Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gagnrýnir skipan Hæstaréttar í makrílmálum

Jón Bjarnason segir það „kyndugt“ að fyrrverandi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu hafi fengið að sitja sem dómari í Hæstarétti í málum sem vörðuðu kröfur útgerða um skaðabætur vegna fyrirkomulags makrílúthlutunar sem Jón sjálfur kom á.

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Jón Bjarna­son, sem var sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur frá 2009 til 2011, sagði frá átökum um sjáv­ar­út­vegs­mál og sam­skiptum sínum við stór­út­gerð­ina í blogg­færslu sem hann birti um helg­ina.

Í færslu sinni segir hann meðal ann­ars að það hafi verið „kynd­ugt“ að Árni Kol­beins­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri sjáv­ar­út­vegs­mála frá 1985-1998 og að sögn Jóns einn aðal­höf­undur kvóta­lag­anna, hafi fengið að sitja sem dóm­ari í Hæsta­rétti án þess að rík­is­lög­maður gerði við það athuga­semd­ir, í málum þar sem Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að ríkið væri skaða­bóta­skylt gagn­vart útgerðum vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta.

„Ekki ætla ég hér að segja að nær­vera hins gamla refs kvóta­laga­ár­anna hafi haft áhrif á dóms­orð­in. En óneit­an­lega var það kynd­ugt að rík­is­lög­maður skyldi ekki víkja fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra sjáv­ar­út­vegs­mála úr dómnum svo tengdur sem hann var fyrri póli­tískri vinnu í mál­in­u,“ segir í færslu Jóns.

Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2009-2011. Mynd: Alþingi

Þar segir hann jafn­framt að hann telji að Hæsti­réttur hafi „brugð­ist þjóð­inni í þessu máli og gengið í lið með ein­stökum „kvóta­greif­um““. Dóm­ur­inn hafi þannig „dæmt gegn þeirri laga­grein sem honum bar fyrst og fremst að horfa til“, þeirri laga­grein sem kveður á um að nytja­stofnar á Íslands­miðum séu sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar.

„Þessi dómur sýnir fram á hversu and­stæð laga­túlkun getur verið mark­miðum lag­anna og hags­munum þjóð­ar­inn­ar,“ skrifar Jón.

Útvegs­menn hafi talið sig eiga ráðu­neytið

Í færsl­unni segir ráð­herr­ann fyrr­ver­andi frá því að er hann gekk inn í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hafi hann upp­lifað að stjórn­endur LÍU, for­vera SFS, hafi ekki aðeins talið sig „eiga fisk­inn synd­andi í sjón­um, heldur tröpp­urnar í ráðu­neyt­inu, stól­ana við fund­ar­borð­ið“ og jafn­vel líka papp­ír­inn á borð­un­um.

Jón segir að það hafi sömu­leiðis verið afstaða „kerf­is­ins“, stjórn­sýsl­unn­ar, banka og lög­fræði­stofa.

Auglýsing

„Fékk hinn nýi ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála óspart að heyra það,“ segir í blogg­færslu Jóns, sem hann seg­ist setja fram í ljósi umræðu síð­ustu daga og vikna. Heitið á pistli Jóns er „Ver­búðin - Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­ið“ og þar ræðir hann meðal ann­ars sam­skipti sín við stór­út­gerðir lands­ins í málum sem varða strand­veið­ar, úthafs­rækju og skötu­sel.

ESB-­sinnar við rík­is­stjórn­ar­borðið hafi viljað gefa eftir mak­ríl­inn

Í færslu sinni fjallar Jón einnig um mak­ríl­deilur við Evr­ópu­sam­bandið og segir að þær hafi verið harð­vít­ugar – og að vilji hafi verið til þess hjá þeim innan rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem helst vildu ganga í ESB til þess að ganga að öllum kröfum ESB í deilum um mak­ríl­inn, sem tekið hafði að ganga inn í íslenska lög­sögu í miklu magn­i.

„ESB afneit­aði öllum rétti okkar í þeim efnum og lét afar dólgs­lega, hót­aði ítrekað að stöðva aðild­ar­við­ræð­urnar við ESB ef við hættum ekki mak­ríl­veið­un­um. Fætur for­sæt­is­ráð­herra og fleiri í rík­is­stjórn­inni vildu bogna undan þeim hót­unum ESB og gefa mak­ríl­inn eft­ir. Það verður að segj­ast hér hreint út að hvorki þær útgerð­ir, sem síðar höfð­uðu mál og kröfð­ust tuga millj­arða í bætur vegna veiði­heim­ilda í mak­ríl, né aðr­ir, hefðu fengið marga brönd­una ef ESB-að­ild­ar­sinnar í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum hefðu fengið að ráða. Það er köld stað­reynd,“ skrifar Jón.

Hann segir jafn­framt frá því að hót­anir ESB hafi „vakið það mik­inn ugg að full­trúar LÍÚ komu á fund ráð­herra og báðu hann að slaka á kröf­unum í mak­ríl­deil­unni ef það mætti friða ESB,“ en þá hefði ESB hótað við­skipta­stríði og lönd­un­ar­banni á íslenskan fisk.

Sið­lausar bóta­kröfur og máls­höfð­anir

Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi segir í færslu sinni að hann telji bóta­kröfur þær sem alls sjö útgerðir settu fram á hendur rík­inu vegna mak­ríl­mál­anna og máls­höfð­anir til­tek­inna útgerða vera „gjör­sam­lega sið­laus­ar“ og að þær hefðu aldrei náð fram að ganga „ef tekið hefði verið af alvöru til varna af lög­gjaf­anum og ráðu­neyt­inu“ eins og hann hefði ætl­að.

Alls sjö útgerðir settu fram kröfur um 10,2 millj­arða bætur auk vaxta vegna mak­ríl­máls­ins. Ein­ungis Vinnslu­stöð Vest­manna­eyja og Hug­inn í Vest­manna­eyjum hafa haldið sínum máls­höfð­unum á hendur rík­inu til streitu.

Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes ákváðu að falla frá kröfum sínum um mak­ríl­bæt­urnar eftir að kröfur fyr­ir­tækj­anna voru opin­ber­aðar í apríl árið 2020 og vís­uðu til sam­stöðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í til­kynn­ingu sinni um það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent