á veit­inga­stað til borðs með ein­hverjum kunn­ingja sem síðan reyn­ist smit­aður af veirunni.

Til­mælin í Banda­ríkj­unum eru þannig, sam­kvæmt smit­sjúk­dóma­stofn­un­inni CDC, að full­bólu­settir sem hafa umgeng­ist ein­hvern sem grein­ist svo með COVID-19 þurfa ekki að fara í sótt­kví eða und­ir­gang­ast skimun nema ein­kenni komi upp. Þó segir stofn­unin að full­bólu­settir sem búi eða starfi í stofn­unum á borð við fang­elsi eða athvörf fyrir heim­il­is­lausa ættu að fara í skimun, verði þeir útsettir fyrir smiti.

Þar í landi er verið að nota bólu­efnin frá Pfiz­er/BioNTech, Moderna og Jans­sen (John­son & John­son). Sam­kvæmt því sem CDC segir telst fólk vera full­bólu­sett tveimur vikum eftir að það fær seinni skammt­inn af Pfizer og Moderna eða þann eina skammt sem gef­inn er af Jans­sen-­bólu­efn­inu.

Sótt­kví­ar­regl­urnar eru sem áður segir til end­ur­skoð­unar hér­lend­is. Við þá end­ur­skoðun er vænt­an­lega verið að horfa til reynsl­unnar af skimun bólu­settra á landa­mær­un­um, sem hefur staðið yfir und­an­farna mán­uði.

Dæmi eru nefni­lega um að bólu­settir geti borið veiruna með sér og smitað út frá sér, eins og átti sér stað hjá íslenska Eurovision-hópnum úti í Hollandi á dög­un­um. Alls þrír úr íslenska teym­inu, sem var bólu­sett með Jans­sen-­bólu­efn­inu fyrir brott­för til Hollands, hafa greinst með veiruna.

Eng­inn grein­ar­munur gerður á tíma frá sprautu á landa­mær­unum

Mis­jafnt er hvernig lönd gefa út vott­orð vegna bólu­setn­inga. Hér á Íslandi er ekki hægt að sækja um bólu­setn­ing­ar­vott­orð fyrr en viku eftir að fólk fær seinni spraut­una — eða einu spraut­una í til­felli Jans­sen-­bólu­efn­is­ins.

Auglýsing

Þetta er ekki svona alls stað­ar, en sum ríki gefa út vott­orð um fulla bólu­setn­ingu um leið og fólk hefur fengið sinn seinni eða eina skammt í upp­hand­legg­inn. Þá getur fólk um leið rokið af stað í alþjóð­leg ferða­lög, meðal ann­ars til Íslands, án þess að þurfa að und­ir­gang­ast sótt­kví á áfanga­stað.

Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, segir við Kjarn­ann að allir sem til lands­ins koma og eru með bólu­setn­ing­ar­vott­orð lúti sömu skil­yrð­um, óháð því hvort fimm vikur séu liðnar frá seinni sprautu eða þrír dag­ar.

„Þú þarft bara vott­orð­ið, það skiptir ekki máli hvenær það er,“ segir Hjör­dís, og bætir við að það væri nær ómögu­legt í fram­kvæmd að fara að gera sér­staka kröfu um að ákveðið langt sé liðið frá bólu­setn­ingu fólks áður en það kemur hingað til lands.

Hjör­dís segir að allir séu að fóta sig í nýjum veru­leika, hvað þetta varð­ar. Hún búist við því að við end­ur­skoðun reglna um sótt­kví hér inn­an­lands verði horft til þeirra gagna sem safn­ast hafi saman og rann­sókna sem hafa verið gerðar á því hvort full­bólu­settir séu lík­legir til að geta smitað út frá sér og ákvarð­anir teknar út frá því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent