Neysluglaðir Bretar og Bandaríkjamenn koma til landsins

Vísbendingar eru uppi um að hver ferðamaður sem kemur hingað til lands skilji eftir sig meiri gjaldeyristekjur í ár heldur en síðustu ár. Hátt hlutfall breskra og bandarískra ferðamanna, sem eru að jafnaði neysluglaðir, gæti útskýrt þetta.

Breskir og bandarískir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig mikið af gjaldeyri hér á landi, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Breskir og bandarískir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig mikið af gjaldeyri hér á landi, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Auglýsing

Erlendum ferða­mönnum hefur fjölgað hratt á Íslandi á síð­ustu vik­um, þrátt fyrir að vera langt frá ferða­manna­fjöld­anum á sama árs­tíma árið 2019. Þó hefur velta erlendra greiðslu­korta auk­ist meira, sem eru vís­bend­ingar um að meiri gjald­eyrir fylgi hverjum ferða­manni en áður. Ein mögu­leg útskýr­ing á þess­ari þróun er hátt hlut­fall breskra og banda­rískra ferða­manna sem komið hafa til lands­ins á síð­ustu vik­um.

Þetta kemur fram í nýrri til­kynn­ingu sem birt­ist á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrr í dag. Sam­kvæmt henni hefur komuflug til Kefla­víkur auk­ist mikið í mán­uð­inum og félögum sem hingað fljúga fjölg­að, sér­stak­lega þeim sem fljúga frá Banda­ríkj­unum og Bret­landi.

Hins vegar virð­ist ansi langt í að fjöldi ferða­manna verði áþekkur fjöld­anum sem kom hingað til lands á sama árs­tíma fyrir tveimur árum síð­an, en sam­kvæmt tölum frá Ferða­mála­stofu var fjöldi erlendra komu­far­þega um Leifs­stöð í síð­asta mán­uði innan við 5 pró­sent af komu­far­þegum í apríl 2019.

Auglýsing

Aftur á móti var aukn­ingin í veltu erlendra greiðslu­korta meiri milli mán­aða líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Í síð­asta mán­uði var veltan 20 pró­sent af heild­ar­velt­unni í apríl fyrir tveimur árum síð­an, þrátt fyrir að erlendir ferða­menn hér­lendis væru ein­ungis 4,9 pró­sent af ferða­manna­fjöld­anum í apríl 2019. Því var rúm­lega fjórum sinnum meiri velta á hvern ferða­mann í síð­asta mán­uði, miðað við sama tíma­bil fyrir tveimur árum síð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa og Ferðamálastofa.

Sam­kvæmt fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefur veltan haldið áfram að aukast á síð­ustu vikum og var hún orðin rúm­lega 30 pró­sent af heild­ar­velt­unni um miðjan maí, miðað við sama tíma árið 2019. Á sama tíma er fjöldi komu­far­þega aðeins 9 pró­sent af heild­ar­fjöld­anum á sama tíma fyrir tveimur árum síð­an.

Ráðu­neytið segir það ekki enn vera ljóst hvort neyslan skýrist af lengri dvöl ferða­manna eða breyt­inga í sam­setn­ingu hóps komu­far­þeg­anna, en hærra hlut­fall er nú af Banda­ríkja­mönn­um, sem dvelja gjarnan meira og kaupa meiri afþr­ey­ingu, heldur en verið hefur áður. Verði hlut­fall banda­rískra og breskra ferða­manna hærra hér á landi í ár en áður hefur verið er búist við að með­al­neysla á hvern ferða­mann verði nokkuð meiri en fyrri ár, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent