Hafa sent formlegt erindi til ÖSE til að óska eftir kosningaeftirliti í haust

Þingmaður Pírata segir aðgerðir gegn fjölmiðlafólki geta komið niður á kosningum og að það sé stórhættulegt að „fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins“.

Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til ÖSE þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. Frá þessu greindi Andrés Ingi Jónsson, þingmaður flokksins, í þingræðu í dag. Andrés sagði að í fulltrúar lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE hefðu fundað með ýmsum hér á landi í síðustu viku til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum sem fara munu fram í september.

„Sjálfur sat ég tvo fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu,“ sagði Andrés. „Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar.“

Auglýsing

Andrés sagði stöðuna hafa gjörbreyst síðan að umræddir fundir voru haldnir og vísaði í kjölfarið í umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Auk þess sem hún hefði beitt sér gegn einstökum blaðamönnum og fjölmiðlum hefði hún reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og á prófkjör Sjálfstæðisflokksins.

„Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins beiti hagnaðinum af þessari sömu auðlind í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi,“ sagði Andrés.

Hann sagðist vænta þess að forseti þingsins sem og aðrir flokkar muni taka undir með þingflokki Pírata, „enda er það hagur allra jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar fram undan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum fengið að kynnast.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent